Þjóðviljinn - 22.02.1966, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 22.02.1966, Qupperneq 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINTJ — Þriðjndagur 22. febrúar 1966 urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurdur Guðmundssc Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjóf Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja. Sicólavörðust. 19. SimJ 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 95.00 á mánuði. Verzlunarhættír Bakkabræðra Stjórnarfrumvarpið um eigna- og afnotarétt af fasteignum Ráðherra heimilist að veita und- anþágu frá öllum takmörkunum — Einar Olgeirsson varar við hættunni og bendir á vaxandi til- hneigingu hjá ráðamönnum til að veita útlendingum réttindi hér ^sj'aldan hælast stjórnarblöðin um yfir stórauknu vöruframboði í verzlunum, og það svo mjög að málgagn viðskiptamálaráðherrans hélt því einu sinni fram að danskar húsmæður væru farnar að gera sér ferð hingað í leit að matvælum! Og víst er um það að margvíslegur varningur hrannast hér upp í verzlunum, allt heimsins kex, norsk síld, portúgalskar sardínur og vatn úr flestum þjóðlönd- um heims soðið niður í dósir. J]n þótt verzlanir séu hér fullar af vörum sem sum- ar hafa verið fluttar yfir hnöttinn hálfan, er einatt stórfelldur hörgull í höfuðborginni á þeirri matvöru sem mest er notuð, fiski. Við hælumst um yfir því að við séum mesta fiskveiðaþjóð veraldar, og á síðasta ári var sett nýtt met í aflamagni, en samt er svo ástatt vikum saman æ ofan í æ að ekki fæst ætur biti í fiskverzlunum. Þetta endem- issleifarlag í viðskiptamálum er einnig stórfellt fjárhagsatriði fyrir fólk; fiskur er langódýrasta mat- vara sem hér er á boðstólum, svo að fiskskortur jafngildir tilfirinanlegum neyzluskatti. En þótt út- gjöld neytenda aukist verulega af þessum sökum, er vísitalan auðvitað reiknuð út í samræmi við verðlag á fiski sem ekki fæst. ^ meðan stjórnarvöldin og þeir framtakssömu ein- sraklingar sem stunda kaupsýslu kunna ekki ráð til þess að hafa hér stöðugt á boðstólum í f jölbreyti- legu úrvali þá matvöru sem framleidd er í landinu sjálfu er ástæðulaust að miklast yfir óþrjótandi birgðum af innfluttum lúxusvarningi. Viðskipta- hættir af því tagi minna því miður meira á hátí- erni Bakkabræðra en nútímann. Tappi i hitaveitukerfínu yið Islendingar erum svo lánsamir að eiga heitt vatn í iðrum jarðar og það er hægt að nota til að hita upp híbýli manna. En það er líkt með heita vatnið og fiskinn; í ýmsum hverfum í höfuðborg- inni þrýtur það þegar mest þarf á því að halda; og þeir sem ekki geta kynt með eldsneyti sem flutt hefur verið yfir hnöttinn hálfan verða að kappklæða sig í vistarverum sínum líkt og útilegu- menn. J>egar fulltrúar Alþýðubandalagsins gagnrýndu þetta ástand í borgarstjórn fyrir skemmstu — í eitt skipti af óendanlega mörgum — lofuðu full- trúar meirihlutans því hátíðlega að það skyldi verða næsta verkefnið í hitaveitumálum að bæta úr þessu endemisráðleysi — enda borgarstjórnar- kosningar skammt undan. En úr þeim loforðum er engan yl að fá. Sleifarlagið stafar af því einu að ráðamenn borgarinnar eru orðnir værukærir og áhugalausir af langvinnum