Þjóðviljinn - 16.02.1966, Page 5

Þjóðviljinn - 16.02.1966, Page 5
Miðvikudagur 16. febrúar 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 5 Ólafur Ólafsson, læknir Fæddur 13. ianúar 1924. Dáinn 5. febrúar 1966. Nokkur kveðjuorð. „DSinn, horfinn, harma- fregn.“. Þessi orð komu fjrrst í hug minn er ég frétti að vinur minn og og skólabróðir, Ólaf- ur Ólafsson læknir, hefði orðið bráðkvaddur í Vasterás í Sví- þjóð þann 5. febrúar sL, en þar var hann í þann veginn að ljúka framhaldsnámi í'lyílækn- ingum, Það er erfitt að sætta sig við að Ólafur sé horfinn sjón- um okkar fyrir fullt og allt, að aldrei framar eigi maður þess kost að eiga við hann skemmtilegar viðræður, heyra hans hispurslausu og hrein- skilnu athugasemdir um menn og málefni, eða njóta með hon- um gleði góðrar stundar. En minningin lifir þótt mað- urinn hverfi, og Ólafs lækn- is eða „Óla ÓL“ eins og við bekkjarbræður hans kölluðum hann ætíð í skóla, er gott að minnast, enda fór þar góður drengur, sem reyndist þá bezt, er mest svarf að, og ófáir munu þeir, sjúklingar hans og kunningjar, sem nú sakna vin- ar í stað. Við Ólafur Ólafsson hittumst fyrst haustið 1941 í 2. bekk Menntaskólans á Akureyri og áttum síðan samleið í skólan- um allt til stúdentsprófs. Á ég frá skólaárum okkar margar og skemmtilegar minningar um hann. Honum fylgdi líf og fjör, hressandi andblær, og þar sem hann fór, var ávallt eitthvað að gerast. Síðar, eftir að Ólafur sett- ist að á Akureyri sem starf- andi læknir, bar fundum okk- ar saman á ný og kunnings- skapurinn frá skólaárunum varð að traustri vináttu. Þó að Ólafur félli frá á blómaskeiði aldurs síns, hafði hann lokið æði miklu ævi- starfi við það göfuga hlut- skipti að lina þjáningar ann- arra, og fullvíst er, að á Akur- eyri verður hans lengi minnzt sem frábærs læknis og góðs drengs, enda var hann einn eftirsóttasti læknir, sem þar starfaði síðustu árin. Veit ég, að Ólafur hefur hlakkað til að koma aftur heim til Akureyr- ar og taka til þar sem frá var horfið, betur búinn en nokkru sinni fyrr. En enginn ræður sínum næt- urstað og dómi dauðans verð- ur ekki áfrýjað, honum verð- um við öll að hlíta hvar og<j>. hvernig sem á stendur. Ólafur Ólafsson var fæddur í Reykjavík 13. janúar 1924 og var því nýorðinn 42 ára er hann lézt. Foreldrar hans voru hjónin Ragna Gunnarsdóttir kaupmanns í Reykjavík Gunn- arssonar og Ólafur læknir Gunnarsson bónda í Lóni í Viðvíkursveit Ólafssonar um- boðsmanns og alþingismanns í Ási Sigurðssonar. Stóð að Ólafi hið traustasta og vandaðasta fólk í báðar ættir. Var Ólafur yngstur 6 systkina. Ólafur stundaði nám í Menntaskólanum á Akureyri og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1946. Háskólanám hóf hann ekki þegar í stað, en stundaði kennslu í nokkra vetur. Síðan settist hann í læknadeild Há- skóla íslands og lauk þaðan prófi árið 1957 með ágætri frammistöðu. Snemma árs 1958 flyzt Ólaf- ur til Akureyrar og tók við starfi við lyflæknisdeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri þann 1. marz 1958 og starfaði þar til