Þjóðviljinn - 11.01.1966, Qupperneq 8
g SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur H. janúar 1966.
Ágústína ÞorvaJdsdóttir
dáin 5. janúar 19^66
Nú er hún Gústa okkar dá-
in sögðum við systkinin. er
við hermdum lát frú Ágústínu
Þorvaldsdóttur
Það verður enginn héraðs-
brestur þegar hógvær kona
kveður þennan heim södd líf-
daga En fyrir okkur sem átt-
um þvi láni að fagna. að kynn-
ast hennj ung að árum. þagn-
aði ómfagur strengur sem lengi
hafði hljómag 'og sem við *
munum minnast
Frú Ágústina Þorvaldsdótt-
ir var faedd afl Litla-bæ á
Mýrum 11 ágúst 1887. dótt-
ir hjónanna Jórunnar Erlends-
dóttur og Þorvaldar Þorkels-
sonar sem þar bjuggu. Ólst
hún bar upp með foreldrum
sínum yngst margra systkina.
Þegar t>orvaldur faðir Ág-
ústínu dó 1898 fluttist hún
með móður sinni til Reykja-
víkur og bjó þar ávallt síð-
an að undanskildum 4 árum.
Ung að árum. 1905 hóf hún
búskap með Pétri G Guð-
mundssyni og giftist honum.
Eignuðust þau 6 mannvænleg
börn sem öll komust til full-
orðinsára. Pétur G. Guðmunds-
spn var einn af frumkvöðlum
verkalýðshreyfingarinnar á ís-
landi Má nærri geta að kona
hans. Ágústína kynntist þá vel
málefnu stéttabaráttunnar.
sem hún hélt fulla tryggð við
alla ævi.
Ágústína og Pétur slitu sam-
vistum 1926. Eftir það bjó hún
börnum sínum yndislegt heim-
ili og 'studdi þau til þroska.
Stundaði hún alla algenga
verkakvennavinnu til að síá
sér og sínum farborða og yfir
30 ár vann hún hjá verzlun-
inni Edinborg við ræstingu
og fleira 1932 tók hún þátt. í
að stofna Þvo.ttakvennafélagið
Freyju Og var meðlimur í því
félagi ávallt síðan
Gústa, eins og við kölluðum
hana var kona mjög fríð sýn-
um. glaðsinna og virtust erf-4>
iðleikar lífsins ekki bíta á
hana. Úrtölur voru ekki til í
hennar munni og uppgjöf
þekkti hún ekki. Hún var allt-
af ung í anda og uppörfandi
við æskulýðinn Okkur fannst
Gústa alltaf vera sólarmegin í
tilverunni. þó að ýmsar sorgir
yrðu á vegi hennar.
Árið 1960 varð hún fyrir
þeirrí sáru sorg að missa son
sinn. Baldur, fyrir aldur fram.
og dótfcurson sinn. Guðmund.
mikinn efnismann 1965.
Bömum sínum var hún frá-
bær móðir og hún átti barna-
láni að fagna Vinir bamanna
voru hennar vinir, laðaðí hún
alla að sér með hispursleysi
sínu og hjartagæzku.
- Ávallt hélt Gústa heimili.
■nema síðustu mánuðina. er
. hún dvaldist hjá dóttur sinni
'Petru og manni hennar að
iSkarði í Lundareykjadal. þá
Iþrotin að heilsu Og kröftum.
Ag leiðarlökum er minning-
Æiuar um hina góðu og göfugu
konu streyma til mín vil é?
f nafni fjölskyldu minnar
þ*akka tryggð sem aldrei brást
og vináttu sem engan skuigga
hefur á- borið.
,í nafni föður míns og syst-
kSna sendi ég hugheilar kveðj-
ur börnum hennar, tengda-
bönnum og niðjum. um leið og
við^ þakklát drúpum höfði í
mineningu um kæran vin.
Ása Ottesen.
Trésmiiir
■ Skákmeistarakeppni félagsins hefst að Laufásvegi
8 n.k. fimmtudag 13. þ.m. kl. 20,30. — Mætið
stundvíslega. .....
Stjórn S.B.T.R.
