Þjóðviljinn - 08.01.1966, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 08.01.1966, Qupperneq 5
taagardagar 8. Jaruiar 1966 — ÞJðÐVItJINN — SíöA 5 kvlkmyndir Vitskert veröld' eftir Kramer ■ Sú mynd sem einna líklegust er til stórvinsælda, af þeim sem nú ganga í kvikmyndahúsum Reykjavíkur er „Vitskert veröld“ (It’s a mad, mad, mad, mad world) eftir Stanley Kramer. Kramer er .mikill hæfileikamaður, og hefur margt lagt af mörkum gott í víðkunnum mynd- um um kynþáttavandamál, atómsprengjuna og annað það er hrjáir mannlegt samfélag. Er þess skemmst að minn- ast, hve mikla hrifningu mynd hans „Dr Strangelove“ vakti, en þar segir hann með aðferðum sem kenndar eru við „svartan húmor“ frá kjarnorkustyrjöld, sem brauzt út fyrir tóman misskilning. Þessa skæöu mynd höíum en hinsvegar sýnir Tónabíó nú við ekki fengið að sjá ennþá, mynd þá sem síðast hefur kom- Kleópatra í Nýja bíó: Skrífstofustúlkuna dreymir að hún sé orðin nrinsessa Nýja bíó hefur verið aö sýna þá margumtöluðu og rán- dýru Kleópoötru að undan- förnu. Þessi kvikmynd varð til með miklum gauragangi og umsvifum, eins og kunnugt er, og því safnað til sín mörgum áhorfendum, því menn fara að sjá það sem þeir hafa heyrt talað um. Gagnrýnendur hafa hinsvegar verið nokkuð sam- taka um að klussa þessu verki norður og niður. Eftirfarandi klausa birtist um Kleópötru í tímaritinu ,.Films and Fiím- ing“: ★ H‘ði? 'éf^áaga nálægari Áustur-' landa hálfri öld fyrir Krists burð sögð með þeirri skrif- stofustúlkuflatneskju sem lýsa mætti með setningunni: „Og svo sagði. hann við mig“. Og reyndar er skilningur Elísabet- ar Taylor í Kleópötru sá sem birtist í dagdraumum skrif- stofustúlku, sem finnst hún í þeim vera prinsessa og hafa í hendi sér örlög þeirra manna sem í kringum hana eru. Af þeim sökum kemst myndin aldrei á hærra stig en ítalski samsetningurinn um Herkúles, og skortir meira að segja oft- lega þann hraða og þá kátínu sem þar er að finna. Rex Harrison ber fyrri hlut- ann á herðum sér sem Sesar, og stundum tekst honum að túlka þessa persónu af heiðar- leika og dýpt. En Lisa Taylor hefur lítið vald á sínu hlut- verki, og Richard Burton, sem leikur hann Antoníus hennar, svarar henni eins og góður vinur í ójafnri tenniskeppni. I myndinni eru tvö góð at- riði: innreiðin í Róm og sjó- orustan, sem taka til samans um það bil tuttugu mínútur. Við munum geyma nafn leik- stjórans, Josephs Mankiewicz, í minni okkar fyrir sakir miklu betri mynda. — Mankiewicz hefur lengi ver- ið einn af þekktustu leikstjór- um í Hollywood, og sjálfur heldur hann því eindregið fram, að á þeim stað megi gera góða hluti, hvað sem eft- irliti siðgæðisvarða og fjár- málamanna líður. Árið 1953 kvikmyndaði hann, til að mynda Júlíus Sesar Shake- speares og þótti honum takast vel, var það ekki hvað sízt að þakka ágætum leikurum, sem hann hafði á að skipa': Marlon Brando lék Antoníus, John. Gielgud Kassíus og James Mason Brútus, svo nokkrir séu nefndir. En líklega hefurhann getið sér bezt orð fyrir „AII about Eve“ (1950), vel sagða sögu af því hvernig ung og