Þjóðviljinn - 21.01.1966, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.01.1966, Blaðsíða 3
Fösíadagar 2L jaitúar 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SlBA J Þriggja sólarhringa vopna- hlé er hafiB í Suður-Vietnam Skorað á Johnson að framlengja hlé það, sem gert var á loftárásum á Norður-Vietnam WASHINGTON, SAIGON 20/1' — Á miðnætti í nótt hófst vopnahlé það í Suður-Vietnam sem aðilar lýsa yfir í sambandi við nýjárshátíðahöld í landinu. Hefur vopnahléð verið virt að mestu með einni eða tveim undantekningum. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum í Washington í dag, að lohnson for- seta hafi borizt áskoranir frá ýmsum löndum, bæði hlutlausum, kommúnistískum ríkjum og banda- mönnum sínum, um að framlengt verði það hlé sem gert var á loftárásum á Norður-Vietnam. — En hershöfðingjar eru sagðir ólmir í að hefja lofthern- að aftur. Vopnahlc Vopnahléð átti að hefjast á miðnætti í nótt 'leið eftir stað- artíma. Klukkustundu síðar heyrðust fallbyssudrunur, og gáfu talsmenn stjómarhersins síðar hser upplýsingar að skæru- liðar hefðu gert árás á bækistöð stjómarhersins skammt frá höf- uðborginni. Var barizt þar í tvo tíma. Skæruliðar höfðu lýst yf- ir vopnahléi frá miðnætti, en verið getur að það hafi orðið tilefni þessa atviks, að óvíst var hvort .átt var við Saigontíma, eða Indókínatíma svonefridan. Skothríðin heyrðist til höfuð- borgarinnar, þar sem enn var haldið upp á nýár á blómamark- aðnum í miðri borginni. — Er vopnahléð hafði staðið í níu Kosygin og Johnson voru með þeim fyrstu er sendu frú Gandhi heillaóskir. Lagði Kosygin á- herzlu á þýðingu þess, að frúin hefur lýst yfir stuðningi við samkomulag það er fyrirrennari hennar náði í Taskent við for- seta Pakistan. Johnson bauð frú Gandhi að heimsækja Bandaríkin sem fyrst og hefur hún þegi,ð boðið. Shastri sáluga hafði verið boðið til Washington í fyrrasumar, en þá var heimsókn hans frestað og vísað til annríkis forsetans, en álitið að gagnrýni indverskra forystúmanna á stefnu Banda- ríkjanna Vietnam hafi ráðið miklu um þá frestun. Stóð til að Shastri færi vestur fyrsta febrúar í ár. Blöð í höfuðborginni fara öll jákvæðum orðum um kosningu frú Gandhi, en sum þeirra Hzndtökur í Teheran TEHERAN 20/1 — Lögreglan i íran hefur handtekið fimmtiu og fimm manns fyrir undir- búning að vopnuðu samsæri gegn stjórn landsins, og er sagt að samsærismenn hafi fengið vopn frá erlendu ríki. Meðal hinna handteknu eru verzlunar- menn, stúdentar og atvinnuleys- ingjar. Hinir handteknu verða leidd- ir fyrir hernaðardómstól eftir tíu daga. Heryfirvöldin hafa viður- kennt að þau muni krefjast dauðarefsingar yfir átta af for- ystumönnum þessa hóps. tíma hafði ekki heyrzt um önn- ur vopnaviðskipti en þau er að ofan greinir. Skorað á Johnson v Haft var eftir áreiðanlegum heimildum í Washington í dag, að Johnson forseti hafi fengið áskoranir frá bæði bandamönn- um sínum, h'lutlausum ríkjum og kommúnistaríkjum, um að framlengt verði það hlé sem gert var fyrir fjórum vikum á lofthemaði gegn Norður-Viet- nam. Sagt er að meðal þessara ríkja séu Bretland, Frakkland og Japan, og svo að mörg hlut- laus ríki leggi mikla áherzlu á slíka framlengingu, sem notuð yrði til samningaumleitana. f gær sögðu blöð frá því, að minna á, að helzti keppinautur hennar, Desai, hafi hlotið næst- um þriðjung atkvæða þing- manna Þjóðþingsflokksins. Ráð- leggja sum þeirra frúnni að bjóða Desai stöðu í stjórn sinni. Það var tilkynnt í dag, að félagsskapur sem nefnir sig „Þjónar