Þjóðviljinn - 15.04.1966, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.04.1966, Blaðsíða 8
g SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Föstudagur 15. aprií 1966. 4 MORÐ MEÐ Patrick EFTIRMÁLA Wn urðu það ekki? Okkar á milli sagt — er það í rauninni alveg satt að hvorugur ykkar viti um athafnir hins á laugardagskvöld- ið? Ég á við að hann gaf það í skyn vi?j lögregluna að hvor ykkar sem var hefði getað far- ið út án þess að hinn vissi. Var það satt? Hann góndi tortryggn- ÍS’lega á mig. — Auðvitað var það satt. Við sjáum ekkert hvor til annars eftir klukkan sjö á kvöldin — Og þetta hefur þá verið eins og hvert annað kvöld? — Auðvitað. — En þú myndir þó vita hvort það væri Ijós i herberg- inu hans? Hann forðaðist að líta á mig, og ég hugsaði sem svo að það værj erfitt að átta sig á því hvort hann væri að segja ratt. vegna þess að flöktandi augna- ráðið gerði einfaldan sannleik- ann lygilegan Hann svaraði ó- lundarlega: — Ég hélt bara. að hann hefði farið snemma að sofa. — Þú hefur þá gáð? Hvað ætli klukkan hafj verið þá? — Svona milli ellefu og tólf. Hann' var orðinn ósköp feirðar- laus þótt ég reyndi að láta sem aðeins venjuleg foirvitni lægi að bakj spuminga minna. ’"Hann var etns og fló á skinni þegar hann nefndj tímann. — Hvaða máli skiptir það annars? — Hreint engu En það get- ur þá vel verið að hann hafi verið að heiman eins og hann sagði frá klukkan hálftíu tii tólf. — Jæja svo sagði hann ^ Já Hvað finnst þér um þessa sögu hans að hann hafi aetlað að hjtta náunga sem var í einhverjum vandræðum? — Það gætj vel verið satt. Hann væri nógu vitlaus xtil þess. Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu oo Dódó Laugavegi 18 III hæð (Ivfta) SÍMT 24-6-16. PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SlMl 33-968. D Ö M U R Hárgreiðsla við allra hæfi T.JÁRNARSTOFAN Tjarnarg"tu 10 Vonarstrætis- megin — Sími 14-6-62. Hárgreiftslustofa Austurbæjar íYIaria Guðmundsdóttir Laugavegi 13. Sími 14-6-58. Nuddstofan er á sama stað. — Þú heldur þá að Það sé satt? ^ — Ég býst við Því. Hann væri varla annars að gefa þvílíkan höggstað á sér. — Það hélt ég líka. En Þú veizt náttúrlega ekki, hvaða mað- ur þetta var? — Hef ekki hugmynd um það. Og þó — Hann yggldi sig og leit aftur á bréfið. — Hann minnist á náunga sem heitir Wellman — það hefði kannski getað verið hann. — Wellman? Hver er það? — Aldrei heyrt hann nefnd- an. Hann réttj mér bréfið. — Hann segir ekki annað en þetta. Ég las bréfið aftur Og fékk honum það s'íðan. —• Ef maðurinn skyldi hringja. þá ættirðu sjálfsagt að reyna að komast að þv; hver hann er og setja þig síðan i sam- band við lögregluna. Hann tók það ekki í mál. fremur en ég hafði haldið. — Ekki ég! Það kemur sko ekki til ipála! Ég er búinn að segja þér. að ég vil ekkent hafa saman við þá hunda ag sælda. — En ef þeir komast að þessu sjálfir og fá að vita að hann hefur talað við þig? Þá heimta þeir að fá að vita, hvers vegna þú hefur þagað yfir Því Ég sá að hann fitlaði vandræðalega vjð hökuna á sér — Kannski get ég orðið að liði? — Hvernig þá? — .Ef hann skyldi hringja. þá geturðu sagt honum að þú hald- ir að majórinn hafi beðið mig fyrir skilaboð. Þá þarft þú ekk- ert að koma nálægt þessu. Hann ihugaði þetta vandlega. — Þetta er ekkj svo vitlaust. viðurkenndi hann, — Því minna sem ég veit um þetta, þvi ánægðari verð