Þjóðviljinn - 21.12.1965, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.12.1965, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 2Í. desember 1965 — 30. árgangur — 290. tölublað. Kosningqr í Frakklandi: De Gaulle hlaut nú um 55% atkvæða PARÍS 20/12 — Charles de Gaulle var á sunnu- dag kjörinn forseti Frakklands til næstu sjö ára. De Gaulle hlaut í þetta sinn um 55% atkvæða, en mótframbjóðandi hans, Francois Mitterand, sem naut s-tuðnings vinstri flokkanna í landinu, hlaut um 45%. Eru þessar niðurstöðutölur nær þær sömu og spáð hafði verið við skoðanakönnun. — De Gaulle mun á morgun birta frönsku þjóðinni yfirlýsingu, er hann kemur frá sveitasetri sínu til Parísar. Charles de Gaulle Þátttaka var óvenju mikil í þessari síðari umferð forseta- kosninganna. og munu um 85% af ca. 29 miljónum atkvæðis- bærra manna bafa neytt kosn- ingaréttar sins. í Frakklandi Létu menn bíSa í von um vinnu frá morgni tii kvöids ■ Um kl. 7 í gærkvöld komu nokkrir menn að máli við Þjóðviljann og sögðu sínar farir ekki sléttar í skiptum við verkstjóra hjá Eimskipafélaginu við höfn- ina í gær. Hefðu þeir mætt ásamt tugum annarra manna kl. 8 í gærmorgun 1 leit að vinnu við uppskipun hjá Eimskip Hefðu verkstjórar þar sagt þeim að þíða og gef- ið þeim ádrátt um vinnu. Voru þeir látnir bíða allan moreuninn til hádegis, og aftur eftir hádeeið var þeim »nn sagt að bíða. Biðu þeir '■'annip allt til kvölds án bec;*; að fá nokkra vinnu. Þjóðviljinn snerí sér til Guð- mundar J Guðmundssonar í gærkvöld. en mál þetta var kært til Dagsbrúnar sdðdegis í gær. Sagði Guðmundur, að þarna hefðu verkstjórar hjá Eimskip brugðizt skyldu sinni að tilkynna Um ráðningu manna í vinnu eins og ákvæði væru um í samn- ingum Dagsbrúnar. Bæri verk- stjórunum að tilkynna það á morgnana ekki seinna en um Kona fyrir bíl á Hringbrauf Um kl. fimm í gær varð eldri kona fyrir bíl á móts við hús nr. 90 við Hringbraut. Var hún flutt ( Slysavarðstofuna þar sem meiðsl hennar voru athuguð Konan heitir Guðríður Sigurð- ardóttir. til heimilis að Hring- braut 86. kaffi, hve marga menn þeir ætluðu að ráða. og eftir hádegi ættu þeir að tilkynna strax hverja þeir ætluðu að ráða. í gær hefði mönnunum hins veg- ar verið sagt kl. 8 að bíða, því að vinna við Gullfoss myndi byrja um hádegi, og eftir há- deg; hefði þeim enn verið sagt að biða og hefðu sumir þeirra beðið allt til kvölds. Guðmund- ur sagðj að mál þetta hefði ver- Framhald á 3. síðu. sjálfu hlaut de Gaulle 12.645.315 atkvæði, en Mitterand 10.557,- 480 Þess er þó að gseta. að þegar endanlegar tölur atkvæða utan Frakklands hafa borizt, má fullvíst telja, að de Gaulle hafi fengið meir en 55% atkvæð- anna. þar eð hann nýtur fylgis yfirgnæfandi hluta kjósenda á þeim landsvæðum, er um ræðir. f ræðu sinni á þriðjudag mun de Gaulle væntanlega lýsa nokk- uð aðalatriðum þeirrar stefnu, er hann hyggst fylgja á kom- andi kjörtímabili. Einkum velta menn því fyrir sér. hverja af- stöðu forsetinn taki nú til Efnahagsbandalagsins og Atlanz- hafsbandalagsins. — Formlega hefst hið nýja kjörtímabil for- setans þann 9. janúar næst- komandi. Það er hald manna í París, Otg raunar haft eftir einum ráð- herranum í stjórn de Gaulle, að forsetinn muni nú endur- skipuleggja stjóm sína að nokkru. Er talið að hann muni skipta um fimm ráðherra en ekkert nánar um það vitað, hver þau mannaskipti verði. Það fylgir þó þessum fréttum, að fullvíst sé, að Pompidou verði áfram forsætisráðherra og Cou- ve de Murville áfram utanrík- isráðherra. ! HAPPDRÆTTI ÞJÖÐVILJANS: DREGIÐ EFTIR ÞRJÁ DAGA OPIÐ TIL KL. 10 * I KVÖLD GERIÐ SKIL 1. Enginn má gleyma að gera skii í Happdrætti Þjóðvilj- ans fyrir aðfangadag, en þá verður dregið um hinar tvær eftirsóttu • bifreiðar, Skoda 1000 MB. Tekið er við skilum á af- greiðslu Þjóðviljans að Skólavörðustíg 19, I. hæð, sími 17505. Opið samfellt frá 9 f.h. til kl. 10 e.h, í dag og á morgun. Úti um land gerj menn skil til umboðsmanna happ- þau 4. 5. 