Þjóðviljinn - 08.01.1966, Side 2

Þjóðviljinn - 08.01.1966, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 8. janúar 1966 Tekjuhækkun af aðstöðugjöldum og sparnaði í rekstri þarf að verja til félagslegra byggingarframkvæmda 2c hlufi rœSu GuSmundar Vigfússonar um fjárhagsáœflun Reykjavikurborgar Guðmundur Vigfússon flytur ræðu sín,a i borgarstjóm. (Ljósm. Þjóðv. Ari Kárason), ' Rétt er að víkja eins stutt- lega og unnt er að þeim breyt- ingartillögum. sem borgarfull- trúar Alþýðubandalagsins flytja vig frumvarpið. Verður þó ekki farið hér ítarlega út í hverja einstaka þeirra, en fremur reynt að benda á og skýra þau heildarrök, sem til þeirra liggja. Er það líka sannast mála að svipaðar eða samhljóða breytingartillögur höfum við Alýðubandalags- menn flutt hér ár eftir ár við afgreiðslu f járhagsáætlun- ar og þvj efnj þeirra og rökin fyrir þeim í meginatriðum kunn háttvirtum borgarfulltrú- um. Að því er varðar tekjuá- ætlun borgarsjóðs miða breyt- ingartillögur okkar að því að færa hana að okkar áliti til réttari vegar Vi. flytjum til- lögu um að gjaldársútsvör verði ákveðin 5 milj. kr. í stað 4 milj í frumvarpinu. Húsa- gjöld verði ákveðin 34,5 milj. í stað 34 milj. Byggingarleyfi 1,3 milj. í stað 1.2 milj. Leyf- isgjöld fyrir kvikmyndasýn- ingar 2,2 milj. í stað 2 milj. Skemmtanaleyfi 330 Þús. í stað 280 þús Leiga af lóðum skv. * mafti- 9- milj i stað 8.5- milj. Vextir 700 þús. í stað 500 þús. Framlag úr Jöfnunarsjóði ^..mjlj í stað 90 milj. Og loks að aðstöðugjöld verði á- kveðin 175 milj. í stað 130 milj kr. í frumvarpinu. Tekjuaukning borgars.ióðs er leiddi af samþykkt breytingar- tillagna Alþýðubandalagsins nemur samtals 49 milj. 550 þús kr Aðstöðugjöldin Ég skal víkja nokkru nánar að tillögunni um hækkun að- stöðugjaldanna. en sú tillaga eiþ gefur 45 milj. kr. tekju- aukningu í borgarsjóð. En fyrst vil ég geta þess að Því er aðrar tekjuhækkunartillög- ur varðar að flutningur þeirra miðar að þvi að áætla tekj- urnar réttari. að okkar mati. Er þá byggt á hvorutveggju, reikningum og reynslu siðustu ára og þeim horfum. sem við teljum líklegastar að Því er varðar tekjur af þessum liðum á næsta fjárhagsári. Eins og ljóst er af frum- varpinu ráðgerir meirihlutinn nú verulega hækkun aðstöðu- gjalda. Þau voru í fyrra á- ætluð 88 miljónir en eru nú áætlufl 130 milj. kr. Allir minnihlutaflokkar borgarstjóm- ar fluttu í fyrra tillögur um hækkun aðstöðugjalda. aðeins mismunand; róttækar. Tillaga Alþýðubandalagsins gekk lengst og gerði ráð fyrir 148 milj kr tekjum af aðstöðu- gjöldum Byggðist sú tekju- hækkun á því að notuð yrði að miklu leytj gildandi laga- heimild um innheimtu aðstöðu- gjalda í stað þess að nota hana að mjög takmörkuðu leyti, eins Og verið hefur hátt- ur borgarstjómarmeirihlutans. Lögðum vig þá einnig til að tekjuaukningin af aðstöðu. gjöldum yrði not.uð til að lækka verulega útsvörin. sem þá voru hækkuð um 88 milj. miðað við fjárhagsáætlun sam- þykkta í desember 1963. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins vildu í fyrra ekki á það fallast að aðstöðugjöld- in yrðu hækkuð hvorki á grundvelli tillagna Alþýðu- flokks, Framsóknar eða Al- þýðubandalags. En nú hefur orðið nokkur hugarfarsbreyt- ing. ejns og sjá má af frum- varpinu. Sá sami meirihluti sem fyrir ári stráfelldi allar tillögur um hækkun aðstöðu- * gjalda leggur nú sjálfur tii að hækka þau um 47,7%. Ber að sjálfsögðu að gleðjast yfir gömlum syndara. sem þannig sýnir iðrun og yfirbót og ját- ar fyrri misgerðir. Hitt