SKRIFSTOFUMADUR
óskast nú þegar.
Skipaútgerð ríkisins.
Lausar stöður
Loftleiðir óska að ráða til sín á næstunni:
Skrifstofumann til Loftleiða Keflavík h.f.
4 afgreiðslumenn til starfa við farþegaaf-
greiðslú á Keflavíkurflugvelli.
Afgreiðslumann til starfa við farmiðasölu
í Reykjavík.
Tilskilið er að viðkomandi hafi góða almenna
menntun, skrifstofumaðurinn hafi auk þess góða
bókhaldsþekkingu og allir nokkra leikni í ensku
og dönsku,
Umsóknareyðublöð fást í skrifstofum félagsins
Lækjargötu 2 og Reykjavíkurflugvelli svo og á
skrifstofu félagsins á Keflavíkurflugvelli, og skulu
umsóknir hafa borizt ráðningardeild félagsins fyr-
ir 20. þ.m
Hélt fyrirlestri
í dönskum skólum
Hinn 25 júní sl. tilkynnti
stjórn Sjfóðs Selmu og Kaj Lang-
vads til eflingar menningar-
tengslum fslands og Danmerk-
ur. að bún hefði óskað eftir Því
við þjóðminjavörð dr. Kristján
Eldjárn, að bann tækisfc á hend-
ur fyrirlestraferð til danskra
lýðháskóla á vegum sjóðsins og
dveldist auk þess í Danmörku
nokkurn tima til að heimsækja
dönsk söfn. Þjóðminjavörður
dvaldist í Danmöku 18. nóv. fil
5. des. sl. á vegum sjóðsins.
Flutti hann fyrirlestra um ís-
lenzka sögu og menningu í fimm
lýðháskólum fcveimur á Sjá-
landi. einum á Fjón; og tveim-
ur á Jótlandi þ.á.m í Askov.
Vö'ktu fyrirlestrarnir mikla at-
hygli og var fyrirlesaranum
hvarvetna vel tekið. Þjóðminja-
vörður heimsótti einnig ýms
dönsk söfn í Árósum, Kaup-
mannahöfn og víðar og átti
viðræður við danska safnmenn.
Hassfu winuin®s«r í
Hippdrætti OflS
Á laugardaginn var dregið í
9. fl. Happdrættis D.A.S. um 200
vinninga og féllu vinningar
þannig: ,
Ibúð eftir eigin vali kr.
500.000.00 kom á nr. 7085. Umboð
Aðalumboð. Bifreið eftir eigin
vali kr. 200.000.00 kom á nr.
18704. Umboð Aðalumboð. Bif-
reið eftir eigin vali kr. 175.000.00
kom á nr. 16925. Umboð Siglu-
fjörður. Bifroið eftir eigin vaíi
'fcr. 130.000.00 kom á nr. 15124.
Urnboð Vopnafjörður. Bifreið
eftir eigin vali kr. 130.000.00 kom
á nr. 4234D Umboð Keflavíkur-
flugvöllur.
Húsbúnaður eftir eigin • vali
fyrir kr. 25.000.00 kom á nr.
42818<« Umboð Aðalumboð. Hús-
búnaður eftir eigin vali fyrir
kr. 20.000.00 kom á nr. 30'646.
Umboð Sveinseyri og 49799. Um-
boð Aðalumboð.
Húsbúnaður eftir eigin vali
fyrir kr. 15.000.00 kom á nr.
38533. Aðalumboð, 40607, Vest-
mannaeyjar, 58386 Aðalumboð.
Eftirtalin númer hlutu hús-
búnað fyrir kr. 10.000.00 hvert:
4137 11324 17653 34254 38542
42217 45605 49589 49602 52527
(Birt án ábyrgðar).
Shastri forsætisráðherra látinn
Framhald af 1. síðu.
forsætisráðherra að undantek-
inn; smáheimsókn til Nepal.
Hann var fæddur í millistétt-
arfjölskyldu í héraði nálægt
Benares en þar lau'k hann há-
skólanámi.
Strax á sautjánda árj gerðist
hann fylgismaður kenninga
Gandhi um friðsamlega andstöðu
við Breta. og fram til 1941 sat
hann samtals níu ára í fang-
elsum þeirra.
