Þjóðviljinn - 16.02.1966, Page 8

Þjóðviljinn - 16.02.1966, Page 8
3 SÍÐA' — ÞJÓÐVmJINN — Míðvikudagur 16. febröar 1966. STORM JAMESON: O, BLINDA HJARTA leggja vinstri öklann upp á hægra hnéð og halda honum þar með báðum höndum. Þegar Mic- hal sá hann sitja þannig á mjó- um bekknum. varð minna en til stóð úr fyrirhuguðum klókindum hjá Michal. — Af hverju gerðirðu það? sagði hann. Hafði Philippe átt von á þess- ari spurningu? Hann svaraði samstundis. Ástúðlegt augnaráð- ið var kunnuglegt: það var skynvilla sem stafaði af því hve augasteinar hans voru hreinir og tærir og umkringdir þykkum, svörtum augnahárum eins og tjörn í sefi. — Mig langaði ekki til að elda mat það sem eftir var ævinn- ar. — Hvers vegna f hamingju bænum sagðirðu það þá ekki? — Þú spurðir mig aldrei hvað ég vildi gera, sagði Philippe brosandi. Þú gerðir áætlanir og sagðir mér hvemig allt yrði. Með trúnaðarhreim í rómnum hélt hann áfram: Sjáðu til, ég ætlaði mér að hverfa í New York eða London. hvort sem þú nú sendir mig. En þetta tæki- færi kom — «— Tækifæri? — Já, ég var bölvaður auli. hefði átt að vita að þetta var íásinna. En ég var óþolinmóður. Þess sást enginn vottur að honum fjmdist annað um athafn- ir sínar, en þær hefðu verið ó- timabærar og klaufalegar. Mic- hai reyndi að setja sig inn í þetta hugarástand, þennan al- gera skort á iðrun eða eftirsjá. Honum tókst það ekki. Það var jafnauðvelt og reyna að skilja erfent tungumál með þvi að lesa af vörum útlendings. Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snvrtistofa Steinu en D6»?ó Laugavegi 18 III hæð (lyftaj SlMI 24-6-16 PERMS Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 SÍMl 33-968 D Ö M U B Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN Tjamargötu 10 Vonarstræt- ismegin — Sfmi 14-6-62 Há m reiðslustof a Airstnrtiæiar Maria Guðmundsdóttir. Laugavegi 13 Siml 14-6-58 Nuddstofan er á sama stað — Flaug þér aldrei í hug að fyrirætlanir þínar væru kannski dálítið verri en klaufalegar? Að þær væru — tja, segjum ijót- ar og hjartalausar? Philjppe þagði við stund- arkom og hnykklaði brýnnar. Það var eins og hann væri að spyrja sjálfan sig, hvort það tæki því að ræða þetta. — Jú, sjáðu til, pabbi — hvað hefur maður upp úr því í þess- um heimi að haga sér vel og siðsamlega eins og þú myndir segja? Líttu bara í kringum þig. Hvað verður úr þessum prúðu og dyggðugu ungu mönnum sem gerðu eins og foreldrar þeirra vildu? Þeir aka strætisvögnum og afgreiða við búðarborð, og kenna heimskum króum að þekkja stafina og giftast svo og hrúga niður bömum sem líka aka bílum og afgreiða við búð- arborð og svo framvegis. Ef ég hefði verið fæddur ríkur, þá hefði enginn áiasað mér fyrir að vilja skemmta mér — svo órétt- látt er þetta. Og ef út í það er farið — það kom hæðnishreim- ur í rödd hans — þá spurði mig enginn hvort ég vildi fæðast, fremur en þú spurðir hvort ég vildi verða kokkur. Ekki fremur en móðir mín, hver svo sem hún var, trúlega ein af Rouchétag- inu, spurði mig hvort ég vildi láta kasta mér við vegbrúniná eins og hverjum öðrum þungum pinkli. Ég á við að þetta er allt saman fáránlegt; allt heila gillið er fjarstæða. Ef þú getur fengið það Serri þu vilt. þá taktu það — það er meira vit í því. Auk þess — hann bandaði frá sér hendinni með óþolinmæðisvip. Það er tilgangslaust að tala við Þig. — Hafðirðu ekki áhuga á öðm en lífinu sem þú lifðir i Nice? Þetta kvenfólk sem þú náðir í — — Auðvitað hafði ég það, greip Philippe fram í. En það var sæmilegt til að