Þjóðviljinn - 15.04.1966, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.04.1966, Blaðsíða 3
Föstudagur 15. apríl 1966 — ÞJÓÐVILJITm — SÍÐA 3 Erlander telur aukaaðild að EBE líklegri en áður — óttast vinstrisósíalistískan flokk STOKKHÓLMI 14/4 — Erlander, forsætisráðherra Svíþjóð- ar, sagði á blaðamannafundi í dag, að það væri nú auð- veldara en áður að samræma aukaaðild Svíþjóðar að Efnahagsbandalaginu hlutleysisstefnu landsins. Hann sagði eihnig, að Svíar myndu ekki hafa frumkvæði um að fá Noreg og Danmörku í norrænt varnarbandalag. Erlander sagði, að Svíar ættu nú auðveldara með að fá full- nægjandi aukaaðild að EBE en fyrir fjórum árum, er það mál kom á dagskrá. Efnahagsbanda- lagið hefði breytzt eftir að Frakkland hefði fengið það við- urkennt að meirihlutaákvarðanir innan bandalagsins skuli ekki vera bindandi fyrir öll aðildar- ríki o:g opnaðist þar með smuga fyrir Svía að ná þeirri aðstöðu sem hlutleysisstefna þeirra krefst. Erlander varaði við þeirri þró- un að vinstrisósíalistafl. efldist í Svíþjóð, því slík klofnun verk- lýðshreyfingarinnar gæti hrakið hana frá stjóm í landinu — benti hann á þróunina í Noregi sem dæmi slíki-a úrslita mála. Kommúnistaflokkurinn sænski er nú á uppleið og hefur komizt í kallfæri við ýmsa vinstrijafn- aðarmenn — hinsvegar spá sknð- anakannanir því, að sósíaldemó- kratar muni fara mjög halloka við bæjarstjórnarkosningar, sem fram fara í haust. Erlander kvaðst þó ekki óttast ósigur í þeim kosningum og taldi að flokkur sinn myndi vinna á 1 kosningabaráttunni. Erlander sagði einnig að þótt Noregur og Danmörk losnuðu úr tengslum við Nato árið 1969, myndu Svíar ekki gera neitt til að hafa áhrif á stjómir land- anna um myndun norræns varn- arbandalags. Landsleikur í handknattleik Frakkar sigruðu meðeins marks mun 16:15 eftir jafnan og harðan leik ■ Aðeins eitt mark skildi Frakkland og ísland í þriðja leik þessara landa í handknattleik. Leikurinn var nokkuð jafn frá upphafi til enda og má segja tilviljun hvor skor- aði sigurmarkið. Frakkarnir léku um of fast og sluppu alltof vel með brot sín. Hinn sænski dómari kom ekki, flugvél hans seinkaði, svo íslenzkur dómari og franskur fararstjóri dæmdu sinn hvorn hálfleik, og 'sannarlega græddi íslenzka liðið ekki á hinum franska dómara, sem virtist undarlegur í dómum sínum, og gáfu áhorfendur það^ til kynna í leikslok. í hálfleik stóðu leikar 9:8 fyr- ir ísland.. Couve de Murville um Nato Evrópa óháðari Bandaríkjunum PARlS 14/4 — Utanríkisráðherra Frakka, Couve de Murville, sagði vlð umræður á franska þinginu um Nato í dag, að sú á- kvörðun að losa Frakkland við bandarískar herstöðvar væri skref i þá átt. að Evrópa yrði óháð Banddaríkjunum. Það er augljóst, sagði hann, að stefna Bandaríkjanna í heimsmálum víkur æ meir frá evrópskri stefnu. * rr" Þá sagði ráðherrann að þar eð mjög hefði dregið úr viðsjám milli Sbvétríkjanna og Banda- ríkjanna væru aðstæður nú allar aðrar í varnarmálum og væru nú möguleikar á varanlegri og friðsamlegri skipan mála í Evr- ópú. Mitterand, sem var í framboði fyrir vinstri flokkana í síðustu