Þjóðviljinn - 07.04.1966, Qupperneq 8
g SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 7. apríl 1966.
GENGID Á AKRÓPÓL
ÚR GRIKKLANDSREISU
EFTIR GUÐGEIR MAGNÚSSON
Háborg Aþenu er nefnd Akrópólis eins og háborgir
ríflega hundrað og fimmtíu borgríkja í Hellas til foma.
Hvergi náði háborgin annarri eins tign og hjá Aþenu-
mönnum og var raunar guðiegur bústaður -gyðjunnar
Pallas Aþenu á blómaskeiði grískrar heiðni og hóf hina
fornu drottningu hafsins til vegs og virðingar. Hofin á
háborginni voru höggvin úr hvítum Pentelik marmara
og bláum marmara frá Eleusis, og Fídías mesti mynd-
höggvari fornaldar skóp ásamt lærisveinum sínum hvert
listaverkið æðra á þessum stað. Vafalaust er litið á þessa
háborg sem fegursta gimsteininn í vestrænni hámenn-
ingu og furðulega lítið hefur verið skráð í íslenzkum
ritum um þessa dýru perlu sögunnar.
Þekkingarmola um þessa háborg er þó að finna í skóla-
menntun hverrar kynslóðar á fætur annarri á vestur-
löndum og á hverju kvöldi er kveikt á sterkum ljós-
kösturum í Aþenuborg og háborgin svífur hvít og ægi-
fögur ofar borginni sem himnesk sýn.
Þrjú kvöld í mánuði er slökkt á ljóskösturunum. Það
er á fullu tungli. Eitt kvöld síðastliðið haust reikaði ís-
lenzkur ferðamannahópur í tunglskini um rústir háborg-
arinnar, og skuggar súlnanna réð'u yfir máttugri dul.
Mildir Beethovens-tónar bárust upp á háborgina frá
sinfóníuhljómsveit undir stjórn Herberts von Karajan
og hélt hún þessa stundina hljómleika í hinu opna leik-
húsi Herodesar Attikusar undir suðurhlíðinni. Utan frá
Aþenuflóanum barst hægur andvari með tjöruangan frá
ströndum Egyptalands og kvöldið var myrkt og hlýtt og
fyrir neðan háborgina bfeiddi miljónaborgin úr sér
framandi og full af ævintýrum.
Vi/ reikum eftir öngstrætum
borgarinnar í septembersólskini
og þræðum hvert strætið á
fætur öðru i stefnuleysi og
spekt stundarinnar.
Götulífið með margvíslegurh
myndum hrannast upp í vit-
undinni heitt og ferskt vegna
hins óþekkta og framandi.
Iðandi fólksstraumur þreng-
ir sér eftir götunum og við
hverfum eins og lítil böm í
fjöldann og mörgum andlitum
bregður fyrir í senn, og þau
hverfa jafnharðan aftur og
skynditillit þeirra minnir á
hverfulleik andartaksins. •
Hvarvetna eru lifandi götu-
stemmningar, og ný stræti opna
áður ókunnar víddir með lit-
•brigðum dagsins.
'Kóriu með lítið stúlkubarn
bregður fyrir í mannþrönginni
og allf. í einu stöðvast mæðg-
tifna'f' og litla stúlkan sezt nið-
ur og vökvar gangstéttina og
óðar er hún staðin upp aft-
ur og þær eru horfnar í mann-
fjöldann. Tveir skínandi drop-
ar glitra á stéttinni og hverfa
brátt í göturykið og enginn
gefur þessu litla atviki gaum.
Göturnar þrengjast og fólks-
mergðin * dvín og kannski höf-
um við lent í villum og mað-
ur lítur til himins.
Háborgin svífur fyrir ofan
okkur með hvítu Parþenon-
hofinu og dóriskar súlumar
ber við dimmblátt loftið og
við tökum ósjálfrátt mið af
þi^sum fornu og bekktu hlut-
um.
Snemma lærði maður að
þekkja þær og tign þeirra er
sennilega einfaldasta þekking-
aratriði í skólum á vesturlönd-
um.
