Þjóðviljinn - 07.04.1966, Side 3

Þjóðviljinn - 07.04.1966, Side 3
( Fimmtudagur 7. apríl 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA J Árni Björnsson: A SOGUSLOÐUM IDOLUMVESTUR Sá sem ferðast vestur í Dali fer naumast til að sjá óvenju- legt landslag eða náttúruund- ur. Slíkt er þar varia til. Frá almennu sjónarmiði munuDal- irnir trúlega teljast fremur snotur og vinaleg sveit, þótt Dalamönnum sumum þyki hún’' að sjálfsögðu öðrum fegurri. Það sem einkum gerir Dala- sýslu markverða er hin mikja sögufrægð hennar, því að hvergi á landjnu munu vera jafnmargir þekktir sögustaðir á jafnlitlu svæði. Hún er ^ví tilvalin fyrir þá, sem eru enn svo þjóðlegir að hafa lifandi áhuga á sögu okkar og bók- menntum. Verður hér því eink- um fjallað um hluti af því taginu. Á miðri Bröttubrekku eru sýslumörk Mýra- og Dalasýslu og er þar nú mæðiveikigirð- ing til frekari áréttingar. Um Jeið' og farið er niður efstu beygjuna á þjóðveginum niður í Suðurárdalinn blasir við nær Járétt grasflöt allstór neðan við klettana í fjalli því, sem Bani heitir. Nefnist hún Grett- isbæli og er sagt aiý Grettir Ásmundsson hafi hafzti þar við um tíma og setið fyrir mönn- um, sem ætluðu yfir Bröttu- brekku. Þangað sést hvorki neðan úr dalnum né af gamla veginum, en hins vegar má sjá úr Grettisbæli langt niður eftir Sökkólfsdal og inn Suð- urárdal. Þarna fyrir neðan lét Grettir lausan Þórodd Snorra- son. því að hann kvaðst ótt- ast ..hærukarlinn Snorra goða“ föður hans. . Nú er komið niður í Mið- dalasveit og gengur brátt dal- ur til vinstri. sem kallast Hundadalur. Þar leyndist Stíg- andi, sonur galdrakindanna Kotkels og Grímu eitt sumar og var í þingum við f járgæzlu- konu þar, en hún var keypt til að svíkja hann í h-endur ó- vina sinna, meðan hann svaf í kjöltu hennar. í Hundadal vó Þorgeir Hávarsson tvo menn framan við kvíar af mögru tilefni sem hans var venja. Undir hlíðinni milli Hundadals og næsta bæjarfyr- ir vestan mun verið hafa stakkgarðurinn, sem Vatns- firðingar vörðust í, er Sturlá Sighvatsson lét drepa þá 1232. í miðri Miðdalasveit stend- ur fell eitt mikið og heitir Sauðafell. Suðvestan í fellinu er samnefndur bær og ber nokkuð hátt. Þar hefur margt sögulegt gerzt. í einn tíma bjuggu þar hjónin Þorbjörn og Rannveig og var hann hinn „mesti ójafnaðarmaður", en liún „heimsk og harðráð", enda vó Króka-Refur Þþrbjörn þar í lokrekkju. Frægasti við- burður þar á Sturlungaöld er Sauðafellsför þeirra Vatnsfirð- inga Þórðar og Snorra í janú- ar 1229, er þeir ætluðu að drepa Sturlu Sighvatsson, en hann var floginn úr hreiðr- inu. Komu Vatnsfirðingar fram af fáheyrðri grimmd við heímilisfólkið. Fyrir utan við- burði Sturlungaaldar er Sauða- fell þekktast fyrir það sem »gerðist haustið 1550, er Jón biskup Arason og synir hans voru fangaðir þar af Daða í Snóksdal í sjálfri kirkjunni, en þar var kirkja til ársins 1919. Hlíðin'til hægri, þegar kom- ið er vestur fyrir' Sauðafell, nefnist Náhlíð. Vestan til við hana miðja er kirkjustaðurinn Kvennabrekka. Þar lá Króka- Refur í öskustó, unz hann gerðist garpur. Þar fæddist Leirulækjar-Fúsi og bróður- sonur hans, Árni Magnússon handritasafnari. Kvennabrekka átti selstöðu fram á Geldinga- dal, og var Matthias Jochums- son skáld þar selsmali