Þjóðviljinn - 21.12.1965, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.12.1965, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 21. desember 1965 — ÞJÓÐVILJTNN — SÍÐA J Sjálfsævisaga Vilhjálms Stefánssonar bokmenntir Vilhjálmur Stefánsson: Sjálfsævísaga, — Her- steinn Pálsson og Ás- geir Ingólfsson þýddu. Isafold, Rvík 1965. Á aftari kápusíðu þessarar bókar lýsir Isafold henni af klæðilegri kurteisi sem „stór- brotinni ævisögu víðkunnasta Islendingsins, sem sögur fara af“. Hvemig sem því er nú farið, er hitt víst, að það er gott til þes.s að vita, að Islend- ingar skuli kynnast ögn nánar þessum ágæta landa sínum. Bækur hans hafa ekki nema sumar, og raunar furðu fáar, verið þýddar á íslenzku. Þar er skemmst frá að segja, að þessi bók bregður upp á- kaflega geðfelldri mynd af höf- undj sínum. Þó er bókin ekki öll jafn læsileg; hún er á köfl- um dálítið langdregin og les- andanum reynist stundum erf- itt að henda reiður á öllum ferðalögunum, svo eitthvað sé talið. Nú fer því samt _f;jarri, að hér sé um eintómar íshafs- lýsingar að ræða; fjölda manns bregður fyrir f bókinni, enda Vilhjálmur margan hitt á langri leið, skáldið Kipling hvað þá annað. Oft lendir Vil- hjálmur í deilum við samferða- menn sína og hefur bá að sið ævisagnahöfunda alltaf á réttu að standa. Frægasta deilan er að sjálfsögðu sú, sem Vilhjélm- ur lenti í við Roald Amund- sen og fleiri vegna „ljóshærðu Eskimóanna“. Raunar hafði Vil- hjálmur aldrei sagzt hafa „fundið“ neina slíka og úlfa- þyturinn allur að kenna stíl- glöðum blaðamanni. Sá kafli ævisögunnar, sem hér að lýtur, er á við beztu sýnikennslu í því, hverju óheiðarleg og æsi- kennd blaðamennska getur valdið. Vilhjálmur hefur sann- anlega aldrei látið sér um munn fara margt af því, sem honum er eignað, og á það ekki hvað sízt við um þessa víðfrægu Eskimóa. Kannski hefur þessi Eski- móadeila orðið til þess að fylla Amundsen enn meiri tortryggni gegn Vilhjálmi. 1 ævisögu sinni gerir Norðmaðurinn harða hríð að starfsbróður sínum, sem hann virðist hafa talið argasta loddara. Það er eink- um bók Vilhjálms „The Friend- ly Arctic“ sem þessu olli, Am- undsen neitaði því með öllu, að nokkuð gæti verið hæft í því. að Vilhjálmur hefði lifað á „landsins gæðum“, véitt sér til matar og komizt vel af. Þó er það staðreynd, að Vilhjálm- ur og félagar hans, þeir Stork- erson og Andreassen, lifðu á veiðum í 41 dag samfleytt á hafisnum og 80 daga á Banks- eyju árið 1914. — Enda munu nú fæstir draga það í efa, að Vilhjálmur hafi farið hér með Vilhjálmur Stefánsson algjörlega' rétt mál. Hitt er svo annað mál, hvort það er allra eftir að leika. Þrátt fyrir harðar deilur á ýmsu skeiði ævinnar, er langt frá því, að Vilhjálm- ur sé i þessari síðustu bók sinni haldinn teljandi beizkju gegn fomum andstæðingum; það er sáttur maður sem lítur yfir farinn veg. Vilhjálmur er heldur ekki alveg laus við hégómleik og karlagrobb, e.n allt er þetta sérlega elskulegt. Alla tíð virðist Vilhjálmur jafn opinn og næmur fyrir á- hrifum, og ekki getur hann nógsamlega fordæmt vísinda- lega kreddufestu eða það át- hæfi að koma með fyrirfram- skoðanir að einhverju máli. Upprennandi