ég. Nú jæja, ef ég heyri frá honum þá segi ég honum að setja sig ,• samband við þig. er það ekki? — Já, einmitt. Þannig ertu sjálfur laus allra mála. Ég von- aði að hann færi ekkiaðspyrja mig, hvers vegna ég væri svona hjálpsamu,- allt í einu, því að ég áttj ekki svo auðvelt með að segja honum að mig lang- aði til að komast aftur inn und- ir hjá Lyon Ef til vill dygði það að fá að vita hver þessi Wellman væri hvort sem hann kom nú þessu máli við eða ekki. Ég hafði gert eins og- Ly- on bað mig um og látið það ber- ast að Houston værj ekki bein- Iínis tekinn fastur en ég vissi mætavel, að ,.yíirheyrslan“ var ekkj annað en fyrirsláttur. Að mínu viti var leitinni hætt að morðingja Lionels Massey. Ef- laust yrði ég að mæta fyrir rétti' og bera vitni Ef Lyon héldi áfram að hundsa mig Þá væri mér aðeins ánægja að þvi að koma með upplýsingar, sem hon- um hafði ekki tekizt að aAa sér. En ég vildi samt miklu heldur komast aftur i sartrband við hann því að hann átti eftir að kanna mál Bellu Draffen og ég vildi ekki fara með öllu á mis við það. En mér var raunar ráðgáta hvaða ástæðu þeir töldu Houston hafa haft til verknaðarins, nema það væri sú augljósasta — pen- ingarnir. Clegg kynni' að geta frætt mig um það, svo að ég spurði hvort að hann hefði nokkra hugmynd um hvernig fjárhagsafkoma majórsins væri. Hann kipraði munninn hæðnis- lega. — Hann á ekkert til. Að minnsta kosti hefur hann ekkert aflögu — allt of margir sem kvabba á honum Það vöru allt- af einhverjir að reyna að slá 32 hann. Hann hefur aldrei getað sagt nei við slíku. Ég gat ekki varizt þeirri hugs- un að hann hefði reyndar sjálf- ur notig góðs af þessu örlæti. Eftir þeirri peningaupphæð sem hann hafði fengig rétt í þessu, hafði hann annag hvort ekki fengig laun vikum saman eða þá ag hann var á furðulega háu kaupi. En hann virtist háfa orð- ið undrandi og það gerði þetta dálítið skrýtið og ég útilokaði ekki þann möguleika að þetta væru peningar fyrir að Þegja. Þetta var líka há fjárhæð fyrir mann sem ekkj var aflögufær. ekkj sízt þar sem hún var greidd fyrirvaralaust. Nema — og nú leit ég á málig eins og reyndur leynilögregluþjónn — nema hann hefði allt . í einu komjzt yfir stórfúlgu af reiðufé. — Heldurðu að þessi Wellman geti verig einn af þessum kvöbb- urum? — Áreiðanlega. Ég segi. þér satt. það tekur einn við af öðr- um. Ég lét þetta gott hejta. Mér fannst það ekkj skipta máli hver eða hvar þessi dularfulli Well- man var Hann gat ekki gert annað en staðfesta eða afsanna upphaflegan tilgang Houstons meg því ag fara út þetta kvöld, en ekkert um það hvað hann hafði í rauninnj gert eða hvert hann hafðj farið. En Það virt- ist ekkj vera meira á Clegg að græða. Hann virtist á hinn bóg- inn halda að það væri meira á mér að græða — nokkrir drykk- ir í viðbót. Ég gaf honum einn og gerði honum síðan Ijóst að þetta Befði verið erfjður dagur hjá mér og ég þyrfti að Sera ým- islegt áður en ég gengi snemma til náða þótt klukkan væri ekki nema rúmlega sjö. Loks tók hann við sér og fór og ég horfðj á eftir þessum kubbslega ná- ung'a þegar hann hvarf út í hálfrökkrið. Ég hugsaði með mér að ég vildi ógjaman éiga hann að óvini eins og stæði meðan ég hlustaði á bannsettan gauraganginn í mótorhjólsófét- inu hans. En þag kom á daginn að hann fór alveg mátulega. Klukkan rúmlega átta hringdj síminn. Þegar ég svaraði, heyrði