fprsetakosningum varð einkum til að gagnrýna stefnu de Gaulle gagnvart Nato. Hann viður- kenndi, ‘ að ýmsar • breytingar þyrfti að gera á skipul'agi banda- lagsins, en franska stjómin hefði gert rangt í að taka einhliða á- kvarðanir og bjóða ekki upp á fleiri möguleika en einn. Fnndurinn um alnmínmálið Framhald af 1. síðu. Jón Snorri Þorleifsson, for- maður Trésmiðafélags Reykja- víkur, ræddi í upphafi um sam- hengið milli undirlægjuháttar- ins við erlení herveldi og þeirra samninga, sem nú lægju fyrir alþingi. -Að lokum lagði Jón Snorri' áherzlu á, að verkalýðs- hreyfingin mætti ekki takmarka sig við kjarabaráttuna 'eina, hún yrði að láta sig þjóðfrelsis- og þjóðmálin skipta og taka í þeim virkan þátt. Ragnar Árnalds, alþingismað- ur, gerði meðal annars gerðar- dóminn í alúmínsamningunum að umtalséfni og sýndi fram á hve fjarstætt væri að jafna saman þeim verzlunarsamning- um, 'sem gerðir hafa verið við erlend ríki, og þeim ákvæðum alúmínsamningsins að deilumál íslenzks fyrirtækis við íslenzka aðila skuli vísað .til erlends gerðardóms. í lok fundarins skýrði_ for- maðurinn Magnús Torfi Ólafs- son frá þvi að á sunnudaginn. klukkan tvö yrði haldinn fund- ur um framboðslista Alþýðu- bandalagsins við borgarstjórnar- kosningar.nar í Reykjavík. Síðan bar Magnús Torfi upp ályktun- ina um alúmínmálið svofellda: ★ Almennur fundur, haldinn í Austurbæjarbíói 14. apríl 1966, mótmælir harðlega fyr- irætlun ríkisstjórnarinnar og stuðningsmanna hennar að þröngva upp á þjóðina stór- háskalegum og niðurlægjandi afsalssamningi við erlendan auðhring. ★ Samningurinn við Swiss Aluminium býður heim þeirri óheillaþróun að al- þjóðleg auðfélög leggi undir sig íslenzk náttúrugæði og hagnýti þau í sína þágu án tillits til hagsmuna og þarfa íslenzku þjóðarinnar. ★ Gegn slíkum þjóðháska verður að snúast með öllum tiltækum ráðum. Daufheyr- ist stjórnarvöldin við sjálf- sagðri kröfu almennings að fá að láta í ljóg afstöðu sína til samningsins með þjóðar- atkvæðagreiðslu, verður litið á hann sem nauðungarsamn- ing sem þjóðin hefur lýð- ræðislegan rétt til að hnekkja." Nánar verður skýrt frá ræð- um á fundinum í blaðinu síðar. Þegar á fyrstu mínútu leiksins skora Frakkar fyrsta markið, og stuttu síðar bæta þeir öðru við. Það er greinilegt að Frakkarnir leika hart og harðara en búist var við og virtist sem það kæmi Isl. á óvart og eins og þeir átt- uðu sig ekki á þessu. Á 5. mín. skorar Gunnlaugur úr víti Pg á 7. mín. jafnar Hörður með góðu skoti, og litlu síðar tekur Island forustuna með ágætum samleik sem endaði með skoti af línu frá Stefáni Sandholt. Frakkar jafna á 9. mínútu og næstu mín- útur skorar Geir. Er sótt og var- ist af kappi og nokkur hraði í leiknum án þess þó að vera veru lega lifandi. Á tólftu mínútu jafna- Frakkar, en það stóð ekki lengi því Stefán Jónsson skorar mjög óvænt af löngu færi. og nú kemst ísland tvö mörk yfir er Geir skorar mjög laglega. Á næstu sex mínútum skofa Frakk- ar þrjú mörk og komast yfir á 20. mínútu. Stefán Jónsson jafn- ar litlu síðar, og enn komast gestimjr yfir og ekki til hálf- leiks lengra en um fjórar mínút- ur. Á þeim tíma skorar Hörður og á næst síðustu mín. skbrar Gunnlaugur úr víti. Litlu áður hafði markmaður Frakka varið víti frá Gunnlaugi. Þannjg endaðj hálfleikurinn 9:8 fyrir Island. 