Þjóðviljinn - 07.04.1966, Page 14

Þjóðviljinn - 07.04.1966, Page 14
 J/j SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 7. apríl 1966. Ferðaskrífstofa ríkisins Framhald af 1. síðu. vangur landkynningar verður æ viðfeðmari og öll fyrir- greiðslustörf fjárfrekari með ári hverju, en tekjuöflunar- möguleikarnir vaxa ekki í sama hlutfalli og liggja til þess ýmsar orsakir sem ekki skulu ræddar hér. En hjá því verður ekki komizt að endur- skoða starfsgrundvöll Ferða- skrifstofu rikisins og skapa henni aðstöðu til þess að gera verkefnum sínum sómasamleg skil á ókomnum árum. — Því er æði oft haldið fram — ekki hvað sízt í hópi þeirra einkaaðila, sem reka ferðaskrifstofur — að Ferða- skrjfstofa ríkisins ætti ekki að sinna almennum störfum ferðaskrifstofa í tekjuöflunar- skyni. Hvað viltu segja um þetta, Þorleifur? — Mér er það ekkert laun- ungarmál, að ég teldi það í alla staði heppilegri skipan, að Ferðaskrifstofa ríkisins væri leyst frá þeirri kvöð að afla tekna til landkynningarstarfs- ins og henni væri eingöngu falið að annast landkynningu og fyrirgreiðslustörf. Fjáröflun- arstörfin krefjast mikils tíma og starfsorku og aldrei er vit- að fram í tímann hver afrakst- urinn verður hverju sinni, en slík óvissa hlýtur að lama alla starfsemina. Og ég tala nú ekki um hvað það væri áhyggju- minna að labba upp í Arnar- hýol einu sinni í mánuði og sækja rekstrarfé í ríkiskassann heldur en standa í því í nafní þess opinbera að afla fjárins á allskonar smáskammtavið- skiptum. JSn hvort sem horfið verður að breyttri skipan í þessum málum nú eða síðar, þá ligg- ur það í augum uppi, að rúm- lega hálfrar miljónar króna framlag sem fjárlög þessa árs kveða á um duga skammt til þess að standa undir víðtækri landkynningar- og fyrir- greiðslustarfsemi. Ekkert verð- ur gert að gagni í þessum efn- um fyrir minni upphæð en þrjár til fjórar miljónir kr. á ári. — Að lokum, Þorleifur, væri fróðlegt að fá stutt yfirlit um þæf ferðir innanlands sem Ferðaskrifstofa ríkisins skipu- leggur á næsta sumri. — Til skamms tíma hefur meginþorri ferðamanna sem hingað leggur leið sína ár hvert komið á tímabilinu frá lokum júnímánaðar fram í miðjan ágúst. Yið höfum á síðustu árum lagt áherzlu á að teygja úr þessu ferða- mannatimabili sem mest, m.a. til þess að hinn aukni gisti- húsakostur í landinu nýtist sem bezt. í þessu skyni hefur Ferðaskrifstofan boðið erlend- um náttúruskoðurum, fugla- fræðingum, jarðfræðingum o. fl„ upp á sérstakar vc*r- og síðsumarsferðjr. Þessi viðleitni okkar hefur borið góðan ár- angur, og í sumar eigum við von á stórum hópum slíkra náttúruunnenda hingað. Eins og áður skipuleggur F.r. ferðir uiji landið á næsta sumri svo hundruðum skiptir. Okkar helztu ferðir verða þessar: 14 daga fcrðir fyrir áhugamenn um fuglaskoðun. Farið um Reykjanes, Suðurland, Snæfells- nes, Akureyri, Mývatnssveit, Tjörnes. 7 daga fcrðir á hcstum. Riðið frá Laugarvatni um Lyngdals- heiði og að Geysi og Gullfossi. 9 daga hringferð um landið. Farið um Suðurland, Kalda- dal, Borgarfjörð, Skagafjörð, Hóla í Hjaltadal, Akureyri, Mývatnssveit, Dettifoss, Hérað. 