Þjóðviljinn - 07.04.1966, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 7. apríl 1966 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA 'j[ J
SígurSur Blöndal:
AAUSTURLANDI
< Vopnafjörður og
Miö-Austurland
' •'Á siðari árum hafa margir
fefðamenn lagt leið sína til
Áústurlands. Svo verður áreið-
ártlega einnig á sumri kom-
andá. Flestir koma landleið-
ina frá Norðurlandij þar sem
þjóðvegurinn liggur yfir Bisk-
upsháls. Skammt austan Gríms-
staða á Fjöllum eru skilin
milli Norður- og Austurlands.
I. þessu stutta spjalli aetla ég
að taka á móti ókunnum ferða-
langi á Biskupshálsi og vísa
honurrt ihelztu leiðir( sem til
greina kemur fyrir hann að
fara á Austurlandi.
Á Biskupshálsi er komið í
Víðidal og ekið framhjá sam-
nefndum bæ, hinum fyrsta á
Ausiturlandi, nokkru austar eft-
ir að komið er austur fyrir hið
sérkennilega vegaskarð og yfir
Skarðsá. eru fyirstu vegamótin
af mörgum sem fyrir verða
næstu daga.
Hér er hægt að fara niður
á 'Vopnafjörð, sem er ein feg-
ursta sveit í þessum landshluta
og bezt byggð af þeim öllum.
Þar ríkir myndarskapur, og
menningarbragur er á mann-
anna verkum eins og bezt ger-
ist í íslenzkum sveitum, Útsýn
frá Bustafelli er til-komumikil
í fögru veðri.
En ennþá fágætari er sú
lífsreynsla hvers ferðamanns
að koma að bænum Bustafelli
og njóta Ieiðsagnar Metúsalems
bónda þar inn í hinn fagra
torfbæ, þar sem enn er þúið og
sama ættin hefur byggt í fjög-
ur hundruð ár.
1 samanburði við Bustafell
með Methúsalem sem leiðsögu-
mann, er til dæmis Glaumbær
í Skagafirði eins og þurrt
brauð. Jeppaeigendur, sem fara
niður í Vopnafjörð. geta yfir
hásumarið komizt yfir Hellis-
heiði austur í Jökulsárhlíð, sem
er yzta sveitin á Fljótsdalshér-
aði norðanverðu.
Þetta eru ennþá einskonar
bakdyr til Héraðs, en eins og
við þekkjum, getur oft vérið
býsna gaman að koma þá Ieið-
ina í ókunnugt hús.
E£ viO sleppum Vopnafirði,
er farið frá Skarðá til Mörðu-
dals á Efra. Fjalli hins kunna
fjallabæjar. Það er ómaksins
vert að staldra þar aðeins við
og ganga i kirkju með Jóni
bónda Stefánssyni, sem nú er
um áttrætt og léttur í spori og
kemst einn íslendinga upp yfir
háa C-ið, þegar hann tekur lag-
ið fyrir gesti sína í kirkjunni,
sem hann reisti fyrir eigin
reikning í trássj vig gejstleg
yfirvöld. Kanniski býr hann svo
vel að eiga á lager eina Herðu-
breiðarmynd, en hann byrjaði
að mála um sjötugt. Bandaríski
listmálarinn Emil Walters taldi
það eina beztu fjárfestingu á
íslandi að kaupa málverk af
Jón í Möðrudal.
Frá Möðrudal ligggur leiðin
upp á Jökuldalsheiði. Austan
við eyðibýlið Rangalón viðSæ-
nautavatn er Þrívörðuháls. Það-
an liggur vegur upp 'á Efri
Jökuldal. öræfafarar geta
komizt þessa leið inn á Brú-
aröræfi og einnig yfir í Hrafn-
kelsdal. Þar er efsta byggð á
Austurlandi og bær Hrafnkels
freysgoða, Aðalból. Páll bóndi
Gíslason á Aðalbóli getur allra
manna bezt visað leiðina inn
að Snæfelli, sem æ fleiri ör-
æfafarar fara hin síðari ár.
Af Þrívörðuhálsi liggur ann-
ars Austurlandsvegur yfir í
Jökuldal og út að brúnni á
Jökuisá á Ðal hjá Fossvöllum.
Þar gætum við mætt jeppa-
mönnum þeim, sem koma af
Hellisheiði upp Jökulsárhlíð.
Austan við Jökulsá er farið yf-
í svonefndan Heiðarenda yf-
ir á Lagarfljótsbrú. Þar
verður fyrir þorpið Hlað-
Hengifoss á Héraði — næsthæsti foss á Iandinu, 128 m á hæð. — (Ljósm. Þorsteinn Jósefsson).
ir, sem er höfuðvígi Sjálf- öræfalúna bílana og Shell-gas Frá brúnni á Jökulsá á Dal
stæðisflokksins á Héraði. Þar á suðútækin, en í Verzlunar- er hægt að fara aðrá og mjög
er fyrsta verzlunin, sem ferða- félagi Austurlands Sinalco. til skemmtilega leið út með JöMu
langarnir koma að á .Mið- þess að. skola öræfarykið úr Tunguveg nyrðri og alla leið út
Austurlandi. Þeir geta fengið kverkunum og Prins Póló til í Húsey, sem er einn mesti
þar Shellbenzín með vísi A á að seðja sárasta hungrið. selveiðibær á íslandi. Ef ferð-
HOTEL EGILSBUÐ
Neskaupstað
Við bjóðum ferðamönnurn
Gistingu í vistlegum húsakynnum
Matar og kaffiveitingar
Verið velkomin í Egilsbúð
HOTEL EGILSBUÐ
| Neskaupstað