island Hér fer á eftir þýðing á grein, sem birtist í blaðinu The New Yorker nú í mánuð- inum um íslenzku listsýninguna vestanhafs. Einn af kostunum við það að eiga heima í mikilli miðstöð alþjóðalista er sá, að oss býðst a.m.k. stöku sinnum færi á að skoða margbreytilegt úrval. Nú er m.a. boðið upp á íslenzka málverkasýningu í safni Am- erican Federation of Arts, sýn- ingu listaverka úr margskonar efni eftir unga ameríska Ind- jána í Riverside Museum, og loks sýningu indverskra lista hefðbundinna í Asia House. Ég kýs að ræða sérstaklega um íslendingana — ekki sízt vegna þess, að þetta er fyrsta verulega yfirlitssýningin, sem hér hefur verið haldin á verk- um frá því landi, og er það sögulegur eigi síður en list- rænn viðburður. Þetta skilst, þegar athugaður er ferill ísl. málaralistar, sem naumast upphófst fyrr en um aldamótin (svo sem fram kemur í fjör- legum og fróðlegum formála að myndskránni). Þá voru ein- ungis tveir starfandi málarar í landinu og allt fram til 1912 urðu þeir ekki nema hálf tylft manna. Smátt og smátt hættu brautryðjendurnir sér utan — fyrst til Danmerkur, „móður- landsins", sem sjálf hafði í listum dregizt aftur úr — síð- an til Berlínar til þess að læra handbrögð Evrópuskólanna. Þegar athugað er, hversu seint er til starfa tekið og hversu nær alger einangrunin var til þess tíma, er ekki að undra að hrífandi upprunaleika gætir mjög í verkum þessara manna. En með honum fer talsverður ofsi í miklum hluta verkanna, og kynni að mega rekja hann til þess, að íslenzk menning hafði nær eingöngu beinzt að bókmenntum, — sem birzt hafa í Eddunum, Heims- kringlu og öðrum norrænum sögum — en myndlistinni hafði myndlist verið markaður þrengri bás, svo sem tréskurður, þannig að hinir nýju menn urðu að sækja á til þess að brjóta hugmynd- um sínum braut. Og sýningin sannar þennan sóknarhug. Þeg- ar Islendingar breyttu um stefnu, brugðu þeir stýrinu skjótt eins og forfeður þeirra víkingarnir og létu vaða á súðum. Ljóst er af sýningunni, að í myndlist Islands er fjör, afl og athafnasemi, þótt í henni gæti nokkurrar óvissu. Nú er sýningin sjálf, líkt og sýning- arskráin, full-samandregin til þess að til fullnustu sé hægt að átta sig á því tímabili, er hún tekur til, en það er h.u.b. frá upphafi þessarar aldar til nútímans. Hér er úr æði miklu að velja, og þó að misjafn svipur sé yfir sýningunni, verður að hafa það hugfast, að það er ekki nóg með að ísland kæmi seint inn í Evr- ópulistina og það á þeim tíma, er hún var á hverfanda hveli — impressjónistar að taka við af realistum 19. aldar, síðan post-impressjónistar, fauvistar, kúbistar og allir hinir — held- ur hefur list þess lifað tvær heimsstyrjaldir, en í báðum mátti ugga um örlög eylands- ins. Fimmtán listamanna verk eru sýnd og ná yfir þrjá „ætt- liði“, frá Þórarni B. Þorláks- syni (1867—1920) sem árið 1900 varð fyrstur Islendinga til þess að halda einkasýningu og að eldheitum fylgjendum nútíma- stefnu eins og Þorvaldi Skúla- syni, Nínu Tryggvadóttur, og Jóni Engilberts, sem öll hafa háþróuð viðhorf. Eldri lista- mennimir, sem notað hafa þykka áferð (impasto) og breiða myndbyggingu til þess að sýna