6. drættisins eða sendi beint til Þjóðviljans. Innheimtumenn og sölufólk er beðið að nota til hins ítrasta þá örfáu daga sem enn eru til stefnu. Miðar eru seldir úr öðrum happdrættisbílnum, sem staðsettur er á mótum Aust- urstrætis og Aðalstrætis frá hádegi og fram eftir kvöldi. Liggi enginn á liði sinu verður markinu náð og hver miði seldur á aðfanga- dag. Heildarsíldveiðin er orðin nær 5.5 miljón mál og tn. ■ Þjóðviljanum barst í gær síldveiðiskýrsla Fiskifé- lags fslands og segir þar að á miðnætti sl. laugardag hafi heildaraflinn norðanlands og austan verið orðinn 4.217.067 mál og. tunnur. Á sama tíma var heildaraflinn súnnan- lands orðinn 1.245.174 upp- mældar tunnur. — Nemur heildarsíldaraflinn á vertíð- inni því orðið 5.462,241 máli og tunnum. Eru skipin nú Guðmundur Böðvarsson hefur sent frá sér nýja ijóðabók flest hætt veiðum þannig að vertíðinni má að heita lokið. Skýrsla Fiskfélagsins er í heild svohljóðandi: Sæmileg síldveiði var vikuna sem leið á miðunum út af Aust- urlandi. Flestir bátanna eru nú hættir veiðum og komnir til Saltkorn í mold, síðari hluti ■ Út er komin hjá bóka- forlaginu Þjóðsögu ný ljóða- bók eftir Guðmund Böðvars- son skáld, Saltkorn í mold, síðari hluti, en fyrri hluti kom út árið 1963. I þessari nýju bók Guðmundar eru átján ljóð, auk ávarpsorða og eftirmála í rímuðu máli. Saltkorn \ mold eru eftirmæli um menn og konur. sem Guð- mundur hefur haft kynpi af i sveit sinni og er ljóðabálkurinn myndaður þannig, að Guðmundi er gengig um kirkjugarð og seg- ir þá sögur af því fólki . sem þar hvílir undir grænnj torfu. Ekki eru þetta erfiljóð í hefð- bundnum atil, heldur eru þarna sagðar margar harm-, en einn- ig gleðisögur úr lífi íslenzks alþýðufólks og heldri manna, eða eins og 'skáldið segir sjálft: talað ,,í fullum rómi um margt sem var pískrað í pukri og presturinn undan stal“ Þessj nýja Ijóðabók Guðmund- ar er fallega prentuð á vand- aðan pappír, rúmar 100 blað- síður að stærð í nettu broti og hefur Prentsmiðjan Hólar séð um prentverk. Það er ævinlega viðburður þegar góð skáld senda frá sér nýjar bækur og verður þessari bók Guðmundar skálds frá Kirkjubóli áreiðanlega fagnað af ljóðavinum ekki síður en þeim fyrri Eldur laus í strœtisvagni Eldur varð laus í strætisvagni í gær og var slökkviliðið kvatt á vettvang og tókst strax að slökkva. Smáskemmdir urðu á bifreiðinni, en svo heppilega vildi til, að engir farþegar voru í vagninum því hann var á leið af verkstæði er eldurinn kom upp. Innbrot í úraverzlun Innbrot var framið í fyrri- nótt í úra- og skartgripaverzl- unina Certina við Þingholtstræti. Var brotinn upp sýningarkassi verzlunarinnar og stolið ein- hverju af vörum úr honum. Eitt úr fannst á gangstéttinni fyrir utan, en blaðinu er ókunnugt um, hve mikils er saknað. 7 smálestir skreiðar að giöf til Burundi Þessa dagana er verið að af- skipa 7 smálestum af skreið, sem fara eiga til Burundi sem gjöf frá fsiandi. Á árinu 1964 veitti Alþingi á fjárlögum kr. 215.000.00 framlag ti! World Food Program, sem starfar á vegum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þegar Worid Food Program var tilkynnt um fram-1 lag þetta var tekið fram, að keypt yrði skreið fyrir upphæð-1 ina. Nú hefur World Food Pro- gram óskað eftir, að umrædda’ 7 lestir af skreig verði sendar til Burundi, vegna áætlunar þar um fasta búsetu og s.törf fyrb! 25.000 flóttamenn frá Ruanda. I Aðaltilgangur World Food I Program er að veita matargjaf- ir til þróunarlanda í sambandi við framkvæmdaáætlanir er þau hafa með höndum og létta þannig undir með þeim við slíkar framkvæmdir. Auk þess er nokkru fé varið til neyðar- hiálpar vegna náttúruhamfara Samlag skreiðarframleiðenda Framhald á 3. siðu. heimahafna. Vikuaflinn norðan- lands- og austan nam 102.619 málum og tunnum og var heild- araflinn á miðnætti sl laugar- dag orðinn 4.217.067 mál og tn., sem skiptist þannig eftir verk- unaraðferðum. 1 sait, upps. tn. 402.365 1 frystingu uppm. tn. 53.853 f bræðslu mál 3 760.849 Vikuaflinn sunnanlands nam 26.721 uppm. tn. og var heild- araflinn 1.245.174 uppm. tn. frá vertíðarbyrjun. 7 órekstrar á tveim tímum Mikið var um árekstra í Reykjavík í gær og urðu hvorki meira né minna en 17 árekstrar á tímabilinu frá því kl. sex um morguninn til átta um kvöldið, þar af sjö á tveim tímum, kl. 12 til 2 e.h. Enginn þessara árekstra varð til alvarlegs tjóns og var hálka talin orsök þeirra flestra. Um hádegið í gær snjóaði talsvert og varð þá hált um tíma, en flestir keðjulausir eftir góða færð í fyrradag. ÍHeiðraður fyrir Laxnessbýðingar ? STOKKHÓLMI 20/12 — A lárlegum hátíðarfundi Sænsku akadcmíunnar í dag var 4 ýmsum verðlaunum úhlutað. ' Þýðendaverðlaunin hlaut aíf þessu sinni Peter Hailberg, dósent, fyrir þýðingar sínar i á íslenzkum nútímabókmennt- (» um o.g þá einkum verkum Halidórs Laxness. — Verð- ilaunin eru 4000 sænskar kr. J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.