metnaðargjörn leikkona (Ann Elizabcth Taylor og Richard Burton Baxter) bolar með ýtni og slægð ti1! hliðar roskinni „drottningu sviðsiris“ (Bette Davis) og sezt í sæti hennar. ið frá hendi Kramers, og lík- lega væri eins gott að kalla „Alveg gjörsamlega kolbrjál- aður heimur". Skal nú nokkuð sagt frá þessari mynd — og þá helzt stuðzt við umsögn Robins Beans: Ef nokkuð er, segir Bean, þá tekur Kramer ekki nógu djúpt í árinni í nafngift sinni. Bókstaflega öllu er troöið inn í þær 183 mín.útur sem mynd- in tekur; allri vitleysu rjóma- tertugrínmynda, sirkus, kapp- akstri á aflóga -bilum, lát- bragðsleik, slagsmálum og mörgu fleiru. Hver er ástæð- an? Hún er sú að WiMiam Rose (höfundur handritsins) hefur dottið niður á nýja hug- mynd um mikinn eltingaleik. Skálkur nokkur, Smiler að nafni (Jimmy Durante) ekur bíl sínum grasíöst niður fjalls- hlíð, og í andarslitrunum segir hann fimm náungum, sem leið eiga framhjá, að hann hafi grafið nokkum fjársjóð nálægt mexíkönsku landamær- unum „undir stóru tvöföldu vaffi“. Síðan geispar hann golunni. Svo einfalt er það. Og þessar fimm „venjulegu“ persónur, plús ýmsar aðrar sem þær taka upp á götu sinni, fyllast þeim fræga há- ameríska sjúkdómi gullæði, og griðarlegur. eltingarleikur er haíinn, Lögreglustjórinn virðir þetta fyrir sér með mestu velþóknun — hann á í vændum að þurfa brátt að draga sig í hlé og lifa með nöldursamri konu sinni á smá- um eftirlaunum, og býr sig ■undir að koma þessu fólki fyr- ir kattamef á sínum tíma og snara sér yfir landamærin. Spencer Tracy leikur lögreglu- stjórann og hefur sjaldan ver- ið betri — okkur finnst i rauri og vera að hann hefði átt að hreppa sjóðinn. Á meðan á öllu stendur eru bílar eyðilagðir í stórum stíl, ráðskazt með forgamlar flug- vélar, bílskúr rifinn í tætlur af Jonathan Winters, persón- um margflækt í allskonar blekkingar. Mickey Rooney og Buddy Hackett reyna áð halda stjórn á flugvél eftir að flug- maðurinn hefur komið sjálf- um sér úr leik; Sir Caesar og Eddie Adams reyna að sprengja sér leið út úr kjall- ara vömhúss, sem þeir hafa verið lokaðir inni i; Phil Silv- ers hverfur settlega ofan í fljót nokkurt í bíl sínum; Terry-Thomas Qg Milton Berle slást á hellismannavísu. Enn er hert á vitleysunni þegar Paul Ford reynir að tala flug- vélina óstýrilátu niður á jörð- wa með þeim afleiðingum, að hann íel'lur sjálfur út úrflug- turnin.um; enn fleiri bílar eru klesstir, og að lokum er öllu þessu liði komið fyriruppi í slökkvistiga, sem sveiflast ,til glannalega og hendir mann- skapnum síðan í allar áttir — í gosbrunna, skenkiborð, inn. í kjölturakkabúð, á rafleiðslur, — og blökkumaður einn hafn- ar í náðarfaðmi styttu af Lin- holn forseta. # Terry-Thomas gefur okkur ágæta skoplýsingu af því, hvernig Englendingar halda að Ameríkanar haldi að þeir séu, með kröfum sínum um ,,drengileg leikbrögð" og fyrir- litningu á áhuga bandarískra á „miklum brjóstum". Það tók 166 daga að taka „Vitskerta, veröld“, og tekin vora 636 6þús. fet af filmu. Æ)g þótt upphafleg áætlun hafi verið þung í vöfum, hefur Kramer