14 daga fcrðir fyrir áhugamenn um jarðfræði. Farið um Akur- eyri Mývatnssveit, Borgarfjörö, Þingvelli, Hagavatn, Veiði- vijtn, Jökulhéima, Landmanna- laugar, Kirkjubæjarklaustur, Landbrot, Sólheimajökul. Þá eru og skipulagðar og boðið upp á 11 mismunandi ferðir um landið allt frá 7 dögum til 23 daga fyrir hópa og einstaklinga. Þessar ferðir eru jafnt seldar af ferðaskrif- stofum erlendis sem og hér á skrifstofunni. Auk þessa skipu- leggur Ferðaskrifstofan tugi sérferða um landið fyrir ferða- mannahópa og einstaklinga af ýmsum þjóðernum. Eins dags ferðir. Þingveliir — Hveragerði: alla mánudaga og fimmtudaga frá 26. maí til 1. sept. Gullfoss og' Geysir: alla* föstudaga og sunnudaga frá 27. maí til 4. sept. Alla þrjðjudaga frá 14. júní til 6. ágúst. Krísuvík — Álftanes: alla laugardaga frá 28. maí til 30. * srpt. Alla 'miðvjkudaga frá 15. júní til 17. ágúst. Ferðir um Reykjavík: alla miðvikudaga frá 1. júní til 31. ágúst. Alla mánud. og föstu- daga frá 20. júní til 12. ágúst. Gullfoss — Geysir — Þing- vellir: alla miðvikudaga frá 6. júlí til 10. ágúst. Eins og ó undanförnum ár- um verða skipulagðar marg- víslegar orlofsferðir til útlanda (I.T. ferðir — allt innifalið) fyrir einstaklinga og hópa. Orlofsferðir til Norður- og Austurlands verða á boðstól- um fyrir hópa og einstaklinga og er þá miðað við gistingu á sumarhótelum sem Ferðaskrif- stofa ríkisins annast rekstur á, t:d. Varmalandi í Borgarfirði, Hótel M.A. á-- Akureyri og að Eiðum á Héraði. Ferðazt er með óætlunarbílum og flug- vélum. Annars eru hópfex'ðir Ferða- skrifstofunnar innanlands fyrst og fremst skipulagðar með hina erlendu ferðamenn í huga. Okkar helztu ferðir eru sem hér segir: Ein df 40 ferðum Miðevrópa 23. ágúst — Verð kr. 16,900 Þetta er ný fer3 í sumaráætlun L&L. Kalla mætti hana Mið-Evrópuferð, en aðaláherzla er lögð á Vogesafjöllin, Alpana, Rivieruna og París. Leiðin, sem valin hefur verið, er und- urfögur allt frá upphafi til enda. Farið er rólega yfir og nægur timi ,í borgunum til að verzla, skoða sig um. eða. skemmta sér á kvö ldin. 23. ágúst: Flogið með Loftleiðum til Luxemborg. Þar er komið seinni hluta dags, en enn tími til að skoða staðinn. 23. ágúst: Ekið frá Luxemburg yfir landamærin til Frakklands. Fyrsti áfanginn er Verdun, þar sem við borðum hádegisverð. Áin Mosel liðast um bæinn og skammt frá eru hinir frægu orustuvellir fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þaðan er farið um Nancy til Vogesafjalla. Stanzað er í bænum Gerardmer, sem er fjallaþær við samnefnt vatn. 24. ágúst: Farið í ferð um Vogesafjöllin, en gist á sama stað við Gerardmer. 26. ágúst: Nú yfirgefum við Frakkland og við taka „Svörtuskógar“ í Þýzkalandi. Við kom- um til Basel um hádegi og höldum síðan með ánni Rín, þar sem mætast landamæri Sviss og Þýzkalands. Ákvörðunarstaðurinn er Konstanz við Bodensee. 27. ágúst: Nú er stefnan tekin á Alpafjöllin, og ökum við allt til Interlaken, sem stendur við mót tveggja Alpavatna, — Thunervatns og B rienzvatns. Erum þá stödd í hjarta Sviss og höfum farið um bæði Zúrich ög Luzern. 