Þjóðviljinn - 26.04.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.04.1966, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 26. apríl 1966 DIODlflUINN Ríkisstjórn, borgarstjórn og togaraútgerðin Otgefacdi: Sameiiilngarflokkiur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Préttaritstjóri: Sigurður V. Priðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorvaldur JóHannesson. ‘Ritstjóm, afgreiðslaj auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðust. 19. Síml 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 35.00 á mánuði. Blessuð verðhólgan T>itstjóri Alþýðublaðsins gerðist í fyrradag smá- sagnahöfundur. Aðalpersóna sögunnar var tré- smiðskona ein sem varð fyrir heldur óskemmti- legri rejmslu einn daginn; þegar hún kom í fisk- búðina var búið að hækka ýsuskammtinn úr 25 kr. í 35 kr., og þegar heim kom tóku á móti henni lögtaksmenn og skrifuðu upp búslóðina vegna van- skila' á húsnæðisláni. Þó fór allt saman vel að lok- um, trésmiðnum tókst að borga af láninu og hann huggar konu sína: „Við klórum okkur fram úr skuldunum tvö eða þrjú ár, þá hækkar allt og skuldirnar verða viðráðanlegri“. Þetta á semsé að vera dæmisaga um blessun verðbólgunnar. Kjósið okkur, þér sem skuldum eruð hlaðnir, segir Al- þýðuflokkurinn; við hækkuðum ýsuna! |7,n dæmi Alþýðublaðsins er ekki til marks um blessun verðbólgunnar, heldur um fáránlegt stjórnarfar. Sé ekki hægt að eignast íbúð án þess að efnahagskerfið leiki á stöðugu reiðiskjálfi er eitt- hvað meira en lítið bogið við stjórn landsins. Og raunar er það falskenning að launafólk hagnist á verðbólgunni ef það á íbúð; hið linnulausa rán verðbólgunnar hirðir miklu meiri hlut daglangt og árlang't' frá launafólki en lækkuninni á verð- gildi íbúðarlána nemur. t>aunar er það nýjasta hugsjón Alþýðuflokksins ■*■. og Sjálfstæðisflokksins að koma í veg fyrir að verðbólgan lækki verðgildi íbúðarlána smátt og smátt. Ritstjóri Alþýðublaðsins ætti að skrifa framhald af smásögu sinni og láta trésmiðinn og konu hans uppgötva að lánið var raunar vísitölu- bundið, svo að Alþýðuflokksverðið á fiski og smjörlíki birtist einnig í því að næsta afborgun af láninu hækkar til mikilla muna. — m. íbúðir fyrir ungt fólk Hyfeirihluti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn ■*■"■*■ Reykjavíkur felldi fyrir skömmu tillögu frá Alþýðubandalaginu um að borgin byggði á næstu, árum 100 leiguíbúðir sem ætlaðar væru ungum hjónum, sem eru að hefja búskap. Tillagan gerði ráð fyrir að þetta yrðu um 50 fermetra íbúðir og leiguréttur yrði bundinn við 5 ár. Fyrstu búskap- árárin eru mörgu ungu og efnalitlu fólki erfiðust í húsnæðismálum og myndu leiguíbúðir á hóflegu verði reynast mörgum ungum hjónum góð aðstoð meðan þau eru að koma undír sig fótum og eign- ast eigin íbúð. Hætt er hins vegar við því að biðin geti orðið nokkuð löng ef enginn kostur er annar en sæta leiguokri. Skilningsleysi íhaldsins í þessu efni er táknrænt um afstöðu þess til hagsmuna- mála almennings og þá ekki sízt unga fólksins. Alþýðubandalagið mun halda áfram baráttu sinni fyrir því að borgin byggi litlar leiguíbúðir sem ungt fólk eigi kost á