dauðadags samhliða al- mennum lækningum, utan síð- ustu misserin, sem hann var við framhaldsnám í Svíþjóð. Þann 3. október 1951 gekk Ólafur að eiga eftirlifandi konu sína, Sigrúnu ísaksdóttur bónda að Bjargi á Seltjarnar- nesi Vilhjálmssonar og Helgu Éunólfsdóítúr " logregluþjóns Péturssonar. Áttu þau hjón síðustu árin heima að Álfa- byggð 18 á Akureyri. Þar höfðu þau búið sér hið feg- ursta heimili. Áttu þau 6 börn, öll hin mannvænlegustu, það elzta 16 ára en hið yngsta tæpra tveggja ára. Er mikill harmur kveðinn að þeim öll- um er ástkær eiginmaður og faðir fellur svo snögglega frá. Um leið og ég enda þessi fá- tæklegu kveðjuorð og þakka vini mínum Ólafi Ólafssyni öll okkar kynni fyrr og síðar, kynni, sem engan skugga ber á, votta ég eftirlifandi konu hans, börnum og öllum öðrum ættingjum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þórir Danielsson Kvennadeildin í Reykjavík: Leggur rúma hálfa miljón til SVFÍ Aðalfundur kvennadeildar Slysavamafélagsins í Reykja- vík var haldinn mánudaginn 7. febrúar s.l. Stjórnin var öll endurkosin, en hana skipa: Form.: Gróa Pétursdóttir, gjaldkeri: Hlif Helgadóttir, ritari: Eygló Gísla- dóttir og meðstjórnendur: Ingi- björg Pétursdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Guðrún Ólafs- dóttir, Steinunn Guðmundsd., Sigríður Einarsdóttir og Þór- hildur Ólafsdóttir. Endurskoð- endur: Elín Guðnadóttir og 01- afía Árnadóttir. Tillag deildarinnar á þéssu ári til SVFl nemur kr. 536.- 912,52, sem er 3/4 hluti af á- góða deildarinnar. Samþykkt var á fundinum að gefa kr. 30.000,00 til Björgun- arsveitar Ingólfs til kaupa á sjúkrabörum í sjúkrabifreið er SVFÍ og Svd. Ingólfur í Reykja- vík, hafa fest kaup á. Á áðalfundi deildarinnar mætti forseti SVFl, Gunnar Friðriksson, og ræddi um ný- afstaðna umferðarmálaráð- stefnu, er haldin var í Rvík 22. og 23. janúar s.I. Urðu all- miklar umræður um slysavarn- ir í umferð og starf félagsins að þeim málum, og var í lok fundarins samþykkt eftirfar- andi tillaga: — Aðalfundur kvennadeildar SVFl í Reykjavík lýsir stuðn- ingi sínum við þá stefnu stjórnar SVFl að gerast ekki aðili ó þessu stigi málsins að þeim samtökum, er tryggingar- félögin hafa beitt sér fyrir að stofnuð yrðu. Fundurinn fagnar af heilum hug þeim áhuga, sem fram hef- ur komið um auknar slysavam- ir í umferðarmálum og fagnar þeim aðilum er ganga vilja til samstarfs við SVFÍ í þessu mikla baráttumáli félagsins um ára raðir. Fundurinn telur eðlilegast, að mál þetta verði tekið fyrir á 13. landsþingi SVFl á vori komanda, og þá tekin endanleg afstaða til þess. Nýlega barst kvennadeildinni í Reykjavík kr. 10.000,00 að gjöf frá Georg Jónssyni, ættuðum frá ísafirði. Gjöfin er til minn- ingar um foreldra hans, Hildi Sigurðardóttur og Jónas Sig- urðsson og þrjó bræður hans er dóu ungir. Fyrir þessa góðu gjöf þakkar deildjn innilega. Salómon Báriarson verkamaður Hinn 7. þ.m. andaðist á Landakotsspítala Salómon Bárðarson verkamaður til heimilis á Fellsmúla 10 hér í bæ, eftir langa og stranga sjúkdómslegu. Hann var fædd- ur 9. maí 