Þjóðviljinn - 21.12.1965, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.12.1965, Blaðsíða 12
Jósafat Arngrímsson ÁSAÞÓR KYNDILL VIKING TRADING CO ISFÉLAG KEFLAVÍKUR KASSAGERÐ SUÐURNESJA PRENTSMIÐJA SUÐURNESJA ENDURSK. OG LÖGFRÆÐI- SKRIFSTOFA SUÐURNESJA Executive Manager Head Office Hafnargötu 26 Keflavfk — Iceland Ph. 1881 — 1760 — 2042 1790 PUBLISHER RETIL STORES WHOLESALE IMPORT - EXPORT AGENTS FISH FREEZING PLANT PACKAGES MANUFACTUR- ERS PRINTING SHOP REAL ESTATE OFFICE CERTIFIED PUBLIC ACC- OUNT AND LAWYER OFFICE Nanfspjald Jósafats Amgrimssonar er lagt var fram í málflutningi fyrir Sakadómi Rvíkur. Jósafatsmólið tekið til dóms sJ. laugardag: Dómur væntanlegur eftir áramót ■ Málflutningi í Jósafatsmálinu lauk klukkan átján á laugardagskvöld fyrir Sakadómi Reykjavíkur og hafði þá málflutningur staðið samfleytt í fjóra daga eða ríflega tuttugu og fimm klukkustundir, — sækj- andi reifaði mál sitt á tæpum fimmtán klukkustund- um, — fjórtán klukkustunda aðalræða innan við klukkustund við fyrri umferð ver'jenda. Verjendur töluðu einnig tvisvar og stóð sá málflutningur sam- tals ríflega tíu klukkustundir, — þar af talaði Áki Jak- obsson, verjandi Jósafats Amgrímssonar, um sex klukkustundir, — stóð seinni varnarræða hans yfir um eina klukkustund. Verjendur kröfðust allir sýknu fyr- ir skjólstæðinga sína. ■ Síðan var málið tekið til dóms og er dómsúr- skurðar að vænta í málinu einhvemtíma eftir áramót. Mjög þótti skipta í tvö hom með málflutning verj- enda, — Áki Jakobsson hag- aði málsvörn sinni eins og tíðkast fyrir engilsaxneskum kviðdómi og sló óspart á mannlega strengi og kallaði til dsemis Jósafat íslenzkan Dreyfus. Verjendur auðaaðila héldu sig við gamla íslenzka hefð í málsvöm og beindu máli sínu til dómara og reifuðu málið með þurrum lagaút- skýringum. í seinni vamarræðu sinni réðist Áki af mikilli heift að saksóknara ríkisins og sagði Áki að saksóknari hefði ekki valdið hlutverki sínu sem embættismaður við málsupptekt í rannsókn, — hefði hann borið ébyrgð á því, að íslendingum var gengdarlaust mokað í fang- elsi til gæzluvistar á sama tíma og bandarískir aðilar að málinu hefðu gengið lausir og horfið hver eftir annan úr landi og sloppið við yfir- heyrslur, — hefði aðeins einn Bandaríkjamaður verið yfir- heyrður af íslenzkum dóms- aðilum í málinu. Og Áki varpaði fram þess- ari spurningu: Hvemig má það vera um íslenzkan mann hjá íslenzku dómsvaldi í gæzluvist, að hann er látinn játa á sig meira en efni standa til, — svona meðferð hefði formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag- anna á Suðumesjum fengið hjá dómsvaldinu, — þetta er eins og fyrir austan tjald hjá Stalin gamla. Fim málsvörn I málsvöm verjenda gekk það eins og rauður þráður í gegnum málflutning að gera sem minnst úr skjólstæðing- um sínum til þess að undir- strika aukaaðild fjögra á- kærðra gagnvart málsaðild Jósafats. Verjendur aukaaðila töluðu um Reykjanesgoðann á stalli og goðiun hafi fallið af stall- inum, — Jósafat hafi verið höfuðpaurinn og byggt upp kerfi, sem hafi hrunið í rúst, þegar hann var settur í gæzluvist. Þá hafi Jósafat sem áhrifamaður í Sjálfstæð- isflokknum vaðið í lánastofn- anir og tekið þar út fé nær að vild