28. ágúst: Farin ferð á tind eins frægasta fjalls Alpanna — Jungfraujock. Ferðin er farin með tannhjólabraut og er þessi hin hæsta í all ri Evrópu. Þegar á tindinn er komið erum við i 3454 m hæð og stöndum á lengsta jökli Alpanna. Þar uppi má m.a. fara ferðir á hunda- sleðum um hásumar, fara á skautum í íshöll inni í sjálfum jöklinum eða njóta stórkost- legs útsýnis. 29. ágúst: Nú er ekið um hvert fjallaskarðið á fætur öðru, en St. Gottard er þeirra mest. Þá erum við stödd í hinum ítalska hluta Sv iss og eftir heimsókn til Lugano förum við yfir ítölsku iandamærin. Við ökum meðfram Comovatni til Como, sem er næsti áfanga- staður. 30. ágúst: Frá Como er ekið til Milano. Það ep stutt ferð og því tækifæri til að sjá það helzta í borginni. Þá er enn ekið suður og nú til Genúa og síðan eftir Rivierunni. Seinni hluta dags-er komið til Alassio, sem er baðstaður á ströndinni. 31. ág.„ 1. og 2. sept.: Verið um kyrrt á bað ströndinni. Þeir sem vilja geta sólað sig allan tímann, en hinir, sem dýrka sólina minna, h afa nóg tækifæri til að fara í ferðir. Stutt er til San Remo og jafnvel Monte Carlo og Nissa eru skammt undan. 3. sept.: Farið með Rivierunni um San Remo til furstadæmisins Monaco. 4. sept.: Um Nissa og Cannes til Marseilles. Þar er breytt um stefnu og ekið með fljótinu Rhón til borgarinnar Lyon. 5. sept.: Frá Lyon til Parísar. 6., 7., 8. sept.: Þrír heilir dagar í Paris. 9. sept.: Flogið um London til íslands. Ath.: Lengja má ferðina með dvöl í London. FERÐASKRIFSTOFAINi LOISID & LEIÐIR AÐALSTRÆTI 8 SÍMI 20800 FerBaleiBii' á Vestf/orðum Framhald af 5. síðu. Breiðadalsheiði, niður Dag- verðardal til ísafjarðar. Á Breiðadalsheiði er ætlunin að grafa jarðgöng og bætir það mjög samgöngur um Vestfirði ó landi. Á Dagverðardal fram- aríega er Austmannsfjáll. í Gísia sögu Súrssonar er sagt frá uppruna þessa örnefnis og eir.nig nafnsiris á dalnum, en hér er ekki rúm til að rekja þá sögu. Nú erum við komin til Isa- fjarðar, höfu'ðstaðar Vest- íiarða. Á ísafirði eru tvö gistihús, Herkastalinn og Mánakaffi, bæði ■ við sömu götu, Mánagötu. Á báðum þessum stöðum er greiðasala og auk þess í Eyrarveri, sem er stærsta veitingahúsið í bænum. Þá geta þeir, sem hafa með sér svefnpoka, feng- ið gistingu í Skíðasþála Skíða- félags ísafjarðar á Séljalands- dal, spölkorn innan við bæinn. í Tunguskógi eru tjaldstæði fyrir ferðafóik, einnig er þar snyrtiherbergi til afnota fyrir þá, sem þar dvelja. Tungu- skógur er sumarbústaðahverfi ísfirðinga. Þar er trjáræktar- stöð, og þar er garður Simsons. Þar er og ágætt berjaland, friðsælt og fagurt. Fjöldi fólks dvelur þar á hverju-sumri, og ber öllum saman um að þar sé gott að vera. Ekki má gleyma því, að Isa- fjörður hefur með réttu verið nefndur paradis skíðamanna, -------------------------------<S> Sinn 19443 en einmitt þar, sem áðurnefnd- ur skíðaskáli stcndur, er sér- staklega gott skíðaland. Þegar þetta er skrifað, er að byrja Skíðavika ísfirðinga og lands- mót skíðamanna, sem að þessu sinni er á ísafirði í tiiefni af aldarafmæli kaupstaðarins. Meðan við dveljum á ísa- firði, förum við inn í Álfta- fjörð og ökum þá gegnum fvrstu og einu jarðgöngin á íslandi. Frá ísafirði förum við inn í Ögur með Djúpbátnum Fagra- nesi, nýju og ágætu skipi, og tökum bílinn með okkur. Þetta er stutt en skemmtileg sjóferð í góðu vcðri. Úr Ögri ökum