tekizt að búa til gam- anmynd. sem aldrei s'laknar á, þrátt fyrir lengdina. Hún hef- ur ýmsa galla — en hvað ger- ir það til? Þrjú börn Chaplins í nýrri kvikmynd hans? Það má búast við því, að „Hertogafrúin frá Hong Kong“ verði kvikmynd ársins, og ber þar margt til. I fyrsta lagi mun nú Charlie Chaplin taka sér stöðu aftur við kvikmyndavél, eftir margra ára hlé. Þá leika þau aðalhlutverkin Sophia Lor- en og Marlon Bfando (það var fyrir örfáum dögum að það kom í 1 jós, að Chaplin hafði endan- lega valið á millj Brandos og Seans O'Connery, sem þekktur er úr myndum James Bond). Og svo fer sonur Chaplins, Sid- ney með hlutverk — og búizt er við því að fleiri meðlimir fjölskyldunnar sameínist t:l þátttöku í þessari kvikmynd. Það er .auðvitað, að Sidney Chaplin mun fara með veiga- mikið hlutverk í myndinni. I-Iinsvegar mun Charlie sjálfur fara með minniháttar hlutverlc — bryta bandarísks sendiherra, sem Marlon Brando leik- ur reyndar. Og Michael Chap- lin, sonurinn uppreisnargjarni, sem hefur skrifað minningar, sem ekki kváðu vera beint mildar 1 garð föðurins, og Michael sjá'lfur hefur reynt að koma í veg fyrir — árangurs- laust — að yrðu birtar; þessi Michael hefur lýst því yfir að hann muni nú hætta sínu ,,beatnik“-lífi, mui .1 raka Leikur sjálfur sináhlutverk af sér skeggið og leika í „Her- togafrúin frá Hon,g Kong“ undir dulnefninu Michael Je- an. Af hverju? var hannspurð- ur. Líklega til að forðast um- tal, var svarið. Fjölskyldusælan verður þá fullkomnuð, ef Geraldine Chaplin tekur einnig þátt i gerð þessarar kvikmyndar. En það hefur enn ekki verið rætt um hana í þessu sambandi. Hinsvegar hefur hún gert það sjálf og sagt blaðamönnum, að hún reyni á aíllan hátt að fá Sophia Loren og framleiðandinn, Carlo Ponti Bæjarbíó í Hafnarfirði sýnir: IGÆR, í DAG 0G Á MORGUN . 1 ...lauic ,.ii vcra mcu sig ráðna: „Ég hef gengið á milli skrifstofa eins og hver önnur vinnukona“, sagði hún í París ekki alls fyrir löngu. „og ég vil gjarna vera með í kvikmynd föður míns, jafnvel þótt nafn mitt sæist ekki á leikendaskrá.“ Og menn spyrja: Ef Charlie Chaplin hefur fyr- irgefið ,,uppreisnarmanninum“ Miohael, því ætti hann þá ekki að taka Geraldine í sátt? Það verður byrjað á töku kvikmyndarinnar í Lundúnum í næstu viku. Það er margt ágætt fólk, sem stendur að „I gær, í dag og á morgun“, sem Bæjarbíó er að sýna um þessar mundir. Leikstjóri er Vittorio de Sica — hann er ekki alltaf merki- legur, en honum bregzt ekki öraggt handbragð. Myndin er sett saman úr þrem „sögum“ og leika þau aðalhlutverkin 1 öllum Sophia Lroen, sem Hollywood stendur gersamlega varnarlaus fyrir, þrátt fyrir ýmsa tilburði með Caroll Bak- er, og Marcello Mastroanni, sem segist sjá'lfur hafa skapað á tjaldinu nýja tegund karl- hetju, karlmann sem er and- stæða við hetju, nokkurskonar and-karlmann. Og verður það víst fyrirgefið fyrir sakir á- gætrar frammistöðu í úrvals- myndum (,,?