Þjóðviljinn - 21.12.1965, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.12.1965, Blaðsíða 10
[|0 SÍÐA — ÞJÖÐVmJlNW — Þriðjadagur 2Éi Öeeember 1963 EJéttum veginum. Hún saknaði næstum hamarshögganna. rétt eins og þau hefðu verið við- kunnanleg. Hún lagði eyrun við og velti fyrir sér, hversu löng þessi þögn yrði. hvenær hún myndi aftur heyra hávaðann. Hún var komin meira en hálfa leið að verkstæðinu áður en hún áttaði sig á því, að há- vaðinn heyrðist alis ekki lengur, að Jan var hættur að berja. Henni fannst næstum eins og hann ætti von á henni. Það var ósennilegt. en þó hefði eitthvað eða einhver truflað hann, og það munaði minnstu að hún sneri við. Ef Jan Pullen um- gekkst vafasamar persónur, eins En svo heyrði hún Jan segjas Mikill kjáni geturðu verið, Fen- elia! — Segðu þetta ekki við mig! hrópaði Fenelila. Svona var Harry vanur að tala. Ég þoli það ekki. — En hlustaðu á mig — — Það ert þú sem ert kjáni, Jari. Ég var einmitt að segja bér það. Þú hefðir átt að gefa 4r lengri tíma. Þú hefðir átt að bíða. Þegar Carólína heyrði þessar raddir hafði henni fyrst dottið í hug að fara, hraða sér burt gleyma þeim, útiloka allt sem hún hafði heyrt úr huga sínum. En hún vissi, að hún gæti það aldrei, fremur en hún gæti gleymt því að Harry var dáinn. verið svo ljúft að koma með, sannleikanum um fólkið sem hlut áttj að máli... Frá því fyrsta hafði hún ver- ið sannfærð um, að ekkert sannleikskom væri í þeim að- dróttunum Harrys, að Hugh Sherwin hefði kveikt í bókabúð sinni til að hirða tryggingarféð. Hárgreiðslan ' Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó úaugavegi 18 III hæð (lyfta) SÍMI 24-6-16 P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 SÍMI 33-968 D Ö M U R Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN rjamargötu lo Vonarstrætis- megin — Sími 14-6-62 Hárgreiðslustofa Austurbæjar Maria Guðmundsdóttir. Laugavegj 13. sími 14-6-58 Nuddstofan er á sama stað Hún var sannfærð um ag Það var ekfci amnað en tilbúningur. Það var líka tilbúningur að frú Dewhurst hefði myrt eigin- mann sinn með því að gefa hon- um arsenik í kóköbollann. Sherwin hafði bent á það með réttu, að hún gæti með engu móti verið frá Belper Dewbury, sem fundizt hafði drukknuð í tjöminni í Yorkshire, hvort sem hún væri glæpakvendi eða ekki, og þótt hún væri á lifi, þá væri hún að minnsta kosti tiu árum eldri en Emma Dewhurst. Það hafði sennilega verið líkingin með nöfnunum sem freistað hafði Harrys til að byrja þessa smekklausu stríðni. Og hann hafði getað notfært sér hræðslu hennar við að fara að heiman, hvort sem það stafaði nú af hjantveiki eða einhverju öðru, til að gera sögu sína trúlegri. Það var líka imyndun, aðJack Dawson hefði reynt að drepa hann. Dawson var alveg eins og Jan Pullen hafði lýst honum, maður sem hafði næstum tapað sér yfir svikum eiginkonunnar, og sóttist trúlega fremur efitir eigin dauða en annarra með hættulegum akstri sínum. Og hann hefði hvorici getað kveikt í né rjálað við bíl Harrys, þar sem hann lá rifbrotinn í sjúkra- húsinu í Rudboume. Eftir var Jan Pullen. Eftir var að fá upplýst hvað hann var að gera í þessum skála sínum hálfa nóttina. Og það ætti að vera ti-1- tölulega auðvelt. Carólína fór úr glugganum, tók bláa tvídkápuna sína, skipti um skó, opnaði varlega herberg- isdymar sínar og gekk hljóðlega niður. XV. KAFLI öll ljós voru slökkt. Emma 1 Dewhurst og Hugh Sherwin voru þegar farin upp á herbergi sín. En útidyrnar voru ólæstar. Það hafði gleymzt, vegna þess að Harry var ekki lengur til að sjá um það. Carólína hugsaði sem svo, að það kæmi sér illa fyrir hana ef einhver læsti hana úti, svo að hún tók lykilinn með sér og læsti dyrunum að utanverðu um leið og hún fór. Hún gekk að hliðinu eftir grasinu utan við gangbrautina, svo að enginn í húsinu heyrði fótatak hennar, því að hún hafði grun um að herra Sherwin myndi koma þjótandi og reyna að stöðva hana, ef hann heyrði til hennar. Hún gekk rösklega og lagði af stað upp brekkuna sem lá að kalknáminu. Á göngunni tók hún eftir dá- litlu skrýtnu. Hamrið í Jan Pullen varð daufara en ekki sterkara. Það var eins og Harry hafði sagt, það var eitthvert undarlegt bergmál í hæðunum sem endurkastaði hljóðinu að húsi þeirra, og það var hægt að fara miklu nær verkstæðinu án þess að heyra nokkum há- vaða. Carólína kom brátt á stað- bar sem ekkert heyrðist. Myrkr- ið umhverfis hana var mjög- þétt og hljótt og skóhljóð henn- ar varð ótrúlega háyært á ó- 38 og hana grunaði hálfpartinn, þá hafði hún ekki minnsta hug á að slást