ligg- ur svq í auigum uppi að það sem veldur þessari stefnubreyt" ingu hjá meirihlutanum er sú einfalc^ og augljósa staðreynd. að þegar verðbólg'ustefna rík- isstjómarinnar og eyðslustefna meirihlutans hefur leitt til 91 milj. kr. hækkunar á útsvars- upphæðinni. eða 20,4% út- svarshækkunar frá fyrra ári. þá treystir meirihluti hátt- virts borgarstjóra sér ekki til að ganga lengra að svo stöddu á þeirri braut og hefur þá ekki sízt i huga að árið í ár er kosningaár Til þess að jafna metin, eftir þó raunverulegan stórfelldan niðurskurg verk- legra framkvæmda á eigna- breytingum átt; borgarstjórn- armeirihlutinn enga aðra leið eftir en að ganga nokkuð til móts við kröfur og stefnu minnihlutaflokkanna um hækk- un aðstöðugjalda. Máþónærri geta hversu Sjálfstæðisflokkur- inn tekur þetta nærri sér þar sem höfuðverkefni hans er að standa á verði um hagsmuni verzlunarauðvaldsins og at- vinnurekenda almennt. En greinilegt er að mangt er fært þegar baráttan um sjálf völd- in er á næsta leiti og þarf að sitja í fyrirrúmj fyrir öllu öðru. En þrátt fyrir þessa hækkun aðstöðugjaldanna. sem frum- varpið gerir ráð fyrir. eiga greiðendur þeirra enn að njóta stórfelldra hlunninda fram yfir hinn almenna út- svarsgreiðapda. Sjálfstæðjs flokkurinn heldur enn gjald- skrá aðs'töðugjalda langt fyrir neðan lögleyfð mörk á sama tíma og útsvarsstiginn verður greinilega nýttur til hins ítr- asta. Þannig er enn streitzt við að vernda hagsmun; verzl- unarauðmagnsins og annarra atvinnurekenda á kostnað tl- mennra útsvarsgreiðenda og ekki síður á kostnað þeirra nauðsynlegu og aðkallandi framkvæmda á sviði íbúða- bygginga, skólabygginga. barna- bamaheimila og annarra fé- lagslegra byggingarframkv. sem meirihlutinn vill draga úr og skera niður miðað við verð- lagsþróunina og aðra útgjalda- liði fjárhagsáæ’tlunar. Þetta er. að áliti ok'kar Al- þýðubandalagsmanna. ófær leið og’ beinlínis háskaleg. Hún Ieiðir til kyrrstöðu o,n aftur- halds. Hún 'léiðir til öngþveit- is í húsnæðísmálum. hún leið- ir til þess að skólabygginga- málin verða óleysanlegt verk- efni á stuttum tíma og að skorturinn á vistheimilum og barnaheimilum eyks't enn og verður innan skamms óleysan- legt vandamál. Við Alþýðu- bandalagsmenn teljum það ekkert áhorfsmál að stefnuna sem frumvarpið boðar í þess- um efnum verði að endurskoða og stórauka, frá þvi sém nú er gert ráð fyrir í frumvarp- inu, fjárframlög til þessara og skyldra framkvæmda. Og í því sambandi leggjum við til að borgarstjórnin ákveði að nota gildandi heimild laga og reglugerðar þar um til álagn- ingar aðstöðugjalda. með þeim takmörkum að því er varðar matvöruverzlun bóka- oe rit- fangaverzlun og útgáfustarf- semj er í tillögunni greinir. Við Alþýðubandalagsmenn tel.ium ekkert áhorfsmll að velja þessa leið til tekjuöfl- unar fyrir borgarsjóð í stað þess að gefast upp við útrým- ingu heilsuspillandi ibúða og annan vanda húsnæðismál- anna. stefna í algjört öng- þveiti i skólabyggingamálum ig húsnæðismálum bama- og vistheimila En það er stefn- an sem háttvirtur borgarstjóri Og meirihluti hans býður nú upp á og velur hana til þess að ívilna atvinnurekstrinum og þó sérstaklega verzluninni í sambandi við eðlilegar greiðsl- ur þessara . aðila . til ..almanna-, þárfa. Eins og ég hef áður getið hækkar tillaga okkar aðstöðu- gjöldip úr 130 milj. í 175 milj. eða um 45 milj. kr. en samtals hækkar tekjubálkur frum- varpsins um 49 milj. 550 þús. kr samkvæmt breytingartil- lögunum. Rekstrargjöldin Ég hef þegar