Þjóðviljinn - 15.04.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.04.1966, Blaðsíða 4
4 SlÐA — KTÖÐVIEJINN — Fösfcudagur 15. april 1966. CTtgefandi: Sameiningarflokkur alþýöu — Sósíalistaflokk- uriim. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorvaldur Jóhannesson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 95.00 á mánuði. Tekur Alþingi af skaríð? 4 l^ingsályktunartillaga Alþýðubandalags'ins og ® Framsóknarflokksins um takmörkun her- mannasjónvarpsins á Keflavíkur'flugvelli við her- stöðina kom loks til umræðu á Alþingi á miðviku- dag. Kom fram í umræðunum að dregið var lang- an tíma að flytja tillöguna vegna þess að flutn- ingsmenn hennar höfðu ástæðu til að halda að ríkisstjórnin væri að leysa málið með öðrum hætti, og var auðheyrt á þingmönnum að þeir væntu yf- irlýsingar frá menntamálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasyni, er málið var tekið til meðferðar á Al- þingi. Ráðherrann sat hins vegar undir öllum um- ræðunum um málið án þess að kveðja sér hljóðs, enda þótt til hans væri bein't’ fyrirspurnum um afstöðu ríkisstjórnarinnar, og óspart vitnað í um- mæli ráðherrans er hann viðhafði fyrir ári. Því hefur verið fleygt að menntamálaráðherra íslands h^fi beðið bandarísk stjórnarvöld þess að sá kal- eikur yrði tekinn frá ríkisstjórninni að hún þyrfti að gera ráðstafanir til 'takmörkunar á bandaríska sjónvarpinu, heldur liti þannig ú'f að frumkvæðið og ákvörðun væri frá bandarískum yfirvöldum. En menntamálaráðherra virðist ekki enn hafa fengið fyrirheit um þessa lausn. — Einn þingmaður stóð upp til að verja bandaríska . sjónvarpið, í nafni frelsisins, frelsis sjónvarþsaðdáenda til þess að taka hermannasjónvarpið inn á heimili sín og þá sennilega líka frelsi herstjórnar og ríkiss'tjórnar Bandaríkjanna til að gera hermannasjónvarp sitt frá Keflavíkurflugvelli að heimilissjónvarpi á þús- undum íslenzkra heimila. Mátti segja að máls- vörnin af hálfu aðdáenda dátasjónvarpsins hæfði málstaðnum. fr\ T hinni rökfösíu framsöguræðu sinni lagði Gils Guðmundsson áherzlu á það meginatriði sjón- varpsmálsins „að engin sjálfs'tæð menningarþjóð getur látið sér sæma, að erlendur aðili, hver sem hann er, hafi sérstöðu til sjónvarpsreksturs í landi hennar“. Framsögumaður skírskotaði fil eðlilegs þjóðernismetnaðar íslendinga og lauk ræðu sinni með þessum alvöruorðum: „Ég fæ ekki séð, áð Alþingi og ríkisstjóm geti skotið sér undan þeirri siðferðilegu skyldu að leiðrétta þau glappaskot sem gerð hafa verið, bæta fyrir það þjóðemís- lega og menningarlega slys, sem þegar er orðið. En það verður aðeins gert á þann veg, eins og málum er komið, að íslendingar eigi og reki sitt sjónvarp sjálfir, en Keflavíkursjónvarpið verði jafnframt takmarkað við herstöðina‘‘. Sú krafa er borin fram af þingmönnum Alþýðubandalagsins cg Framsóknarflokksins á 'Alþingi, ogfjöldi manna í stjórnarflokkunum og utan flok'ka hafa gert þá kröfu að sinni kröfu vegna skilnings á því hvuð hér er í húfi. Verður ekki að óreyndu trúað að alþingismenn víkist undan þeirri skyldu sinni að leysa málið eins og íslendingum sæmir. — s. Ski&alandsmót Islands 1966: Siglfírðmgar hlutu i -r- •„ ■■ fíest meistarastig Eins og áður hefur verið skýrt frá í fréttum, var Skíða- mót fslands 1966 háð á ísa- firði um páskana. Skíðaráð ísafjarðar sá um mótið og fórst framkvæmdin ágætlega úr hendi en mótsstjórn skip- uðu: Einar B. Ingvarsson, sem jafnframt var mótsstjóri Jens Kristmannsson, Guðmundur Sveinsson, Sigurjón Halldórs- son. Gunnlaugur Jónasson, ÓI- afur Þórðarson Sverrir Hést- nes, Magæús R. Guðmundsson, Fylkir Ágústsson og Oddur *Péturss. Yfirdómari var Helgi Sveinsson. Mótið var sett fyrra mánu- dag, 4. apríl og því var slit- ið í hófi ,bæjarstjórnar ísa- fjarðar að kvöldi páskadags. Eins og oftast áður voru Siglfirðingar mjög sigursælir á landsmótinu. hlutu flésta sig- urvegara; bá Akureyringar og' Ólafsfirðingar. Hér fara á eftir úrslit í ein- stökum keppnisgreinum; Þriðjudagur 5/4 15 km. ganga 20 ára og eldri 1. Þórhallur Sveinss. S 1:22,14 2. 'Birgir Guðlaugss. S 1:28.06 3. Haraldur Erlendss. S 1:28,27 4. Trausti Sveinsson F 1.28.30 5. Gunnar Guðm. S 1:29,30 6. Gunnar Pétursson í 1:32,27 21 keppandi var skráður til leiks 20 ræstir, 15 luku keppni. 5 hættu, einn mætti 'ekki. 10 km. ganga 17—19 ára • 1. Sigurjón prléhdss. S, 51.30 2. Skarphéðini Guðm. S 53.02 3. Magnús Kristjánss. í 1:03,13 4. Jón Stefánsson í 1:12,35 í flokki 17—19 ára voru 4 skráðir til leiks og luku allir keppni. Miðvikud. 6/4 Stöllk — Meistarakeppni 20 ára og eldri stig 1. Svanberg Þórðars. Ó 221,8 2. Sveinn Sveinsson S 220.5 3. Bjöm Þ. Ólafsson Ó 209.6 4. Þórhallur Sveinss. S 208,0 5. Birgir Guðlaugsson S 196.5 6. Haukur Sigurðsson í 193,4 Stökk — Meistarakeppni 17 til 19 ára stig 1. Sigurjón Erlendss. S 206,5 Stökk — 20 ára og eldri — Norræn tvíkeppni — Stökk og ganga 1. Þórhallur Sveinsson S 194.80 stökkst. — 240.00 göngust. — 434,80 samtals. 2. Haraldur Erlendss. S 196,00 stökkst. — 224,46 göngust. — 420,46 samtals. 3. Bigir Guðlaugsson S 193,20 Stökkst. — 225.77 göngust. — 418,97 samtals. 4. Sveinn Sveinsson S 223.00 stökkst. — 194,85 göngust. — 417.85 samtals. 5. Haukur Sigurðssön í 192,70 stökkst. — 118.50 göngust. — 311,20 samtals. Stökk 17—19 ára — Norræn tvíkeppni — Stökk og ganga 1. Sigurjón Erlendsson S 206.50 stökkst. — 240,00 göngust. — 446,50 samtals I Boðganga 4x10 km. 3. ísafjörður A-sveit; (Sigurður Sigurðsson, Jón Karl Sig- urðsson Haukur Ó. Siguros- son, Kristján Guðmundsson) 2:19,37 4. Siglufjörður. B-svéit; (Sigur- jón Erlendss., Sveinn Sveins- son Bjöm Olsen, Karaldur Érlendsson 2:22,23 Ámi Sigurðsson, fsafirði, varð tvöfaldur íslandsmeistari, sigraði í svigi og samanlagðri alpatvíkeppni. 5. ísafjörður B-sveit; '(Sigurður Jónsson, Bragi Ólafss. Odd- ur Pétursson, Gunnar Pét- ursson) 2:34,16®- 9/4 Stórsvig karla 16 ára og eldri 1. ívar Sigmundss. A 2:06,61 2. Reynir Brynjólfss. A 2:12,34 3. Bjöm Olsen S 2:13.25 4. Ámi Sigurðsson I 2:13,34 5. Kristinn Ben, í _ 2:13.73 6. Hafsteinn Sigurðss., í 2:21,49 47 keppendur voru skráðir til Wiks 31 keppandi ræstur, 22 luku keppni, 16 mættu ekki til leiks og 9 luku ekki keppni- Brautin var 2650 m. löng með 56 hlið. Hæðarmismunur 640 m. Brautin hófst á brún Eyr- arfjalls lá niður Seljalandsdal, yfir Skiðaveginn og endaði á túninu