koma undir sig fótunum. Mér hefði orðið betur ágengt í Ameríku, fyrir- Iitningin í svip hans breyttist í gáska. Fólkið er alls staðar eins, ef maður kitlar það, fer það að hlæja og segir: Elsku drengur- inn, mikið ertu indæll, ekki fara, vertu kyrr, vertu kyrr.... Svei! Michal fann snögga reiði gagn- taka sig. Þú verður ekki alltaf ómótstæðilegur! — Nei, en þegar þar að kem- ur — byrjaði Philippe. Hann rak upp skellihlátur, hreinasta og tærasta hljóð í heimi, Ó, pabbi, pabbi, skelfing ertu mótfallinn því að mig skuli langa í það sem þér datt aldrei í hug að sækjast eftir, alla þína virðing- arverðu þrældómsævi sem skikk- anlegur heiðursmaður og meira að segja lögreglan ber virðingu fyrir. Enda ekki við öðm að búast. Það er víst ekki hætta á að þú gerjr neitt af þér! — Ef þú hefðir sagt mér hvað þú vildir, sagði Michal hljóðlega, þá hefði ég' reynt að hjálpa þér. — Já, ójá. Ef ég hefði viljað eitthvað virðingarvert og skyn- samlegt og siðlegt að þínu á- liti. Siðgæði! Svei skítalyktinni! Michal sagði ekki neitt. Hvem- ig stóð á því að hann sá fyrir sér grýttan veg sem lá niður á við að girtri höfn? Hann hvarf og eftir sat hann tómhentur. Með erfiðmunum sagði hann: — Það er fleira til — stolt, hjartagæzka, tryggð ........ — Handa hverjum? — Nú handa sjálfum þér. Philippe leit á hann með ein- lægum undmnarsvip. Pabbi, þú trúir ekki þessu, þú trúir ekki þessu kjaftæði. Ekki í raun og veru/. Þú ert í rauninni enginn heimskingi. Hann hélt áfram með þreytulegri fyrirlitningu: Það er þetta sem ég get ekki sætt mig við — þessar vísvitandi lygar. Ég á við, að sumt fólk segir þetta vegna þess að það er svo heimskt og hefur aldrei á ævinni hugsað. Þú ert ekki heimskur, þú ert klókur á þinn hátt. Sorgin sem altók Michal var eins og sár og hann hefði verið að horfa á drenginn dmkkna án þess að geta hreyft hönd né fót tii að hjálpa honum. — Ó, guð minn góður, stundi hann. Ég* get ekkert gert. — Vertu ekki að reyna það, sagði Philippe heimskulega. Það er tilgangsiaust. — Veiztu ekki hvað ég var hreykinn af þér? — Ojú, jú. Og afbrýðisamur. Frá sorg til reiði er minna en eitt fótmál. Michal sagði hálf- kæfðri röddu: — Hvern fjandann áttu við? Philipppe brosti. Auðvitað varstu afbrýðisamur. Gamlir menn em ailtaf afbrýðisamir við okkur ungu mennina. Þeir geta ekki gert að því þótt .. Jafnvel áður en þú vissir um Ti...... Honum var ekki alis vamað, því að hann fór að stama og hélt áfram með breyttri röddu, sem var næstum biðjandi: Það var gjeggjað af henni að koma upp um sig. Ég hefði aldrei farið að nefna þetta. Og sjáðu tn, pabbi....... — Ég veit það eitt, að hvað sem fyrir þig kemur geturðu aldrei sokkið dýpra, sagði Mic- hal með ofsa. Philippe yppti öxlum. Ég skil big svo sem. En vertu ekki að þykjast vera betri eða göfugri en við hinir. Útundan sér sá Michal að Gaude skotraði til hans samúð- araugum, fullum af áhuga, og hann áttaði sig. — Ég þykist ekki eitt eða neitt. sagði hann. Ef ég gæti þurrkað út þetta — þetta sérstaka til- felli með því að lumbra á þér, þá myndi ég sjálfsagt gera það. Og þó, sagði hann hryggur á svip en með biturleik x röddinni. Ég hata þig ekki fyrir það, og þegar reiðin nær ekki tökum á mér, þá ásaka ég þig ekki einu sinni, Hví skylcE ég gera það? Þú ert eins -og guð geröi þig úr garði — jafnvel þótt þú vitir það ekki sjálfur. — Ef, sagði Philippe hæðnis- lega, ég hefði minnstu hugmynd um, hvað þú ert að tala um! Þögn, Michal hugsaði: Hann væri mér ekki glataðri þótt hann væri