1889 og voru for- eldrar hans hjónin Guðbjörg Jónsdóttir frá Eystri-Kirkjubæ á Rangárvöllum ogBárðurEyj- ólfsson frá Stórólfshvoli í Hvol- hreppi. Þau höfðu reist bú í Móeiðarhvolshjáleigu í Hvol- hreppi og eignazt fjögur börn og var Salómon næst elztur þeirra systkina, en þegar hann var sex ára dó bóndinn snögg- lega, og þarf ekki að eyða orð- um að því hvílíkt reiðarslag það var, er slíkt bar að hönd- um. Eins og kunnugt er, voru á þeim tíma ekki önnur úr- ræði er slíkt bar við en að sveitarstjórnin leysti vandann. En bæði var það að hjónin voru vinsæl og oddviti sveitar- stjórnarinnar vitur og góð- gjarn, og leysti þennan stóra vanda svo mjúklega sem kost- ur var á. Ekkjan fór með yngsta barnið til bróður síns, Gunn- ars á Velli, og elzti drengurinn til vinafólks þeirra hjóna, Guð- bjargar og Hjartar í Eystri- Kirkjubæ. Á Árgilsstöðum réði þá hús- um Þuríður Bergsteinsdóttir í suðurbænum og fór Salómon til hennar, en í norðurbænum Eyrún Jónsdóttir bróðurdóttir Þuríðar og tók hún eldri stúlk- una, Guðrúnu að nafni, 2ja ára. En á þessum tíma var það algengt að stórbrotnar og drenglundaðar konur tóku að sér börn sem stóðu í svona sporum og lögðu metnað sinn í að ala þau upp sem sín eig- in börn, og jafnvel í meira eftirlæti. Og ég þori að full- ýrða að öll þessi systkini urðu þess aldrei vör að bau væru tökubörn. Eftir lát Þuríðar ólst Saló- mon upp hjá Bergsteini syni hennar og Þórunni konu hans. Öll urðu þessi systkini hinir nýtustu þegnar, en eru nú öll dáin. Frá því að Salómon kom að Árgilsstöðum vorum við óað- skiljanlegir félagar. Fyrst í leik og síðan í störfum sem vinna þurfti fyrir bæði búin, svo sem fénaðargæzlu og af- rétta- og kaupstaðarferðum, og svo vorum við samhentir, að aldrei man ég til að skugga bæri á vináttu okkar þau ná- lega 20 ár sem við dvöldumst á sama bæ. Árið 1918 giftist Salómon eftirlifandi konu sinni Þor- valdínu Þorleifsdóttur frá Mið- húsum í Hvolhreppi og hófu þau búskap á Giljum í sömu sveit, en bjuggu þar aðeins tvö ár og fluttu þaðan til Vest- mannaeyja og bjuggu þar í tvö ár, en tóku þá við búi á Miðhúsum, unz þau 1947 flutt- ust ti,l Rvíkur og festu kaup á hýsinu Stóra-Ási á Seltjarn- arnesi og bjuggu þar fram á síðustu ár. Þau eignuðust tvö börn, Kristínu fædda 1916 og Braga húsgagnasmið, fæddan 1924. Hér er ekki staður til að rifja upp allar þær hugþekku minningar sem tengdar eruvið Salómon og nú þyrpaset fram í hugann, frá þeim tíma er við vorum ungir og okkur þótti ganan að lifa, og verður þvi látið nægja að lýsa honum i stuttu máli. Salómon var greindur maður og hygginn og vildi í öllum greinum vita fótum sínum for- ráð, hann var friðsamur mað- ur og ráðvandur í viðskiptum við aðra menn, en fastur fyr- ir ef á hann var leitað, og gerði sér þá ekki mannamun, hver sem í hlut átti. Hann var trygglyndur maður og vinfast- ur og manna duglegastur að gæta þess að ekki tognaði um of á gömlum vináttuböndum. Eftir að hingað kom vann hann hjá'S.