Þjóðviljinn - 07.04.1966, Side 7
Fimmtudagur 7. apríl 1966 — ÞJÖÐVIL.IXNN — SlÐA 'J
Sfarrí Biörgvinsson:
ÍMÝVATNSSVEIT
Þjóðviljinn hefur snúið sér
til Starra Björgvinssonar í
Garði í Mývatnssveit og beðið
hann að lýsa sveit sinni til
fróðleiks fyrir náttúruskoð-
ara og ferðalanga. Hann er
staddur upp á heiðarbrún
Hofstaðaheiði, begar hann hef-
úr lýsingu á þessari undur-
fögru sveit.
Neðan við heiðarbrúnina,
þar sem við erum stödd, blas-
ir Laxá við sjónum. Rennur
hún þar milli ótal grasi- og
víðívaxinna hólma og er hún
þá að hrrða skriðjð norður
Laxárdal.
Áður hefur Laxá runnið all-
langa leið til vesturs frá Mý-
vatni. Oft er tglið, að Laxá sé
fegursta á á íslandi og má
það vel vera. Eitt er víst, fög-
ur er hún og sé gengið eftir
bökkum hennar einn dag, þá
er þeim degi vel varið.
í nokkurri fjarlægð frá
heiðarbrúninni, þá sjáum við
vatnið, en til að sjá er það
ekki ein samfelld heild. Ó-
kunnugum gæti dottið í hug,
að hér væri um fleira en eitt
st.öðuvatn að ræða. Það gerir
hversu Mývatn er vogskorið
og auk þess er í því fjöldi,
hólma og eyja.
Þetta er eitt af þess sér-
kennurr og er eitt af því, sem
gerir vatnið svo fagurt. Ekki
veit ég hvað strandlengja Mý-
vatns er löng með fjöruborði,
en óralöng er hún miðuð við
flatarmál vatnsins.
Engum vildi ég ráðleggja að
ganga þá leið á einum degi,
en skemmtilegt ferðalag væri
það fyrir þann, sem vildi
leggja það á sig að svkoða dá-
semdir náttúrunnar, — ekki
vantar fjölbreytnina, þar eð
sífellt ber nýtt fyrir augun. Ef
við förum sem leið liggur
sunnan við vatnið, þá komum
við fyrst að Mývatni hjá bæn-
um Álftagerði. Þaðan er góð
sýn yfir samfelldasta hluta
Mývatns. Örstutt er að næsta
bæ. Það eru Skútustaðir. Milli
bæianna er myndarleg bygg-
ing bama-. o« unglinga- og
heimavistarskóla.
Á Skútustöðum er kirkja og
prestssetur. (Sjá Reykdælu og
Víga Skútusögu). Svo og sam-
komustaður Mývetninga um
langan aldur, enda eru Skútu-
staðir mjög miðsveitis, því að
nokkrir bæir í sveitinni eru
til suðvesturs og vesturs frá
Skútustöðum og standa ekki
við vatnið né eiga land að því.
Á Skútustöðum er félags-
heimili sveitamanna og ber
það nafnið Skjólbrekka. Ný-
legt hús og rúmgott og vandað
og ómetanleg lyftistöng fyrir
félagslíf í sveitinni. Á þessum
fornfræga bæ er mjög víðsýnt
og sé gengið upp á hólana í
grennd við Skútustaði, — til
dæmis Kleifarhól eða Fellshól
fæst hin ákjósanlegasta yfir-
sýn yfir sveitina og umhverfi
hennar og hið fegursta útsýni.
Suður frá Skútustöðum er
afar láglent og votlent svæði,
sem einu nafni nefnist Sam-
engjar. Þar voru áður höfuð-
slægjulönd Mývetnjnga og hey-
skapur stundaður þar víða að
úr sveitinni. Nú er þetta
breytt sem annað með breytt-
um búskaparháttum og auk-
inni ræktun.
Næsti bær austan við Skútu-
staði er Garður. Stendur sá
bær við suðausturhorn vatns-
ins og þar austan við túnið
beygir vegurinn til norðurs
með vatninu að austan. Hjá
Garði teygir Ódáðahraun anga
sína niður að vatninu. Er það
dökkt og víða úfið yfir að líta
og mjög sandborið.
Með allri austurströnd Mý-
vatns gengur hraunið niður að
vatninu, en eftir því sem norð-
ar dregur, er það gróið og
vaxið skógi.
