Þjóðviljinn - 21.01.1966, Side 6

Þjóðviljinn - 21.01.1966, Side 6
g SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Fðsfcudaguf 31. janúar 1966. s „Afturgöngur "/' s/ðasta sinn • 1 kvöld, föstudaginn 21. jan. er síðasta sýningin á hinu þekkta leikriti Ibsens „Afturgöngur“, í Þjóðleikhúsinu og er það 19. sýn- ing leiksins. >— Leikrit þetta hcfur gengið vel og hlotið ágæta dóma. — Myndin er af Gunnari Eyjólfssyni og Guðbjörgu Þor- bjamaxdóttur i aðalhlutverkunum. Farþega- og vörufíutningar nær tvöfölduðust á sl. ári • Þjóðviljanum barst í gær frá flugmálastjórninni á Keflavíkur- tlugvelli yfirlit um umferð um völlinn á sl. ári, en lendingum fjölgaði mjög mikið á árinu og farþegafjöldi Og vðruflutningar stórjukust m.a. við það að Loftleiðir fluttu þangað starfsemi sína. • Lendingar farþegaflugvéla á Keflavíkurflugvelli voru alls 2389 en voru 1548 árið 1964 og hefur því fjölgað um 841. • Um flugvöllinn fóru á árinu 178.583 farþegar en aðeins 92.834 árið áður. Hefur þeim því fjölgað um 85.749. . • Vöruflutningar voru einnig nærfelt tvöfalt meiri en árið áður eða 1.590.424 kg. á móti 857.805 árið 1964. Póstflutnjngur jókst þó enn meira eða úr 97.421 kg. í 227.675. ísfirðinga - Sólarkaffí ísfirðingafélagsins veröur að Hótel Sögn mið- vikudaginn 26. janúar kl. 8.30 e.h. Aðgöngumiðar verða seldir og borð tekin frá sunnudaginn 23. jan. kl. 4—7 e.h. að Hótel Sögu. STJÓRNIN. Pökkunarstálkur óskast í frystihús- Fæði og húsnæði. FROST H.F. Hafnarfirði. Sími 50165. Vatteraðar kuldaálpur lopapeysur, gallabuxur og margt fleira. Verzlun Ó.L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu Auglýsið í Þjóðviljanum Baneitruð mannáðarstefna Þær fréttfr bárust frá Suður-Vietnam á dögunum að ástralskur Iiðþjálfi hafi látizt af völdum hins „óskaðlega“ eiturgass, sem Bandaríkjamenn hafa notað þar, og var liðþjálf- inn þó mcð gasgrímu fyrir vrtunum. Bandaríska eiturgasið er kannski aðeins óskaðlegt þegar innfæddar konur í Vietnam, börn og baráttumenn fyrir sjálfstæði landsins eiga í hlut? — Herluf Bidstrup teiknaði fyrir Land og Folk. Nýútkomið blað um fsland í Danm. Út er komið 1. hefti 6. ár- ! gangs af tímaritinu NYT FRA ISLAND, sem gefið er út af Dansk-íslenzka félaginu. — Rít- stjóri og ábyrgðarmaður er Bent A. Koch. í ritinu er m.a. ræða, sem Gylfi Þ. Gísalson Ihélt í ríkis- útvarpinu 19. maí s.l. Fjallar hún um afhendingu handritanna. Einnig er birt grein eftir Gunn- ar Gunnarsson og Julius Bom- holt, formaður danska þjóð- þingsins segir frá dvöl sinni í Reykjavík þegar Norðurlanda- ráð kom. hér saman. Sigurbjörn Einarsson, biskup, ritar um ís- lenzku kirkjuna. Þá er þar grein eftir Þorstein Stefánsson, rithöfund, sem hefur verið bú- settur í Danmörku síðan 1935. Hefst hún á þeirri sannfæringu margra Dana, að íslenzkar þæk- ur séu þunglamalega skrrfaðar, en síðan afsannar höfundur greinarinnar það, með mörgum ívitnunum. Að lokum eru fréttir frá ís- landi og hinn nýi sendiherra