Þjóðviljinn - 21.12.1965, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.12.1965, Blaðsíða 6
g SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 21. desember 1965 ▼ EgiH Hjörvar Fæddur 15. júlí 1923 1 dag verður til moldar bor- inn Egill Hjörvar, vélstjóri. Egill var fæddur í Reykjavík 15. júlí 1923 og var einn af átta bömum hjónanna Rósu Daðadóttur og Helga Hjörvar rithöfundar. Egill andaðist fyrra sunnudag í Landakots- spítala aðeins 42 ára gatnall. Eftir barnasikólanám hóf Eg- ill nám í gagnfræðaskóla og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Síðan gerði hann námssamn- ing við Vélsmiðjuna Hamar h.f. um nám í jámiðnaði og stundaði þá jafnframt nám við Iðnskólann í Reykjavík. Nokkrum árum eftir að hann hafði lokið iðnnámi innritaðist hann í Vélskólann í Reykjavxk og lauk þar vélstjóranámi. Þrátt fyrir tafir frá námi, m.a. vegna margvíslegra fé- lagsmálastarfa, náði Egill á- gætum námsárangri og hafði þannig með viljaþreki og dugnaði sínum aflað sér stað- góðrar þekkingar varðandi starfsgrein sína, auk þess sem nám hans hafði fært honum hagnýta þekkingu almennt séð, er hann kunni vel að meta. Eftir að námsárunum lauk stundaði Egill störf í þeim starfsgreinum er hann hafði numið. bæði til lands og sjáv- ar. Síðustu ár ævi sinnar var Egill starfsmaður Reykjavíkur- borgar sem eldvamareftirlits- maður. Egill var maður félagslynd- ur og hafði áhuga á félagsmál- um, enda var það svo að Egill tók ávallt virkan þátt í störf- um þeirra félagssamtaka er hann var meðlimur í og gegndi þar mörgum trúnaðarstörfum. Hann átti um skeið sæti í stjóm Félags jámiðnaðar- manna í Reykjavík, í stjóm Vélstjórafélags íslands og var um tíma formaður þess, , í stjóm Farmanna- og fiski- mannasambands Islands og um skeið varaformaður þess. Þá átti hann á síðustu ánxm sæti í stjóm Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Hann var meðlimur í Sjálfstæðisflokkn- um og gegndi ýmsum trúnað- arstörfum þar. Ég mun að sjálfsögðu ekki á neinn hátt dæma um störf Eg- ils í þeim samtökum er að NÝJU DELHI 17/12 — Heil- brigðismálaráðherra Indverja Nayara skýrði blaðamönnum frá því í dag að víða á Indlandi fæddust nú færri börn og væri það árangur af mikilli áróðurs- herferð fyrir takmörkun á bams- eignum. Blað nokkurt hafði snúið ■ sér til ýmissa þekktra : manna og beðið þá segja j skoðun sína á því, hvaða hundrað samtímabækur þeir teidu beztar. Oscax ; Wilde svaraði: „Hvernig ætti ég að geta j nefnt hundrað bækur, sem • bara hef skrifað fimm?‘‘ Ritdömar: Nokkurskonar bamasjúkdómur nýfæddra j bóka. (— Lichtenberg). — Enda þótt fimmtíu milj- ónir manns segi einhverja vitleysuna er það vitleysa samt. (— Anatole France). Dáinn 12. des. 1965 framan greinir, þar sem ég þekkti þau ekki svo gjörla, hins vegar má nokfcuð róða í það, að hann hafi í þeim sam- tökum unnið störf sín af trú- mennsku. Auk þeirra félagasamtaka er hér hafa verið nefnd vil ég með nokkmm orðum geta um starf Egils í iðnnemasamtök- unum, en innan þeirra sam- taka kynntist ég Agli og hófst þar með okkar vinátta sem á- vellt hélzt. Haustið 1944 var Iðnnema- samband Islands stofnað, um 20 iðnnemar komu saman til stofnþingsins, meðal þeirra var Egill Hjörvar. Hann tók virkan þátt í störfum stofnþingsins og ávann hann sér almennt traust í hópnum með málflutningi sínum og tillögum. Það var vissulega í allnokk- uð ráðizt með stofnun Iðn- nemasambandsins og það reið á miklu að störf sambandsins fyrsta árið. mistækjust ekki. Einn var sá meðal okkar iðn- nema þá sem aldrei miklaði fyrir sér né öðrum erfiðleik- ana, það var Egill Hjörvar. Ég held að óhætt sé að full- yrða að starfið hafi gengið all- vel og oft með ágætum og að á engan sé hallað þótt sagt sé að þar hafi miklu ráðið bjart- sýni Egils og vilji. Egill var ávallt reiðubúinn til að fóma tíma sínum til starfa fyrir samtökin. Fyrir þá samvinnu og viðkynningu er við áttum á þessum árum er ég Agli þakklátur og ég veit að Iðn- nemasamtökin kunna að meta það starf er hann vann í þeirra þágu. Innan iðnnemasamtak- anna gegndi Egill margvx'sleg- um trúnaðarstörfum og var m.a. ritari í fyrstu stjóm Iðn- nema .mbandsins. Egill var tvíkvæntur. Árið 1946 kvæntist bann Sigríði Hendriksdóttur og áttu þau tvö böm, dreng er dó á unga aldri og dóttur sem nú er 18 ára. Eftir nokkurra ára sam- búð slitu þau Sigríður og Egill samvistum. 