við Seljaland. Svig kvenna 16 ára »g eldri samt. 1. Árdís Þórðard. S 90,16 2. Sigríður Júlíusd. S 97,54 3. Jóna E. Jónsdóttir í 104.78 4. Hrafnh. Helgad. R 106,78 5. Guðrún Siglaugsd. A 113,68 6. Karólína Guðm. A 118,58 10 keppendur voru skráðir til leiks 7 keppendur ræstir og luku allir keppni. Brautin var 450 m. löng, með 49 hliðum, hæðarmismunur 120 m. Svig karla 16 ára og eldri samt. 1. Ámi Sigurðsson í 105.61 2. Reynir Brynjólfss. A 107,71 3. Ágúst Stefánsson S _ 108.60 4. Kristinn Benediktss. í 110,35 5. Svanberg Þórðars. Ó 112.04 6. Magnús Ingólfss. A 112,12 46 keppendur voru skráðir til leiks. 31 ræstur, 20 luku keppni, 15 mættu ekki til leiks, 11 luku ekki keppni. — Brautin var 650 m. löng, með 64 hliðum, hæðarmismunur var 165 metrar. Alpatvíkeppni karla samt. 1. Ámi Sigurðsson í 32.96 2. Reýnir Brynjólfss. A_ 36,86 3. Kristinn Benediktss f 57,92 4. Svanberg Þórðars. Ó 110,74 5. Hafsteinn Sigurðss.. í 124,50 6. Ágúst Stefánsson S 131.20 Stórsvig kvenna 1. Karólína Guðm. A 70.71 2. Árdís Þórðardóttir S 72,13 3. Sigríður Júlíusd. S 75,00 4. Marta B. Guðm_ R 76.41 5. Jóna E. Jónsd. í 77.65 6. Guðrún Siglaugsd. A 80.76 Alpatvíkeppni kvenna samt. 1. Árdís Þórðard. S 11,20 2. Sigríður Júlíusd. S _ 75,62 3. Jóna E. Jónsdóttir í 129,94 4. Karólína Guðm. A 137.30 5. Guðrún Siglaugsd. A 190,56 6. Marta B. Guðm. R 199,71 Brautin var 1250 m. löng, með 34 hliðum. hæðarmismun- ur 250 m. 10 keppendur voru skráðir til leikks, einum bætt við. 10/4 Sveitasvig 1. Sveit Xsafjarðar (Samúel Gústafsson, Hafsteinn Sig- urðsson, Ámi Sigurðsson, Kristinn Benediktsson) ' Samtals 446,74 2. Sveit Reykjavíkur (Ásgeir Christiansen. Georg Guðjóns- son, Leifur Gíslason, Harald- ur Pálsson) Samt. 521,58 3. Sveit Akureyra'r m (Reynir Brynjólfsson Viðar Garð- arsso.n Magnús Ingólfsson, ívar Sigmundsson) — Samtals 530,78 Sveit Ólafsfjarðar hætti, sveit Siglfirðinga úr leik. — Brautin var 600 m. löng með 64 hliðum hæðarmismunur 150 metrar. . 30 km. ganga 20 ára og eldri 1. Kristján R. Guðm. í 1:37,18 2. Guðm. Sveinsson F 1:38.59 3: Trausti Sveinss. S 1:39,00 4. Þórhallur Sveinss. S 1:41,04 5. Gunnar Guðm. S 1:41.49 6. Haukur Sigurðsson f 1:41,55 Brautin: Rásmark var við Tungu og lá brautin baðan upp á Dagverðardal, fram hann allt að Dyngju, síðaii niður með Bröttuhlíð að stökkpallin- um baðan yfir Grettistök, fram Tungudal að Valhöll og baðan út Tunguskóg og heim að Tungu aftur. Þessi hring- ur genginn brisvar. Til leiks voru skráðir 17 keppendur. 16 ræstir. 15 luku keppni. Hjúkranarkonu vantar nú þegar á sjúkrahúsið á Húsavík, enn- fremur yfirhjúkrunarkonu frá 1. maí n.k. Upplýsingar gefa yfirhjúkrunarkona og sjúkra- húslæknir. Auglýsíng frá yfirkjörstjóm í Kópavogbkaupstað. Frestur til að iskila framboðslistum við bæjar- stjórnarkosninguna í Kópavogskaupstað, sem fram fér sunnudaginn 22. maí 1966, er útrunninn þann 20. apríl kl. 12 á miðnætti. Yfirkjprst'jórn tek- ur við framboðslistum í félagsheimilinu þann 20. apríl n.k. frá kl. 9—12 síðdegis. , , Kópavogi 14. apríl 1966 - Yfirkjörstjóm Ásgeir Bl. Magnússon Bjarni P. Jónasson Gísli Þorkelsson. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.