í hópinn. En hún var búin að ganga svo langt, að það var hálfaumingja- legt að snúa við, enda gat verið að hann hefði aðeins stanzað stundarkom til að hvíla sig eða fá sér að reykja. Hún hélt áfram og það var ekki fyrr en hún var kominn heim undir verk- stæðið, að hún viðurkenndi fyr- ir sjálfri sér, að sviminn og þurrar kverkamar voru aðeins einkenni ákafrar hræðslu sem gagntók hana. Það var alveg dimmt á verk- stæðinu sjálfu og það stóð ,,LOKAГ á spjaldi fyrir fram- an dælumar. Engin hamarshögg heyrðust. En Carólína heyrði sín eigin hjartaslög þegar hún gekk hljóðlega að hominu á verk- stæðinu og laumaðist upp með því til að aðgæta hvort ljós væri í gömlu hlöðunni bakvið það. Það var Ijós, en pokinn var enn negldur fyrir glugg- ann svo að tilgangslaust var að reyna að gægiast bar inn. Hún vissi naumast hvað hún ætlaðist fyrir þegar hún þokað- ist nær dyrunum. Hún hugsaði með sér að ef hún heyrði ekk- ert mannamál að innan þá gæti hún ef til vill rejmt að herða upp hugann. Það var tilhugsun- in um hugsanlega gesti hans sem orsakaði skjálftann í hnjám hennar. Hún kom að dyrunum, dokaði við andartak til að stilla taugamar, og lagði síðan eyrað að hurðinni. Hún heyrði rödd sem tálaði lágt en skýrt. Það var rödd Jans. — Ég held ég myndi ekki segja meira í þínum sporum. Þú gerir þér ekki grein fyrir því sem þú ert að segja. Það hefði verið betra að þú kæmir ekki. Ef einhver vissi þctta — — Það veit það enginn. Rödd- in sem svaraði var rödd Fenellu. Sem snöggvast var eins og Carólína gæti ekki áttað sig. Hún var ringluð, rétt eins og einhver hefði beitt hana brögð- um. F'Tir tæpum klukkutíma hafði hún sikilið við Fenellu, þar sem hún lá máttvana í rúminu og fékkst ekki til að borða né láta hjúkra sér. Hun lyfti hendinni og barði fast að dyrum. Snöggt þmsk heyrðist að inn- an. En eftir stutta þögn spurði Jan: Hver er það? — Carólína. Samstundis svaraði Fenella æstum rómi: Farðu burt Caró- lína. Það er állt í lagi með mig. Það er alger óþarfi að elta mig. — Ég var ekkert að elta þig. sagði Carólína. Ég þurfti að spyrja Jan um dálítið. — Hann getur ekki sagt þér neitt. Farðu. Ég verð sjálf að stjóma mínu eigin lífi. Ég vil ekki að þú sért að sletta þér fram í það. — Þú hefðir getað hugsað um það ögn fyrr. Carólína greip í handfangið og reyndi að opna. Hurðin haggaðist ekki. Hleypið mér inn, sagði hún. Rödd Jans var nær þegar hann svaraði: Andartak. Slá heyrðist dregin frá og hann opnaði dymar. Carólína steig fáein skref inn í hlöðuna, stanzaði síðan snögg- lega og horfði i kringum sig. Við endavegginn sat Fenella í brotnum armstól. Andlit henn- ar var fölt og þrútið af gráti og grátbólgin augu hennar voru ögrandi. En Carólína hafði ekki komið til að horfa á Fenellu, enda veitti hún henni ekki mikla athygli. Nú var hún kom- in inn í hlöðuna, þar sem stolnu bílamir voru geymdir og beim breytt í bíla sem óhætt var áð selja. En þama voru bara eng- ir bílar, hvorki stolnir né ann- ars konar. Og samt var þetta verkstæði eða einhvers konar smiðja. Þama var fullt af verkfæmm til að nota við málmsmíði. þung- ir hamrar, undarlegar tengur, logsuðutæki. Umhverfis voru líka ótai undarlega löguð málm- stykki, sum lágu á gólfinu eins og þeim hefði verið fleygt á víð og dreif, sum stóðu á hillum en önnur héngu niður úr bitum í loftinu. hlutimir á hillunum minntu flestir á dýr eða mann- vemr, en þeir sem héngu niður úr bitunum og hreyfðust án af- láts í loftstraumnum, vom með fínlegum abstrakt formum. Og á miðju gólfinu var risastórupp- stilling úr samflæktum málm- stöngum, sem Carólína gat ekki áttað sig á í fyretu, en smám saman fór hún að sjá þar marg- þórður sjóari Þórði finnst nú orðið nóg um leikaraskapinn. Hann fær ekk- ert upp úr þessum skipstjóra. Hann ákiveður því að halda á braut aftur. Ibn Sakkras brosir sigri hrósandi þegar hann sér að drátt- arskipið snýr loks við. En Ómar hefur líka séð það. Hann hikar aðeins augnablik. Þá eru það bara nokkur handtök . . . Panta Rei er að vísu gamalt skip, en vélin er í góðu lagi. Hún fer strax í gang, skrúfan snýst og snekkjan fer hratt áfnam. SILVO gerir silfrib spegil fagurt SKOTTA ,,Það var svei mér gott, að skólastjóramir skyldu ekki vilja gefa vinnuleyfi. Maður þarf hvort sem er ekkert að læra seinustu dagana fyrir jólin og nú getur maður setið á sjoppunni allan daginn.“ SLYSATRYGGINGAR TRYGGINGAFÉLAGIÐ HEIMIR LINDARGÖTU 9 • REYKJAVIK SÍMI 22122 — 21260 LATID EKKI SLYS HAFA AHRIF Á FJÁRHAGSAFKOMU YÐAR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.