fyrstu og erfiðustu búskap- arárin. — g. « ' | FISKIMÁL eftir Jóhann J. E. Kúldf Þa5 hefði einhvern tímaþólt fjarstæðukennt ef því hefði ver- ið spáð, að Grænlendingar yrðu á unðan íslcndingum að til- cinka sér nýja tækni í togara- útgerð. En svo ótrúlegt sem þetta virðist samkvæmt lögmál- um þróunarinnar, þá er þetta nú að verða staðreynd. Fyrir skömmu luku verkfræð- ingar hjá Bergens-mekaniske Verksted við teikningu af fimm hundruð smálesta skuttogara fyrir Grænlandsráðið og mun meiningin að bjóða út smíði skipsins á Norðuriöndum. Þetta á að verða mjög fullkom- ið skip, búið allri nýjustu tækni til veiða og siglinga. Þá munu Norðmenn og Færeyingar Jiafa tekið að sér að þjálfa græn- lenzka sjómenn við togveiðar, svo þeir væru færir um að taka við slíku skipi. Á sama tíma sem hillirundir slíka gjörbyltingu í fiskveiðum Grænlcndinga, sökum þess að hér á landi, en kyrrstaðan og afturförin halda innreið sína. Ný tækni í þessari útgerð, fer fram hjá okkur, sökum þess að þær togaraútgerðir semenn- þá halda lífi, þær eru fjárhags- lega lamaðar, en bankarnir vilja ekki lána fé í atvinnu- rekstur sem er beinlínis ofsótt- ur af stjórnarvöldunum ogekki annað sýnna en stefnt sé að tortímingu hans. Á meðan þetta er að gerast hér hjá okkur heldur áfram tækniþróun skuttogaranna með jöfnum skrefum. Menn hafa þreifað sig áfram þar til að þeir fundu skip sem hentuðu vel við hinar ýmsu aðstæður. Allar þjóðir sem nokkur kynni hafa haft af togaraútgerð og ýmsar nýjar, hafa nú hafið togveiðar með skuttogurum og reynsla þeirra hefur sannað að gömlu síðutogararnir geta ekki keppt við þá. Við erum einasta þjóðin sem heldur að sér hönd- um og hefst ekki að á þessu sviði. Nú nýlega bættust Fær- eyingar í hópinn með kaupum á nýlegum skuttogara í Þýzka- landi. Hér gefa menn síðutog- arana úr landi, því að ég kaila það gjöf þegar sæmileg skip eru seld fyrir brotajárnsverð. En á sama tíma breyta Norð- menn síðutogurum í síldveiði- skip með kraftblökk, þegar Á sama tíma hefur dr. Jak- ob Sigurðsson, áður forstjóri Fiskiðjuvers ríkisins haft sjö báta til að leggja upp hjáfyr- irtæki sínu, Sjófangi hf., sem hefur þó ekki yfir að ráða nema broti af afkastagetu fisk- vinnslustöðva Bæjarútgerðar- innar. Það hljóta allir að sjá sem ekki eru blindir að hér er ver- ið að gerá leik að því að stofna til tapreksturs í stað þess að hafa gróða. Og tilgangurinn getur varla verið annar en sá, að fá grundvöll undir það sjón- armið Sjálfstæðisflokksins að borgir og bæir eigi ekki að reka fyrirtæki sem einstakling- ar og hlutafélög geti annazt. En ég hygg að fjöldi borgarbúa líti hins vegar þannig á þetta mál, að það sé eðlilegt og sjálf- sagt að borgarbúar eigi í sam- einingu fyrirtæki sem hafi skil- yrði til að taka rekstrarhagnað, sé því sæmilega stjórnað, svo framariega sem rekstrargrund- völlur er til fyrir einkarekstur- inn. Og það ástand getur aldrei haldizt til langframa, að út- flutningsframleiðslan geri sér það að góðu að grundvöllurinn sem hún byggir á sé gráfinn í sundur. Fyrr munu fylkingar riðlast og valdhöfum verða steypt af stóli, það sannar at- vinnusaga allra tíma. Þetta er L ■■ ■' j ■ :íi iiffialiplllffffl&BiajBií--... Nýjasti verksmiðjutogari Norðmanna, Ole Sætremyr.' hráefnisþörf fiskiðjuvera ávest- urströndinni krefst þess, þá er ríkisstjóm Islands og hennar aftaníossar komnir langleiðis að því marki, að gánga af íslenzkri togaraútgerð dauðri, með þeim afleiðingum að hraðfrystihúsin eru dæmd til að standa vcrk- cfnalaus stóran hluta úr árinu, en það þýðir aftur vísustu leið til tapreksturs húsanna. Hvað hefðu brautryðjendur íslenzkrar togaraútgerðar, þeir Thor Jensen, Jón Ólafsson, Jón á Blómsturvöllum, Halldór í Há- teigi, Þorsteinn í Þórshamri og aðrir slíkir sagt, ef því hefði verið spáð þegar þeir voru að byggja upp þessa útgerð sam- kvæmt kröfum þess tíma sem þá var, að Sjálfstæðisflokkur- inn svonefndi ætti eftir að þrugga þessari útgerð banaráð og leggja hana að velli, ef hon- um entust kraftarnir til? Kyrrstaða þýðir dauði Á sama tíma og íslenzk stjóm- arvöld, annað hvort sökum manndómsleysis eða annarra aðstæðna, eru að eyðileggja rekstrargrundvöll þessarar út- gerðar, eins og dæmin sanna að þeir hafa gert, þá er um leið komið i veg fyrir alla framþrcun þessarar útgerðar skuttogarar hafa leyst þá af hólmi við togveiðar. Borgarstjórnin og Bæjarútgerðin Meirihlutinn' í borgarstjórn Reykjavíkur undir forustu Sjálf- stæðisflokksins, er enginn eftir- bátur ríkisstjómarinnar í af- stöðunni til útgerðarmálanna, ef marka má stjórn þessa meirihluta á Bæjarútgerð Rvík- ur síðan viðreisnarstjórnin hóf göngu sína. Það getur varla nokkrum manni dulizt að nú- verandi meirihluti í borgar- stjóminni stefnir að því mark- visst að leggja þetta fyrirtæki borgarbúa niður, haldi þeir meirihluta sínum í borgar- stjórninni eftir kosningarnar í maímánuði n.k. Það cr ekki bara að Bæj- arútgerðin búi við skarðan b.lut vegna núverandi stjórnarstefnu í útgerðarmálum, því að það gera. allar aðrar togaraútgcrðir í landinu, heldur hefur meiri- hluti borgarstjórnar beinlínis vanrækt að sjá vinnslustöðvum Bæjarútgerðarinnar fyrir hrá- efni til vinnslu, og hefur þó aldrci fyrr keyrt svo fim þver- bak í þeim efnum sem á vcr- tíðinni nú í vetur, þegar aðeins voru ráðnir tveir vélbátar til að leggja upp hjá þessari stærstu útgcrð Iandsins. höllt fyrir borgara Reykjavíkur, eigendur Bæjarútgerðariimar, að hugleiða. Ég hef oft hugsað til þess, að mikið hljóti fyrrverandi for- stjóra Bæjarútgerðar Reykja- víkur, Jóni Axel Péturssyni, að falla það þungt, að sjá hvernig nú er unnið í málefnum þess- arar útgerðar af bæjarstjómar- meirihlutanum. Bæjarútgerðin er að stórum hluta verk Jóns Axels, sem hann á miklarþakk- ir skildar fyrir persónulega hjá íbúum Reykjavíkur, þó flokkur hans, Alþýðuflokkurinn, hafi ekki borið gæfu til að standa vörð um þá uppbyggingu Jóns, en það er önnur og óskemmti- legri saga. Nokkrar lýsingar upp- Ég geng út frá því semvísu, að margir fleiri en ég af eig- endum Bæjarútgerðar Reykja- vikur vilji gott gengi hennar i hvívetna og vilji rísa upp til varnar því að þetta fyrirtæki okkar sem eitt sinn var stolt borgarbúa allra, verði niður lagt sem okkar fyrirtæki, en í þess stað afhent til umráða einhverjum öðrum, sem sæju hag sinn