Þjóðviljinn - 26.04.1966, Blaðsíða 1
V\\VV\\\\\VVVVVVV'VVVVVVVVVVVV\'V'nv\VV\\'VVV\\V'V\\\\VVl»\\V\W\\\\\V\VVVVVV\\VWVXV''VV\WW\V\'V'WV\WWWWWWVVVWVWVVVWVVWVWVWWWWVVWVWWV\V
Þriðjudagur 26. apríl 1966 — 31. árgangur — 91. tölublað.
Orðsending irá Kvenfélagi sósíalista
Eins og á undanfömum ár-
um hefur Kvenfélag sósíal
ista kaffisölu og efnir til
kvöldvöku í Tjarnargötu 20
1. maí til ágóða fyrir Caro-
línusjóð. Þær félagskonun og
aðrir velunnarar félagsins.
sem vilj,a gefa kökur eru vin-
samlega beðnar að hafa sam-
band við eftirtaldar konur:
Margrétj Ottósdóttur. • Ný-
lendugötu 13, sími 17808.
Halldóru Kristjánsdóttur,
Rauðalæk 57, sími 33586 Ei-
ínu Guðmundsdóttur sími
15259, Valgerði Gísladóttur,
Rauðalæk 24, símj 11995. Sig-
ríði Þóroddsdóttur sími 36518,
Sigríði Ólafsdóttur sími 40799,
Agnesi Magnúsdóttur, sími
32274 Margréti Ámadóttuir,
sími 16340
vwwwwwwwwvwvwvvvvwwvvwvvw
HVER
BORGAR
BRÚSANN?
★ Borgarstjórinn í Reykja-
vík, Geir Hallgrímsson,
efnir um þessar mund-
ir til mi'killa fundahalda
í hinum ýmsu hverfum
borgarinnar til þess að
ræða málefni borgarinn-
ar við íbúa þeirra, að
því er Morgunblaðið og
Vísir hafa tjáð okkur
með stóru letri. Var
fyrsti fundurinn haldinn
í samkomuhúsinu Lídó
sl. sunnudag en alls eiga
fundimir að verða 6 og
verða allir' haldnir í
stærstu samkomuhúsum
borgarinnar.
★ Fundir þessir eru að
sjálfsögðu einn liðurinn
í áróðri Sjálfstæðisflokks-
ins fyrir borgarstjómar-
kosningarnar í næsta
mánuði, enda hef-
ur borgarstjórinn að
meðreiðarsveinum á
fundina nokkra af efstu
mönnunum á lista Sjálf-
stæðisflokksins sem
flytja ávörp á fundunum.
★ í Morgunblaðinu og Vísi
hefur það rækilega ver-
ið auglýst að það sé
borgarstjórinn, Geir Hall-
grímsson, sem haldi
fundina. Hins vegar hafa
þessi ágætu blöð gleymt
með öllu að segja hver
borgar kostnaðinn við
þessi fundahöld. Er það
borgarstjóri sjálfur?
Hann er a.m.k. sagður
halda fundina. Er það
Sjálfstæðisflokkurinn?
Til áróðurs fyrir hann
eru fundirnir þó haldn-
ir. Eða er það e.t.v.
borgarsjóður, þ.e. kjós-
endur sjálfir, þar sgm
það er borgarstjórinn
sem heldur fundina?
★ Það væri fróðlegt að fá
svar við þeirri spurn-
ingu: Hver borgar brús-
ann?
^/VVWVWVVWVVWVWVAWVVVVVVVVVVVWVVVV
Einar
Kristjánsson
látinn-
Einar Kristjánsson óperu-
söngvari" lézt í sjúkrahúsi í
Reykjavík j fyrradag, 55 ára að
a’dri. Hann veiktist snögglega
fyrir helgina og var fluttur i
sjúkrahús. þar sem hann gekk
undir mikla skurðaðgerð
Einar var fæddur i Reykjavík
24. nóvember 1910. Stúdentsprófj
lauk hann vorið 1930, sjgldi þá
um haustjð til Vinarborgar og
var þar við söngnám næstu
misserin en síðan við ópern-
skóla Ríkisóperunnar í Dresden
j Þýzkalandi Hann var ráðinn'
söngvarj við áðurnefnda óperu
að söngnámi loknu. og starfaði
síðan við ríkisóperurnar 1 Stutt-
gart, Berlín. Múnchen, Dússel-
dorf og Hamborg. og konung-
lega leikhúsið 'í Stokibhólmi á
árunum 1933—1947 Við kon-
unglega leikhúsið í Kaupmanna-
höfn starfaði hann frá 1948 tjl
1962. er hann kom heim og
gerðist kennarí við óperudeild
Tónlistarskólans i Reykjavík.