Svona hafa þær staðið óslit-
ið í tuttugu og fjórar aldir og
þessi marmarabrot eru fegurstu
verðmætin í vestrænni há-
menningu.
Þær eru eins og segull og ó-
meðvitað höfum við tekið
stefnu á þær og færzt nær há-
borginni. Plakahverfið liggur
fyrir fi-aman okkur.
etta er helzti borgarhlutinn
og hvílir norðan megin við
háborgina og þessa stíga fet-
uðu Aþenubúar í fornöld til
Akrópólis.
Götumar eru þröngar í
krákustígum með tröppugangi
öðru hvoru við hækkandi land-
ið og hvítkölkuð húsin'eru lág-
reist og mannlífið er undar-
lega kyrrlátt þessa stundina.
Atmosferan er einkennilega
sterk og heillandi og þrungin
stíganda hins óvænta og maður
skynjar heigi stundarinnar.
Við göngum fram á lítinn
útiveitingastað og tökum okkur
sæti við borð og virðum fyrir
okkur slútandi klettavegginn
og freyðandi bjóririn svalar
gön"umóðu fólki.
Útlínur klettsins koma glöggt
í Ijós og við tökum að kanna
ýmis kennileiti með aðstoð
bóka og sagan brýzt fram úr
myrkviði aldanna.
Langt klettabelti skagar fram
að norðvestan og glittir þar i
hellisop undir slútandi kletta-
veggnum og hver hellir er
gamall helgistaður með leifar
af gömlum . ölturum frá grísk-
um guðum og kristnum frá
liðnum öldum.
Þama er hellir kenndur við
guðinn Pan og var helgaður
skógarguðinum í öndverðu fyr-
ir atfylgi hans í orustunni á
Maraiþonvöllum.
Austan megin er eldfom
klettastígur með höggnum
þrepum í bergið og þjónaði
sem uppganga að konungshöll
frá mýkenska tímabilinu.
Vinstra megip við stiginn
glittir svo í helli Agrálosu og
þar sóru verðir háborgarinnar
eiða sína og hollustu við helgi
hinna guðlegu bústaða uppi á
háborginrii.
Mikið er arfsögnin mannleg
bundin við þennan stað.
Tveir meyprestar með þessu
nafni áttu að hafa hlaupið
fram af háborginni og látið
líf sitt á þessum klettastalli
fyrir neðan og þannig refsuðu
þær sér sjálfar fyrir kvenlega
forvitni um ! helgistaói ætlaða
hofprestúm og utan þeirpa
helgidóms.
Svona hefur hver hellir og
klettagjóta sína arfsögn enda
riefur hverri steinvölu verið
velt miili handanna af mikilli
kostgæfni af tugum fomleifa-
fræðinga hvaðanæva af vest-
urlöndum. *
Þykkar bækur hafa verið
skráð'ar um Akrópólis og fet
fyrir fet hefur verið'rannsakað
hátt og lágt með smásmygii
vísindamannsins og • hverri
marmaraflís heldið til haga’ síð-
ustu árin. 1
Merkilega lítið hefur verið
skráð í íslenzkum ritum um
þennan stað og reisn hans að-
eins lýst með örfáum orðum
í tilfallandi, atburðarás hell-
enskrar sögu.
Akrópólis er kalksteinskléttur
og rís eitt hundrað og
fimmtíu metra yfir sjó og
níutiu og tvo metra yfir Mon-
astiraki-stöðina í lægri Jiluta
borgarinnar.
1 heild hefur kletturinn vott
af eggmyndalögun með þver-
hnýptum klettaveggjum að
nojcðan og austan og mikilli
vegghleðslu að sunnan kenndri
við Kímon og vegghleðslu að
norðvestan kenndri við Þemi-
stokles.
Uppi á hásléttunni hafa í
öndverðu legið tveir hæðar-
kryggir með upptök í hæða-
púnkti norðaustan megin og
liggur annar hryggurinn til
vesturs og hinn til suðvesturs.
Aðgengilegur stígur fylgir
Hér stendur Sigurður A. Magnússon rithöfundur, í Parþenon hofinu á Akrópólis með dóriskar súl-
urnar í baksýn og fræðir íslcnzka ferðalanga um hofið.
grunnri lægð milli hryggjanna
og víkkar hann til vesturs og
eyðist smáip saman við jafn-
sléttu.
