Þjóðviljinn - 04.01.1966, Síða 6
g SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 4. Janúar 1966.
Mig dreymdi að Jesús ksemi aftur
Bandaríski rithöfundurinn Biil Caldwell hefur ritað þessa frásögn
og segir frá undarlegum draumi: Jesús kom til jarðarinnar aftur
en var nú orðinn negri
Eina nóttina dreymdi mig
það, að Jesús kæm; til
jarðarinnar aftur og lenti i
Alabama. En í stað þess að
vera Gyðingur var hann orð-
inn negri. Þetta var und-
arlegur draumur.
Fyrst hafði brotizt út ný
borgarastyrjöld milli Norður-
og Suðurríkja Bandaríkjanna.
Hún hófst vegna þess. að Ku
Klux Klan, The White Citiz-
ens Council, John Birch Soci-
ety og nokkur félagssamtök
önnur höfðu óvart og i sára
sakleysi hrakið alla blökku-
mennina norður á bóginn.
Martin Luther King var
um kennt.
CIA komst að því, að hann
vaeri yfirlýstur kommúnisti,
sem hefði getað dulizt með
því að þykjast vera mann-
vinur f Suðurríkjunum var
hans leitað fyrir landráð og
í Norðurríkjunum var lí'ka
álitlegur hópur manna. sem
vildi hafa hendur í hári hans.
Því var líka slegið föstu.
að hann ætti Kinverja i
ættinni.
Málin snerust nú á þann
veg, að samtök þeldökkra
Múhameðstrúarmanna urðu
ein helzta baráttusveit fyrir
Ku Klux Klan. Bandariski
herinn reyndist tvískiptur i
hollustu sinni.
Johnson forseti neyddist til
þess að flýja land. eftir að
hann hafði orðið fyrir ásókn
erindreka CIA frá Norður-
ríkjunum og erindreka ríkis-
lögreglunnar, FBI frá Suður-
ríkjunxim Sök hans var sú
að hafa boðið Kína upptöku
í samfélag þióðanna og stutt
þ"að' ' að Martin Luther King
yrói nýr landstjóri i Alab-
ama
Eftir æðisgenginn flótta frá
einu Nató-landinu til ann-
ars. neyddist hann að lokum
til þess að biðjp um hæli
sem pólitískur flóttamaður
bak við járntjaldið
f Moskvu fékk hann íbúð
við hliðina á Krústjoff Kona
hans. Lady Bird, varð einn
helztur áróðursmaður Sovét-
ríkjanna gegn ,the american
way of life1, bæði í Norður-
og Suðurríkjunum. en eink-
um þó i Texas.
Goldwater Nixon og Eis-
enhower urðu þekktir undir
nafninu „Þrjár blindar mýs*‘
Suður-Afríka sendi hjálpar-
sveitir til Suðuríkjanna
Tsjombe sendi málalið til
Norðurríkjanna fyrir drjúga
borgun og England hleypti
bandaískum flóttamönnum af
engilsaxneskum uppruna inn
í landið.
Kúbumenn á Florida
reyndu að stelast aftur til
eyjarinnar og Kastró féllst
á að sleppa þeim inn í land-
ið gegn því, að Florida nfi
niður vísindastöðina á Kenn-
edyhöfða.
Heimurinn var ein hringa-
vitleysa.
Þetta er versta martröð,
sem ég hef fengið, og hún
var í litum.
Bæði Suður- og Norður-
ríkin kröfðust þess, að
Frakkland borgaði samstund-
is allar sinar skuldir og það
í gulli. De Gaulle þótti þetta
sanngjörn krafa en yppti þó
öxlum og lýsti því yfir. að
hann myndi því aðeins punga
út, að Frakkland fengi Lou-
isiana aftur Hann lagði fram
skjöl sem sýndu það, að
Napóleon hafði ekki ha.ft
heimild til þess að selja
Bandaríkjamönnum svæðið.
svo það hlaut að réttu að
heyra undir Frakka.
Kína kom fram á sjónar-
sviðið sem mesta mannúðar-
þjóð heims, eftir að bæði
Suðurríkin og Norðurríkin
höfðu eyðilagt uppskeruna
hvort fyrir öðru með
skemmdarverkum. Kínverjar
sendu tugmiljónir lesta af
hrísgrjónum til glorsoltinna
Bandarikjamanna.
Kanadamenn hófu vígbún-
að á landamærunum.
Súkarnó bauð Sameinuðu
þjóðunum að flytja aðal-
stöðvar sínar til Djakarta.
Almenningsálit um heim
allan fordæmdi harðlega þá
ákvörðun Afríkurík.ianna að
hleypa aðeins hundrað
bandarískum flóttamönnum
inn í landið árlega.
