Þjóðviljinn - 29.01.1966, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 29.01.1966, Qupperneq 8
0 Str>A — ÞJÓHVmTNW — Laiugaitiagur 29. Janóar J960 STORM JAMESON: O, BLINDA HJARTA vonar á þessum aldri. En hon- um fannst hann vera aleinn. 9 Eitt eða tvö kvöld í viku þeg- ar minnst var að gera fór Phil- ippe að heiman á vespunni sinni um átta'leytið til að skemmta /sér einhvers staðar, oftast nær á dansskemmtun. Þetta kvöld fór hann til Nice. Um miðnætt- ið, þegar Michal og Lotta fóru í rúmið, var hann ekki kominn heim. Þetta var alvanalegt. En það var ekki vanalegt, að hann væri enn ókominn klukkan fimm, þegar Michal fór niður í eldhúsið að hella upp á kaffið. Hann rak höfuðið inn í her- bergi drengsins til að segja honum, að hann. ætlaði að aka til Nice. og varð dálítið hissa þegar hann sá autt rúmið. Phil- ippe var öðru hverju nætursakir í Nice hjá ungum pilti úr þorp- inu, sem hafði flutt þangað til að vinna, en þá var hann alltaf vanur að hringja til þeirra, vegna þess að Lotta var alltaf hrædd um að slys yrði á slæm- um veginum. Hann færði Lottu kaffið og sagði: — Drengurinn kom ekki heim. Hún settist upp í skyndi, strauk hendinni gegnum þykkt og svartgljáandi hárið. Hvað segirðu? — Einhver stúlkan, sagði Mic- hal. Og þau hafa bæði sofn- að of fast. — Þvættingur. Ég trúi því ekki sagði hún með ofsa. Hann undraðist æsing hennar. Og sömuleiðis hve mikil geðs- Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinunn m Bódó Laugavegi 18 III hæð (lyfta) SlMI 24-6-16 PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 SÍMI 33-968 D ð M U 15 Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN Tjamargötu 10 Vonarstræt- ismegin — Sími 14-6-62 Hárgreiðslustefa Austurbæiar Maria Guðmundsdóttir. Laugavegi 13 Sími 14-6-58 Nuddstofan er á sama stað hræring virtist hafa gripið hana: höndin sem hélt á bollanum skalf, svo að kaffið helltist nið- ur á verið, og hún lagði frá sér bollann og fór fram úr rúminu og fór að klæða sig. færði sig í lífstykki og sokka í ofsalegum flýti. , — Hvað gengur að þér? spurði Michal brosandi. Þetta er nú eins og gengur um pilta á þess- um aldri. — Nei, sagði hún. Það hefur orðið slys. Þessi vespa. Ég vissi það alltaf. Ég kem með þér til Nice. Hann reyndi að hlæja og fá hana ofanaf þessu, og enn á ný varð hann undrandi yfir ofsa hennar. Þegar hann ök bílnum útúr skúmum og að hóteldyrun- um, stóð hún þar og beið og settist þegjandi hjá honum og þagði meöan hann ók ögn var- iegar en vanalega framhjá hleraluktum húsunum upp á efra torgið og þaðan útá þjóð- veginn. — Er þetta leiðin sem hann kemur vanalega frá Nice? spurði hún. Eða myndi hann fremur fara hina leiðina? - — Hvemig ætti ég að vita það, sagði Michal. Það er samt trúlegt að hann fari heldur þessa leið, hún er svo miklu styttri. Hann bætti við þurrlega: Þú veizt það, vina min, að enginn ungur maður — Philippe er tvl- tugur — kærir sig um að for- eldrar hans þjóti af stað til að leita að honum þótt hann komi ekki heim á venjulegum tíma. Hann hefur tvo handleggi, fæt- ur og allt hitt. Leyfum honum að bjargast eins og bezt geng- ur einum. Það var auðheyrt að hún hafði mikið fyrir því að stiila sig. Já, auðvitað. En ég veit — ég er alveg viss um að það er ekki ástæðan. Ég er viss um að hann hefur orðið fyrir slysi. Ég hef búizt við því síðan hann keypti vespuna. Alla leiðina niður að strönd- inni sat hún stíf í sæti sfnu, sneri höfðinu til og frá og hall- aði sér stundum út til að sjá sem bezt fram fyrir bílinn. Morgunskíman hafði enn verið gráleit þegar þau fóm að heim- an, en það birti óðum og þau óku meðfram lygnum og morg- unsléttum sjónum. Klukkan var ekki enn orðin átta þegar þau komu til Nice. Hún vildi að Michal æki henni beint að hús- inu í dimmu, þefiúu hliðargöt- unni bakvið markaðinn, þar sem vinur Philippes bjó í einu herbergi. Hann neitaði — Ef þú þarft endilega að gera þig að fífli gagnvart drengnum, sagði hann við hana góðlátlega, og valda hcmuni leið- induin. þá vil ég síður vera við- staddur. Komdu aftur hingað til Ane Noir, ég skal bíða eftir þér ta klukkan níu, eftir það verð- urðu að vera ferðbúin heim. Hún var komin aftur innan hálfrar stundar, áður en bann hafði lokið viðskiptum sínum ’á markaðnum. Andlit hennar var stillilegt, en einhvem veginn sýndist hún eldri en vanalega ...... Hann varð dálítið leiður. — Jæja? sagði harm blíðlega. — Hann var