Ríkisstjérnin og þinglið hennar hefur
EKKIUMBOB FRÁ ÞJÓBIHNITIL
AB 6ERA ALÚMlNSAMNINCANA
■ „Algert lágmark pólitísks siðgæðis teljum við, þing-!
menn Alþýðubandalagsins, það vera að alúmínsamningarn-i
ir verði borriir undir kjósendur í landinu við þjóðarat-
kvæðagreiðslu“, sagði Björn Jónsson er hapn lauk langri
og rökfastri ræðu um alúmínsamningana á laugardag, við
1. umræðu málsins í efri deild Alþingis.
■ „Hér er um slíka grundvallarstefnubreytingu á
mörgum sviðum að ræða að ekki er verjandi fyrir nokkra
ríkisstjórn eða tæpan þingmeirihluta að láta hana koma
til framkvæmda án þess að þjóðin öll fái að láta vilja
sinn í ljós, né heldur að binda hendur hennar og réttra
stjómarvalda hennar í hálfa öld fram í tímann þeim marg-
víslegu og vanhugsuðu skuldbindingum sem samningur-
inn sjálfur hefur að geyma. Til slíks hefur hvorki ríkis-
stjórnin né þinglið hennar nokkurt umboð frá þ'jóðinni“.
f lok ræðu sinnar sagði Björn
Jónsson m.a.:
Ég tel þá stefnubreytingu sem
samþykkt frumvarpsins myndi
boða, algert meginatriði þessa
máls; meginatriði sem hlyti að
ráða afstöðunni til þess jafnvel
þótt um einhverja stundarhags-
muni væri að ræða, sem ég þó
álít ekki vera til að dreifa.
Þessa stefnubreytingu í at-
vinnumálum og viðskiptum við
erlent fjármagn sem felur það
í sér að hleypa erlendu fjár-
magni í stórum stíl inn í land-
ið til beinnar þátttöku í at-
vinhurekstri í landinú og leyfir
því síðan hömlulausan flutning
þess arðs sem íslenzkt vinnuafl
skapar újr íslenzkum auðlinplum
Alúmínmálið var tekið til 1.
umræðu í efri deild Alþingis
síðdegis á laugardag, en fyrr
um daginn hafði farið fram at-
kvæðagreiðsla um málið við 3.
umræðu í fyrri deildinni, neðri
deild, og var frá henni sagt í
sunnudagsblaðinu.
í efri deild fylgdi Jóhann
Hafstcin dómsmálaráðherra mál-
inu úr hlaði, en næstur talaði
Björo Jónsson og stóð ræða hans
röskan hálfan annan klukku-
tíma. Tók Björn ítarlega til með-
ferðar helztu atriðin varðandi
samningsgerðina og hætturnar
af þeirri ráðstöfun að veita
samningnum lagagildi. Verður
síðar skýrt frá helztu köflunum
í þessari gagnmerku ræðu.
Björn Jónsson
burt úr landinu, teljum við Al-
þýðubandalagsmenn hættulega
og vörum við afleiðingum hennar.
★
Við teljum það óhæfu að er-
Iendúm auðhring séu veitt marg-
vísleg forréttindi umfram Is-
lcndinga sjálfa o.g íslenzkan at-
vinnurekstur.
Við vörum við þeim áhrifum
sem samningar þessir hafa á
efnahagslífið og vinnumarkaðinn
í landinu.
Við teljum þennan samning
á flesta grein óhagstæðan og að
því er cinstök samningsákvæði
snertir beint vansæmandi fyrir
íslendinga. Við teljum hann
engan vanda leysa en Iíklegan
til að skapa margvíslega erfið-
leika og vandkvæði, auk hættu-
legra fordæma. Þess vegna bcri
Alþingi að fclla hann.
1. umræðu um ailúmínmálið í
efri deild lauk um kl 11,30 í
gærkvöld og var sambykkt með
10 atkvæðum gegn 7 að visa
málinu til 2. umræðu — Nánar
verður sagt frá umræðunum í
næsta blaði.