Þó keyrði fyrst um þver-
bak. þegar Jesús birtist
í Alabama og labbaði sig
beipt inn 5 aðalstöðvar Ku
Klux Klan. — Meðan ég man,
Norðurríkin höfðu látið Man-
hattaneyju með Harlem sem
höfuðborg af hendi við þel-
dökka Múhameðstrúarmenn,
gegn því. að þeir styddu
Norðurríkin í baráttunni við
Suðurrikin
Múhameðstrúarmennirnir.
þessir bleksvörtu svikahrapp-
ar. höfðu brugðizt því traustj
sem Ku Klux Klan hafði sýnt
þeim. og fært enn einu sinni
sönnur á það að negranum
er að engu treystandi!
Öll hin þeldökka millistétt
neitaði að taka þátt i því að
flyti hvítt blóð. hvort heldur
væri að sunnan eða norðan.
Jafnframt þessu kvaðst þessi
sama þeldökka millistétt líta
með samúð og skilningi á
baráttu þeldökkra Múham-
eðstrúarmanna.
En snúum okkur aftur að
Jesú. Stórdrekinn fyrir Ku
Klux Klan hugsaði hægt með
sér. að annaðhvort væri
þessj maður vitstola eða Þá
ag þetta væri eitthvert ó-
þokkabragð að norðan. Það
skyldi þó aldrei vera, að
strákhvolpurinn hann þama
Robert Kennedy stæði bak
við þetta?
Ég man það svo greinilega.
að í draumnum heyrði ég
stórdrekann segja: .,Jseja,
drengur minn. hver er það
sem hefur kennt þér þetta ó-
guðlega yankee-trick? Það
má vera hevrjum manni
ljóst. að Þér hefur ekki dott-
ið þetta í hug sjálfum. bölv-
uðum kálhausnum. Hvað
heldur þú eiginlega að Þú
sért? James Bond, eða hvað?
Og taktu af þér pottlokið
þegar þú talar vig hvítan
mann! Þú ert hreint ekki svo
lítið ósvífinn! Stendur þarna
keikur og segir upp í opið
geðið á mér, að guð hafi
sent þig!“
,Ég verð að játa það“,
sagði Jssús ,,að mig lang-
aði ekki sérstaklega hingað
niður aftur — en pabbi hélt
fast við sitt“
Stórdrekinn varð svo æva-
reiður að hann þreif af sér
hettuna og þeytti henni í
gólfið. ,.Gættu nú að þér.
lúsablesinn! Ef þú leggur
aftur guðs nafn við hégóma,
þá krossfestum við þig fyrst
og brennum þig svo um há-
bjartan daginn! Ertu með á
nótunum?“
..Sjáðu nú til“ sagði Jes-
ús þolinmóður, hann vissi
svo sem vel, að hverju hann
gekk ..síðasta skiptið, sem
ég var hér, þá var ég negld-
ur á kross fyrir það að
vera Gyðingur, og ég hafði
þó ekkert annað í huga en
að frelsa mannkynið. Nú er
ég kominn aftur, og mitt til-
boð stendur“.
„Jæja, drengur . minn“,
sagði Stórdrekinn með brosi.
sem var blandift hatri. ótta
og aukinni virðingu, ,.við
skulum afgreiða bæði þig og
þetta kjaftæði þitt til föður-
húsanna fljótf og vel“.
Þegar nú Stórdrekinn hafði
hugsað sig um litla hríð
fékk hann snilldarhugmynd.
Hann ætlaði að bjóða full-
trúum hinna hvítu þjóða
heims (ftalir, Slavar Frakk-
ar og þjóðir með þann lit-
arhátf og umhverfi ekki með-
reiknaðar) að vitna í réttar-
höldunum um þá svívirðu,
sem Robert Kennedy. CIA.
Gyðingar og fyrrverandi
bandamenn hans, þeldökkir
Múhameðstrúarmenn, fundu
upp á til þess að sverta Suð-
urríkin . .
Það næsta sem ég man,
er réttarhöldin. f réttinum
voru lagðar fram myndir af
Jesú Kristi sem þátttakanda
í ,sit-in“ mótmælaaðgerðum.
Vitni báru það, að þau hefðu
séð hann í mótmælagöngu
fyrir réttindum blökkumanna
meg nunnu sér við hönd.
Málið lá ljóst fyrir.
Er réttarhöldin voru senn
á enda runnin. heimtuðu
menn kraftaverk sem sönn-
un þess að hann væri í raun
og veru Jesús Kristur Og
hefði snúið aftur til jarðar-
innar.
En Kristur synjaði um
kraftaverkið.
