Þjóðviljinn - 07.04.1966, Side 5
Fimmtudagur 7. aprfl 1966 — ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 5
Halldór Ólafsson:
FERÐALEIÐIR Á VESTFJÖRÐUM
Þjóðviljinn hefur beðið mig
að skrifa ferðaþátt um Vest-
firði og lýsa því helzta, sem
kann að bera fyrir augu og
eyru þeirra, sem leggja leið
sína um þennan landshluta.
Ég lét tilleiðast að verða við
þessum tilmselum, þó að mér
sé ljóst, að til þess er ég
ekki eins fær og æskilegt
væri.
í haust eru liðin 7 ár síðan
Vestfirðir komust í samband
við aðalvegakerfi landsins, það
var þegar Vestfjarðavegur var
opnaður til umferðar haustið
1959. Síðan hefur mikill ferða-
mannastraumur verið hingað
vestur á hverju sumri. Þeir
munu þó margir, sem enn hafa
ekki komið á þessar slóðir
landleiðina, og þeim ætla ég
nú að bjóða í „svosem“-ferða-
lag um Vestfirði, eins og
krakkarnir mundu segja.
Við hefjum þetta ferðalag
okkar í botni Gilsfjarðar.
Tveir bæir eru þar við fjarð-
arbotninn, og er örskammt á
‘milli þeirra. Þessir bæir eru
Kleifar, nyrzti bæri'nn í Dala-
sýslu, og Brekka syðsti bærinn
í Barðastrandarsýslu. Úr
fjarðarbotninum liggur vegur-
inn út með Gilsfirði. Á einum
stað eru þar klettar gnæfandi
niður í fjöru og hefur orðið
að sprengja úr þeim til þess
að fá veginn nægilega breiðan.
Það var undir þessum kletti,
sem graðungurinn, er vest-
firzkir galdramenn mögnuðu,
réði niðurlögum karlsins og
kerlingarinnar, sem fluttu
Svartadauða yfir landið, að
því er þjóðsagan segir.
Við ökum nú áfram að
Bjarkalundi, þar sem við ætl-
um að gista um nóttina. För-
um framhjá kirkjustaðnum
Garpsdal og komum við í
verzlunarhúsi, sem Kaupfélag
Króksfjarðar hefur byggt fast
við bjóðveginn og veitir ferða-
fólki margskonar fyrirgreiðslu
og þjónustu. Aðalstöðvar kaup-
félagsins eru hinsvegar í
Króksfjarðarnesi, en þangað
er örstutt akbraut. Þar er að-
alverzlunarstaður Austur-
Barðstrendinga, en félagið hef-
ur útibú á Reykhólum.
Um nóttina gistum við í
ÍBjarkalundi, eins og ákveðið
hafði verið. Við notum kvöld-
; ið til að skrepa út að Reyk-
hólum og Stað á Reykjanesi.
Reykhólar hafa frá landnáms-
öld verið sögufrægt höfðingja-
setur, enda eru þar hlunnindi
mikil og önnur jarðargæði. Nú
er á Reykhólum prestssetur og
læknissetur, heimavistarbarna-
skóli og tilraunastöð fyrir
landbúnað. Raddir eru uppi
um að koma þar á þang-
vinnslu og gera staðinn að
byggðarkjarna fyrir _ Austur-
Barðastrándarsýslu. Á Reyk-
hólum fæddist Jón Thoroddsen
skáld og margt hefur búið þar
merkismanna.
Staður á Reykjanesi var áð-
ur prestssetur. Þar er rúmlega
100 ára gömul kirkja í vörzlu
þjóðminjavarðar. Um hana og
gömlu kirkjuna á Reykhólum
hefur Hörður Ágústsson list-
málari skrifað í tímaritið Birt-
ing, 1.—2. hefti 1962. Hann
telur þær báðar „byggingar-
listarverðmæti“, en Staðar-
kirkju fegurri fyrir margra
hluta sakir. Á leiðinni til
Reykhóla er Barmahlíð, sem
Jón Thoroddsen orti um kvæð-
ið Hlíðin mín fríða, sem allir
kunna-.og syngja. Á þessari
leið er einnig bærinn Miðhús,
þar fæddist Gestur Pálsson.