Víðátta hásléttunnar mælist
nær ein vallardagslátta miðað
við íslenzka bændamenningu
o'g svo tekið sé líka mið af
reykvískum íbúðareigendum
með fermetrann í höfðinu, þá
hljóðar stærðin upp á 30 þús-
und fermetra innan veggja
miðað við forhlið að vestan.
Mlðstöðvar valds á mýk-
enská tímabilinu mynduðust á
svona klettahásléttum og reis
þar vanalega konungshöll með
virkisveggjum, og borgarbyggð
þróaðist með tímanum út frá
þeim.
Elztu fomleifar hellenskrar
menningar má _ rekja sex þús-
und ár aftur í tímann með í
uppistöðu frá ríflega hundrað
og 'fimmtíu borgríkjum og hvert
bor'gríki eignaðist sína akró-
pólis. 1
Hvergi náð'I háborgin glæst-
ari tign' heldur 'en í Aþenu-
borg.
Virkisgarðsleifar hafa fund-
izt frá mýkenska tímabilinu á
háborg Aþenu og . sýna trölls-
legan virkisvegg hlaðinn úr
grófu klettagrjóti allt að tíu
metrum að hæð fré klettabrún
og tuttugu og fimm metra á
þykkt og var fýllt upp í gluf-
ur með möl og lein
Klettaþrep hafa verið höggv-
in ’ f bergið norðaustan megin
og þar er talin hafa verið upp-
ganga í öndverðu á hásléttuna.
Þau eru sextíu talsins. ’
Konungshöllin reis upp ná-
lægt miðbiki norðan megin á
hásléttunni nálægt hofinu Er-
ekþeion.
En tímamir liðu og Pallas
Aþena tók 1 bústað á þessari
kalksteínshásléttú og Aþenu-
búar smíðuðu hvert hofið á
fætu.r öðru henni til dýrðar og
þau riisu og féllu með öldunum
og hefur verið löng þróunar-
saga í smíði þessara hofa.
Arið 560 fyrir Kristsburð varð
Písistratos harðstjóri í A-
þenu. Þessi frábæri stjóm-
málamaður gmndvallaði öðrum
fremur veldi Aþenu.
Hann vann eyjuna Salamis
af Megöru og tryggði þannig
borg sinni opna leið til sjávar.
Á stjórnarárum hans óx_ verzl-
un borgarinnar og iðnaður óð-
fluga og hann lét smíða öfl-
ugan flota og' gerði Aþenu að
öflugu siglingaveldi við aust-
anvert Miðjarðarhaf.
Það var Písistratos sem stofn-
setti alaþensku þjóðhátíðina,
sem haldin var fjórða hvert
ár og var einingarímynd í
tvennum skilningi, — táknaði
einingu allrar Attíku og íbú-
anna um leið. enda tóku æsku-
menn allra stétta þátt 1 kapp-
leikjum 'þeim, sem háðir voru
þá.
Þungamiðja hátíðahaldanna
var helgigangan mikla til A-
þenu-hofsins á Akrópólis, — í
þeirri för tóku allir þátt. ung-
ir og gamlir, konur og karlar,
og færðu þessari verndargyðju
ríkisins nýjan,- skrautsaumaðan
möttul að gjöí.
Eirmig efndi Písistratos fyrst-
ur, til Bakkusarhátíðarinnar
miklu í Aþenuborg, og spratt
af henni síðar ný listgrein eins
og leiklistin. Harmleikir Eskýl-
osar, Sófóklesar og Evrípídesar
voru fluttir hið fyrsta sinn
undir suðurhlíð Akrópólisar.
En glæstustu tign náði há-
borgin með smíði mannvirkja
í stjórnartíð Periklesár um
þrjátíu ára skeið á síðari helm-
ingi fimmtu aldar. Hin ein-
valda drottning hafsins skóp
auðinn og af frábærri andagift
risu meistaraverkin hvert af
öðru á háborginni.
