Þjóðviljinn - 29.01.1966, Page 2

Þjóðviljinn - 29.01.1966, Page 2
 2 StÐA — ÞJÓÐVXLJINN — Laugardagur 29. janúar 1966 Yfirlýsing frá Loftleiðum: Loftleiðir telja flugfargjöldin of há á leiðinni milli Islands og Evrópu Félagið felur eðlilegt að 20—25% mismunursé á fargjöldum með skrúfuvélum og þotum. FLUGIÐ O Eins og gctiff er í frétt á öðrum stað I blaðinu, hafa Loftleiðir lagt til við íslenzk flugmálayfirvöid, að þau hlutist til að gerðu'f verði mis- munur á fargjöldum með skrúfuvéium og þotum. Hefur félagið bent á eftírfarandi atriði þcssari tillögu til rökstuðnings: Millilandaflug frá íslandi til Evrópu hófst af hálfu Loít- leiða árið 1947 og af hálfu Flugfélags Islands árið 1948 með íslenzkum fjögurra hreyfla flugvélum. Á þeim tíma, sem liðinn er, hafa ýmsar gerðir flugvéla < verið notaðar til millilandaflugsins. Fyrst voru notaðar flugvélar af gerðinni DC-4. Síðan DC-6B og Vi,s- count vélar og nú síðast RR- 400 flugvélar. Allar þessar vél- ar flokkast í flugmáli undir heitið skrúfuvélar. Fargjöld Milli Islands og hinna ýmsu ákvörðunarstaða i Evrópu, sem íslenzku flugfélögin fljúga til. gilda svo kölluð IATA far- gjöld. þ.e. flugfargjöld, sem ákveðin eru af hinum alþjóð- legu samtökum flugfélaganna, IATA. Eins og kunnugt er. er Loftleiðir h.f. ekki meðlimur þessara samtaka. / Hjá Evrópufélögunum er ekki gerður munur á fargjöld- um, hvort farþegar ferðast með ' skrúfuvélum eða þotum. Þessu • er ððruvtsi farið f Bandarfkj- um Norður-Ameríku. þvi þar er fargjaldamismunur, á ann- ars vegar skrúfuvélum og hins vegar þotum í innanlandsflugi. Fargjöld innan Evrópu, og þar með fargjöld milli Islands og annarra landa Evrópu, hafa eins og að ofan er tekið fram, verið ákvörðuð í sam- ræmi við samþykktir IATA um fargjöld innan Evrópu á hverjum tíma. Islenzku flug- félögin hafa jafnan fylgt þess- um reglum og IATA fargjöld gilda því um flugleiðina milli Islands og Evrópulanda og það- an hingað til lands. Fargjöld í Bandaríkjum N-Ameríku — Samanburður Eins og að fratnan er tekið fram, er í innanlandsflugi í Bandaríkjunum gerður mis- munur á fargjöldum, hvort ferðast er með skrúfuvélum eða þotum. Yfirleitt er þessi fargjaldamunur allt að 18.4% þ.e. í innanlandsflugi í Banda- ríkjunum. Ef hins vegar er gerður t samanburður á far- gjöldum milli þota og skrúfu- véla á Norður-Atlanzhafsleið- inni, kemur í Ijós. að far- gjaldamismunur milli skrúfu- véla og þota hefur verið allt að 30%. Fargjöld Loftlciða á flug- Ieiðinni N.Y. — Luxemborg Eins og kunnugt er, eru í gildi sérstök fargjöld á flug- leiðinni New York — Luxem- borg. Þessi sérstöku fargjöld Loftleiða hafa verið samþykkt áf flugmálayfirvöldum Banda- ríkjanna og Luxemborgar. Eru fargjöld þessi lægri en IATA fargjöld á þessari flugleið. Með bréfi dags, 10. ágúst 1961, sóttu Loftleiðir um heim- ild til viðkomandi íslenzkra flugyfirvalda til að skrá sér- stakt fargjáld á flugleiðinni Reykjavík — Luxemborg. Far- gjaldið aðra leiðina skyldi verða kr. 2.882.00, en báðar leiðir kr. 5.188.00. Þessari málaleitan félagsins var synjað af hálfu viðkom- andi íslenzkra yfirvalda. Umsókn Loftleiða um sér- stakt fargjald á flugleiðinni R- vík-lAixemborg var byggð á því að skrá fargjaldið miðað við hlutfallslegt fargjald á • allri flugleiðinni New York — Luxemborg. öll sú flugleið er 6497 kílómetrar, en hluti leið- arinnar New York — Island er 64.1% af allri flugleiðinni, og hlutinn Island — Luxem- borg 35.9% af allri flugleið- inni. í dag er fjargjaldið á allri flugleiðinni New York — Luxemborg kr. 8.827.00 (sum- arfargjöld) og kr. 7.225.00 (vetrarfargjöld). Fargjöld milli Islands og Evrópu — skrúfuvéiafargjöld og þotufargjöld Eins og tekið er fram hér að framan, gilda IATA far- gjöld milli Islands og Evrópu. Einnig er þess getið. að innan Evrópu er enginn fiargjalda- miismunur á skrúfuvélum og þotum. Telja verður, að nú sé tíma- bært að endurskoða þessa skip- an mála, einkum og sér í lagi með tilliti til þeirrar stað- reyndar, að milli Islands og Evrópu er nú hafið reglubund- ir nokkru. Er hér átt við þofcu- flug flugfélagsins Pan Ámeri- can, er hófst til Bretlands á árinu 1963 og frá 7. október s.l. til Kaupmannahafnar um Prestwick. 