völdum; þeir eru tappí í hitaveitukerfi höfuðborgarinnar. — ir. Framhald 1. umræðu um eigna- og afnotarétt útlendinga af fasteignum hér á landi fór fram á fimmtudaginnn. Við fyrri hluta umræðunnar haföi dómsmálará'ðherra fallizt á að láta athuga það ákvæði frinn- varpsins, sem heimilar dóms- málaráðherra að veita undan- þágu frá öllum þeim takmörk- unum, sem annars eru í frum- varpinu settar um eignarrétt og afnotarétt útlendinga að fasteignum hér á landi. Hins vegar kom ekkert frá ráðherr- anum um breytingar á þessu ákvæði í gær og gerði Einar Olgeirsson að umtalsefni í ræðu er hann hélt, þá hættu, sem í því væri fólgin að veita ráðherra ótakmarkaða heimild til að veita undanþágu frá öll- um hömlum, sem lagðar eru við aðstöðu útiendinga til eigna og nytja á ísienzkri grund. í upphafi ræðu sinnar benti Einar Olgeirsson á að núgild- andi lög hefðu verið fullnægj- andi þar sem þjóðin hafði bar- 1 izt gegn útlendu valdi öldum saman og sá hugsunarháttur greyptur í íslenzka hugi að , íslendingar einír skyldu eiga afnotarétt og eignarrétt á ís- lenzku landi. Ráðherra, hver svo sem hann var, hlaut því að vera vörður þjóðarinnar um vald yfir hennar eigin auðlind- um. Síðan drap Einar á fossa- málin sem hann kvað sýna á nokkurn hátt hvað ráðherra- leyfi gilti. Öll vötn á íslandi nema Sogið voru komin í eigu útlendinga 1922-1923. Vötnin áttu erlend fossafélög, og í 4 ár stóð barátta um það á al- þingi, hvort bændurnir sem áttu jarðir að þessum ám, skyldu geta ráðstafað þeim að eigin geðþótta, einnig til út- lendinga. Þeir menn, sem börð- ust harðast á móti þessari skoðun voru Jón Þorláksson, Guðmundur Björnsson og Bjarni frá VogL Og þeim tókst að koma því ákvæði inn í lög,^ sem enn er um notkun vatns- orkurmar: „Eigi má umráöa- maöur vatnsréttinda virkja hluta af vatnsfalli, sem hefur meira en 500 eölishestöfl nema leyfi ráðherra komi til.“ Þess- ir menn álitu m.ö.o. tryggt að ráðherraleyfi nægði til þess að ekkert útlent félag fengi tök á neinum fallvötnum hér á landi. Og það var ekki fyrr en 23 ár- um síðir, hélt Einar síðan á- fram, að þetta breyttist með setningu raforkulaganna og rík- inu einu veitt heimild til að virkja. Og ein fyrsta afleiðing- in af þessari lagasetningu er sú, að árið eftir er Titan-félag- ið reiðubúið að selja Þjórsá og íslenzka ríkið keypti Þjórsá fyrir 3 milj. króna 1948. Titan hafði haldið eignarréttinum all- an þennan tíma, en vitað að ráðhérraleyfi þyrfti til, og því ekki að vænta að þeir gætu hagnýtt sér hann. ★_ En nú hefur hugsunarhátt- urinn hreytzt hjá íslenzkum ráöamönnum. Hann er ekki lengur >í fullu samræmi við hagsmuni islenzka ríkisins og okkar erfð. Og stærsti flokk- ur landsins, forystuflokkur í ríkisstjóm, hefur nú tekið upp baráttu fyrir sem víðtækastri aðstöðu útlendingum til handa hér á landi. Forsendurnar eru allt aðrar en þegar núgildandi lög voru sett. .