Þjóðviljinn - 21.12.1965, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.12.1965, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVrLJINN — Þriðjudagur 21. desember 1965 Otgeíandi: Ritstjórar: Sameiningarllokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðnaundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19. Slmi 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 95.00 á mánuði. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Dauð röksemd jþað er mjög hvimleitt einkenni á opinberum um- ræðum á íslandi að röksemdir ganga aftur, löngu eftir að búið er að ganga af þeim dauðum. Þannig segir Bjami Benediktsson í Morgunblað- inu í fyrradag að íslendingum sé um megn að virkja stórfljót sín af eigin xammleik, og verðum við því að taka upp samvinnu við erlenda atvinnu- rekendur ef við viljum ekki láta vatnið renna ó- beizlað til sjávar. Þessi röksemd hefur á undan- förnum árum verið hrakin með ómótstæðilegum sönnunum, og að lokum var hún husluð af þeirri stofnun sem hefur vald til að kveða upp úrslita- dóminn, sjálfu alþingi íslendinga. Á síðasta þingi var einróma samþykkf af öllum alþingismönnum að ráðizt skyldi í Búrfellsvirkjun, án þess að sú lagasetning væri á nokkum hátt tengd við erlenda stóriðju. Alþingismenn — þeirra á meðal Bjarni Benediktsson forsætisráðherra — töldu allir sem einn að íslendingar væru ekki aðeins færir um að ráðast í Búrfellsvirkjun einir, heldur ákváðu þeir og að þetta skyldi gert, og síðan hefur verið unn- ið kappsamlega að undirbúningi virkjunarinnar. Þessi ákvörðun var rökstudd af ríkisstjórninni sjálfri — undir forsæti Bjarna Benediktssonar — með þessum orðum í greinargerð virkjunar- frumvarpsins: „Að hefja virkjun í stórám landsins er að vísu mikið átak, en þó tæplega meira nú en fyrsta virkjun í Sogi var á sínum tíma.“ Það sýnir glöggt að forsætisráðherra er illa staddur í málsvörn sinni fyrir stóriðjuáformunum að hann skuli nú særa fram aftur dauða röksemd sem Páll sjötti og Sigurbjöm fyrsti SPEGILLINN, nýútkomið 12. tölublað þessa árgangs (hins fyrsta í viðreisn en 36. frá upphafi), flytur sitthvað efnið spaugilegt, m.a. teikn- inguna hér fyrir ofan og fyigja henni þessi orðaskipti frægra manna, til orðin vegna boðsferðar Islandsbiskups til kirkjuþings kaþólskra í Róm: Páll páfi VI: Hvað er að frétta frá yðar íslandi mfnn kæri biskup Sigurbjörn? Stendurðu í einhverju stappi þarna norðurfrá? Sigurbjörn biskup I: O-ho, yðar heilagleiki. Það er aðeins á veraldlega sviðinu, út af nokkrum bókaskrudd- um, en hins vegar er allt í lagi á andlega svellinu. Páll páfi VI: Það er guðdóm- legt að heyra, að þér hafið hreint í pokahorninu. En hvernig er það, er öllum draugagangi lokið? Sigurbjörn biskup I: Uss—já já. Það var tómt plat á Saurum, en hins vegar cr alltaf eitthvað óhreint á sveimi í kringum hann séra Jón. Menningarviti Framsóknarfiokksins í Eyjum dæmdur fyrirmeiðyrði Fræðimaður úr verkalýðsstétt verður að leita sér verndar dómstólanna hann tók sjálfur þátt í að jarðsyngja. jjöksemdin um að íslendingum sé það efnahags- legt keppikefli að selja svissneska alúmín- hringnum raforku fyrir 10,75 aura á kílóvattstund er á sama hátf vígð dauðanum. Eins og rakið hef- ur verið hér í blaðinu hafa norsku