1951 lét hann fyrst að sér
kveða í landsmálapólitík og átti
mikinn þátt í kosningasigri
Kongressflokksins 1952. en hann
var þá. aðalritari hans.
FLUGIÐ
Framhald af 12. síðu.
fjölgaði einnig um 14% á árinu,
úr samtals 50.116 árið 1964 í
57.007 í fyrra. Þar af fjölgaði
flugtökum og lendingum far-
þegaflugivóla um 46% eða úr
12.683 árið 1964 í 18.491 í fyrra,
en herflug jóíkst um 3 af hundr-
aði úr 37.433 í 38.516 flugtök og
lendingar.
Ekki liggja enn fyrir tölur um
'jölda farþega sem farið hafa
um flugvellina á liðnu ári.
Eftir það gegndi hann mörg- ;
um ráðherraembættum en sagði
af sér ráðherraembættj 1963 til
að geta helgað sig flokksmálum.
Meðan Nehru var veikur var
Shastri raunverulega varafor-
sætisáðherra og flokkurinn ,gerði
hann að forsætisráðherra aðeins
sex dögum eftir lát Nehrus í mai
1964, en þessa daga hafði nú-
verandi forsætisráðherra Ind-
lands. Nanda gegnt embættinu
í fyrra sinn
Fyrsta árið í embættj forsæt-
isráðherra var honum erfitt, hann
glímdi bæðj vifi utanríkismál í
sambandi vjfi Pakistan oc Kina
og erfiðustu innanríkismál' sem
voru síhaékkandi matvælakostn-
aður.
25 árekstrar
á 10 tímum
Mikið var að gera hjá Reykja-
víkurlögreglunni á laugardaginn,
en þá urðu hvorki meira né
minna en 25 áreksitrar á tíma-
bilinu frá !kl. 8—6. Nokkur hálka
var á götunum, en mest mun
hér þó um að kenna óað-
gaezlu, telur lögreglan. Taka
ökumenn efcki nægilegt tiliit til
þess þegar háinar, en aka eins
og þeir eru vanir.
Þyr/ur fíytja farþega mifíi
Manhattan og Kennedyváfíar
Þyrlan, sem bcr 25 farþega, lyftir sér af þaki Pan Am bygging-
arinnar og leggur upp i ferðina til Kenn,cdy-flugvallar sem tekur
7 mínútur.
• Hinn 22. desember sl. hóf-
ust áætlunarferðir með þyrl-
um milli Pan Am byggingar-
innar í miðrj New York borg
og J.F. Kennedy flugvallarins.
Ferðin tekur aðeins 7 mínút-
ur en eins og þeír vita, sem
reynt hafa getur þessi ferð
í bíl tekið 1—2 tíma og stund-
um lengur ef umferðin er
mikil.
Þag er flugfélagið New York
Airways sem annasf þetta flug
á vegum Pan American. Farnar
eru 17 ferðir á dag ■«— í sam-
bandi við ferðir Pan American
frá J. F Kennedy flugvelli.
Þessi flugferð kostar kr. 300
aðra leiðina — en kr. 430.00
báðar leiðir, en það er minna
en kostar að aka í leigubíl
þessa sömu leið
Farþegar sem fara frá New
York áka að sérstakri af-
greiðslu í Pan Am bygging-
unni. Hraðfara lýítur flytja
farþegana upp á 58. hæð bygg-
ingarinnar. en þaðan eru nokk-
ur skref út á þakið þar sem
þyrlah stendur tilbúin til
flugs. Þegar þyrlan lendir við
byggingu Pan Am á flugvell-
inum ganga farþegar beint um
borð í þotuna sem flytUr þá
frá New York
Þegar farþegar Pan Am
koma til New York og hafa
lokið tollskoðun er þeim ek-
ið beint að þyrlunni sem flyt-
ur þá á 7 mínútum til mið-
borgarinnar og lendir þar með
þá á Þakj Pan Am byggingar-
innar á miðri Manhattan.
Þessi þyrlu-flugvöllur —
þakið á Pan Am byggingunni
er rúmlega 23 þúsund ferfet
að stærð os { 800 feta hæð frá
götu.