ég ó- kunnuga rödd hrjúfa og tauga- óstyrka: — Er þetta herra Carstairs? Ég játaði þvi og hann hélt á- fram: — Ég heiti Wellman. Mér skilst að Houjston majór hafi beðið yður fyrir bog til mín. — Já, sælir, herra Wellman. Ég er feginn að þér hringduð. Þér vitig að Houstðn majór hef- ur verig kallaður til borgarinn- ar um stundarsakir? — Svo sagði aðstoðamaður hans mér. — Er — er nokkuð að? — Viðskiptaerindi. býst ég við, — Jaeja — get ég fengið boð- in? Ég reyndi að vera fljótur að hugsa til að afla mér einhverra upplýsinga um. hann. Það var ó- hugsandi að Houston hefði ekki vitað hvemig hann áttj ag .ná sambandi við hann, annars hefði hann trúlega gert það og þess vegna_ sagði ég i tilraunaskyni: — í fyrsta lagi langar majór- inp mjög til ag vita hvar hann getur komizt í samband vig yð- ur. Ég held hann hafj ætlað að segja mér hvers vegna, en hann varð ag fara í mesta flýti og náði ekki að segja mér það. ---En hann veit að ég get. ekki — ég á við, — þag er ó- mögulegt eins og stendur . . • Hrjúf röddin fjarlægðist og ég var hræddur um að hann ætl- aði ag leggja á. — Sjálfur veit ég ekkert um smáatriði en mér skjlst ag um trúnaðarmál sé ag ræða. Ég get aðeins fullvissað yður um, að yður er óhætt að treysta þag- mælsku minni. enda hefur maj- órinn ekki hikað vig það. Enn. varð þögn, svo að ég hélt áfram: — Ef sátt sk-al segja, þá veit ég ekki hvort þag væri rétt gert af mér að gefa skilaboðin í símann — þegar allt kemur til alls, þá veit ég ekk; vig hvern ég er að tala skiljig þér? Ef ég á að hjálpa majómum — og yður að sjálfsögðu lika — þá verð ég ag vera mjög gætinn. Get ég komið til fundar vig yð- ur? — Nei! Maðurinn var ákaf- ur. — Nei, það kemur ekki til mála. — Jæja. þá getig þér komið til mín — eða þá að við hitt- umst einhvers staðar? — Nei, það er ekki hægt eins og stendur. Ég tefld; á tvær hættur. — En þér félluzt á að hitta majórinn á laugardagskvöldið. — Það er satt. En ég gat ekki staðið vig það. —Maðurinn varð hræðslulegri með hverju andar- taki Ég óttaðist að ég kynni að ganga of langt. — Hvað leggið þér þá til? — Ég — ég — Þag vottaði fyrir örværitingu í röddinni. — Ég læt mér detta eitthvað í hug Ég skal hringja eftir einn eða tvo daga Haldið- þér að majórinn verði kominn þá? — Ég hef enga hugmynd um það. Ég myndi missa áf honum. þag var mér ljóst, en vig því var ekkert að gera. Þessi dular- fulli maður ætlaði engar upp- lýsigar að veita. Hann umlaði eitthvað um að honum þætti leitt, hve snúið þetta væri og þórður sjóari 4729 — Eddy ran,,. . , élina. Allt í lagi! Þegar þeir leggja báðiir saman, heppnast þeirri sjálfsagt að koma bátnum gegnum brimið. — Doks koma stúlkurnar. Þær reka upp stór augu, en það er sannarlega enginn tími til útskýringa. Þær þakka gömlu konunni innilega fyrir hjálpina. Seinna munu þær koma og sækja hana. — Þeim hefur tekizt að taka með sér þá fjármuni sem þær eiga enn, en Þórður hefur áhyggjur af fatnaði þeirra sem er ekki beinlínis hentugur til sjóferða. SKOTTA Ef þú lánar mér skrípabókina þína skaltu fá að lesa dagbók- ina hennar Skottu. REYNSLAN HEFUR SANNAÐ GÆÐfN HJOLBARÐAR FRÁ , SOVETRIK3UNUM LATID EKKI SLYS HAFA AHRIF Á FJÁRHAGSAFKOMU YDAR TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRf LINDARGÓTU 9 REYKJAVÍK SÍMt 22122 — 21260 Auglýsið i Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.