í því að reka þaðsem sitt einkafyrirtæki. Einkafram- takið sækist ekki eftir fyrir- tœkjum til þess að tapa á þeim, heldur til þess að hirða ágóðann sem þau geta gefið af sér. En ef e’inkaframtakið hef- ur skilyrði til að reka físk- vinnslustöðvar Bæjarútgerðar- innar með ágóða, þá höfum við einnig sömu skilyrði til þess og það er mergurinn málsins. Þetta sbulum við, íbúar Rvíkur, hafa hugfast. En hvað er þá að frétta viðvíkjandi möguleikum tog- veiða í náinni framtíð? I því efni held ég að fullyrða megi sem sameiginlegt álit þeirra rekstrarsérfræðinga sem við fiskútgerðarmál fást að ennþá hafi ekki verið fundin upp veiðiaðferð sem skilað getur á land hráefni til vinnslu á ó- dýrari hátt heldur en fiskveið- ar með togvörpu, sé stuðzt við þær nýjungar >. í tækni, sem komið hafa í kjölfar skuttogar- anna Þá eru togveiðar taldar bezta tryggingin gegn vöntun á hrá- efni, þar, sem þessar veiðar er h'ægt að stunda þegar aðrar veiðiaðferðir eru torsóttar sök- um veðurs. Byggingar skuttogara flokkast nú í tvennt: ’annarsvegar skip sem ætlað er það hlutverk að afla hráefnis handa vinnslu- stöðvum á landi. Þessi skip eru gjarnan af stærðinni 500—600 smálestir og nú upp á síðkast- ið er farið að útbúa þessa tog- ara frystitækjum til heilfryst- ingar á fiski, suma að hálfu leyti, þannig að þeir frysta afl- ann fyrri hluta ferðar, en ísa hann síðari hluta veiðiferðar. Þetta þykir auka öryggið fyrir því, að hver veiðiferð geti gefið Wagnað, þar sem skipin þurfi" ekki að leita lands með lítinn afla, eimmgis vegna þess að veiðiferð sé orðin of löng. Togari sem Norðmenn tóku í notkun á . síðasta ári búinn frystitækjum til heilfrystingar á fiski og lagði upp hjá fyrirtæk- inu Findus í Hammerfest í N- Noregi gaf 'alveg sérstaklega góða raun á þessu sviði. Þá hefur annar togari sem fór á veiðar nú síðari hluta vetrar, og einnig veiðir fyrir Findus, verið útbúinn á sama hátt. Þetta skip er kringum fimm hundruð smálestir að stærð, og einn af þeim togurum sem Findus stendur að og reiknaður var út með rafmagnsheila. Þá halda Bretar nú úti nokkrum togurum af misjöfnum stærðum, allt upp í tólf til fjórtán hundruð smálesta, og útbúa þá frystitækjum til heil- frystingar, en aflinn er unninn í flök þegar að landi er komið. Þetta er hliðstætt fyrirkomulag- inu á togara Guðmundar Jör- undssonar, Narfa, nema hvað aflinn er þar seldur heilfrystur á markað, en ekki unnin hér heima í flök áður. Hinsvegar eru svo verk- smiðjutogararnir sem fullvinna aflann um borð í markaðsvöru. Á því sviði eru Rússar fremst- ir og eiga flest skip og stærst af(þessari gerð. Fyrir nokkrum árum smíðuðu Norðmenn sinn fyrsta verksmiðjutogara; er hann gerður út frá Álasundi ogber nafnið „Longva“. Útgerð þessa skips hefur gengið með afbrigðum vel, allt frá byrjun. Á s.l. ári skilaði þetta skip á land veiði fyrir 42 miljónir ís~ lenzkra króna. Nú er sama út- gerðarfyrirtæki að láta smíða nýjan verksmiðjutogara, sem er stærri en „Longva.“ I s.l. mánuði var svo afhent- ur í Álasundi nýr verksmiðju- togari, sem ber nafnið Ole Sætremyr. Þessi togari er nú

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.