Í.S. og er ég illa svikinn ef samstarfsmenn hans þar telja sig ekki eiga á bak að sjá úrræðagóðum og notaleg- um vinnufélaga. Ekki flíkaði hann skoðunum sínum mjög, en stéttvísi hans þurfti enginn að efa. Salómon naut þeirrar ham- ingju að hafa bæði vilja og mátt til að hlynna að börnum sínum og hjálpa þeim með ráð- um og dáð, þannig hefur dótt- ir þeirra verið langdvölum í nánu sambýli við þau með fjölskyldu sína. í þessu frið- sæla umhverfi sinnar glað- lyndu og góðu konu og ann- arra skyldmenna átti Salómon griðastað, og undi vel hag sín- um. Þegar við áttum síðast tal saman, var vinnuþrek hans farið og honum var það vel ljóst að framundan var þján- ing og dauði, tók hann því sem sjálfsögðum hlut og gekk á móti örlögum sínum með þeirri óhagganlegu rósemi sem einkenndi framgöngu hans alla ævi og entist honum til síðustu stundar, er hann hvarf á fund síns Guðs og lagði allt sitt ráð í hans hönd. Bergsteinn Kristjánsson Haraldur Böðvarsson: ÚTGERDARMÁL Ilaraldur Böðvarsson, útgerð- armaður á Akranesi, ritar grein í Morgunblaðið í gær og þar sem hann víkur þar m.a. að skrifum Þjóðviljans hinn 4. þ.m. þykir blaðinu rétt að endurprenta greinina. Hún er svohljóðandi: Á fundum sumra stjórnmála- manna og í dagblöðum þeirra er mikill áróður fyrir ágæti stóriðju (Búrfellsvirkjun og alúmínverksmiðju) og samhliða þessu er reynt að koma inn hjá þjóðinni að sjávarútvegur og vinnsla fiskafurða sé of einhliða og að atvinnuvegi þessum verði ekki treyst til frambúðar o.s.frv. En samt sem áður ber þó þessi atvinnuveg- ur ennþá uppi þjóðarbúið að mestu leyti og svo mun verða lengi enn. Þeim, sem trúa einhliða á stóriðjuna, væri hollt að hug- leiða, að ekki er heppilegt að skera niður mjólkurkýrnar, þ. e. útgerðina, fyrr en annað og betra kemur í staðinn. Því miður virðast ráðandi öfl í þjóðfélaginu vinna mark- visst að því að lama vinnslu sjávarafurða, með því að standa í vegi fyrir nauðsynlegum lán- um til uppbyggingar og hag- ræðingar þessum atvinnuvegi, í stað þess að auðvelda og hjálpa fiskvinnslustöðvunum með hagfelldum lánum til fisk- vinnslu og til endurbóta á stöðvunum sjálfum, svo að þær verði færari um að skila meiri afköstum og betri nýtingu en áður hefur átt sér stað. í Þjóðviljanum 4. þ.m. er sagt að Akranes sé hnignandi útgerðarbær og m.a. að fyrirtæki okkar feðga (H.B.&Co.) hafi selt eitthvað af bátum sínum — Keili til Skagastrandar og Reyni til Akureyrar, og hafi fengið báða bátana í hausinn aftur. Það er rétt. að við seld- um nókkra af minrii eikarbát- um okkar eingöngu vegna þess, að okkur tókst ekki þá að fá skipshafnir á þá í bili. En nú hefur þetta lagazt nokkuð og þess vegna tókum við þessa tvo ágætisbáta heim aftur og höfum nú mannað þá á ný með færeyskum sjómönnumað mestu leyti. Þeim fækkar árlega þessum minni eikarbátum, 50-80 tonna — en vegna vinnslunnar í landi er nauðsynlegt að þeim sem eftir eru, verði haldið úti til veiða, af því að stóru síld- arbátarnir eru mestan hluta ársins á síldveiðum fjarri heimastöðvum. Staðreyndir sýna, að Akranes er ekki hnignandi útgerðarbær og því till sönnunar vil ég birta eftir- farandi: Fyrirtæki okkar feðga (H.B. & Co.) greiddi árið 1965 í vinnulaun karla og kvenna og fyrir hluti sjómanna sam- tals rúmlega fimmtíu og hálfa miljón kr. samkv. launamiðum til skattstofunnar og þar að auki gegnum önnur fyrirtæki hér t.d. Nótastöðina, Síldar- verksmiðjuna o.fl. ca. 8—10 miljónir, og er þetta talsvert hærri upphæð en árið 1964. Fjórir síldarbátar okkar öfl- uðu 84.274 tunnur af loðnu og 179.032 tunnur og mál af síld, að verðmæti upp úr sjó krón- ur 41.100.000,00 — og sömu bátar, ásamt eikarbátunum okkar, öfluðu 3751 tonn af bol- fiski og humar, að verðmæti upp úr sjó 13.800.000,00, eða samanlagt fyrir fimmtíu og fjórar miljónir og níu hundruð þúsund krónur. Þar að auki keyptum við af öðrum bátum 2262 tonn af bolfiski og 5914 tunnur af síld fyrir samtals átta miljónir og_ tvö hundruð þúsund krónur. Úr ofangreind- um afla hefur verið framleitt til útflutnings: tonn Saltfiskur og söltuð þunnildi 460 Harðfiskur (skreið) 198 Freðfiskur, frosin hrogn og humar 1916 Frosin síld í öskjum 1967 588 tunnur sykur- og salthrogn 70 4552 tunnur söltuð síld og ediksflök 455 Nettóinnihald samtals 5066 ' i H- Uh Á yfirstandandi vertíð leggja upp afla sinn hjá okkur.. 14 bátar, þar af 8 eigin bátar og 6, sem við kaupum aflann af, allt stórir og góðir bátar, og er það meira en árið áður. Ég hef þetta ekki lengra að sinni, en vil að endingu benda á, að útgerðinni og vinnustöðv- unum var gerður slæmur grikk- ur með vaxtahækkuninni um áramótin. Og ekki bætir það úr lánaþörfinni, að enn skuli standa bundið og innilokað meira af sparifé landsmanna en nokkru sinni fyrr. Akranesi, 10. febrúar 1966. Haraldur Böðvarsson Van Cliburn keppni í píanóleik í Texas Alþjóðleg píanókeppni, sem kennd er við Van Cliburn mun fara fram í Bandaríkjunum í lok september í haust. Að því er Árni Kristjánsson tjáði blað- inu í gær, getur vel komið til mála að cinhver héðan taki þátt í hcnni, en það er þó enn ckki fullráðið. Eins og menn muna vann bandaríski píanóleikarinn Van Cliburn Tjaíkovskíkeppnina i Moskvu árið 1958, en þá stóð kalda stríðið sem hæst og vakti þetta því mikinn fögnuð vestra og kom talsverðri þíðu i loftið Eftir að hann sigraði í keppn- inni var stofnaður sjóður til að kosta álíka keppni í heimalandi j hans, Texas. Hefur Van Cliburn keppni farið fram einu sinni áð- | ur, árið 1963. Van Cliburn keppnin 1966 verður haldin í Fort Wort í Texas í lok september og er fyrir unga píanóleikara, nánar tiltekið á aldrinum 17—28 ára. Hæstu verðlaun eru 10 þús. doll- arar og auk þess verða veitt fimm lægri verðlaún. Þegar hafa tilkynnt þátttöku sína keppendur frá löndum Suð- ur-, Mið- og Norður-Ameríku, Japan, Kóreu, Sovétrikjunum, Belgíu og Bretlandi og von er á keppendum frá enn fleiri lönd- um. Umsóknarfresturinn rennur út 1. apríl n.k. M. S. E S J A fer vestur um land í hringferð 17. þ.m. Vörumóttaka á miðviku- dag til Patreksfjarðar. Sveins- eyrar, Bíldudals. Þingeyrar, Flateyrar, Suðureyrar tsafjarð- ar, Siglufjarðar og Akureyrar. Farseðlar ^eldir á miðvikudag.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.