Eftir ágæta nótt í Bjarka-
lundi, höldum við ferðinni á-
fram og ökum eins og leið
liggur um Skógaháls og fram-
hjá Skógum, fæðingarstað
Matthíasar Jochumssonar. Þar
eru ættmenn hans nú að
rækta skógarlund, er ber nafn
skáldsins. Næst komum við að
Kollabúðum, hinum forna
þingstað Vestfirðinga. Þar má
enn sjá búðarrústir frá Kolla-
búðafundum.
Frá Kollabúðum er um tvær
að velja, leiðina norður yfir
Þorskafjarðarheiði að Djúpi
og „hina leiðina", þ.e. vestur
Barðastrandarsýslu. í þetta
sinn förum við „hina leiðina“.
Fyrst liggur vegurinn yfir
Hjallaháls í Djúpafjörð. Þar
í fjarðarbotninum er Djúpidal-
ur. Þar fæddist hinn þjóðkunni
forvígismaður íslenzkrar sjálf-
stæðisbaráttu, Björn Jónsson,
ritstjóri og ráðherra. Úr
Djúpafirði er farið yfir Ó-
drjúgsháls í Gufufjörð. Þar er
kirkjustaðurinn Gufudalur,
sem var prestssetur lengi, en
er nú annexía frá Reykhólum.
Nú höldum við áfram út
með GufUfirði og fyrir Skála-
nes, síðan inn með Kollafirði
austanverðum og áfram yfir
Klettaháls, sem er milli Kolla- *
fjarðar og Kvígindisfjarðar.
Þegar þangað kemur, liggur
leiðin út með firðinum að vest-
an, fyrir Váttarnes, kringum
Vattarfjörð og yfir Eiðið; milli
hans og Kerlingarfjarðar. Þá
tekur við Þingmannaheiði,
löng og leiðinleg og ill yfir-
ferðar oft og tíðum. Vegabæt-
ur þar eru eins litlar og frek-
ast verður komizt af með, þar
sem vegur um heiðina á að
leggjast niður, en nýr vegur
að koma um Litlanes og
Hj arðarnes til Vatnsfjarðar.
Verður það áreiðanlega miklu
skemmtilegri leið. en talsvert
lengri að kílómetratölu.
-s>
Leiðin til Vestfjarða liggur
um Króksfjarðarnes
1
Vér bjóðum allt ferðafólk velkomið í hin nýju
húsalcynni vor. — Vér munum kappkosta að hafa
á boðstólum sem flestar vörur, er ferðamenn van-
hagar um.
Kaupfélag Króksfjarðar
/
Króksf j arðarnesi.
ii
—
Á þeirri leið, sem við höf-
um nú lagt að baki, er margt
fagurt og skemmtilegt að sjá.
Landslag er þarna sérkenni-
legt. Víða eru djúpir dalir inn
úr fjarðarbotnunum, snjóa-
kistur miklar á vetrum, en
gróðursælir á sumrum. í suðri
blasir Breiðafjörður við með
sínum óteljandi eyjum og
skerjum, og í fjarska Snæ-
fellsnesfjallgarður, Snæfells-
jökull og fjöllin í Dalasýslu.
Með fram ströndinni má víða
sjá seli á steinum og skerjum
horfandi forvitnum augum á
umferðina.
Þegar komið er vestur yfir
Þingmannaheiði, sem er með
öllu gróðurlaus, skiþtir lands-
lagið um svip. Landið er víða
kjarri vaxið og á stöku stað
má sjá reyniviðarhríslur. Mest
er skóglendið í Vatnsfirði og
þar er sérstaklega fagurt um
að litast. Barðstrendingafélag-
ið rekur þar veitingaskála og
er nú sannarlega mál að fá
sér hressingu. Ekki fæst gist-
ing í skálanum, en þarna eru
víða ágæt tjaldstæði og sil-
ungsveiði í vatninu.
Úr Vatnsfirði liggur leiðin
norður yfir fjöll í Dynjandis-
vog í Arnarfirði. Á þeirri leið
er fjöldi örnefna, sem ég kann
ekki skil á, en minnugur þess,
að „landslag yrði lítils virði,
ef það héti ekki neitt“ eins og
Tómas segir, vil ég nefna ána
Pennu, Hornatær, Tröllaháls
og Smjördali, en það nafn
bendir til þess, að á þessari
klettaauðn leynist sumstaðar
kjarnagras. Á þessari leið er
myndastytta ein mikil, sem
vegagerðarmenn byggðu á sín- v'
um tíma. Þykir mörgum hún
bera svip Hákonar fyrrv. al-
þingismanns og bónda í Haga.