í æsku. Fyrir neðan og vestan Ná- hlíð stendur bærinn Harra- staðir á sléttlendinu milli Haukadalsár og Miðár. Lax- dæla segir staðinn kenndan við hinn ágæta forystuuxa Ó- lafs pá. Harri var „apalgrár að lit, meiri en önnur naut. Hann hafði fjögur horn; voru tvö mikil og stóðu fagurt, hið þYiðja stóð í loft upp, hið fjórða stóð úr enni og niður fyrir enni honum; það var brunnvaka hans; hann krafs- aði sem hross. Einn fellivetur mikinn gekk hann úr Hjarð- arholti og þangað, sem nú heita Harrastaðir, i Breiða- fjarðardali; þar gekk hann um F&rðamannaþjónusta Benzín — olíur — smurning bíla. FerðájVÖrur margskonar. Öl, sælgæti — tóbak — niðursuðuvörur. SöluskáSinn BÚÐ Búðarrla!. Dalasýslu. véturinn með sextán nautum og kom þeim öllum á gras.“ Þessi saga er ekkí ótrúleg, því að beit er mjög góð í Harra- staðalandi. Skammt frá Harrastöðum, en áustar, í landi Stóra-Skógs (Þykkvaskógs), eru leifarnar af Leiðarhólmi, þa'r sem leið- arþing voru haldin fi m undir 1700 og virðist hafa verið mik- ill samkomu- og skemmtana- staður með hestaþingum o.fl. En frægastur er hann fyrir hina svonefndu Leiðarhólms- skrá eða „samþykktarbréf Bændanna í móti Biskupanna ofriki hér í landi“, sem þar var gerð árið 1513 „af beztu mönnum landsins fyrir norð- an og vestan“ undir forystu Björns Guðnasonar í Ögri. Var það ein síðasta tilraun leik- manna fyrir siðaskipti til að sporna við yfirgangi katólsku kirkjunnar. Miðá er nú óðum að brjóta hólmann niður. Hon- um virðist ekki hlífa neinn hulinn verndarkraftur. Haukadalur nefnist næsta sveit fyrir norðan Miðdali. . Hann liggur til austurs langur en fremur þröngur, sumarfag- ur en snjóþungur. Neðst í hon- um er allstórt og rnjög djúpt vatn, Haukadalsvatn. í því segja þjóðsagnir vera sækýr með blöðru á nösum. Samkvæmt því náðust eitt sinn níu slíkar kýr á Vátnshorni, þar sem bóndanum tókst að sprengja blöðruna á þeim með barefli.<|>- Þær voru sægráar og af þeim komið gott kúakyn í Dölum. Sagt er að vatnið hafi undir- göng við sjóinn og þykjast menn oft heyra undarlegar dunur í því. Eftir dalnum rennur Haukadalsá í vatnið og úr því. Er í henni talsverð laxveiði ’neðan vatns. Þekktastur bær í sunnan- verðum dalnum er Jörfi, þar sem Jörfagleðin var haldin, al- ræmdasta gleðisamkoma á ís- landi fyrr og síðar. Ekki er vitað með vissu, hvenær hún var haldin, en hún var bönn- uð 1695 og fyrir fullt og allt 1708, því að hún þótti efla ó- sið í landinu, enda segir sag- an, að í hinni síðustu hafi komið undir 19 börn, en ein stúikan hafi orðið að lýsa 18 feður að barni sínu, áður en hún hitti hinn rétta. Elzta heimild segir, að hún hafi jafnan verið haldin á kross- messu á haust (14. sept.). Sagt er að gleðin hafi verið sótt af fól'ki úr öllum Breiðafjarðar- dölum og allt utan af Barða- strönd og Snæfellsnesi, en kaupafólk hafi ekki viljað ráða sig í vinnu nema með því skilyrði, að það mætti fara til gleðinnar. Upp úr Haukadal liggur Haukadalsskarð yfir í Stranda- sýslu og var alfaraleið milli sýslnanna fram á þessa öld. Þar sátu Þórissynir fyrir Atla bróðUr Grettis á Bjargi og börðust við hann og féllu. Vetrarhart hefur verið á skarð- inu og margir borið þar bein- in, eins og vísan sú arna bend- ir á: Haukadalsskarð ég muna má, mín kona eftir