sinni og hafi hann haldið á öllum þráðum í al- máttugri hendi sinni enda vanastur því að vera einráð- ur um málefni sín. Verjendur aukaaðila- út- hrópuðu þannig vanvizku skjólstæðinga sinna að þeir hafi nánast verið eins og hræddar hænur og ekki vit- að sitt rjúkandi ráð, þegar stjómarheilann vantaði f fyrirtækjakerfið. Af mikilli heift reyndi Áki hinsvegar að gæða fyrmefnda aukaaðila nokkurri persónu- legri reisn og hældi þeim á hvert reipi fyrir gáfur og stjómsemi. Sérstaklega varð þessa vart í málflutningi hjá Aka fyrir hönd Jósafats og Ama Guð- jónssonar fyrir hönd Eyþórs Þórðarsonar, — lögmennimir voru þar fyrir utan að munn- höggvast fram á göngum fyr- ir hönd skjólstæðinga sinna í hléum á málflutningi og kom þar margt fróðlegt f ljós. Gáfumenn með samvizkuhiúp I fyrri varnarræðu Áka hellti hann sér yfir Eyþór og taldi hann hafa svikið félaga sinn með framburði í yfir- heyrslum urh málið og hafi hann brugðið yfir sig hjúpi vanvizku við aðild málsins og léki hálfvita í málinu. Þar væri nú annað upp á ten- ingnum, þar sem Eyþór væri bráðgáfaður og virkilega flinkur í grein sinni og mik- ill dugnaðarmaður, — einn af forystumönnum iðnaðar- manna á Suðumesjum og hafi til dæmis gegnt prófdómara- stöðu við Iðnskólann í Kefla- vík. Eyþór væri einn af þessum djúpvitru mönnum og væri leitun að öðrum eins gáfu- manni þar syðra. Ami Guðjónsson hóf máls- vörn sína með því að gera sem minnst úr þessum gáfna- vitnisburði skjólstæðings síns og hafi Eyþór verið starfs- maður Jósafats og nánast þræll hans, — Jósafat hafi t.d. hirt helminginn af kaupi hans, — hefði ekki verið ann- að verk hjá Jósafat en skrifa reikningana og framvisa þeim og fyrir þau verk, sem Ey- þór hafi unnið og reiknuð voru á tvo dollara fyrir tím- ann, hafi Jósafat hirt helm- inginn eins og siðar kom fram. Þá hafi Áki haldið því fram, að Eyþór hafi verið í vitorði með Jósafat í samn- ingamakki við Kanana. Ámi vitnaði hinsvegar í framburð Jósafats sjálfs sem lá fyrir í málinu, þar sem Jósafat sagði við Eyþór: „dettur þér í hug, að þú vitir allan sann- leikann í þessu máli“. Falsaði hundrað nöfn á dag Eyþór mun þegar í upphafi hafa skýrt rétt frá hlutdeild sinni í nafnafölsunum og hafi Jósafat fengið Eyþór til þess að falsa fimm nöfn, þegar Jósafat hafði á þessum tima falsað 135 nöfn á framliggi- andi plöggum og stundum 100 nöfn ýmissa manna á dag en það tilheyrði bókarastarfi Jósafats í Civilian klúbbnum að sögn Jósafats sjálfs. Þá lagði Árni fram nafn- spjald Jósafats Amgrímssonar og taldi það hefja Jósafat í húsbóndasætið og þjónaði það málsvörn aukaaðila í málinu. Ur ýmsum áttum bárust upplýsingar um veldi Jósa- fats á sínum tíma á Suður- nesjum og sem upprennandi stjömu á stjórnmálahimni íslendinga. Jósafat var formaður full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Suðumesjum og hafði þeg- ar náð mikilvægri áhrifa- stöðu á þeim vettvangi. Þann- ig hafi Jósafat látið mála flokksmerki Sjálfstæðisflokks- ins á stofuvegg heima hjá sér, — hafi fálkinn haft þar tveggja metra vænghaf og þótt illvígur á því málverki. Er Pétur Ben. kiaftaskúmur? Það hafi verið fyrst og fremst verk Jósafats að koma í veg fyrir framboð Péturs Benediktssonar, bankastj. fyr- ir