Þegar komið er í Dynjandis-
vog, vekur Fjallfoss, hár og
tignarlegur mesta athygli.
Þaðan liggur vegurinn áfram
fyrir Meðalnes, kringum Borg-
arfjörð og útmeð Arnarfirði
norðanverðum að Hrafnseyri,
fæðingarstað Jóns Sigurðsson-
ar. Þar er nú gistihús og
greiðasala og mjög staðarlegt,
svo sem vera ber. í sunnan-
verðum botni Borgarfjarðar er
Mjólkárvirkjun, raforkustöð
Vestfjarða, sem nú sendir ljós
og yl um mestan hluta vest-
firzkra byggða.
Við höfum að þessu sinni
stutta viðdvöl að Hrafnseyri.
Fáum okkur hressingu, lítum
á íjiinnismerki Jóns Sigurðs-
sonar þar á túninu og skoðum
gaflhlaðsbrot, sem enn stend-
ur, úr gamla bænum, en und-
ir því er talið, að rúmið, sem
Jón Sigurðsson fæddist í, hafi
staðið.
Frá Hrafnseyri ökum við á-
fram Hrafnseyrardal yfir
Hrafnseyrarheiði að Þingeyri.
Við sjáum flugvöll Þingeyr-
inga á Söndum, prestssetrinu,
sem nú er í eyði, þar sem
presturinn er fluttur að Þing-
eyri. Þarna gnæfir Sandafell
svipfagurt og tignarlegt, en
upp á það liggur akvegur af
þjóðveginum. Þann veg gerðu
Þingeyringar fyrir nokkrum
árum í sjálfboðavinnu. Er
hann mikið notaður af ferða-
fólki, en á fellinu er fagurt út-
sýni. Sandafell og Mýrafell,
sem er norðanmegin fjarðar-
ins beint á móti, þykja ein
mesta prýði Dýrafjarðar. Á
Þingeyri er greiðasölustaður.
Stærsta verzlunin þar er
Kaupfélag Dýrfirðinga, en auk
þess nokkrar verzlanir í einka-
eign. Þar er blómleg útgerð.
Frá Þingeyri er ekið kring-
um Dýrafjörð. Fyrir botni
fjarðarins er talsvert skógar-
kjarr og mjög vinalegt. Allur
er fjörðurinn sérstaklega fagur
yfir að líta. Norðan við fjörð-
inn utarlega er menntasetrið
Súðavík við Álftafjörð (við ísaf jarðardjúp).
Núpur, en þangað höfum yið
ekki tíma til að skreppa. Á
þessari leið ökum við framhjá
Frampesi, sem er norðan við
fjörðinn, næstum því beint á
móti Þingeyri, en spölkorn
innar. Þar var hvalveiðistöð
fyrir og eftir s.l. aldamót.
Framnes er í Höfðalandi, þar
sem fræðaþulurinn Sighvatur
Borgfirðingur bjó.
Við ökum nú áfram yfir
Gemlufallsheiði, niður Bjarna-
dal og um Önundarfjörð, sem
er ein blómlegasta og grösug-
asta sveitin á þessum slóðum.
Merkasti staðurinn í Önund-
arfirði er prestssetrið Holt,
þar fæddist Brynjólfur biskup
Sveinsson, og í kirkjunni þar
eru varðveittir tveir kerta-
stjakar, miklir og fagrir, frá
föður hans séra Sveini Símon-
arsyni. í Holti er heimavistar-
skóli. Utar við fjörðinn er
þorpið Flateyri, spölkorn fyrir
innan það er Sólbakki; þar
var hvalveiðistöð fyrir og eftir
síðustu aldamót og seinna síld-
aryerksmiðj a.
Úr Önundarfirði liggur veg-
urinn fram Breiðadal. yfir
Framhald á 14. síðu.
FERÐAMEN N
Líggi leið yðar landleiðina frá VestfjörSum eSa til, fariS
þér um hlaS í Bjarkalundi og Vatnsfjarðarskála.
í Bjarkalundi
bjóSum vér ySur gistingu í vistlegum herbergjum, ásamt
máltíSum og hnnarri þjónustu,
í Vatnsfirði
ýmiskonar veitingaý í fögru og friSsælu umhverfi.
Benzín- og olíusala á báðum stöðum.
Barðstrendingafélagið í Reykjavík