1 heild tókst liðinu ekki verulega upp. Gunnlaugs var gætt mjög vel og naut hann sín ekki eins og oft áður, og svipað var að segja um Ingólf. Þó átti það góða -kafla inn í milli. \ * Frakkar sækja fast. Frakkar sækja fast þegar í byrjun og á fyrstu mínútunni tekst þeim áð jafna og litlu síðar taka þeir forustuna 10:9. Liðu svo fimm mínútur að Is- land komust ekki verulega í gang, en á 5. mínútu skorar Hermann óvænt Pg laglega og á næstu mínútum skorar Gusin- Listsvniiig Framhald af 1. síðu. átta svarthvítar myndir og ein litmynd frá hverju landi. Þegar sýningunni lýkur i Hannover verður hún sett upp í Vestur-Berlín og fer síðan þaðan til Stuttgart, Frankfurt am Majri og ef til vill til Essen ef tími vinnst til íslenzku listaverk;n verða send/ út næstu daga en þau voru val- in af sérstakri sýningarnefnd sem skipuð var auk Jóhannesar ,Tóhannesonar þeim Sigurði Sig- úrðssýni. Hafsteini Austmann, Steinþórj Sigurðssyni. Eiríki Smith. Sigurjóni Ölafssyni og Guðmund Benediktssyni. 1 Skríístúfustarf Skrifstofumaður, karl eða kona, óskast til starfa nú þegar eða síðar. Upplýsingar í síma 21560. laugur þrjú mörk í röð og kom- ust íslendingar í 13:10. Frakkar svara með þrem mörkum í röð og jafna á tíundu mínútu. 13:13. Geir er nærgöng- ull og eygir opnu og skorar, eiT aftur jafna Frakkar. Það má naumast á milli sjá, og hvorug- um tekst að ná tökum á leikn- um. báðir eiga í vök að verjast, og Islendingamir að auki við furðulega dóma franska dómar- ans. Ingólfur gefur Islandi forustu með skbti niðri og í gegn. Þetta gerðist á 14. mínútu. Litlu síðar er dæmt vítakast á ísland, og ætlar sá sem það tek- ur að lyfta knettinum yfir Þor- j stein, en Þor,steinn er fljótur að átta sig og nær honum áður en hann er hann er allur kom- inn innfyrir. Franski dómarinn dæmir samt mark en Magnús Pétursson mótmælir og í það sinn tók hann mótmæli hans til greina. Á 20. mínútu jafna Frakkar og nokkru síðar skora þeir sigurmarkið og vinna með 16:15. Síðari hálfleikur Islands var ekki eins góður pg sá fyrri og það að skora ekki mark í sextán mínútur sýnir að ekki er allt í lagi. Varnir beggja voru að vísu sterkar og harðar, en í hand- knattleik er þetta of langur tími að ekki sé skorað mark. Islendingunum er það þó til vorkunnar að varnarleikur Frakkanna var á þann veg að þeir notuðu stjak með höiidum á hinn lúalegasta hátt og dómarinn lét það óátolið gaf ekki einu sinni ámínningu, en fyrir slíkan lejk og eðlilega túlkun hefðu þeir átt margir að fara útaf til að „kæla‘‘ sig. Ef handknattleikurinn á að þróast inn á þessa braut þá er honum mikil hætta búin. Frakk- arnir búa yfir töluverðri leikni með knöttnn, en það sem lýtir leik þeirra er harkan og þar ganga þeir allt of langt, og landi þeirra gat ekki hindrað þá í slíkum leikaðferðum. Þeir komu Islendingunum líka alloft í vanda og fengu mörg mörkfyr- ir hraða sinn upp þegar kastað var út frá marki, en