hrikaleik norrænnar náttúru. munu nú á tímum þykja full- þunghentir, ekki sízt vegna þess að sum málverkanna, sem máluð eru með grófri listaá- ferð, þyldu vel að vera betur hreinsuð, enda vantar flest þeirra glit (sparkle). En þau eru heiðarlega unnin, og mörg þeirra — svo sem „Kvöld i Reykjavík" með sínum óreglu- legu húskumböldum við sjóinn, eftir Ásgrím Jónsson, og dá' lítið langsótt en þokkafull mynd „Stapafell“ eftir Jóhann- es S. Kjarval og „Á marglitum kjól“ eftir s.ama málara, báðar landlagsmyndir — eru heil- steypt og virðingarverð verk Verk yngri mannanna eru miklu fjölbreyttari að stíls- máta, og má ætla að þar gæti árekstra milli áhrifa. . Meðal þeirra má telja „Dagur í marz og „Ströndin" eftir Eirík Smith, sem bæði minna á Hartung, fíngerð og smágerð verk eins og „Vatnið“, abst- rakt landslag eftir Guðmundu Andrésdóttur, og loks áhrifa- mikil verk eins og „Hrynjandi" og „Gustur“ eftir Jóhannes Jóhannesson, en í báðum verk- um tekst málaranum að gefa til kynnna raunverulega hreyf- ingu með hörðum útskomum formum í rúmi. Minnstum ár- angri virðast þeir málarar ná, sem heyra til annarri eða mið- kynslóðinni, og má vera að það stafi að því að þeir eru „inn á milli" hins hefðbundna og hins nýja. I hópi þeirra féllu mér einungis sjávarmyndir Gunn- laugs Schevings („Morgunn á sjó“ og „Síldarbáturinn", m.a.) Þó að þær myndir séu klunna- lega byggðar og stirðlegar, búa þær yfir sannleika sem ljær þeim vissan- styrk. Fáeinar ályktanir má gera, en þær verða að vora nokkuð af handahófi. Svo sem títt er um allar upprennandi listhreyf ingar, eru áhrifin víðasthvar augljós — Frá Múnchenskólan um meðal eldri manna og frá Hartung, van Gogh og Gauguin meðal hinna yngri. En það er Framhald á 9. síðu. Vilhjálmur hefur auðsjáan- lega verið að eðlisfari einkar frjálslyndur maður, og á bandaríska vísu nánast rót- tækur. Lýsing hans á þvi, er kalda stríðið fer að segja til sin vestra, er lærdómsrík. Vil- hjálmur er að vinna að al- fræðibók um heimskautasvæð- in: „Fyrst lenti ég í vandræðum vegna bandarísks borgara, sem talaði rússnesku og ensku jöfn- um höndum, enda hafði hann numið í tvö ár í Moskvu. Hvers vegna hafði maðurinn gert það, þegar ódýrara hefði verið fyr- ir hann að Ijúka námi sínu í Bandaríkjunum? Gæzlumenn öryggis okkar við rannsóknar- stöð flotans álitu feril þýðanda míns mjög grunsamlegan. Hann hlyti, sögðu þeir, að hallast að kommúnisma. Sennilega væri hann útsendari kommúnista. Ég er hræddur um að við- brögð mín hafi ekki verið rétt.. Ég minntist á það við flot- ann, hvort ég lægi ekki sjálf- ur undir grun. Ég hefði hrós- að afrekum rússnesku flug- mannanna Gromovs, Ymas- hevs og Danilins, er þeir hnekktu lengdarmetinu í flugi 1937. Þá móðgaði ég flotann frekar með því að segja, að það væri varla hægt að fella fullnægjandi dóm um nær 11.000 km viðstöðulaust flug frá Moskvu til Kaliforníu um norðurpólinn með því að segja, að kommúnisminn væri röng kenning og Sovétríkin riðuðu á barmi gjaldþrota. Vinir mínir í flotanum urðu eilítið skelfd- ir og sögðu, að ég hlyti að <S> hafa „tilhneigingu" úr því að ég léti mér slíkt um munn fara. Þeir kröfðust þess að ég