ís- lands í Danmörku, Gunnar Thoroddsen, kynntur. Blaðið kostar 3 danskar kr. eða 15 íslenzkar kr. Fékk sprengju í péstkassa AOEN 17/1 — Settur kommiss- ar Bretlands í Aden, Robin H. Thorne var fluttur | sjúkra- hús í dag eftir að póstpakki hafði sprungig í höndum hans. Taka varð tvo fingur af Thorne, en líðan hans er talin sæmileg. Talið er að sendingin hafj kom- ið frá hinni bönnuðu þjóðfrels- isfylkingu Suður-Jemen. Perénistar í slagsmálum BUENOS AIRES 20/L Hundrað meðlimir eins af flokksbrotum í flokki Perónista í Argentínu réðust í dag inn í bæðistöðvar flokksins og lögðu þær undir sig. Beittu þeir hnúum og hnef- um og hentu út 30 30 manns úr hópi andstæðinganna. Kanar brutu atómeidflaug JACKSONVILLE 20/1. Her- menn sem voru að vinna að því að koma eldflaug með kjarn- orkuhleðslu um borð í banda- rískt herskip, misstu allt í emu eldflaugina og skall hún á þil- fari skipsins með þeim afleið- ingum að hún mélbrotnaði. Talsmaður flotans sagði, að mennirnir hefðu ekki komizt í Mfshættu. Beethoven Framhald af 10. síðu. Prins Igor eftir Borodin. Yfirleitt hefur verið ráðizt í eitt verkefni á ári og eftir flutninginn á 9. smfóníunni. sem verður dagana 10. og 12. febrúar, veður strax farið að æfa næsta verkefni. Ríkir mikill áihugi á því rrú meðai kórfélaga að enrturtaka Þýzfcu sálumessuna eftir Brafams. Féiagar í Söngsveitinni Píl- hanmoníu eru nú hétt í tvö hundruð talsins og er þetta ungt fólífc á öllum aldri, að því er Jakob tjéir okkur, frá 15 ára upp í sjötugt, og úr öllum stétbum, Iseknar, lög- fræðingar, húsmæður, skóla- fólfej sJrrifstofufólk, verfea- menn o. s. frv. Stjórnandi heter frá upp- hafi verið Dr. Róbert 7 Abra- ham Ottósson og hefur hann lagt á sig mifeið og óeigin- gjamt starf, algerlega ó- launað, lifað f þessu öllum æðum og fómað tima sírrum og er slikt sannarlega óvenju- legt á Islandi nú til dags. Karlakórinn Framhald af 10. síðu. nú 46 talsins. Æfingar og öll starfsemi kórsins fer fram í vist- legu félagsheimili hans að Freyjugötu 14, sem tefcið var í notkun fyrir tveim árum og reynzt hefur féíagslifinu mikil lyftistöng. Sjórn kórsins skipa Ragnar Ingólfsson formaður, Helgi Krist- jánsson varaformaður, Höskuldur Jónsson gjaldk., Margeir Jóns- son ritari og Andreas Bergmann meðstjórnandi. Hg f!___________________ Bæklingur Flug- félags fslands Framhald af 4. síðu. komnum íslenzkum frímerkj- um, gengisskrá og tollreglur, Iista yfir sendiráð, ferðaskrif- stofur, hótel o.fl. Að sjálfsögðu prýðir íslandskort bæklinginn og að lokum er gerð grein fyr- ir flugferðum Flugfélags Is- lands innanlands og utan — sérlega til Grænlands. Kápusíðan er mjög fafleg, þar er Htmynd frá Þórsmörk. Upplag blaðsins er nú stærra en áður; 20.000 eintök og auk þess var prentaður sérstaklega nokkur hluti af bæklingnum í 14.000 eintöfcum, t.d. kaflinn um Færeyjar, sem er 16 bQs. Bæklingurinn er prentaður á ensku, þýzku og dönsku. Far- þegar Flugfélags Islands munu fá hann afhentan í flugvélun- um. Skattamat Framhald af 2. síðu. sinni slbr. hliðstæða skóla hér- lendis. I. Atvinnuflugnám Frádráttur eftir mati hverju sinni. Sæki námsmaður nám utan hcimasvcitar sinnar, má hækka frádrátt skv. liðum A til F. um 20%. í skólum sfev. Kðum A til E þar sem um skólagjald er að ræða, leyfist það einnig til frá- dráttar. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.30 Við vinnuna. 14.40 Sigríður Thorlacius les skáldsöguna Þei, hann hlust- ar, eftir Sumner L. Elliot. 15.00 Miðdegisútvarp. El&a Sig- fús syngur. Sigurður Björns- son syngur. Rubinstein og RCA-Viotor hljómsv. leika Píanókonsert op. 54 eftir Schuman; Steinberg stjómar. Karlakórinn Adolphina í Hamlborg syngur. Covent Garden-hljómsveitm leikur Consolation og Galop eftir Liszt. Starker og Moore leika Menúett eftir Debussy og Óð eftir Tdherepin. 16.00 Síðdegisútvarp. Múfler og hljómsveit The Platters, hljómsveit Vaughan, Paul og Paula, The Dave Clark Five o.fl. syngja og leika. 17.05 Jón öm Marinósson — kynnir sígilda tónlist fyrir ungt fólfe. 18.00 Sannar sögur frá liðnum öldum. Sverrir Hólmarsson les sögu frá Róm; Hvemig Hóratíus hélt brúnni. 18.30 Tónleikar. 20.00 Þorravaka. a) Lestur fomrita’; Jómsvíkinga saga Ölafur Hafldórsson les (11) b) Kvæðalög. Andrés Valberg kveður eigin stökur. c) Kvöldstund á Hála í Suður- sveit, Steinlþór bóndi Þórðar- son á tati við Stefán Jónsson. d) Tökum lagið! Jón Asgeirs- son og forsöngvarar hnns örva fólk tiil heimilissöngs. 21.20 trtvarpssagan: Paradísar- heimt. Höf. flytur (24). 22.15 lslenzkt mál. Asgeir Bl. Magnússon flyttrr þáttinn. 7.2.35 Sinfóníusv. ungverska út- varpsins leikur tvö verk, — Stjórnendur: Komor og Korodi. Einleikari á píanó: Hernadi. a) Píanðkonsert eft- ir Leo Weiner. b) Sérénade oubliée eftír Ferenc Szabó. • Nýtt kynningar- rit um norræna fataframleiðslu • Þjóðviljanum barst fyrir skömmu nýtt danskt eða öllu hetdur norrænt blað, sem byrj- að var að gefa út í þessum mánuði, Scandfnavian Fashions, og inniheldur það, eins og nafnið bendir til, tízkufréttir frá Norðurlöndunum, og reynd- ar víðar að. Blaðið er prentað á dönsku og sænsku og er með enskum skýringartextum. Auk greina um fataframleiðslu flytur það einnig fréttir af annarri nor- rænni framleiðslu, svo sem kerawiik, skartgripum o.fl., svo og auglýsingar frá framleið- endum og er ætlað sem kynn- ingarrit fyrir þennan vaming heima og erlendis. Scandinavian Fashions kem- ur út fjórum sinnum á ári og er dreift til innflytjenda, inn- kaupastjóra stórverzlana og fleiri s'líkra aðila í Evrópu- löndum, Bandaríkjunum og Kanada og væri þama kannski líka vettvangur til kynningar fyrir íslenzka framleiðendur. • Hjúskapur • Á jóladag voru gefin sam- an í hjónaband á Patreksfirði áf séra Tómasi Guðmundssyni ungfrú Esther Ölafsdóttir frá Patreksfirði og Gunnar M. Kristóferss. Hellissandi. Heim- ili þeirra er að Úthlíð 11, R- vík. * t

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.