Skæruliðar Vietko’ng, sem
höfðu unnið Vietnam-
stríðig vegna þess ag allar
bandarískar hersveitir höfðu
verið fluttar á aðrar mikil-
vægari vigstöðvar. höfðu
meðan þessu fór fram náð
á sitt vald hinum frægu
bandarísku B-25 sprengju-
flugvélum með öllum útbún-
aði og með hjálp kinverskra
flugmanna og sovézkra
tæknifræðinga höfðu vélarn-
ar verið fluttar til Kúbu.
Á þann hátt áttu bæði
Vietkong og Kastró að geta
nág nokkrum hefndum.
Það stóð heima ag einmitt
þegar Ku Klux Klan hafði
neglt Jesú á krossinn, tók
sprengjunum að rigna, Smám
saman féllu sprengjur á all-
ar mikilvægustu borgirnar í
Norður-ríkjunum og Suður-
ríkjunum. Þau höfðu verið
sammála um það. að beita
ekkj sprengjunum gegn hvor
öðrum. en komust nú að
þeirrj niðurstöðu. að allsherj-
arútrýming væri það eina.
sem dygði. Það var þrýst á
hnappana.
Spádómur James Baldwins
hafði rætzt: „Það verður
eldur næsta skiptið“.
Jesús. sem hékk á krossi
Ku Klux Klans. leit til him-
ins og hrópaði: ,.Faðir. fyrir-
gef þeim. því þeir vita ekki‘
hvag þeir gera“.
„Fyrirgefa hverjum?" spurði
þrumuraust.
Þegar ég leit við í draumn.
um tóku allar mannverur að
hverfa unz eftir var aðeins
skuggalegur kross. Og
skyndilega glaðvaknaði ég.
Sveittur og skjálfandi af ótta
gekk ég út. Ég gekk fram
hjá blaðsöluturni og tók eft-
ir blaðafyrirsögn;
,,45 B-25 sprengjuflugvélar
eyðileggja tvo Vietkongher-
flokka í Suður-Vietnam —
þorpsbúar til allrar óham-
ingju drepnir í árásinni"
Undir aðalfyrirsögninni stóð
önnur mnni; „Ku Klux Klan
fagnar því að látnir hafa
verið lausir þrír meðlimir
samtakanna. sem ákærðir
voru fyrir morð“.
,,Þeir geta ekki stöðvað
oss nú“ stóð undir mynd af
Stórdrekanum. Sem ég rölti
áfram leiðar minnar velti
ég því fyrir mér, hvort mig
væri enn að dreyma. Því
miður var ég glaðvakandi.
1
I
I
1
Afbrotin falin
á bak við orð
„Ein helzta orsök þess að jafn mörg afbrot eru drýgð
og raun ber vitni er sú, að notuð eru orð, sem hylja það,
sem raunverulega er um að ræða: Glæpsamleean verkn-
að. Menn finna eitthvert orðalag, sem sameinað geti tvö
hlutverk: Hlutverk heiðarlegs manns og afbrotamanns-
ins“.
Það er bandarískur prófess-
or Donald Cressey víð Kali
forníuháskóla, sem þessari
^koðun sinni lýsir í fyrirlestri,
sem hann hélt nýlega i Osló.
Niðurstaða hans er i stuttu
máli sú að það sé m’jög mik-
ilvægur liður í baráttunni gegn
afbrotum að kalla hlutina sín-
um réttu nöfnum.
Fjárdráttur
Prófessor Cressey hefur
einkum rannsakað það. sem
hann kallar „hvítflibbaafbrota-
menn“, og segir að það sé
einkum þrennt sem einkenni
þann mann er fremur venju-
legan fjárdrátt. Hann standi
í fyrsta lagi frammi fyrir fjár-
hagsvandamálum, sem hann
telji sig þó verða að þegja
yfir. f öðru lagi gegni hann
svo trúnaðarmiklu starfi. að
hann telji sig geta leyst þessi
vandámál með fjárdrætti í
kyrrþey. Og í þriðja og síð-
asta lagi finni hann eitthvert
orðalag til lýsingar á sjálf-
um sér. þannig, að hann skoði
sig áfram mann í trúnaðar-
stöðu en ekki afbrotamann,
enda þótt hann misnoti þann
trúnað. sem honum var sýnd-
ur.
u
„Féð fengið að láni
Lykilorðið í fjárdrættinum
er oft „lán“ Hinn væntanlegi
afbrotamaður myndi hrökkva
við í skelfingu, ef einhvei
segði honum að stela fé frá
yfirmanni sínum — en það er
ailt annag ag fá fé að láni. Og
enn hægar veitist viðkomandi
mannj að fremja verknaðinn
ef hann hugsar sér að hann
Framhald á 8. síðu.