sýndi raunverulega afstöðu mfna í verki og ræki banda- ríska þýðandann, sem numið hafði í Moskvu“. Þannig segist Vilhjálmi frá. Og þá er ekki síður athygl- isverð lýsing hans á því mold- viðri forheimskunarinnar, sem þyrlaðist yfir bandarísku þjóð- ina á árunum upp úr heims- styrjöldinni síðari. „McCarty- ismi í Nýja Englandi“ nefnist sá kafli og ber vitni furðu- legri taugabilun heillar þjóð- ar. bróðir mfnn breytti nafni sínu úr Jóhannes í Joseph, og ég þekkti hann unclir gælunafn- inu „Joe“ á uppvaxtarárum mínum. Þessar breytingar voru gerð- ar árið 1878, árið cftir að Duff- erin hafði hvatt Islendinga til að vera um alla framtíð hreyknfr af siðum sínum, bók- menntum, og, að Því er ætla verður, nöfnum sínum. — Ári’ síðar fæddist ég barn foreldra, sem höfðu ætlað að skíra mig Vilhjálm. Ég var vatni ausinn, er þar að kom. Nafn það, sem skrá ð var í kirkjubækur, var Williom. Ég er fullviss um, að faðir minn hefir aldrei nefnt mig því nafnf, bótt flcst- ir aðrir gerðu það. É.g veit að móðir mín kallaði mig alltaf Vilhjálm eða Villa. Leikfélag- ar mínir og skólastjórar nefndu mig Wíllie Stephenson, og er frá leið varð ég „Bill“. Það var ekki fyrr en ég var kom- inn í menntaskóla. að ég hafði nægt hugrekkf til að breyta nafni mínu að Iögum og kalla mig Vilhiálm að hætti gamla heimsins". J.Th.H. Tvær spennandi skemmtibækur frá Snæfelli Bókaútgáfan Snæfell í Hafn- avfirði hefur nýverið sent frá sér tvær spennandi þýddar bækur, skáldsögu og frásögu- þætti ævintýramanns. Skáldsagan heitir Úlfadeild- in og er eftir William M. Hardy en þýðinguna gerði Skúli Jensson. Segir þar frá árás kafbátaflokks á japanska skipalest í Kyrrahafsstyrjöld- inni og gerast þar margir spennandi og æsilegir atburð- ir. Hin bókin nefnist Líf mitt er helgað hættum og er hún eftir sænskan mann, Victor Bergi, en þýðinguna gerði Skúli Jensson. Segir höfundur þar frá ýmsum ævintýralegum atburðum sem fyrir hann komu, m.a. á perluve'ðum í Kyrra- hafi. Ennfremur segir hann þarná frá dvöl sinni í fanga- búðum Japana í Kyrrahafs- styrjöldinni. Bækumar eru báðar prentað- ar í Prentverki Þorkels Jó- hannessonar í Hafnarfirði en bókband hefur Félagsbókbandið annazt. Bók um Jóhann Sigurjónsson Það er að sjálfsögðu land- könnuðurinn og rithöfundurinn Vilhjálmur Stefónsson, sem tr.yggt hefur sér sess á bekk sögunnar. En Vilhjálmur kunni vel að meta íslenzkan upp- runa sinn. Og eftir lestur þess- arar bókar eru það tvær máls- greinar, sem kannski verða á- leitnastar íslenzkum lesanda. Þær sýna það, að Vilhjálmi var ekki með öllu ósárt um það, hve fljótir landar hans voru að glata þjóðemi sínu og tungu vestan hafs. Þessar máls- greinar fylgja hér á eftir. Þær eiga við fátæka landnema í fjarlægu landi, menn sem að sjálfsögðu var nokkur og kannski margföld vorkunn. Okkur hinum geta þessi um- mæli hins víðförla landkönn- uðar orðið hvatning þess að verjast sem bezt þeim engil- saxnesku áhrifum, sem aldrei hafa verið jafn áleitin og nú: „Af þessu virffist mega ráða, að Dufferin lávarður hafi vilj- að að Islendingar varðveittu þjóðareinkenni sín, héldu cins fast við tungu sína og mcnn- ingu og hinir frönsku land- nemar