1953 kvæntist Egill seinni konu sinni Kristínu F. Karlsdóttur og eignuðust þau eina dóttur sem nú er 12 ára. Hið sviplega fráfall Egils kom eins og reiðarslag yfir okkur kunningja hans. Við höfðum sem heimt hann úr helju fyrir nokkrum dögum vegna bifreiðaráreksturs, þar sem talið var að ekkert slys hefði oxðið á mönnum; þá berst okkur sú harmafregn að Egill sé látinn. Vissulega er erfitt að þurfa að sætta sig við það að menn falli frá á bezta aldri og þyngstur er harmur nánustu ástvinum. Við sem þekktum Egil eigum um hann í hugskoti okkar marg- ar minningar, sem minna okk- ur á þann mann sem hann hafði að geyma. Um leið og ég votta eigin- konu Egils, dætrum, foreldrum og öðrum ástvinum samúð mina óska ég þeim þess að hinar mörgu góðu minningar er bau eiga um hann megi vera beim styrkur í framtíð- inni. Sigurður Guðgeirsson. ÆSKAN OG SOSiALISMINN OTG.: ÆSKULYÐSFYLKINGIN — RITSTJORAR: HRAFN MAGNOSSON, ARNMUNDUR BACHMANN OG SVAVAR GESTSSON Hvers á íslenzka þjóðin að gjalda? Frá Málfundafél. iðnnema Málfundur um sjónvarp var haldinn hinn 6. desember 1965 í Iðnskólanum í Reykjavík. Frummælendur voru þeir Kristján, Kristjánsson og Halldór Guðmundsson, Að lokn- um framsöguræðum hófust umr. um málið og kom fram hörð gagnrýni á Keflavíkursjónvarpið. Varð heldur fátt um varnir af hálfu hersjónvarpsunnenda. Höfuðröksemd þeirra fyrir sjónvarpi utan vallarins var að herflokkar Ban,da- ríkjamanna, sem eru staðsettir utan Keflavíkurflugvallar, mættu ekki fara á mis við þá andlegu næringu er Kefla- víkursjónvarpið fóðrar soldáta sína á. Var hersjónvarps- unnendum veitt nauðsynleg fræðsla hvað þessu viðkemur. en raunin er sú að þessir herflokkar dátaliðsins hafa enga mögulcika á að ná sendingum Keflavíkursjónvarpsins og er ekki annað fyriixsjáanjegt, en að þeir verði að búa við þennan andlega næringarskort áfram. Á fundinum kom fram tillaga um fordæmingu á Kefla- víkuxrsjónvarpinu og áskorun á ríkisstjómjna að takmarka útsendingar þess við herstöðina eina; var þessi tillaga felld með 2ja atkv. mun. Hinsvegar samþykkti fundurinn nær einróma tillögu cr fram kom um að skora á ríkisstjórnina að efla hið íslenzka sjónvarp sem nú er í vændum. Urðu allsnarpar umræðuur um málið og var fundinum slitið um mlðnætti. Þetta er fyrsti málfundur félagsins á þessum vetri, og gefur hann sann.arlega góða von um starfsemi félagsins í vetur. Þau ánægjulegu tíðindi gerðust nú í fyrsta skipti, að félagar úr Iðnnemafélagi Suðurnesja mættu til fundar- ins. Ætti þetta að verða hvatning þeim iðnnemum, er búa í nágrenni Reykjavíkur að fjölmenna á málfundi félagsins. Hér í æskulýðssíðunni er birt framsöguræða Halldórs Guðmundssonar, annars ræðumanna fundarins um sjón- varpið. Neisti kominn út Nú stendur fyrir dyrum stofnun íslenzks sjónvarps, og er ekki að efa að það verði mörgum kærkomið, þótt fátt bendi til að yfir því verði nokk- ur glæsibragur, og segir mér svo hugur um að ríkisútvarpið eigi eftir. að bíða mikinn hnekk við tilkomu þess. Gert er ráð fyrir að íslenzka sjónvarpið verði undir stjóm ríkisútvarps- ins, og er það vægast sagt furðuleg ráðstöfun, að jafn um- fangsmikil stofnun og sjónvarp hlýtur óneitanlega að vera, skuli ekki hafa eigin lög og reglur. styður það þann grun, er stuttur aðdragandi og handa- hófskennd vinnubrögð við und- irbúninginn vekja, að verið sé að knýja fram stofnun íslenzks sjónvarps í annarlegum til- gangi. Með tilkomu þess mun fjöldi sjónvarpsnotenda