1 dag greiða farþegar sömu fargjöld fyrir að ferðast í þot- um Pan American flugfélags- ins til Bretlands og Kaup- mannahafnar og þeir greiða fyrir að ferðast í skrúfuþotum Loftleiða og Flugfélags Islands (DC-6B og Viscount flugvélum) á sömu flugleiðum. öll rök virðast mæla með því, að önnur og lægri far- gjöld ættu að gilda fyrir skrúfuvélar en þotur. Má þvi til áréttingar benda á eftir- farandi atriði: a) Hraðamismunur á DC-8 þotum og t.d. RR-400 flugvél- um er um 39%, og mun meiri á DC-6B flugvélum. b) Að öðru jöfnu kýs fólk að fara með hraðskreiðari flug- vélum, en hins vegar er eðli- legt að fyrir lægra gjald ferð- ist farþegar með hægfarari flugvélum. c) Flugreksturskostnaður á skrúfuvélum félagsins er slík- ur, að hann réttlætir lægra far- gjald en með þdtum á sömu flugleiðum. Er t.d. reksturs- hagkvæmni RR-400 mun meiri en þota og það réttlætir aftur lægri fargjöld. Hér að ofan er drepið á nokkur atriði til rökstuðnings því, að fargjöld ættu að vera lægri á skrúfuvélum en þotum á 'sömu flugleiðum. Af því leiðir, að Loftleiðir telja, að flugfargjöld milli Evrópu og Islands séu of há, og það beri að lækka þau. Til frekari á- réttingar á því, að fargjöldin beri að lækka, skal bent á, að í flugsamningum Islands við Norðurlönd og fleiri Evrópu- lönd, eru ákvæði þess efnis, að við ákvörðun fargjalda skuli hafa sérstaka hliðsjón af rétt- lætanlegum sparnaði í rekstri og aðstæðum, er eiga við á hverri leið, t.d. hraða og að- búnaði. Að því er varðar flutningaþörfina og flugvéla- rými eru ákvæði í samningum um að miða skuli við hagsýnan rekstur langleiðaflugsins. Þessi samningsákvæði virðast eiga við, þegar bent er á hag- kvæmari rekstur skrúfuvéla en þota og því réttlætanlegt, að lægri fargjöld ættu að gilda um skrúfuvélar en þotur frá íslandi til Evrópulanda. Hinn menningariegi qrmiwlhr norræns samstarfs mikiivægari en nokkru sinni sagði Sigurður Bjarnason við setningu 14. fundar Norðurlandaráðs Fjórtándi fundur Norður- landaráðs hófst i Kristjáns- borgarhöll í Kaupmannahöfn í gær. Fráfarandi forseti ráðsins, Sigurður Bjarnason, aiþingis- maður, sctti fundinn með ræðu. í upphafi ræðu sinnar minnt- ist Sigurður eins af fulltrúun- um í Norðurlandaráði, Kauno Kleemola, forseta finnska þings- ins, sem lézt á sl. ári, aðeins mánuði eftir að Reykjavíkur- fundi ráðsins lauk, 59 ára að aldri. Sigurður Bjarnason vék síð- an f ræðu sinni að þeim efna- hagserfiðieikum, sem Norður- lönd ættu við að stríða, vanda vaxandi dýrtíðar, og drap á efnahagssamvinnu landanna og afskipti Norðurlandaráðsins af þeim málum. Sfðan gat hann nokkurra mála sem unnið hefði verið að og sagði þá m.a.: Menningarsjóður Norðurlanda Ályktun síðasta ráðsfundar um stofnun menningarsjóðs Norðurlanda er nú að komast í framkvæmd. Það hefur að vísu valdið vonbrigðum og gagnrýni,. að ríkisstjómimar hafa aðeins treyst sér til að hefja starfsemi sjóðsins með 600 þús. d. kr. byrjunarfram- lagi í stað 3ja milj. d.kr. fram- lagi, eii.s og tillagan gerði ráð fyrir. En hér er aðeins um fyrstu framkvæmd að ræða. Gera verður ráð fyrir, aðstarf- semi sjóðsins verði efld veru- lega strax á næsta ári, ef hinn norræni