sérfræðingarn- ir, Kanavin og Devik, komizt að þeirri niðurstöðu að umfangsmikil ný mannvirki við Búrfell séu óhjákvæmileg vegna ísmyndana. Virkjunarkostn- aður mun fyrirsjáanlega hækka um hundruð milj- óna króna fram yfir það sem áætlað var 1964, og tilboð svissneska hringsins er þá ómótmælanlega undir kostnaðarverði. Þótt menn vilji halda því fram að hagstætt geti verið að selja undir kostn- aðarverði þá umframorku sem annars nýtist ekki og ekkerf fengist fyrir á meðan, blasir sú stað- reynd við að slíkt ástand stendur aðeins skamma stund. Þegar á árunum 1975—1976 þyrftu íslend- ingar að hagnýta þá orku sem hringurinn fengi, en hún lægi þá ekki á lausu, því hringurinn heimt- ar samning til allt að 55 ára. íslendingar yrðu því að ráðast í nýja virkjun fyrir sig, þegar er Búr- fellsvirkjun væri lokið, og raforka þaðan yroi miklum mun dýrari. Ábatinn af Búrfellsvirkjun rynni þannig að meirihluta til úr landi á meðan íslendingar yrðu að sæta verri og verri kostum. Slík viðskipti eiga ekkert skylt við hagfræði, og því er raunar eðlilegt að forsætisráðherra leiti á náðir dauðra röksemda í vonlausum málflutningi sínum. -4- m. Fyrir skömmu gekk dómur í Vestmannaeyjum í máli sem mun alveg einstætt í sinni röð og því vert að Það komi fyr- ir almenningssjónir. Það sem setur hinn óvenju- lega blæ á málið er það, að verkamaður einn_ Jón Sigurðs- son Vestmannabraut 73 í Eyj- um, reisir sig upp úr hvers- dagsamstri því, sem oftast ber fræðimennsku og ritstörf of- urliði. Hann teiknar upp eft- ir minni sínu alla vélbáta. sem gengið hafa til fiskjar úr Eyj- um. allt frá upphafi vélbáta- aldar og fram undir hin síð- ustu ár. Einnig skráir hann sögu þeirra og einnig æviágrip formanna þeirra er stýrt hafa bátum þessum, og eru það samtímáheimildir, þvi Jón hef- ur haldið annál um þessi efni árum saman. Afrek þetta er þeim mun at- hyglisverðara sem Jón hefur allan tímann unnið fulla vinnu með fræðistörfum sínum, hóf- lausan vinnudag alla jafna, eins og tíðkast í hinum blóm- legustu útgerðarbæjum og mun enginn til þess vita að hann hafi nokkru sinni fellt niður vinnustund frá fiskveiðunum eða fiskverkuninni til að sinna fræðum einum. Ýmsir hafa líka orðið til þess að sækja heimildir til þessa fræðaþuls. þegar þeir hafa viljað skyggnast inn í iiðna áratugj um atvinnusögu Vestmannaeyja. Má þar til nefna Þorstein heitin Jónsson í Laufási, sem skrifaði bæk- umar Formannsævj í Eyjum og Aldahvörf í Eyjum og get- ur Jóns sem heimildar. stund- um að hejlum bálkum í rit- um sínum. Þá er o2 þess að geta, að Sjómannablaðið Vík- ingur hefur lengi að undan- förnu verið að birta áðumefnd- an bálk Jóns um báta og for- menn í Vestmannaeyjum. Allir, sem láta sig einhverju varða atvinnusögu iandsins. og þó alveg sérstaklega þeir, sem eitthvað eiga skylt við það byggðarlag sem þarna er sér- staklega fjallað um, standa f stórri þakkarskuld við Jón og viðurkenna störf hans. allir sem um er vitað. að einum undanskildum. Sá sem þama reynist • f sér- flokki er ,,menningarvitinn“ og Framsóknarleiðtoginn Þor- steinn Þ. Víglundsson. sem lengi var skólastjóri gagn- fræðaskólans í Eyjum. Ekki hefur þó af hans hálfu kom- ið fram nein gagnrýnj á fræði- störf Jóns. en hitt finnst ,,menningarvitanum“ aftur á