rakið nokkuð þá þróun, sem gjöldin á rekstr- aráætlun borgarsjóðs boða. Ég hef bent á að til þess að ná þar umtalsverðum og eðlileg- urn árangri til lækkunar þyrfti til að koma miklu gagngerð- ari rannsókn og endurskoðun á öllum rekstrinum bæð að því er varðar stjórnsýslu, skrifstofuhald og framkvæmd einstakra bátta og alls rekst- ursins í heild, en minnihlut- inn hér í borgarstjórn hefur aðstöðu til. Rekstur borgar- innar er umfangsmikill og margþættur og margir og mis- jafnlega hæfir smákóngar fara þar í framkvæmd m'eð meiri eða minni völd. % hyg? að svo sé komið og það fyrir löngu. að enginn einn maður. hvorki borgarstjórinn né nokk- ur annar. hafi raunverulegt yfirlit eða trausta þekkingu á 1 öllum rekstrinum eða einstök- um yfirgripsmestu þáttum hans. Þess vegna fara ýmsir sínu fram án þess að meg sé fylgzt eða að sé gert. og þetta á sér ekkj stað aðeins um þá, sem hafa æðstu manna- forráð. heldur einnig ýmsa aðra sem minni völd hafa en miklu geta þó valdig um Þró- un hinna ýmsu þátta rekst- ursins oe fjárhagslega niður- stöðu. Ég skal ekki fara ítarlegar út í þessi atriði þótt þess væri raunar þörf þar sem þau snerta mjög möguleikana á hagkvæmum oe skynsamleg- um rekstri hjá borgarsjóði al- mennt. Segja má og að Það hafi takmarkaða þýðingu með- an ekki tekst að skapa al- mennan vilja og samstöðu í borgarstjóminni sjálfri um nauðsynlegar aðgerðir o-g um- bætur, er leiði til æskilegs sparnaðar og hagkvæmari vinnubragða. Skorturinn á þessum Vilj a til úrbóta og samstöðu um að knýja þær fram liggur að mínu viti i einstrengingslegri tregðu og sjálfsánægju meirihlutans. sem alltof lengj hefur haft óskor- uð völd á' hendi og getað far- ið sínu fram an tillits til rök- studdrar feagnrýni og ábend- in-ga þeirra, sem tilheyra stjóroarandstöðunni í borgar stjóroinni. Ég held að ÞeE" staðrejmd og þetta viðhorfhar! orðið borgarbúum og um leH b'--garsjóði alltof dýrt. allto' útgjaldasamt, á undanförnu^ árum, og í þessu efni sé brý”i nauðsyn gagngerðrar breyt.- ingar á afstöðu og viðhorfum Lækkunarfillögur Breytingartillögur borgar- fulltrúa Alþýðubandalagsins við gjaldabálk rekstraráætlur ar borgarsjóðs, það er ai' segja þær sem til spamaða’ Ojr lækkunar miða, geta 2* sjálfsögðu ekki verið á nein’ hátt tæmandi og vísa ég í þv; efni til þess. sem ég hef áðuv minnzt á um nauðsyn ítarleg” ar rannsóknar og endursko* unar á öllum rekstri og fra’”' kvæmdum . borgarsjóðs. F breytingartillögumar eiga ; sýna vilja Alþýðubandalagsir og þá stefnu þess að draæ beri úr ónauðsynlegum ú* gjöldum borgarsjóðsins c fella niður vissar fjárveitjnr ar sem að okkar áliti ei” ekk; rétt á sér við þær a' stæður sem nú eru. í stutti. máli má segja að lækkunár tillögur Alþýðubandalagsin við gjaldabálk ‘ rekstraráætlur,- ar frumvarpsins markist í meginatriðum af eftirfarand’ sjónarmiðum; 1. Afr dra-ga nokkuð úr óþörí um útgjöldum við skrif- stof-uhald borgarinnar. eink- um að því er varðar ó- eðlilega mikla aukavinn,u í skrifstofum. bifreiðakostnáð og fleira. \ f 2. Að hafa hóf á auknum u1 gjöldum þar sem það vir*- ist næsta auðvelt og færí; umrædda útgjaldaliði tii samræmis við það, sem reynslan hefur sýnt sam- kvæmt síðustu reikningurn o-g nýjustu upplýsing-um. 3. Að leitast við að spyrna við fótum. þar sem útgjöld virðast fara úr hófi fram og vaxa með ískyggilegun hætti meðal annars vegna eftirlitsleysis, og stjórnleys- is og vinnubragða sem eri; löngu úrelt. Vil ég í þessr sambandi sérstaklega nefna rekstur gatna- og sorp- hreinsunar