Indlands" hafi efnt til friðarverðlauna upp á 100 þús- und rúpíur er beri nafn hins ný- látna forsætisráðherra. En Shastri var einn af stofnendum félagsins og formaður þess. Meðal þeirra sem tóku þátt í þessari gagnrýni á fundi þing- manna ríkjanna voru utanríkis- ráðherrar i Belgíu og Hollands og forsætisráðherra Lúxemborgar. Frakkar voru hvergi nálægir. Hörðust gagnrýni kom fram í ræðu talsmanna flokka jafnaðar- manna á þinginu frú Strobel frá Vestur-Þýzkalandi. Hún varaði mjög við því að samþyfekja kröf- ur Fraikka um neitunarvald í bandalaginu. Hún vís&ði einnig á bug kröfum Frakka um að vald framkvæmdanefndar banda Johnson hefði lofað Wi'lson for- sætisráðherra Bretlands því, að loftárásir á N-Vietnam yrðu ekki hafnar á ný fyrr en að lokinni heimsókn Wilsons til Moskvu í lok febrúar. En talsmaður utan- ríkisráðuneytisins bandaríska ákvörðun verið tekin um slík tímamörk. Hann kvað Johnson halda áfram ,,friðarsókn“ sinni, þóft Norðurvietnammenn hefðu tekið henni dauflega. Alitið er, að hershöfðingjar bandarískir hafi hinsvegar lagt hart að Johnson að hefja loft- árásir á ný. Stjóm Norður-Vietnam lagði fram harðorð mótmæli við al- þjóðlegu eftirlitsnefndina um málefni Vietnam gegn því, að Bandaríkjamenn hefðu sent 9000 manna liðsstyrk til landsins. I gær kom til Danang í Suð- ur-Vietnam fyrsta sendingin af mat og fatnaði og lyfjum sem Bandaríkjamenn senda samkv. áætluninni „Frá þjóð til þjóð- ar“. Sendingin er 70 miljón doll- ara virði og hafa meir en þús- frám skerf til hennar. Yfirmað- und bandarísk sveitarfélög lagt ur setuliðsins á staðnum, sagði að þess.ar gjafir myndu hjálpa hermönnum sínum að friða hér- aðið. , Menzies fíefur sagfafsér CANBERRA 20/1. Sir Robert Menzies tilkynnti í gær, að hann hefði í hyggju að segja af sér stöðu forsætisráðherra Ástralíu, en henni hefur hann gegnt í sextán ár. Menzies er 71 árs að aldri, og sagði á blaðamanna- fundi um afsögnina, að hann væri þreyttur og gæti ekki unn- ið með sama hraða og áður. Núverandi efnahagsmálaráð- herra, Harold Holt, mun taka við af Menzies. , Menzies var með tár i, augum er hann tilkynnti ákvörðun sína. Hann kvaðst ekki vera að yfir- gefa „sökkvandi skip“, Ástralía væri nú sterkt ríki, sem borin væri virðing .fyrir í heiminum. Um Vietnammálið sagði Men- zies, að hann hefði aldrei verið í vafa um að Ástralíumenn hefðu gert rétt í að styðja stefnu Bandaríkjanna í því landi Nokkrir stúdentar stóðu fyrir utan þinghúsið í Canberra og hylltu M'enzies þegar hann gekk út. lagsins verði tafcmarkað. Frakk- land vinnur gegn samvinnu Evrópuríkja, sagði hún einnig, og áleit að rétt væri að taka það ótvirætt fram, að hin aðildarrík- in fimm í bandalaginu væru reiðubúin að halda áfram upp- byggingu þess án Frakklands. Eduardo Martino frá Italíu talaði af hálfu þingmanna kristi- legra demókrata, og sagði að þeir væru ekki reiðubúnin að fallast á hvaða málamiðlun sem væri í Efnáhagsbandalaginu — það væri hægt að ganga of langt Frú Indira Candhi heimsækir Johnson NEW DEHLI 20/1. Viðbrögö’ blaða við kosningu frú Indiru Gandhi í stöðu forsætisráðherra eru mjög jákvæð. Kosygin forsætisráðherra og Johnson forseti hafa báöir sent frú Gandhi heillaóskaskeyti, og Johnson boðið henni til Bandaríkjanna. Þingmenn FBF deila enn á afstöðu Frakka STRASBOURG 20/1. Þingskörungar frá aöildarríkjum Efnahagsbandalagsins gerðu harða hríð að Frökkum í dag, og ásökuðu þá fyrir aö vilja eyðileggja bandalagið eins og það væri nú byggt upp. Bandarísk herflugvél hrapar með fjórar kjarnorkusprengjur MADRID 20/1 — Á miðvikudag fórst bandarisk flugvél yfir strönd Spánar. Hafa bandarísk hernað- aryfirvöld nú viðurkennt, að hún hafi haft fjórar kjarnorkusprengjur innanborðs. 