Atriði úr myndinni Blökkumaður — en hvítur þó.
BLÖKKUMAÐUR
- EN HVÍTUR ÞÓ
Kvikmyndin ,,Blökkumaður
— en hvítur þó“ eftir Carl
Lemer er gerð eftir hinni á-
hrifamiklu bók með sama
nafni eftir bandaríska blaða-
manninn Howard Griffin.
Læknir nokkur hjálpaði hon-
um að skipta um hörundslit og
síðan fór hann í ferð um Suð-
urríkin og fékk að finna það
á eigin skinni hvað það er að
vera blökkumaður í Banda-
ríkjunum í dag.
Höfundur kvikmyndahand-
ritsins Gerda og Carl Lemer
hafa búið þessari átakanlegu
sögu óvenjulegan búning á4>-
tjaldið.
Atriði taka hratt við hvert
af öðru, en hvert þeirra er
þýðingarmikið, fullt af efnivið
í átök, mannlegri hlýju,
vonzku, hatri, beisju, öfugugga-
hætti, minnimáttarkennd sem
sé öllu þvi sem einkennandi er
fyrir kynþáttaágréininginn í
Bandaríkjunum.
Hörundsliturinn skiptir siköp-
um. Daginn sem blaðamaður-
inn gengur út á götu með öðr-
um hörundslit kemur hann inn
í annan heim. Horfinn er hinn
kunnugi heimur hvítra manna
og í stað þess lifir hann í stöð-
ugri martröð.
Allur dagurinn fer í það að
vera blökikúmaður.
Að vera blökkumaður er það
sama og þurfa æfinlega að
vera á verði gegn duldum og
þeinum fjandskap. Hættumar
eru á hverju stxái. Þær sjást
í andlitssvip hvítra manna og
á almennin gssalernunum.
Það er ráðlegra að drekka
ekki vatn í vinnunni snemma
dags, ef það er langt að kló-
setti fyrir blökkumenn. Hvítur
maður mun heldur láta
blökfcumenn pissa á ság en
hleypa þeim inn á hvítra
manna salemi!
Hvítir menn hafa mikinn á-
huga á þvi að vita hvort
blökkumaður sem þeir hitta
hafi stærri kynfæri en þeir og
skammas't sín ekki fyrir að
biðja hann að opna klaufina.
Hvítir menn vilja gjarna
vita hvort kona blökkumanns-
ins hafi lagzt með hvítum
manni, eða hann sjálfur sofið 1
hjá hvítri konu.
Þess háttar spurningar eru
næstum alltaf bomar fram ef
þeir fá að sitja í á þjóðvegin-
um.
Alltaf eru þeir minnimáttar,
nokkurs konar dýr sem þeir
hvitu geta leikið að vild.
Framhald af 8. síðu.
— Maður á að kaupa jóla-
bækurnar tímanlega svo mað-
ur geti lesið Þær áður en þær
eru gefnar.
(— Salon Gahlin)
V-þýzkir bréf-
berar vopnast
gegn hundum!
MIÍNCHEN — Það kemur nú
alvarlega til tals að vopna
bréfbera í Vestur-Þýzkalandi
gegn grimmum hundum. Vopn-
ið. sem um þessar mundir ér
reynt í Múnchen. er sprautu-
byssa, sem gefur frá sér
vökva. sem er einhverskonar
sainbland af olíu og pipar.
Það fylgir sögunni að póst-
stjórnin í Vestur-Þýzkalandi
vænti sér mikils af þessu
vopni, sem enginn hundur á
að geta staðizt. Á það er enn-
fremur bent i þessu sambandi,
að á árinu 1964 einu saman
hafi um 2.000 bréfberar orðið
fyrir árásum grlmmdarhunda.
Sagf
& skrifað
Þejr Knud Rasmussen
og Peter Freuchen voru
eitt sinn, skömmu fyrir
1930, staddir á M/S „Dis-
ko“ í Godhavn á Græn-
land. Grænlendingur einn.
Karl Thygescn, hcim
sótti þá landkönnuðina og
sagði frá því. svona í fram-
hjáhlaupi, að næsta sumar
ætlaði hann að bregða sér
til Danmerkur,
„Þá verður þú að heim-
sækja mig t Hundested“
sagði Knud Rasmussen,
,.þar skaitu iifa þrjá daga.
sem þú aldrei gleymir“
,.Já“ bættj Peter Freuch-
en við, ,.en komdu svo
á eftir til mín á Enehöje,
þar skaltu Iifa þrjá daga
sem þú verður aldrei í
standi til að muna!“
1