og Sorpvinnslu- stöðvarinnar á Ártúnshöfða 4. Að fella berj nú niður c- nauðsynlega útgjaldaliði. svo sem til Kirkjubygging- arsjóðs og Almannavarna. Ég skal í framhaldi af þessu geta lækkunartillagna borgar. fulltrúa Alþýðubandalagsiro nokkru nánar en vísa Þó i meginatriðum til þeirra grund- vallaratriða, sem nefnd eru hér áð-ur. Tvær breytingartillögur eru við gjaldaliðinn Stjórn borg- arinnar: Meðferg borgarmála í fyrra lagi er lagt til. að liðurinn 01-1-07 Borgarreikn- ingur og fjárhagsáætlun lækki úr 310 þús. f 260 þús. eða um 50 þús kr í öðru lagi að lið- urinn 01-1-08 Samþykktir og re|lugerðir lækkj úr 100 þús. í 50 þús. eða um 50 þús, kr. Tiu tillög-Ur eru fluttar til Framhald á 6. síðu fáum við ekki fyrir aflann ■panjl” |||§i||; □ nema brot af raunverulegu BiiiiPlraa verðmæti. Ekkert viðfangs- efni er mikilvægara fyrir ís- lendinga en að stefna að þvf að selja sfvaxandi magn af síld fulluonið til manne'ldis. Á því sviði geta íslendingar ekki nema að litlu leyti farið í spor annarra, heldur verða Um- hugsunarefni Það er naumast tiltökumál þótt menn berji sér þegar illa gengur, en hitt eru býsn mikil að Morgunblaðið skuli í gær birta bölmóðsleiðara í tilefni þess að fiskaflinn var á síðasta ári meiri en nokkur dæmi eru um fyrr í sögu þjóðarinnar. Segir Morgun- hlaðið að síldin sé alltof mikill hluti af heildarmagn- !hu, en sildin sé þvilík duttlungaskepna að á hana megi með engu móti treysta. Því sé þessi mikli síllarafli sönnun þess að við komumst með engu móti undan því að varpa okkur í faðm sviss- neska auðhringsins. Menn geta nærri að ályktanir Morgunblaðsins hefðu orðið nákvæmlega þær sömu ef síldin hefði ekki veiðzt; frá ritstjómarskrifstofunum í Aðalstræti liggja nú allar leiðir að Straumi. En síldveiðin í fyrra var sannarlega ekki til marks um svokallaða duttlunga þessa sjávarkykvendis, heldur um stóraukna þekkingu og tækni íslenzkra fiskimanna. Ef beitt hefði verið gömlum aðferðum hefði í fyrra orðið síldar- leysisár. Því var metaflinn í fyrra sönnun þess nð því fer mjög fjarri að. Islendingar séu komnir á leiðarenda í sjávarútvegi; á hliðstæðan hátt er eflaust unnt að stór- auka afköst í öðrum greinum fiskveiða með aukinni þekk- ingu og bættri tækni. Metaflinn í fyTra er sann- arlega ekki áminning um það að nú beri okkur að hlíta er- lendri forsjá f atvinnumál- um. Hitt mætti vera mönn- um hugleikið hversu hörmu- lega er farið með sfldina eft- ir að hún er komin á land; aðeins örlítið brot af henni fer til fullvinnslu; meginhlut- anum er kastað f gúanó. Síldariðnaður okkar er enn ákaflega frumstæður, og því af eigin rammleik að afla markaða og finna upp verk- unaraðferðir sem henta þeim mörkuðum. Er það raunar furðulegt að hér í landi skuli ekki vera tilraunastofn- un sem vinni markvisst að því að finna upp nýjar að- ferðir til að matreiða síld og nýja rétti sem reynt er svo að afla vinsælda erlendis. Slíkar tilraunastofnanir eru starfræktar í öllum matvæla- framleiðslulöndum með mikl- um árangri og fráleitt sinnu- leysi að svo skuli ekki einnig gert hér. Með þvf að auka full- vinnslu síldar er hægt að afla áriega margfalt meiri gjáldeyris en alúmínmenn nefna f sambandi við áform sín. Eyjólfur Konráð Jóns- son, ri.tstjóri Morgunblaðs- ins, ætti að leiða hugann að þvf f alvöru, hvort það gæti ekki þrátt fyrir allt orðið gróðavænlegra fyrir lögfræði- skrifstofuna f Tryggvagötu 8 að þjóna undir síld en alúm- fn. — Austri.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.