Mývatn sprettur upp undan
hraunjaðrinum og eru þar
víða kaldavermsl, svo er það
til dæmis um vogana hjá Garði
og Kálfaströnd. Þar er hitastig
vatnsins sama sumar og vetur
enda eru vogarnir auðir á
vetrum, þó að annað af vatn-
inu sé ísi langt. Kálfaströnd
er syðsti bær við Mývatn að
austan. Kálfaströnd á ein-
hverja sérkennilegustu land-
areign, sem þekkist og má þar
ýmsar furður líta, ef í næði
er skoðað. Úr landi Kálfa-
strandar er byggður bærinn
Höfði, — upphaflega af þjóð-
hagasmið og hugvitsmanni,
Bárði Sigurðssyni, sem byggði
þar sér bæ og stundaði hand-
iðn sína. Þegar hann fluttist
þaðan árið 1930, þá keypti
Héðinn heitinn Valdimarsson
býlið og gerði að sumarbústað
sínum. Byggði hann þar snot-
urt hús og lét þegar hefja
i i
trjárækt. Hefur ekkjan lagt
alúð við að prýða staðinn á-
fram, þar sem Héðinn féll frá
og er Höfði einn allra fegursti
staðurinn, sem fyrirfinnst i
þessari sveit, — bæði frá hendi
guðs og manna. Ættu sem
flestir ferðalangar að ganga
upp á Höfðann. En gangið þar
gætilega um, svo að ,þið troðið
ekki það sem eljusamar hend-
ur hafa vel gert til prýðis og
yndisauka.
Næsti bær þar fyrir norðan
er Geiteyjarströnd. Þar uppi
í hrauninu eru hinar frægu^
Dimmuborgir og norðan við
túnið liggur VQgur austur að
borgunum.
Ekki mun ég gera neina til-
raun til að lýsa Dimmuborg-
um, en sjálfsagt er að koma
ekki svo í Mývatnssveit, að
þær séu látnar óskoðaðar. Það
er staður, sem kemur ferða-
manninum á óvart með allar
sínar kynjamyndir.
Næsti bær eða bæjaþorp eru
Vogar, — norðan við Geiteyj-
arströndina. Þar eru sjö íbúð-
arhús og myndi vera kallaður
góður vísir að byggðarkjarna
eins og það heitir á nútíma-
máli, enda er þá skammt að
Reykjahlíð, sem ekki síður
gæti heitið sama nafni. Reykja-
hlíð er þorp og nýtt höfuðból
og á landareign svo víða, að
þess eru fá dæmi eða engin á
landi hér. Það eru Mývatns-
fjöll og Mývatnsöræfi og eru
það höfuðafréttarlönd Mývetn-
inga.
í Reykjahlíð eru krossgötur,
því að þaðan liggur vegurinn
til Austurlands yfir Mývatns-
fjöll, — núna hjá Jökulsá á
Grimsstöðum.
Hér er einskonar endastöð
fyrir ferðafólk og hefur svo
verið um langan aldur, enda
eru þar starfandi nú tvö sum-
arhótel, Hótelig í Reykjahlíð
og Hótel Reynihlíð. Hótelin
veita ferðafólkinu ýmiskonar
veitingar og þjónustu og fyrir-
greiðslu og eykst þjónustan
með ári hverju. Þaðan eru
skipulagðar ferðir að Detti-
fossi og í Herðubreiðarlindir
og í Öskju og til fleiri staða.
Auk þess útvega hótelin
bíla, sem flytja fólk til þeirra
staða við Mývatn, sem það
vill skoða, að ógleymdum bát-
um til að fara á í Slútnes og
víðar um vatnið. í nágrenni
Reykjahlíðar er sitthvað ný-
stárlegt að skoða, — til dæmis
Þórugjá rétt sunnan við
Reykjahlíð, — er það sund-
laug gerð af náttúrunnar
hendi með hæfilega heitu
vatni til þess að synda í, —
HófeS Reykjahlíö
OPIÐ FRÁ 15. JOn! TIL 15. SEPTEMBER.
Gisting
Heitur og kaldur matur
Kaffiveitingar
Benzín- og olíusala
Bátaleiga
HÓTIL REYKJAHLÍÐ
við Mývatn.
___________________
sama er að segja um Grjóta-
gjá, sem er lengra frá og svip-
uð Þórugjá, nema þar er vatn
enn heitara. Þessir staðir eru
mikið sóttir af ferðafólki enda
vel þess verðir. Upp undir
Námafjalli um þriggja kíló-
metra leið frá Reykjahlíð, —
er Bjarnarflag, þar sem Kísil-
gúrverksmiðjan á að rísa af
grunni. Þar er og Jarðbaðs-
hólar og er þar gufubaðhús.
— byggt er yfir gjótu, þar sem
Framhald á blaðsíðu 15.
Frá Mývatni
Ferðam e nn
MUNIÐ HÓTEL REYNIHLÍÐ VIÐ MÝVATN.
Gisting
Allskonar veitingar
Bíla- og bátaleiga
Benzín- og olíusala.
Verið velkomin að
HÓTEL REYNIHLÍÐ
við Mývatn.
FERÐAMENN
Allir sem ferðast um Norðurland þurfa að fá sér hressingu á
HÓTEL BLÖNDUÓS
Þar er ávallt á boðstólumi
Heitur matur, frá kl. 1 2 til 14 og 1 9 til 21.
Kaffiveítingar, allan daginn.
Gistirúm fyrir á annað hundrað manns.
Benzín- og olíusala.
VERIÐ VELKOMIN !
HÓTEL BLÖNDUÓS
Blönduósi.