Litið var á listamennina sem
iðnaðarmenn og handverks-
menn þeirra tíma.
írið 1852 var franski fom-
lejfafræðingurinn Ernest
Beulé að grafa undir tyrknesk-
um víghyrningi vestan megin
við Akrópólis og kom þá niður
á dyraumbúnað og reyndist það
inngangur að . háborginni
og er hliðið nefnt eftir
honum og kallað Beulé-hliðið.
Einn morgun síðastliðið
haust renndi íslenzku.r ferða-
mannahópur í hlgð undir far-
arstjóm Sigurðar A. Magnús-
sonar rithöfundar.
Við dokuðum um skeið á
vegarbrúninni og hver píla-
grímurinn á fætur öðrum þok-
aðist upp brekkuna af öllum
þjóðernum með upphöfnum
svip og allir einblíndu'í sömu
átt.
Allt í ■ einu heyrum við sára
stunu og rýfur hún svo átak-
anleg þögnina hjá hljóðum
mannfjöldanum fyrir framan
Beulé-hliðið.
Og enn berst að eyrum sár-
afi stuna og íslenzkur maður
stendur upp á lítilli steinhellu
og breiðir út faðminn með
hvítan vasaklút í hendinni og
tvö skínandi tár renna sem
hagl niður kinnina.
Þama stendur Haraldur
Bjömsson leikari og dregur að
sér athygli alvöruþrunginna
pílagríma af öllum heimshorn-
um.
Ö, — Sigurður, — mælir
hann stundarhátt og ber vasa-
klútinn upp að augunum. Hvar
er fílabeinið, hvar er gullið og.
gimsteinarnir og allar aðrar
gersemar? Vei yður þér mann-
anna börn. Og hann sveiflar
hendinni með látbragði hins
fenéyska kaupmanns.
Þannig gengum vér íslenzkir
þrungriir af víkingahugsun
niundu aldar gegnum Beulé-
hliðið og lifir lengi í gömlum
glæðum.
Háir ferhymdir stöplar skaga
fram beggja megin við hliðið
og eru fremur byggðir frá
skrautrænu sjónarmiði heldur
en hernaðarldgu á rómversku
valdaskeiði,
Beulé-hliðið mælist þrír
met-rar sextíu og sjö sentimetr-
ar á hæð og einn metri átta-
tíu og þrír sentimetrar á breidd
og er rofið í vegghleðslu milli
stöplanna.
Fyrir innan hliðið hefst
þröngur stigauppgangur með
sjö þrepum auk tveggja minni
til beggja hliða og liggur leið-
in upp á auðan stigapall með
bogadregnum súlnagöngum. Á
ur fyrr og norðan megin hvíldu
tvö feneysk Ijón fram á lapp-
ir sínar. Voru þetta bústaðir
dyravarða og hervarða og er
þessi smíði talin vera frá býz-
anska skeiðinu.
Á öðrum hvorum stöplinum
trónaði stytta af rómverska
keisaranum Septimusi Severusi
til dýrðar rómversku valdi.
Uppi á þessum stigapalli blas-
ir við sjónum mikill hvítur
marmarauppgangur tígurlegur
í skapandi reisn upp með for-
hliðinu vestan megin á háborg-
inni og nefndu Aþcr.ubúar
þetta forlið Própýlea,
Þessi uppgangur er hinsveg-
ar smíði frá rómversku valda-
skeiði og deilist í tvo hluta, —
neðri helming og efri helming.
Breið stétt úr marmará
sklptir uppgöngunni, á miðri
Ieið ,og var neðri helmingur
hennar smíðaður fíflega öld
seinna en só efri.
Smíði þessa uppgapgs er frá
fyrstu öldum eftir K|t’isísburð og
er fáður og slitinn af ágangi
aldanna.
En svona tröppusnýöi er ekki
hellensk að uppruna og lá eins-
konar aflíðandi virkisbrekka
upp að klettinum . á tímum
Periklesar.
Síðan lá hinn helgi stígur
fimmtu aldar utan á berginu
upp að forhliðinu veptan megin
og var styrktur með hækk-
andi veggihleðslu frá suðurhlíð