í Kanada. En önnur ráð máttu sín meira. I stað þess að varðvcita og halda fast vfff siði sína og erfðavenjur, köst- uðu Islendingar hvoru tveggja fljótlega — tóku fljótlega upp cnska tungu og skozk nöfn, því að um þær mundir þótti fínast að vera Skoti í Mani- toba. Föður mínum fannst cft- irsóknarvcrt að verða John Stephenson. Eldri systir mín, sem þá var um það bil fimm- tán ára, hét af tilviljun nafni, sem var vinsælt, svo aff hún hét Inga áfram. Þrettán ára Sl. miðvikudag kom út í Kaupmannahöfn á forlagi Ras- mus Fischers ný bók eftir Helge Toldberg um Jóhann Sigurjónsson skáld, fyrsta meiriháttar ritið sem samið hefur veriff um ævi, lífsstarf og list hins kunna leikritahöf- undar og skálds. Dr. Helge Toldberg hóf að vinna við bók sína á árinu 1956, en þá um sumarið hafði hann rekizt á allmörg sendi- bréf til Jóhanns í háskólasafn- inu í Kiel og það vakið áhuga hans á skáldinu, sem hann löngum hafði dáð. 1 júnímán- uði 1964 lézt dr. Helge Told- berg snögglega, en hann hafði þá lagt síðustu hönd á bók sína um hið íslenzka skáld og skilað bókarhandritinu til for- Jeggjara viku fyrir dánardægur sitt. Af öllum verkum sinum mun dr. Toldberg hafa metið mest þessa bók sína um Jóhann Sigurjónsson, enda vandaði hann til samningu hennar eft- ir föngum, viðaði t.d. að sér ýmiskonar efni sem ekki hef- ur áður komið fyrir almenn- ingssjónir, og hingað til Is- lands lagði hann nokkrum sinnum leið sína í upplý&ing- arskyni. Jóhann Sigurjónsson I bókarauka eru nokkur ís- lenzk kvæði Jóhanns Sigur- jónssonar sem ekki hafa áður á prent komið að því er segir á kápusíðu bókarinnar. Bókin er 184 lesmálssíður, auk all- margra myndasíðna. — Verð hennar í Danmörku er kr. 24,75 — þannig að hún ætti að kosta um 150 krónur í bókabúðum hér á landi. Fimm nýjar barna- og ung- lingabækur frá Snæfelli Nýlega hefur Bókaútgáfan Snæfell í Hafnarfirði sent frá sér fimm bama- Og unglinga- bækur. Þrjár þessara bóka eru eftir séra Jón Kr. ísfeld. Bern.skuár afdaladrengs er saga fyrir drengi á aldrinum 8—13 ára. Vetrarævintýri Svenna í Ási er aftur á móti ætluð drengjum á aldrinum 10 til 15 ára. Er sagan framhald af bókinní Svenn; í Ási, er út kom í fyrra. Þriðja barnabókin eftir séra Jón er ætluð telp- um á aldrinum 7—11 ára og nefnist hún Dóra fer til draumalands. Sögurnar eru allar mynd- skreyttar af Bjarna Jónssyni og prentaðar í Prentverki Þor- kels Jóhannessonar, Hafnar- firði. Fjórða bamabókin frá Snæ- felli er Djúphafsskútan eftir Victor Appleton í þýðingu Skúla Jenssonar. Er þetta 11. bókin í flokkinum Ævintýri Tom Swifts sem út kemur hér á landi, en fyrri bækurnar hafa notið mikilla vinsælda meðal drengja. Fimmta barna- og unglinga- bókin er Þorpið sem svaf eft ir frönsku skáldkonuna Mani- que P. de Ladebat í þýðingu Unnar Eiríksdóttur. Fjallar sag- an um 10 ára telpu og dreng á Iíku reki er komast ein lífs af úr flugslysi í Pyreneafjöll- um ásamt ungbarni og hafast við í yfirgefnu þorpi í fjöll- unum í 18 mánuði áður en beim er bjargað. Teikningar I bókinni eru eftir Margery Gill en Prentverk Þorkels Jóhann- essonar prentaði bókina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.