400 hermenn hafa Ieitað að sprengjunum og þegar fundir þrjár þeirra. Því er haldið fram, eins og jafnan áður í svipuðum tilvikum, að kveikjuútbúnaður hafi ekki verið á sprengjunum. Flugvél þessi var af gerðinni B-52 og hafði hún komið fljúg- andi frá herstöð í Norður-Kar- ólínufylki. Rakst hún á birgða- vél er kom á móti henni yfir strönd Spánar og átti að birgja hana að benzíni. Fórust þrír menn í því slysi, fjögurra er saknað og fjórir hafa fundizt á lífi. ( Leitarflokkar hermanna voru sendir á vettvang og hömpuðu geigerteljurum og samkvæmt frásögn brezka útvarpsins var fólk flutt burt úr næsta ná- grenni við slysstaðinn. Engu að síður þrjózkuðust hemaðaryfir- völdin bandarísku við að viður- kenna að flugvélin hefði haft YAOUINDE 20/1. Sextíu mans druknuðu er ferja á leið til Nígeríu sökk skammt fyrir utan strönd Vestur-Kamerún. Tutt- ugu manns í viðbót er saknað. Skipstjórinn komst lífs af. kjarnasprengjur innanborðs og viðurkenndu það þá ekfei fyrr en í dag. Fjórar sprengjur vom í vélinni og hafa þrjár þeirra fundizt en líklegt er talið að PARÍS 20/1. Franskur dómari hefur í dag gefið út skipun um handtöku innanríkisráðherra Marokkó, Mohammeds Oufkirs hershöfðingja, í sambandi við aðild ráðherrans að ráni og morði á Beh Barka, áður leið- toga stjórnarandstöðunnar í Marokkó. Maður að'nefni Figon lýsti því yfir í blaðaviðtali, að hann hefði séð ráðherrann myrða Ben Barka með eigin hendi. Figon þessi framdi síðan '•iálfsmorð. sú fjórða hafi fallið í hafið. 1 yfirlýsingu taismanns banda- ríska hersins segir, að kveikju- útbúnaður hafi ekki verið á sprengjunum, og þær hefðu því ekki getað orðið hættulegar mönnum. En frásagnir um brott- flutning íbúa nærliggjandi svæða virðast benda til að þessi fu'U- yrðing sé eitthvað málum bland- in. Flug bandarískra sprengju- flugvéla með kjarnasprengjur hefur lengi vakið ugg allra þeirra, sem óttast að styrjöld geti brotizt út milli kjarnorku- veldanna fyrir sakir slyss eða klaufaskapar. Dómarinn heitir Louis Zoll- inger og hefur haft með hönd- um rannsókn þessa morðs. Hann gaf einnig út alþjóðlegar hand- tökuskipanir á yfirmann leyni- lögreglu Marokkó og einn sam- starfsmann hans. Ef Marokkó neitar að fram- selja ráðherrann, má hann bú- ast við því að verða handtekinn um leið og hann stígur fæti sín- um á land, sem Frakkland hef- ur samning við um afhending- arskyldu á glæpamönnum. Fyrirskipuð handtaka innan■ ríkisráðherrans / Marokkó / 60% iðgjalds-afsláttur eftir 50% iðgjalds-afsláttur eftir 40% iðgjalds-afsláttur eftir 30% iðgjalds-afsláttur eftir 4 tjónlaus ár 3 tjónlaus ár 2 tjónlaus ár 1 tjónlaust ár 15% Tryggingartakar 21 árs og eldri fá nú 15% afslátt af nýtryggingum. Jafnframt verða þeir, sem valda endur- teknum tjónum að greiða hærri iðgjöld en áður. Með þessu nýja kerfi er það í ríkara mæli en áður á valdi bif- reiðaeigenda sjálfra að ráða því hvaða iðgjöld þeir greiða. Þeir, 'sem valda ekki tjónum árum saman, njóta framvegis stighækkandi afsláttar ár frá ári, allt að 60% grunngjalds í stað aðeins 30% áður. Ástandjð í umferðarmálum hér á landi hefur lengi verið hugsandi mönnum áhyggjuefni og við þeim vanda snúizt á margryíslegan hátt. Hið nýja iðgjaldakerfi er tillag tryggingafélaganna í þeirri viðleitni. — Sími 11700.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.