★ Þessu lagafrumvarpi þarf að Rætt um atvinnu- leysistryggingarsjóð A föstudaginn kom til um- ræðu £ efri deild alþingis frumvarp ríkisstjórnarinnar um atvinnuleysistryggingasjóð og mælti félagsmálaráðherra fyrir frumvarpinu, en efni þcss er í meginatriðum það að Iána- heimild sjóðsins verði rýmkuð verulega. f framsöguræðu fé- Iagsmálaráðherra kom fram að útlánastarfsemi sjóðsins hefur verið gífurleg undanfarin ár, en hverfandi lítið hefur farið til atvinnuleysistrygginga. Björn Jónsson ræddi frum- varpid og sagði meðal annars að vegna lítils atvinnuleysis hefði komið til lítilla atvinnu- leysisgreiðslna úr sjóðnum. En ákvæði laga um greiðslur vegna atvinnuleysis væru líka úr sér gengin, enda hefðu lögin enn ekki sætt þeim breytingum, sem þó í þeim sjálfum væri gert ráð fyrir og því um laga- brot að ræða. Sagði Bjöm að samkvæmt lögunum hefði átt að endurskoða lögin eftir tvö ár frá setningu þeirra, en sam- komulag hefði enn ekki náðst um slíka endurskoðun, þó lög- in væm orðin 10 ára gömul. Bætumar úr sjóðnum væm því smánarlega lágar orðnar. Nefndi Björn, sem dæmi, að fjölskyldufaðir fengi aðeins 106 kr. á dag úr sjóðnum, og þyrfti hann þá að hafa verið atvinnulaus í 36 daga sl. hálft ár. En þetta biðtímabil þýddi að fjölskyldufaðir með þrjú börn á framfæri, fengi aðeins röskar 1000 kr. á mánuði, væri hann atvinnulaus í tvo mán- uði. Bjöm sagði að slík ákvæði hefðu verið eðlileg í upphafi er sjóðnum var að vaxa fisk- ur um hrygg, en nú löngu úr- elt. 1 sambandi við afgreiðslu þessa máls í nefnd yrði að at- huga þetta atriði sérstaklega og því yröi að breyta hvað sem öðm liði. Það væri líka í sam- ræmi við álit hinna skráðu eigenda sjóðsins, verkalýðsfé- laganna í landinu. Fleiri töluðu ekki og var málinu vísað til 2. umræðu og félagsmálanefndar. 1 breyta í þá átt, sem stjómar- andstöðuflokkarnir leggja til, svo engin hætta sé á því að einn ráðherra falli í þá freistni að misnota vald sitt. Ef lögiri verða afgreidd eins og ríkis- stjórnin Ieggur til er hættulega mikið vald lagt í hendur ráð- herra, sem síðar meir getur komið alþingi og þjóðinni allri í koll. Eg hvet alla aþingis- menn til að íhuga hvaða hætta er hér á ferðum, sagði Einar Olgeirsson að lokum. — Um- ræðunnl lauk, en atkvæða- greiðslu frestað. Orðsending frá Stjömuljósmyndum Eins og að undanförnu önnumst við allar mynda- tökur á stofu og í heimahúsum. Passar, barna-, fjölskyldu- og brúðarmyndatökur. Förum í verksmiðjur og heimahús með stuttum fyrirvara. — Kirkjubrúðkaup og veizlur um helg- ar ef þess er óskað. Fyrir minni borgarana: 8 stillingar í veski. Fyrir hina vandlátu: Myndir í ekta litum. Nú er rétti tíminn fyrir skólaspjöldin. Pantið með fyrirvara, sími 23414. — Stofan opin allan dagjnn að Flókagötu 45. Engin vandræði með bíla. Stjömuljósmyndir. BÍLARAF SF. ! TiLKYNNIR \ Höfum flutt verkstæði vort frá Rauðarár- , stíg 25 að Höfðavík við Sætún (gamla netagerðin). Innkeyrsla hjá Þresti v/Borgartún — einnig Sætúnsmegin. yerkstæðið Höfðavík v/Sætún Sími 2-47-00 Verzlunin Hverfisgötu 108 Sími 2-1920. LEXICON POETICUM UPPSELD Ljósprentunin af Lexicon Poeticum, 2. útg. Finns Jónssonar 1931, sem væntanlega kemur út í apríl—maí, í 500 eintaka upp- lagi, er nú öll fyrirfram seld hjá útgef- anda. Getum enn tekið við nokkrum pöntunum á því sem við eigum frátekið af upplaginu. Hafnarstrœti 9 Símar 11936 — 10103. SnobjörnIíónssonxG».h.f THE ENGLISH B00KSH0P

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.