síðustu alþingiskosningar og kallaði hann Pétur í ræðu ábyrgðarlausan kjaftaskúm og hafi Jósafat haldið fram Axel Jónssyni og gert hann að bingmanni fyrir Reykjanes- kjördæmi, — hafi Jósafat bótt Axel viðráðanlegri en Pétur til bess að víkja hon- um til hliðar, þegar tími Jósa- fats væri kominn til þing- mennsku á Alþingi Islend- inga. Þá hafi Jósafat þótt Pétur njóta of mikils frændastyrks í slíku brölti. Jósafat hafi ekki verið bú- inn að safna nógum auði fyrir slíkt stjómmálalegt klifur og þurfi mikið fjár- magn til þess að að láta að sér kveða innan Sjálfstæðis- flokksins, — oghafi hann unn- ið markvíst að slfkri auðsöfn- un og gengið rösklega til verks á undanförnum árum. Sumum Bandaríkjamönnum á Vellinum hafi líka þótt viss- ara að hafa hægt um sig gagn- vart Jósafat og töldu sumir líklegt, að Jósafat yrði orð- inn forsætisráðherra á ís- landi eftir 1970, — þeir könn- uðust líka við- ýmsa kosti í fari Jósafats, sem minntu þá á stiórnmálamenn f Suð- ur Ameríku, — þessi algjöra hollusta við Bandaríkjamenn ásamt broti af einræðisherra í manngerðinni. Oístopi í ætt við Sturlunga Þá hefur Jósafat haldið á lofti ættemi sínu og hafa þeir bræður gumað af vestlenzkum ættartölum, — rekja þeir hindrunarlaust ættartölur sín- ar til breiðfirzkra jungherra og óróinn og ofstopinn er i ætt við Sturlunga. Það hefur hinsvegar kviknað lítt á per- um bandarískra hershöfðingja við slíkar upplýsingar eða annarra bandarískra ráða- manna um lengri eða skemmri tíma á Vellinum. Öllum kom verjendum saman um, að panik hafi ríkt í kringum þetta mál og réð- ist Áki af mikilli heift á þrjú dagblöð 1 því sambandi og taldi þau hafa skapað þessa panik, — hafi Póst- stjórnin ekki vitað sitt rjúk- andi ráð og Guðmundur, sparisjóðsstjóri hafi dregið sig inn í skel sína og gagnrýndi Guðmundur Ingvi jafnframt málsmeðferð í rannsókn á þessu stigi. Guðmundur Ingvi kvað Þórð Halldórsson hafa verið fómardýr kerfisins, — þrauthugsaðs kerfis, sem Jósafat var búinn að koma upp til þess að hafa alltaf í veltunni hjá fyrirtækjum sínum um 2.5 miljónir króna. Sagði lögmaðurinn, að Þórður hefði af nærri tveggja ára reynslu getað treyst því, að ávísanir frá Jósafat yrðu innleystar í Sparisjóði Kefla- víkur, þegar þær yrðu sýnd- ar þar. Ekki sagði Guðmund- ur Ingvi, að skjólstæðingur sinn hefði fengið grænan eyri í þóknun. Lögfræðingurinn sagði hinsvegar, að pósturinn hafi fengið á annað hundrað þúsund krónur í gjöld fyrir póstsendingamar og að yfir- menn póstmálanna í Reykja- vik hafi alltaf vitað um þessar sendingar og lagt blessun sína yfir þær þangað til kerfið sprakk, — þ.e. þeg- ar Jósafat var settur inn út af verktakamálinu. Póstmálastjórn rugluð Páll S. Pálsson hélt því fram, að póststjórnin hafi aldrei látið reyna á það að fá tékkana yreidda hjá Spari- sjóði Keflavíkur og hefði ekkí framselt þá með undir- ritun og hefði Sparisjóðurinn orðið að greiða þá út, — allir töldu póststjómina geta sjálfri sér um kennt, að hún hefði gerzt frystihúsiaeigandi. — panik hafi ríkt hjá for- stöðumönnum stofnunarinnar eins og fleirum. Benedikt Sigurjónsson tal- aði fyrir Áka Granz og sagði. að Ákj hefði átt i nokkrum fyrirtækjum með Jósafat, en Ák; væri enginn fjármála- maður. Hefði