það er eins og Islendingarnir ætli aldrei að vara,st þessi hröðu áhlaup. Island náði aldrei. leik eins og þeir léku á móti Dönum í fyrri hálfleik,, en hálfleikirnir voru jafnari og aldrei var uppgjöf í liðinu þótt þeim tækist ekki að skora í meira en hálfan hálfleik! Beztu menn íslenzka liðsins voru Gunnlaugur i sfðari hálf- leik, Geir Þorsteinn í markinu, varði yfirleitt nokkuð vel sér- staklega í síðari hálfleik. Hörð- ur slapp líka vel. Ungu menn- irnir Hermann, Stefán Jónsson og Sandholt einnig. Jón Ólafsson Gunnlaugur Hjálmarsson (fyrirliði Islendinga) í vígahug. var um stund í markinu en hann áiti greinlega við byrjunarörðug- : leika að etja og tókst ekki úpp | að þessu sinni. Franska liðið var mjög jafnt | og þó var -mikill munur á hraða þeirra sumir voru þungir og sterkir, en aðrir fljótir og kvik- i ir,. en sameiginlega höfðu þeir að búa yfir leikni Beztir voru markmaðurinn Je- an, Roger' og Réne; annars ekki gott að gera upp á milli þeirra. Þeir sem skoruðu fyrir Frakk- land. voru Roger 4,' Jean-Piem, Réne Maurice, Jean-Jacques og Jean Faye tvö hver, André og Jean-Louis eitt hvor Fyrjr ís-. land skoruðu Gunnlaugur 5 (2 úr víti), Geir 3, Stefán Jónsson ! og Hörður tvo hvor, Stefán Sandholt. Hermann og Ingólfur eitt hvor. Dómari fyrri hálfleikinn var Hannes Sigurðsson og slapp yfir- leitt vel frá sínum hálfleik. Það verður því miðúr ekki sagt um franska dómarann og með túlk- unum og skilningi Hannesar á lejknum hefði ísland unnið leik- inn. Franski dómarinn ' notaði sér ckki aðstoð markadómaranna, og tók ekki tillit til þeirra þótt skorað Væri af línu ólögle'ga. Sænski dómarinn Lennart Larson tafðist vegna flugvélar- bilunnar og var þá tekið til þess ráðs að nota dómara frá báðum löndum, Frímann. KAUPMANNAHÖFN 14/4. Dan- ir fengu sitt versta aprílveður í 30 ár í gær og kingdi niður svo miklum snjó að jafnvél snjó- mokstursvélar komust ekki leið- ar- sinnar. Járnbrautir hafa stöðvazt á fáfa-nari leiðum, og margir skólar á Sjálandi voru lokaðir í dag. Odinga segir sig úr stjórn Kenya NAIROBI 14/4 — Varaforseti Kcnya, Oginga Odinga, Iýsti því yfir á blaðamannafuntli í Nair- obi í dag, að hann hefði sagt sig úr stjórnaTflokknum KANU (Hinn afríski þjóðflokkur Ken- ya) og látið af ráðherradómi. Odinga hefur um hríð verið í andstöðu við Kenyattá forsete og aðra ráðamenn og var fyrir skömmu vikið úr stöðu varafor- manns KANU-flokksms. Hann hefur verið talinn róttækastur kenyskra stjórnmálamanna og ásakaður um að -vilja koma á kommúnisma í landinu. Sjálfur telur hann sig forvígismann af- ríska sósíalisma, sem hvorki muni þola örbirgð né mikla auð- legð. Odinga er 53 ára gamall. kenn- ari að menntun. Hann var kos- inn á þing 1963 og varð síðan ut- anríkisráðherra en hefur gegnt embætti varaforseta nú um hríð. Ópera samin um Jeppa á Fialli BERGEN 14/4. Jeppi á Fjalli e gamanleikur sem flestum Islend ingum er1 kúnnur. Norska tór skáldið Harald Sæverud hefu samið óperu er byggir á þess' þekkta leikriti og eru æfingar henni hafnar í Bergen ur þessar mundir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.