frosin lá, litla Borga til jarðar hné, strákurinn Brynki stóð sem tré. .Telejújá, jelejújá. Neðarlega i norðanverðum dalnum, rétt austan við kirkju- staðinn Stóra-Vatnshorn, hafa Eiríksstaðir verið. Þar bjó Ei- ríkur rauði, og þar mundi Kvennabrekka í Dölum. Útsýn til Hvammsfjarðar og Skógarstrandar. Leifur heppni vera fæddur. Tóttaleifar hafa verið grafnar þar upp, en Haukadalsá brýt- ur nú óðum land Eiríksstaða og telja sumir, að sitthvað tóttakyns sé komið í ána. Sé nú haldið áfram Vest- urlandsveg, er brátt komið inn í Laxárdalshrepp. Fyrst- ur frægra bæja þar er Hrútsstaðir, þar sem Hrút- ur Herjólfsson bjó. Þar vó hann á gamals aldri Þjóst- ólf þræl Hallgerðar langbrók- ar, og á þessum stað fóru fram hinar óhægu ástir hans og Unnar Marðardóttur. Og þar ginnti Gunnar á Hlíðar- enda Hrút í gervi Kaupa-Héð- ins eftir ráðum Njáls á Berg- þórshvoli. Fyrir vestan túnið er Eldgrímsholt, þar sem Hrútur, áttræður að aldri, vó Eldgrím, er hann vildi. stela hrossum. Þar fyrir norðan teygist Kambsngs, sem mynd- ar holuna upp í ilina á Hvammsfirði, og ku draga nafn af því að Auður djúp- úðga hafi týnt þar kambi sín- um. Síðan tekur við sjálfur Lax- árdalur til norðausturs. Annar bær á vinstri hönd er Hösk- uldsstaðir. Þar bjó Höskuldur Dala-Kollsson og þar fæddist Hallgerður langbrók og dvald- ist milli giftinga sinna. Þar fæddi Melkorka hin írska Ó- laf pá. Lækur fellur fyrir neð- an túnbrekkuna og er þar notalegur hvammur í hvarfi frá bænum. Þar mundi Mel- korka hafa setið á tali við Ólaf son sinn tvævetran í hinni fallegu frásögn Laxdælu er Höslíuldur kom að þeim mæðginum óvörum. Fremsti bær í dalnum er Sólheimar, en þaðan liggur leiðin til Hrútafjarðar yfir Laxárdalsheiði. Tíðum hefur Páll lögmaður Vídalin riðið þá heiði, t.d. er hartn kvað þessa vísu í Sölvamannagötum: Einatt liggnr illa á mér, ekki eru vegir fínir. Heilir og sælir séuð þér snjótittlingar mínir. hvort sem hún á nokkuð við leiðina yfir heiðina. Sólheim- ar eru einna þekktastir fyrir Sólhéima-Móra, er var helztur draugur í Dalasýslu til skamms tíma. í Laxá rétt neðan við túnið á Svalhöfða er Sól- Heimafoss, ógengur laxi, en mikið af honum í hylnum undir og erfitt að veiða hann þar, enda var þjóðtrú, að „laxamóðirin“ héldi sig þar. Norðan Laxár neðst í dain- um standa Hjarðarholt og Hrappsstaðir. Á hinum síðar- nefnda b"æ bjó Hrappur, sem lét grafa sig standandi í eld- húsdyrum, svo að hann mætti vendilegar sjá yfir hýbýli sín, gekk aftur og gerðist hálfu verri en í lifanda lífi. Hjarð- arholt reisti Ólafur pá, bjó þar við rausn með Þorgerði Egilsdóttur Skalla-Grímsson- ar, og þar uxu upp fóstbræð- urnir Kjartan Ólaf-sson og Vetur og sumar býður Hreðavatnsskálínn gesti sína velkomna ávallt til reiðu allar almennar veitingar. Þar eru Auk þess tjaldstæði fyrir ferðafólk. Fyrirgreiðsla ef bíllinn bilar. Hjólbarðar á minni bíla- *£> Benzín- og olíusala — Símstöð. # MUNIÐ, að Hreðavatnsskálinn er opinn allt árið. VERIÐ VELKOMIN ! Hreðavatnsskálinn Hvítárskálinn við Hvítárbrú er í hvers manns leið. Þar er ávallt á boðstólum: Ö1 — sælgæti — tóbak. Heitar pylsur. Benzín- og olíusala. VERIÐ VELKOMIN í Hvítárskálann við Hvítárbrú. — Opnar 1. maí.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.