ekki þar. Hún hifcaði og sagði síðan hranalega: Og þáð sem meira er — hann hefur ekki gist þama vik- um saman — ekki í marga mán- uði. — Það er ekki — Hún greip fram í: Þú veizt mætavel að hann hefur margoft sagt okkur upp á síðkastið að hann hafi gist hjá Ricau. Það var lygi. Michal yppti öxlum. Ég var búinn að segja þér þetta. Svona nú Lotta, þú hagar þér eins og — Harm hafði ætlað að segja: eins og gömul kona. Hann breytti því og sagði: eins og asni. Til hvers ætlastu eiginlega? — Ég ætlast til þess að hann 23 segi sannleikann, sagði hún hrjúfum rómi. Er öllum konum svona illa við þetta? hugsaði hann. Við hittum hann heima. Og ég skail segja þér, að ég verð reiður, ef þú ger- ir eitthvert veður út af þessu. Ef honum leyfist ekki á þessum aldri að ljúga dálítið til að eiga sitt einkalíf ..... — En hvers vegna Philippe? sagði hún með sömu óþægilegu röddinni. — Hvers vegna ekki? A leiðinni þeim opnaði hún alls ekki munninn, og strax og þau komu á hótelið fór hún beint irm í herbergi Philippes. Hún þurfti ekki að segja Mic- hal að hann væri ókominn. Hann vissi það þegar, þvi að vespan var ekki í bílskúmum, þegar hann setti bílinn þangað inn. Sjálfur var hann orðinn dá- lítið undrandi. Hann gat hugsað sér margar ástæður til þess að Philippe hafði ekki komið heim — hann hefði getað skipt um skoðun og farið alla leið til Marseilles og sofið yfir sig þar — en það sem var í rauninni furðulegt var að hann, sem gætti þess venjulega að valda Lottu ekki áhyggjum. skyldi ekki hafa hringit til að láta þau vita að ekkert væri að honum. Það var ólíkt honum. Við Lottu sagði hann, að á þessu væri áreiðanlega einhver einföld og eðlileg skýring, og hún yrði að taka henni með stillingu hver svo sem hún væri. Þú mátt ekki haga þér við hanft eins og hann væri stelpa. Með sjálfum sér ákvað hann að segja Philippe, að hann réði fullkom- lega hvað hann gerði og hvert hann færi, en hann yrði að gæta þess framvegis að gera móður sína ekki dauðhrædda með því að fara að heiman á vespunni og ætla að vera nokkra tíma en vera svo í burtu langt fram á næsta dag. Meðan hann mótaði þessar hugsanir með sér, skaut hugsun upp í huga hans, sem'hann hafði ekki orðið var árum saman: Hún er ekki móðir hans og ég erekki faðir hans ...... Hann bægði þessu gremjulega frá sér. Um hádegið var kvíði Lottu orðinn stjómlaus. Hún stóð fyrir framan Michal í herbergi þeirra, dökk augun ráðvíllt af ótta, og varir hennar skulfu þegar hún sagði: — Annaðhvort hringir þú í lögregluna eða ég geri það. Það var engin önnur leið til að róa hana, svo að hann hringdi á lögreglustöðina í Grasse og bað um að fá að tala við lög- reglustjórann. Þegar hannheyrði hljómmikla og hasta rödd Gaud- es, varð bann sannfærður um að hann væri að gera sig og Philippe að fífli, en hann sagði sögu sína og bætti við: — Sjálfsagt er ekkert óeðlilegt við þetta, strákurinn er senni- lega á heimleið núna eða sof- andi enn eftir næturvökur^ en — þér vitið hvemig þetta er — konan min er sannfærð um að hann liggi við einhverjar fjalls- rætur með vespuna ofaná sér eða þá á spítala eftir árekstur við strætisvagn. Ef þér — Hlátur Gaudes þaggaði niðurí honum. Látið mig um þetta. Auðvitað hafið þér rétt fyrir yð- ur, hann er sofandi — að sofa úr sér. Ég skal vekja hann. Segið frú Michal það frá mér. Það komu aðeins fjórir til að borða hádegisverð. Lotta hafði lokað sig inni í svefnherberginu og með hjálp unga Trutíhi gat Michal annazt gestina á henn- ar. Hefði veitingahúsið verið fullt, hefði hann ekki látið henni líðast að haga sér svona heimskulega; hann var sann- gjam maður og skildi vel að þórður sjóari 4g67 — Hassan hefur sannarlega ekki hrósað nýju snekkjunni, Al-Makas, að ástæðulausu. Hún er úrvalsgott, traust og fallegt nýtízku skip. Áhöfnin er ekki fjölmenn, en valin og umfram allt ábyggileg. ,,Ég þekki hvem einstakan," sagir Hassan, ,',og veit, að þeir eru föður mínum fullkomlega tryggir.“ Eddy er mjög hrifinn aí vélarrúminu, það er dájsamlegt að vinna með allar þessar nýju uppfinningar. Veðrið er ljómandi gott, og þeir sem ekki vita betur, geta sann- arlega öfundað þá sem um borð eru af skemmtiferðinni. SKOTTA — Alltaf fer það svona, þegar þú ætlar að sýna fnér eitthvað sniðugt. HJOLBARÐAR FRÁ, , SOVETRIK3UNUM MARS TRADING C0. H.F. KLAPPARSTÍG 20 SÍMI 17373 Aug/ýsið / Þjéðvi/janum ■ 9 4

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.