aukast veru- lega, og þá um leið þeirra er horfa á Keflavíkursjónvarpið, en mundu ekki vilja fá sjón- varp við þær aðstæður er við nú búum við. Það sér því hver maður, að takmarka verður sjónvarpssendingar frá herstöð- inni við hana eina. Hver lætur sér detta í hug að 2—3 stunda dagskrá í hérlendu sjónvarpi geti keppt við 7—14 stunda dagskrá í Keflavíkursjónvarp- inu? Frændþjóðir okkar á Norður- löndum sjónvarpa 2—3 stundir dag hvem og eru uggandi um hve sjónvarpið gengur nærri þeirra menningarstofnunum. Er þá ekki ástæða fyrir okkur að óttast um okkar illa höldnu menningarstofnanir? Einn helzti baráttumaður íyrir bandarísku og íslenzku sjónvarpi á Islandi, Benedikt Gröndal, birti 1964 í Alþýðu- blaðinu sýnishorn af íslenzkri sjónvarpsdagskrá í fjórar vik- ur. Eftir þann lestur læðist sá illkvittnislegi grunur af mér, að sjónvarpinu sé ætlað að fleyta rjómann af dagskrárefni útvarpsins, og þolir sú stofnun sízt slíka skilvindu. Aðdragandi dáta- sjónvarpsins Það má lengi deila um nauð- syn, undirbúning og fram- Eftir Halldór Guðmundsson kvæmd íslenzks sjónvarps og því erfitt að gera því skil í stuttu máli, hinsvegar verður ekki svo við þetta mál skilizt, að ekki sé minnzt á Keflavík- ursjónvarpið; — við skulum hverfa 10 ár aftur í timann. 1955 var bandaríska hernum á Miðnesheiði veitt leyfi til reksturs sjónvarpsstöðvar á Keflavíkurflugvelli á þeim for- sendum að það drægi úr ásókn dátaliðsins út fyrir herstöðina, en með þeim skilyrðum að styrkleiki stöðvarinnar yrði ekki meiri en 50 wött, og að sjónvarpssendingar yrðu að- eins miðaðar við herstöðina með þar til gerðum útbúnaði. 1956, eða ári seinna, sækir herinn um stækkun stöðvar- innar, en er synjað. 1961 sækir herinn enn um stækkun stöðv- arinnar úr 50 wöttum í 250 wött; var leyfið veitt tveim dögum síðar án nokkurra skil- yrða af hálfu íslenzkra stjórn- arvalda, og í umræðum um málið á alþingi kusu taglhnýt- ingar Bandarikjamanna, sem alltaf hafa metið meir vináttu Framhald á 9. síðu. Desemberblað Neista, mál- gagns Æskulýðsfylkingarinnar, er komið út, fjölbreytt að vanda. 1 blaðinu er m.a. grein eftir Jóhann Pál Ámason sem nefn- ist; Nýbreytni í áætíunarbú- skap Tékka, viðtal við Eyvind Erlendsson, sem undanfarin ár hefur stundað leiknám í Moskvu, um leiklist þar í borg; þá svara nokkrir ungir só&íal- istar spumingu blaðsins um skipulagsmál Alþýðubandalags- ins og viðtai er við sovézku Eyvindur Eiríksson. geimfarana Beljaéf og Leonof, en ritstjóri Neista, Eyvindur Eiríksson. fékk einmitt tæki- færi að spjalla við þá fyrir nokkru. Jón frá Pálmholti skrifar um ,,Vinaspegil“ Jó- hannesar úr Kötíum; Pétur Pálsson ritar hugleiðingu í til- efnj nýjustu ljóðab Dags Sig- urðarsonar, ,,Níðstangar hinnar meiri“, og Eyvindur Eiríksson skrifar um ,,Dægurvisu“ Jakob- ínu Sigurðardóttur og „Orgel- smiðju“ Jóns frá Pálmholti. Magnús Jónsson skrifar um leikrit Erlings Halldórssonar „Minkana" og Vilborg Harðar- dóttir um „Frjálst framtak Steinars Ólafssonar í veröld- inni“ eftir Magnús Jónsson. Margt fleira efni er í blaðinu. sem hér yrði of langt upp að telja, svo sem fréttxr af starfi Æskulýðsfylkingarinnar, um Herferð A.S.l. gegn hungri og m.fl. Ritstjórn Neista er þannig Framhald á 9. síðu. GERIZT ASKRIFENDUR! I * I Margir hafa hug á því að gerast áskrifendur að NEISTA, málgagni Æskulýðs- fylkingarinnar. Blaðið kemur út 5—6 sinnum á ári og áskriftargjaldið er 150 kr. Ef þú hefur áhuga fyrir því að gerast áskrifandi, vinsamlegast fylltu út eft- irfarandi eyðublað, settu það í umslag ásamt 150 kr. og sendu það til af- greiðslu NEISTA, Tjarnargötu 20, Reykjavík. — Þá færðu um hæl desember- blað NEISTA ókeypis, ásamt 5—6 blöðum á næsta árt. Ég undirritaður óska hér með að gerast áskrifandi að N EIS T A, málgagni Æskulýðsfylkingarinnar, og sendi hér með 150 krónur. NAFN ....... HEIMILISFANG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.