Þjóðviljinn - 21.01.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.01.1966, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 21. janúar 1966. Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar:. Ivax H. Jónsson (áb). Magnús Kjairtansson, Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjarnason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðust. 19. Sirrii 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 95.00 á mánuði. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. AS lifa á alúmíni því heíur verið vikið hversu almenn andstaðan er gegn alúmínglæírum ríkisstjórnarinnar, enda er fyrirætlun stjórnarflokkanna um alúmínmálið gerð af algeru tillitsleysi til íslenzkra atvinnuvega og eðlilegrar þróunar þeirra. Andstaðan gegn því að hleypa erlendri fetóriðju inn í landið er ekki ein- skorðuð við stjórnarandstöðuna, heldur nær hún langt inn í raðir stjórnarflokkanna, og mun ekki sízt áberandi meðal margra þeirra sem föstum fót- um standa í íslenzkum atvinnvegum. Þar kemur einnig til, auk hinnar gífurlegu hættu, sem fylgir innrás erlendrar stóriðju í landið, það tímabundna sjónarmið hversu örðugt muni reynast að hafa verkafólk til þeirra- stórframkvæmda sem nú eru fyrirhugaðar án þess að það sé beinlínis tekið til stórskaða frá framleiðsluatvinnuvegum þjóðarinnar. Sem svar við því eru forsvarsmenn afúmínmálsins farnir að ympra á innflutningi erlends verkafólks. J]innig við^ því úrræði er sterklega varað í grein sem Jón Árnason fyrrverandi bankastjóri birtir í Tímanum í gær og heitir „Vantar íslendinga at- vinnu?" Hann segir þar m.a.: „Okkur vantar ekki verkefni handa landsmönnum en okkur vantar vinnuafl ef ráðast á í nýjar stórframkvæmdir. Þess vegna verðum við að „flýta okkur hægt" þegar um nýjar stórframkvæmdir er að ræða, og þess eigum við jafnan að gæta að stilla svo í hóf um nýjar frafnkvæmdir; að landbúnaði og sjávarútvegi sé ekki stefnt í voða með því að svipta þessa undir- stöðuatvinnuvegi nauðsynlegu vinnuafli. Því enn um skeið verðum við áð lifa á fiski, mjólk og kjöti, að mestu leyti. Alúmín fer sjálfsagt ver í maga. ý^uðfundið er á skrifum stjórnarblaðanna að þau finna til þess og óttast það að andstaðan gegn alúmínglæfrum ríkisstjónarinnar geti gert stjórn- arflokkunum örðugt fyrir að keyra þetta óþurftar- mál gegnum Alþingi. Það mun þó ætlun ríkisstjórn- arinnar, og því eru nú síðustu forvöð ef takast mætti að afstýra óhappaverkum. Ný samstaða þegar Alþýðublaðið tekur sig til og fer að lýsa Alþýðuflokknum sem einu stjórnmálasamtökum sósíalista og alþýðufólks á íslandi sem líkleg séu til lífs og þroska, virðist blaðið með öllu ganga fram hjá því hvert álit menn hafa á Alþýðuflokkn- um eftir langvarandi náið samstarf hans við aftur- haldsöfl þjóðarinnar og ábyrgð a íhaldsstjorn 1 landinu um sjö ára skeið. Blaðið virðist gleyma því, að Alþýðuflokksmenn hafa í þessu samstarfi við í- haldið m.a. leitt það og stutt til áhrifa í verkalyðs- félögum, sem það hefði aldrei náð nema vegna sam- starfs við’flokk sem fólk taldi alþýðuflokk. Á kafi í íhaldssamvinnu er Alþýðuflokkurinn ekki aðlað- andi fyrir sósíalista og alþýðumenn, sem einhvern skilning hafa á þjóðféíagsmálum..En einmitt vegna þessa ástands er nú meiri þörf en nokkru sinni fyrr að allt það alþýðufólk sem skapað hefur verkalýðs- hreyfinguna og alþýðuflokkana finni leiðir til samstarfs, einnig á stjórnmálasviðinu; eyði tor- tryggni og standi saman. — s. HM I handknattleik: Q Sextán þjóðir keppa nú sín á milli um rétt til þátttöku í aðalhluta heimsmeistarakeppninnar í handknattleik karla, sem háð verður í Svíþjóð að ári liðnu. Línurnar skýrast í forkeppni landsliða frá sextán löndum Tíu þessara þjóöa tryggja sér réttinn, en auk þeirraverða með í aðalkeppninni núverandi heimsmeistarar, Rúmenar, og gestgjafamir, Svíar, sem urðu í öðru sæti á síðasta heims- meistaramóti. Keppa þeir í Svíþjóð? Eftir tap Islendinga fyrir Pólverjum í Gdansk og Dön- um í Nyborg eru mjög litlar líkur til að þeir keppi í Svíþjóð í byrjun næsta árs. Auk Rúmena og Svía eru nú horfur á ad þessar þjóðir kom- ist 1 aðalkeppni HM: Tékkar, Austurríkismenn, Ve&tur-Þjóð- verjar, Svissiendingar, Austur- Þjóðverjar, Sovétmenn, Danir, Pólverjar, Ungverjar og Frakk- ar. Úr