menningarsjóður á að ná þeim tilgangi sínum að verða þróttmikill aflgjafi menn- ingarlegra samskipta hinna nor- rænu þjóða. En bað var ein- dreginn vilji ráðsins þegar til- lagan um stofnun hans var samþykkt. Á þessum fundi ráðs- ins hefur m.a. verið flutt til- laga af meðlimum mennta- málanefndar um hækkun á framlagi til menningarsjóðsins. A sviði menningarmáia hefur norræn samvinna e.t.v. verið árangursríkari en á nokkru öðru sviði. Hún hefur átt sinn ríka þátt í að færa þjóðimar saman, auka kynni þeirra og treysta vináttu þeirra. Á þessum miklu breytinga- og byltingatímum er hinn menningarlegi grundvöllur nor- ræns samstarfs mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Aukin tækni og vélvæðing er gagnleg og stuðlar að efnahagslegri upp- byggingu og aukinni velmegun. En menningin, andlegur þroski og siðferðisvitund fólksins er grundvöllur mannlegrar ham- ingju, frumskilyrði betra og innihaldsríkara lífs. Stökkbreyt- ingar tækninnar skapa því að- eins nýjan og betri heim, að manninum takist jafnhliða að tryggja heilbrigði sálarinnar, andlegt jafnvægj, og alhliða þroskun hæfileika sinna. Margt bendir til þess, að hin- ar fámennari þjóðir hafi betri skilyrði en aðrar til þess að gera sér þetta ljóst og haga sér eftir því. Norrænar ráðstefnur. Af öðrum aðgerðum Norður- landaráðs á sl. ári leyfi ég mér að nefna rannsóknarráðstefn- una í Helsingfors í apríl, sem ráðið gekkst fyrir í samráði við ríkisstjómir landanna. Tilgang- ur hennar var að sfcuðla að auknu norrænu samstarfi á sviði vísinda og rannsóknastarf- semi. Var hún sótt af fjölda vísindamanna og menntamanna, og er það von forseta ráðsins, að verulegt gagn muni af henni verða. 1 júní gekkst ráðið fyrir ráð- stefnu í Hasselby í Svíþjóð fyr- ir embættismenn og forvígis- menn ýmissa alþjóðlegra stofn- ana, sem hafa höfuðstöðvar í Evrópu. Var tilgangur hennar að veita upplýsingar um sam- vinnu Norðurlanda, form henn- ar og árangur og skapa jafn- framt tækifæri til gagnkvæmra skoðanaskipta um alþjóðleg við- fangsefni og vandamál. Mun þetta fyrsta alþjóðlega ráð- stefnan, sem haldin er • fyrir alþjóðleg samtök og því ekki ómerk nýjung. Var það skoðun þeirra, er hana sóttu, að hún hafi tekizt vel. A þessu ári hefur verið á- kveðið að efna til ráðstefnu á vegum Norðurlandaráðs um skattamál og framkvæmd þeirra. Verður til hennar boðið ýmsum sérfræðingum ásamt fjármálaráðherrum Norður- landa. SKIPATRYGGINGAR , ÚTGERÐARMENN. ‘ TRYGGJÚM hvers konar skip og allt, SEM ÞEIM VIDKEMUR TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR" LINDARGÖTU 9 - REYKJAVÍK -SiMI 22122 — 21260 BEaðadreifing Unglingar óskast til blaðbnrðar í eftirtalin hverfi: Öðinsgötu — Laufásveg — Hverfisgöfu II — Skipholt — Múlahverfi — Sogamýri. ÞJÓÐVILJINN sími 17-500. Skrifstofumaður 'r- , ía -V *0... Viljum ráða nú strax skrifstofumann til að annast verðlagningu og tollafgreiðslu vara. STARFSMANNAHALD S.Í.S. Verzlunarmaður Viljum ráða mann til afgreiðslu í varahluta- verzlun nú þegar eða sem fyrst. STARFSMANNAHALD S.Í.S. T/LBOÐ ÓSKAST í nokkrar fólksbifreiðir, sendiferðabifreið með framhjóladrifi og jeppabifreið er verða sýndar að Grensásvegi 9, mánudaginn 31. jan. kl. 1—3. — Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Sölunefnd varnarliðseigna. KÓPA VOCUR Félag óháðra kjósenda heldur árshátíð í félagsheimili Kópaivogs í dag laugardaginn 29. janúar kl. 7.30. Á borðum verður ljúffengur þorramatur. Karl Guðmundsson leikari fer með nýjar og snjallar eftirhermur og Rúrik Haraldsson og' Bessi Bjarnason flytja smellinn gamanþátt. Dans. Óseldir miðar fást við innganginn. Stjómin.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.