við inn með ísafjarðardjúpi og suður yfir Þorskafjarðar- heiði í Bjarkalund, og erum þá komin aftur á þær slóðir, sem við fórum um í upphafi ferðarinnar. Og nú er þessari „svosem“-ferð okkar lokið. Leiðin, sem við fórum þennan síðasta spöl, var ekki síður skemmtileg og falleg en þær, sem við höfðum áður farið í þessu ferðalagi. Við höfum í þessari ferð far- ið eingöngu almennustu leið- ina, en marga staði eigum við eftir að hcimsækja. Má þar nefna leiðina Vatnsfjörður — Patreksfjörður — Tálknafjörð- ur — Bíldudalur. Þá er Rauði- sandur og Látrabjarg. Stranda- sýsla öll. Ingjaldssandur yzt við Önundarfjörð að sunn Súgandafjörður, Hornstrandir og Jökulfirðir, en um tvo síð- ast nefndu staðina yrðum við að fara fótgangandi. Á öllum þessum stöðum er mikil nátt- úrufegurð, og sumstaðar svo stórþrotin og sérkennileg, að hún á óvíða sinn líka. Þgð væri því gaman að geta ferð- ast þar um, þó ekki væri nema „svosern". Sunna Framhald af 6. síðu. er fjölbreytt leikhús- og fkemmtanalif. Einnig er dvalið góðan tíma í baðstrandarbæn- um Dubrovnic í Júgósla^íu og Luzern í Sviss. • Þá er komið að hinni klass- ísku 17 daga ferð Sunnu til París—Rínarlanda og Sviss, en þessi ferð hefur verið farin svo til óbreytt í sjö ár. Farar- stjóri er Jón Helgason og verð- ið er kr. 17.650,—, farið verð- ur héðan 19. ágúst. Gunnar Eyjólfsson, leikari, er fararstjóri í 7 daga ferð sem farin verður 27. ágúst á Edinborgarhátíðina. Þessi ferð hefur verið farin sl. sex ár og jafnan fullskipuð, enda er þetta mikilfengleg listahátíð. Farið verður einnig í skemmti- ferðir upp í hálendi Skotlands. Ferðin kostar kr. 7.210. 1. september er fyrirhuguð 21 dags ferð til Ítalíu og kost- ar ferðin kr. 21.300,—. Flogið verður til Miiano og ekið það- an um fegurstu byggðir ítalíu, með 3—4 daga viðdvöl í Fen- eyjum, Florenz og Róm. Frá Róm liggur leiðin um Napoli, Pompei til Sorrento og skropp- ið er út til eyjarinnar Capri. Þátttakendur í þessari ferð fá tækifæri til að sigla með einu glæsilegasta hafskipi heims, risaskipinu Michelangelo (43 þús. smál. að stærð) norður með ströndum ítalíu og Frakk- lands. Síðustu dagana er dval- ið í Nizza. Fararstjóri er Thor Vilhjálmsson, • rithöfundur. 23. september er lagt af stað til Ítalíu og Spánar, ferðin tek- ur 21 dag og kostar kr. 24.860. Fararstjóri Jón Helgason. í fyrra var farin slík ferð og var það í fyrsta skipti, sem farið var héðan til Ítalíu og Spánar í sömu hópferðinni. Flogið er til Feneyja, síðan til Rómar og dvalið þar í nokkra daga, enda nóg að skoða. Frá Róm er ekið til Napoli og siðan siglt með Michelangelo, hinu nýja haf- skipi ítala, til Gibraltar. Þá verður dvalið í Torremolinos á Spánv flogið þaðan til Ma- drid og komið við í London í heimleiðinni. 7. október hefst „Ævintýra- ferðin til Austurlanda“ og stendur hún í 21 dag og kost,- ar 22.700,—. Fararstjóri verð- ur Guðni Þórðarson. í þessari ferð er m.a. komið til Aþenu, Delfi, borgar véfrétt- arinnar, Kairo og Beirut, en þaðan er ekið til Damaskus. E R HVER SÍÐASTUR A Ð TRYGGJA SÉR FAR. með m.s. Gullfossi I S U M A R tij ís ■v H.F. EIMSKIFAFll 4G ÍSLANDS SIMI 21460.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.