Þess má að lokum geta að
ísl. farþegar Pan Am geta
að sjálfsögðu keypt sína þyrlu.
farmiða um leið og þeir kaupa
farseðla sína hjá Aðalumboði
Pan American, Hafnarstræti
19 eða bjá ferðaskrifstofun-
um.
Ferðir Pan Am um ísland
eru á hverjum fimmtudegi.
Þoturnar koma hingað að
morgnj og fara til Glasgow
og Kaupmannahafnar. Flugtím-
ínn t’l Hafnar er aðeins 3’A
tímj os er komið þangað um
hádegi að dönskum tíma.
(Frá Pan Am-umboðinu)
• Tímaritið
Heilsuvernd
• 6. hefti 1965 af Heilsuvernd.
tímariti Náttúrulækningafélags
fslands er nýkomið út. Það
flytur m.a. þetta efni; Máttur
sólar eftir Jónas lækni Kristj-
ánsson Jólahugleiðing eftir
séra Jón Thorarensen, greinar
um Veganhreyfinguna eftir
Björn L. Jónsson lækni, hirð-
ingu húðarinnar eftir dr. med.
Werner Tiegel. æðakölkun og
sykur eftir dr med. M. O.
Bruker
í ritinu eru uppskriftir eftir
Bryndísi Steinþórsdótfcur hús-
mæðrakennara. fréttir frá
landsþingi NLFÍfc smágreinar
um matarliti. DDT í dýrum
suðurheimskauts, hjartasjúk-
dóma. dýrafitu og erfiðisvinnu
sykur- og feitisneyzlu. um
frumorsakir æðakölkunar.
skordýraeitur og fiskalíf o.fl.
Ritstjóri er Bjöm L. Jóns-
^on læknir
• Trúlofun
• Á aðfangadag jóla opinber-
uðu trúlofun sína ungfrú Jó-
hanna Rögnvaldsdóttir frá
Siglufirðj og Páll Magnússon
vélstjóri. Lokastíg 18 Reykja-
vík.
Hjónabönd
• Laugardaginn 18. desember
sl. voru gefin sarnan í h.jóna-
band í Laugarneskirkju af
séra Árelíusi Níelssyni ungfrú
Kristín Hólm Berg Sigurðar-
dóttir og Anthony Martino.
Heimili þeirra er að Nýbýla-
vegi 27 A, Kópavogi.
(Ljósm. Þóris).
• Annan jóladag voru gefin
saman í hjónaband í Kópa-
vogskirkju af séra Ólafi Skúla-
syni ungfrú Guðbjörg Guð-
mundsdóttir og Bruce Colton
starfsmaður á Kbflavíkurflug-
velli. Heimili þeirra er að
Faxabraut 3,3, Keflavík, ,,, v
(Ljósm. Þóris).
• Á jóladag voru gefin saman
í Árbæjarkirkju af séra Ólafi
Skúlasyni ungfrú Jónína
Helgad. og Víkingur Sveinsson,
Sogavegi 130.
(Nýja myndastofan)
• Á jóladag voru gefin saman
í hjónaband. af séra Ragn-
ari Fjalar Lárussyni, ungfrú
Áslaug Þorleifsdóttir frá Siglu-
firði og Benedikt Sigurðsson
vélvirki Heimili þeirra er að
Reynimel 56, Reykjavík.
• Happdrætti
Lögreglukórsins '
• Dregið var í happdrætti lög-
reglukórs Reykjavíkur 23. des.
s.l. Upp komu eftirtalin núm-
er:
1. Volkswagen bifreið nr. 654
2. Sjónvarpsviðtæki — 4119
3. Saumavél 6666
4. Flugferð til USA — 9044
5 Tveir farm. R.sk. — 2958
6 Farm. Gullfoss — 3601
7 Flugferð Kaupmh. 8426
8 Herraföt — — 5768
9 Herraföt — 7619
10 Bílfar — 7582
Vinninganna skal vitjað hjá
aðalumboðsmanni happdrætt-
isins, Guðbirni : Hanssyni,
Skeggjagötu 14, Reykjavík,