dauður. Hugsaðu þannig um þetta. Hugsaðu: Fyr- ir ári, fyrir fjórum árum, dó Philippe .... Blaður, tilfinninga- sjúkt rugl, hugsaði hann þurr- lega. Hann er bráðlifandi fyrtr framan mig, saurgaður af eigin höndum, ef til vill glataður, og þetta er stundin sem ég vel til að þurrka hann út. Hann var gripinn undarlegri tilfinningu: það var eins og sprunga opnaðist fyrir innan augun í honum og myrkrið úr henni hreinsaðist burt og hann hugsaði: Það er tilgangs- laust að hugsa um að elska fal- legt og elskulegt Sott barn, sem ekki er til, eða vera hreykinn' af fegurð þess og áhrifum henn- ar á fólk. Eins og nú er hefur hann ekkert að gefa mér. Get ég horft á hann eins og hann er, kuldalega og hörkulega og elsk- að hann? Kannski er það ekki gerlegt; ég er ekki þolinmóður maður. — Hamingjan góða, sagði hann snögglega. — Ég vildi gefa báðar hendur mínar til að geta hjálpað þér. Philippe bar fyrir sig hand- legginn eins og til varnar. Mig langar ekkert til að þú hjálpir mér, sagði hann ógnandi. Sízt af öllu þú. — Jæja, mér þykir það leitt, sagði Michal. Þú verður að kyngja þvf, en ég kenni í brjósti um þig, og ef ég gæti, þá myndi ég hlífa þér og treysta því að þú myndir vitk- ast. En það er ekki á mínu valdi, þú ert ekki á tmfnu valdi; þessa stundina get ég ekkert gert fyrir þig snnaö en að segja að ég hef engar sakir á hendur þér. Andartak hélt hann að piltur- inn ætlaði að falla saman. Það fóru viprur um andlit hans eins og þegar hann var lítill drengur að játa á sig einhverja barna- lega sök. Svo herti hann sig upp og sagði: — Stórkostlegt. En ég get ekki ímyndað mér eftir hverju þú ert að seilast — hvað þú heldur að þú græðir á þessu. Ertu kannski að sýna kristilegt umburðar- lyndi eða hvað? — Nei. — Hvaða fítus er þetta þá? — Svei mér ef ég veit það, sagði Miehal. En — þú sleppur ekki útúr þessu án þess að vera í fangelsi um tíma. Ég veit ekki hversu lengi það verður — en þegar því er lokið geturðu .... Hann hikaði, leitaði að orðum sem ekki myndu valda piltin- um gremju. En áður en hann hafði fundið þau orð, rak Philippe upp hlát-' ur. Nújá, þama kemur það. Að byrja aftur, ha? Æ, sami gamli pabbinn, — nokkrir dagar upp á vatn og brauð og strákur- inn verður feginn að komast aft- ur í eldhúsið og lifa heiðarlegu lífi. Þú heldur það já. En ég skai segja þér eitt — hann hall- aði sér áfram og augu hans ljómuðu af gáska og hann sýnd- ist ekki annað en sérlega falleg- ur og glaður piltur. Ég' skal aldrei láta undan, aldrei. Ég þórður sjóari 4683 — Um borð í snekkjunni er annar bátur settur út og sendur að landi til að sækja Þórð og hina særcu. Haderi kem- ur auðvitað með og andlit hans ljómar þegar hann stendur fyr- ir framan prinsinn, sem grípur hendur hans og þakkar hon- um fyrir. Nú fá þeir að heyra í smáatriðum hvað gerzt hefur. | Hassan þekkir kastalann og veit, að það er vonlítið, að frels- j un fanga þaðan takist. En h mn er ákveðinn í að hætta á hvað sem er. SKIPATRYGGINGAR ÚTGERÐARMENN. TRYGGJUM HVERS KONAR SKIP OG ALLT, SEM ÞEIM VIOKEMUR TRYGGINGAFÉLAGIÐ HEIMIR" LINDARGÓTU 9 • REYKJAVfK - S1M I 22122 — 21260 BYGGINGA VÖRUR ★ Asbest-plötur ★ Hör-plötur ★ Harötex ★ Trétex ★ Gips þilplötur ★ Wellit-einangrunarpiötur ★ Alu-kraft aluminpappír til húsa-einangrunar ★ Þakpappi, tjöru og asfait ★ lcopal þakpappi ★ Rúdugler MARS TRADING CO. H.F. KLAPPARSTfG 20 SÍMl 17373 Dátabuxur ov torolvnehnxur á drengi. — Leðurjakkar á stúlkur og drengi. Verzlun Ó.L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.