keppninni falla þá: Norð- menn, Hollendingar, Belgir, Finnar, íslendingar og Spán- verjar. Annars lítur staðan þannig út í hinum einstöku riðlum: A-riðill: Tékkar 2 2 0 0 50:23 4 Austurríki 2 1 0 1 32:47 2 Noregur 2 0 0 2 20:32 0 B-riðfll: V-Þýzkaland Sviss Holland Belgía 2 2 0 0 40:19 4 3 2 0 1 62:41 4 2101 27:27 2 3 0 0 3 39:81 0 Jörgen Petersen, snjallasti handknattleiksmaðu r Dana í dag (hann er af ýmsum talinn bezti leik- maður heims í þessari íþróttagrein) átti ekki hv að siztan þátt í sigri danska liðsins í Nyborg á miðvikudagskvöldið — skoraði þá 6 mörk. Hér s ést hann kominn í dauðafæri — og þá er ekki að sökum að spyrja. C-riðiII: A-Þýzkaland Sovétrikjn Finnland 2 2 0 0 50:32 4 2101 42:53 2 2002 27:52 0 D-riðiII: Danmörk Pólland Island 2200 39:28 4 2 10 1 43:41 2 2 0 0 2 31:44 0 E-riðill: Ungverjaland Frakkland Spánn 1 1 0 0 24:15 2 10 10 14:14 1 2011 29:38 1 /^/'MM/'/W\/\'VW\W\/W/W\\/W\\A/W/WW\/WWW\A\/W\\A/WA/WWW\AA/WAAA/WA/W\A\A/W\W/W\/W\WW\/WW\A/W\AAA/W\/\W\A/W/W\AA/W\\A\\\\/WA/W\A/W\A/W\/WW\^^ Útför Jéns Asbjörns- sonar gerð í dag i...í Hér á myndinni heldur Andcrs Nyboi^g á bæklingnum „Welcome to Finland“, en hann er einnig gefinn út hjá Andcrs Nyborg Nýr bæklingur f rá Flugfélagi Islands títför Jóns Asbjömssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara, sem lézt í sjúkrahúsi í Reykja- vík sl. föstudag, 14. janúar, á 76. aldursári, verður gerð síð- degis í dag frá Dómkirkjunni. Jón Ásbjörnsson Jón Ásbjörnsson var fæddur 18. marz 1890 í Nýlendu á Sel- tjamamesi. Foreldrar hans vom Ásbjöm tómthúsmaður Jónsson í Nýjabæ í Flóa Ás- björnssonar og kona hans Guð- björg Guðmundsdóttir í Gest- húsum á Seltjamarnesi Þor- steinssonar. Jón gekk mennta- veginn og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík vorið 1910; hóf um haustið nám í lögfræði og lauk kandí- datsprófi frá Háskóla íslands í juní 1914. Að laganámi loknu lagði Jón Ásbjömsson stund á málflutn- ingsstörf í Reykjavík cg varð yfirréttarlögmaður 3. september 1914. Fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík var Jón frá 1. apríl 1918 til 1. okt. 1919, settur mál- flutningsmaður við landsyfir- réttinn frá 14. desember 1918 til 29. september 1919. Hann varð hæstaréttarlögmaður 22. nóvember 1922 og rak mál- flutningsskrifstofu ásamt Svein- birni Jónssyni hrl. Hinn 23. apríl '"1945 var Jón Asbjörnsson slypaður hæsta- réttardómari frá 1. maí sama ár að telja og því starfi gegndi | hann þar til hann náði aldurs- hámarki embættismanna fyrir i 5 árum. Á þessum tíma gegndi | Jón um skeið störfum forseta I Hæstaréttar og var þá jafn- framt einn af handhöfum valds forseta íslands í fjarveru for- setans. Dómari var hann um árabil í Félagsdómi. Félagsmál lét Jón Ásbjörns- son talsvert til sín taka og í því sambandi verða lengst munuð margvísleg störf hans | fyrir Hið íslenzka-fornritafélag, j en Jón var frumkvöðull að i stofnun þess á árinu 1928 og j forseti þess frá upphafi. Hann átti og sæti ií stjórn Eimskipa- félags íslands um langt árab:l (1929—1945), og var um skeið f stjóm Fomleiíafélagsins og í stjórn Sparisjóðs Reykjavíkúr og nágrennis um alllangt skeið. I landskjörstjórn átti hann ' löngum sæti og bæjarfulltrúi í Reykjavík var hann eitt kjör-: tímabil, 1926—1930. Nýlega var gefin út bækl- ingurinn „Welcome to Iceland by Icelandair“ hjá Anders Ny- borg forlaginu í Danmöxku. Bæklingur þessi kemur út einu sinni á ári og er þctta 5. ár- gangur. Auk þess að vera bæði mjög smekklegur og vel úr garði gerður, er í bæklingnum að finna ýmsar nytsamar upplýs- ingar fyrir ferðamenn, sem koma til Islands. Aðalgreinarnar, sem eru 2, skrifar Norðmaðurinn Mats Wibe Lund jr. önnur þeirra fjallar um „Eyjuna sem kemui á óvart“ og hin um Mývatn. I þessu hefti eru fáar svart- hvítar myndir, mun fleiri stór- ar litmyndir, en áður hefur verið. Útlit blaðsins annast danski teiknarinn Poul Eikers. í fyrsta skipti er nú minnzt á Færeyjar í bæklingnum. Margar myr.dir eru birtar það- an og Willy Breimholst skrifar skemmtilegan texta. Einnig skrifar Davíð Ölafsson fiski- málastjóri gre n um fiskveiðar við Island. Af öðru efni má nefna skrá yfir Rotary- og Li- "nsklúbba, litmyndir af nýút- Framhald á 6. síðu. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.