>'/2“, Nóttin). Þekktir höfundar standa að handritinu: Eduardo de Filipos Cesare Zavattini og Alberto Moravia. í fyrstu sögunni eram við s.tödd í fátæku hverfi í Nap- oli. Þar er Marcello atvinnu- laus verkamaður, en það er þó bót í máli að Sophia, .kona hans, getur séð fyrir nauð- þurftum stórrar fjölskyldu með því að selja smyglaðar sígarettur. Hitt er svo verra, að hún hefur verið dæmd til sektar fyrir þetta athæfi. Sem betur fer, tekst þó að finna smugu í löggjöfinni: það má ekki setja þungaða konu í fangels.i, og þá ekki fyrr en sex mánuðum eftir barnsburð. Vitan’lega er Adelina (þ.e. Sophia) ólétt og heldur því á- fram langa hríð og verður fallegri með hverju barni. En svo fer þó aö lokum, að Mar- cello yfirbugast á líkama og sál undir þeirri byrði, s.em á hann er Iögð — og kona hans hlýtur að fara í tugthúsið. Málinu er þó bjargað með snoturlegri samheldn; íbúanna í hverfinu. Þetta er snyrti- lega sögð, alþýðleg gamansaga, létt og hröð, ívafin nokkurri tilfinningasemi undir lokin og þó ekki til skaða. Næsta saga stingur nokkuð í stúf við þá fyrstu og síð- ustu. Þar er Hún auðug frú, gift iðnaðarkóngi og Hann er elskhugi hennar, tiltölulega blankur rithöfundur. Þetta er töluverð ást og gefur tilefni tlf rómantískra hugleiðinga í bílferð í sólskini — en í þess- ari sömu bílferð kemst Renzo (Mastroanni) að því að ástkona hans (Loren) er heldur en ekki yfirborðskennd í sínu tilfinn- ingalífi, að þessi snotra kisa er fljót að sýna klærnar. ef hún heldur að einhverri hættu sé stefnt að Sér eða Sínum Bfl. Og þar með er draumurinn búinn. Sjálfsagt hefur þetta ekki verið slæm smásaga hjá Alberto Moravia, en er varla heppileg til kvikmyndunar, verður daufleg á tjaldi. Þá kemur að sögunni um Möru, eina af símastúlkum Er- osar, sem tekur á móti ríkum playboyum til ,,handsnyrting- ar“ í notalegu hreiðri sínu. Sophia leikur að sjálfsögðu Möru, og Marcello er ungur playboy, sem í sífellu hleypur til hennar, uppfullur af ástar- játningum. En hann er jafnan aumingja drengurinn, og á meðan styttir Mara sér stund- ir við að draga ungan presta- skólastrák í næstu íbúð á tál- ar. Þegar hún svo hefur um- tumað hjarta prestaskóla- stráksins gersamlega, kemur amma hans og grátbiður þá bersyndugu að snúa honum aftur frá villu til síns vegar. Og Mara er góðhjörtuð, eins og gleöikonur eru samkvæmt gamalli hefð, og heitir meira að segja verndardýrlingi sírium að syndga ekki í hei'la viku, ef nágranninn ungi snúi aftur Framhald á 7. síðu. Kvikmyndalist- in sjötug Nú um áramót voru sjötíu ár liðin frá þvi að bræðumir Louis og Auguste Lumiere efndu til fyrstu kvikmynda- sýningar heims, a.m.k. fyrstu sýningar, sem seldur var að- gangur að. Frakkar minnast þessa sjö- tíu ára afmælis með mikilli útgáfustai-fsemi. Undanfarið hafa komið út hvorki meira né minna en fimm alfræði- bækur kvikmynda. Þar er, eins og lög gera ráð fyrir, gerð stuttlega grein fyrir _ merkasta kvikmyndafólki, leik- urum, tökumönnum o.s.frv., og þýðingarmestu kvikmyndum gefnar einkunnir. Bækur þess- ar hafa þegar vakið deilur og átök, því í hverju horn.i rísa upp menn, sem þykir margt á skorta um hlutlægni í þess- um ritum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.