Jósafat ætíð séð um hina fjármálalegu hlið. Þegar Framhald á 3 síðu Þriðjudagur 21. desember 1965 — 30. árgangur — 290. tölublað. Valsstúlkurnar í sókn í fyrri lciknum vift Skogn. — (Ljósm. Þjóftv. Ari Kárason). Valsstúlkurnar sigruðu: Unnu Skogn 12:11 í ■ í gærkvöld fór fram síðari leikur Vals og Skogn i fyrstu umferð Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik og sigraði Valur með eins marks mun, 12:11 og vann bví báða leikina með samtals þrigg’ja marka mun. Halda Vals* stúlkurnar því áfram í keppninni. Hér á eftir fer um- sögn Frímanns Helgasonar um leikinn í gærkvöld: Eftir gangi fyrri leiksins munu flestir hafa gert ráð fyrir því að Valur mundi eiga í mi'klum erfiðleikum að tryggja sér á- framhald í keppninni en það fór svo að ±>ær unnu báða leikina, þann fyrri með tveggja marka mun, en þann síðari með eins marks mun, og tryggðu sér þar með áframhald í keppninni. Leikurinn í gærkvöld var á margan hátt svipaður og sá fýrri, nerna hvað Valsliðið komst aldrej eins langt yfir í mörk- um, munurinn var aðeins 1—2 mörk og þær norsku náðu aldrei lengra en að jafna, en það gerð- ist nokkrum sinnum, os í hálf- leik stóðu leikar 5:5. Það byrjaði ekkí vel fyrir þeim norsku því á fyrstu mín- útunum áður en mark var skor- að brenndu þær af vítakast, en fyrsta mark Vals kom úr víta- kasti. Valsliðið lék mjög svipað og fyrri daginn, heldur dauflega og án fjörs sem nauðsynlegt er í svona húsi Er þar vafalaust um að ræða vantrú á að úthald- ið dugi allan leikinn og því spara þær sig, en þetta þarf að lagast í áframhaldinu og þá ekki sízt ef þær mæta sjálfum dönsku meisturunum sem unnu síðast Bezt sluppu frá leikjun- um Sigrún Guðmundsdóttir, sem var hin skotharða valkyrja, bæðj úr vítum og eins með langskotum, og þó var hún . tekin“ allharkalega — Nafna hennar Ingólfsdóttir átti og mjög góða leiki og þá sérstak- lega í síðarj leiknum og barð- ist verulega qs hreyfði sig. Ása Kristinsdóttir kom líka á óvart í leikjunum. Sigríður Sigurðar- dóttir var sterk í vörninni en í sókninni var hún ekki eins skotvisg og hreyfanleg og und- anfarið, en hún stjómar vel liði sínu, og þó voru þær ekki nógu varfærnar undir lok sið- ari Ieiksins. Erla Magnúsd. átti og góða leiki. Það sem bjargaði Valslið- inu var stórskyttan Sigrún Guð- mundsdóttir sem í síðari hálf- leiknum skorað; 6 af þessum 12 mörkum. Sigríður skoraði 3. Erla 1, Ragnheiður Blöndal 1 og Sig- rún Ingólfsdóttir 1. Eins og fyrra kvöldið voru norsku stúlkurnar mun frískari og líflegrí allan leikinn en þær vantaði stórskyttur á við Sig- rúnu. var eins og þær legðu meira upp úr samleiknum án þess verulega að nota hann til að ógna og opna os væru rag- ar við að skjóta. Þær léku all- an tímann með fullum hraða, og eru greinilega i mjög mik- illi þjálfun. Beztár í norska liðinu voru Björg Tangen og skoraði hún 3 mörk og Sigrid Tröite sem skor- aði 4 Markmaðurinn Skjelten- mark varði vel Inger Noröy átti og góðan leik og sömuleiðis Törresvold, f heild lék liðið skemmtilegan handknattleik og fékk ekki enn út úr leik sínum það sem þær eiginlega verðskulduðu en það eru mörkin sem telja. — Dóm- ari var Aage Gudnitz F rímann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.