mót; óþolandi. að Jón hefur aldrej játazt undir hans hand- leiðslu, hvorki nm pólitisk við- horf né heldur um útgáfurétt nefndra rita. f ofstæki sínu sást skóla- stjórinn ekki fyrir. heldur skrifaði Sjómannablaðinu Vik- ingi bréf um Jón. hlaðið rógi og álygum, svo Jón neyddist til að láta dómstóla segja sitt álit um starfsemj þessa .,menn- in?arvita“ Framsóknarmanna i Eyjum Nú hefur dómur fallið j máli bessu, og er Þorsteinn þar dæmdur i sekt fyrir níð sitt og ummæli hans dæmd dauð og ómerk Fer dómurinn hér á eftir svolítið styttur að þvi er formsatriði varðar en í heild efnislega: Mál þetta, sem höfðað var af Jóni Sigurðssyni, verka- manni, Vestmannabraut 73, með stefnu á hendur Þorsteini Þ. Víglundssyni, skólastjóra út af ummælum stefnds í bréfi til Sjómannablaðsins Víkings, dags. 4. des. 1962, en þau voru svohljóðandi; 1. Fái ég lánaðan hlut hjá yður sem allra snöggvast. segj- um einn dag, og ég síðan lána hann öðrum tii afnota os skila og ef til vill aldrei, þá teldi ég mig sýna frámunalega ó- mennsku í viðskiptum eða svik, svo að ekkj sé meira sagt. Þannig er þessu varið um myndamótin, sem þið not- ið af formönnum hér j Eyj- um. 2. Hinn miður heiðarlegi skálkur og kommúnisti, Jón Sigurðsson hér. 3. Hinn ómerkilegj svika- hrappur í viðskiptum lætur sér ekki bregða við að lána þær úr eigin láni og skila þeim ekki mánuðum saman. Nú vit- ið þér, hvaða myndir þér er- uð að birta. Ég hef hlífzt við að skrifa um hneyksli þetta í blöðin af hlífð við Sjómanna- blaðið Víking, því eg met hlut- verk þess og starf, en sem sé: Það liggur nærri. að Þér séuð þjófsnautur, þó að ég efist ekki um að eður (sic) sé það ekki ljóst fyrr en nú. Stefnandj telur að ummæli þessi varði við alm. hegningarl. og gerir þær kröfur, að þau verði dæmd dauð og ómerk, stefndur verði sektaður fyrir þau, og hann dæmdur til að greiða stefnanda kr, 300 til þess að kosta birtingu vænt- anlegs dóms og einnig verði hann dæmdur til að greiða kr. 10 þús. í miskabætur. Þá krefst stefnandi. að stefndur verði dæmdur til að greiða honum málskostnað eftir mati dómsins. Stefndur lét mæta í málinu og gerði þær réttarkröfur, að hann yrði algerlega sýknaður af kröfum stefnanda og til- dæmdur hæfilegur málskostn- aður úr hans hendi. Vorið 1962 gekkst stefnandi fyrir sýningu á myndum af bátum oig formönnum úr Vest- mannaeyjum. Myndunum var stillt út í búðarglugga í verzl- uninni Drífandi í Vestmanna- eyjum og voru þær til sýnis á sjómannadaginn og næstu tvær vikur á eftir. Bátamýnd- irnar kveðst stefnandi hafa átt sjálfur og sumar mannamynd- irnar, en. allmargar, 52 að því er virðist hafi hann fengið að láni úr Byggðasafni Vest- mannaeyja Höfðu þær birzt í bókinni Aldahvörf í Eyjum eftir Þorstein Jónsson í Lauf- ási, en sú bók var gefin út af bæjarsjóði Vestmannaeyja. Eftir útkomu bókarinnar 1958 lágu myndamótin um skeið á skrifstofu bæjarstjóra. en voru síðan afhent Byggðasafninu til geymslu og varðveizlu. Stefnandi kveðst hafa snúið sér til stefnds, sem er for- maður byggðasafnsnefndar og veitir safninu forstöðu, og ósk- að eftir að fá myndirnar að láni til sýningar Stefndur hafi svarað að hann hafj ekkert vald til að lána myndimar og mundi ekki láta þær af Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.