Dssgsbrun segir upp sumn-
ingum frá og með 7. júní
Lagarfoss náðist át / gær
KI. 3.46 í gær náðist Lag-
arfoss á flot aftur, en skipið
strandaði um kl. 1 sl. laugar-
dagsnótt við Nidingen á vestur-
strönd Svíþjóðar. Mun björgun-
arskip hafa dregið Lagarfoss á
flot eftir að 80 tonnum af
brcnnsluolíu hafði verið dælt úr
skipinu yfir í olíupramma og um
150 tonnum af farmi skipað yfir
í önnur skip til að létta skipið.
Sigurlaugur Þorkelsson blaða-
fulltrúi Eimskipafélagsins skýrði
Þjóðviljanum svo frá síðdegis í
gær að Lagarfoss myndi sigla
beint til Gautaborgar þar sem
kannaðar yrðu skemmdirnar á
skipinu og gert við þær. Er enn
ekki vitað til fulls hve miklar
þær eru.
J Krefst breyttrar stefnu í verðlags- og dýrtíðarmáium |
!
*
i
Fundur var haldinn í Verkamanna-
félaginu Dagsbrún sunnudaginn 24. þ.m.
Var þar einróma samþykkt að segja
upp samningum félagsing við atvinnu-
rekendur frá og með 1. júní n.k. Einnig
var á fundinum samþykkt einróma eft-
irfarandi ályktun:
„Fundur í Verkamannafélaginu Dags-
brún, haldinn 24. apríl 1966, mótmælir
harðlega þeim verðhækkunum, sem nú
hafa orðið á brýnustu lífsnauðsvnjum
almennings vegna ráðstafana ríkis-
stjórnarinnar/ Fundurinn mótmælir
þessum verðhækkunum því fremur sem
þær koma í kjölfar mikilla hækkana,
sem orðið hafa á vörum og þjónustu,
frá þvi er almennir kjarasamningar
voru síðast gerðir þrátt fyrir bein og
óbein fyrirheit um, að þeir yrðu ekki
notaðir sem átylla til verðhækkana.
Þessi þróun magnar stöðugt verðbólg-
una, sem vitandi vits er notuð til að
færa til f jármuni í þjóðfélaginu verka-
fólki í óhag og raskar sífellt öllum
kj arasamningum. Fundurinn mótmælir
þessari stefnu -í verðlags- og dýrtíðar-
málum og krefst aðgerða til að stöðva
hana, meðal annars með stórauknu
verðlagseftirliti, er tryggi, að kjara-
bætur verkafólks séu ekki notaðar sem
skálkaskjól fyrir nýjum verðhækkun-
um“.
Lokið samningu tíu ára framkvæmdaáætlunar
fyrir Kópavogskaupstað
□ Framkvæmdaáætlun Kópavogs 1966 til 1975 var lögð
fram í bæjarstjórn kaupstaðarins sl. föstudag en að henni
hefur verið unnið sl. fjögur ár. Er þetta fyrsta slík áætl-
un, sem bæjarfélag hér á landi lætur gera. f málefnasamn-
ingi núverandi bæjarstjórnarmeirihluta í Kópavogi, sem
félag óháðra kjósenda og Framsóknarmenn gerðu með sér
úm stjórn kaupstaðarins eftir kosningarnar 1962 var á-
kveðið að vinna þetta verk og var málið fyrst rætt á fundi
í bæjarráði 10. jújí 1962. í nóvember sama ár flutti svo
Bjarni Bragi Jónsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til-
lögu í bæ'jarstjórn um áætlunargerð fyrir bæinn og var
þar með fengin samstaða í bæjarstjórninni um málið og
framkvæmd þess.
I árslok 1962 fól bæjarráð
Hjálmari Ölafssyni bæjarstjóra
um heimilað að kveðja sér til
aðstoðar sérfræðinga eftir þörf-
að hafa forgöngu um framkvæmd um. Þá þegar höfðu tveir starfs-
áætlunargerðarinnar og var hon-1 menn Hagstofunnar, Hrólfur Ás-
valdsson og Jón Erlingur Þor-
láksson, safnað allmiklum gögn-
ujn fyrir bæjarráð til undirbún-
ings verkinu.og fékk bæjarstjóri
þá til þess að taka sæti í nefnd
ásamt Bjarna Braga Jónssyni til
þess að vinna að áætlunargerð-
inni.
Vegna anna nefndarmanna við
önnur störf og sökum skorts á
verkfræðilegri undirbúningsvinnu
hjá bænum dróst samning fram-
kvæmdaáætlunarinnar allmjög á
langinn. Bæjarráð ákvað þvf í
fyrra sumar að ráða Guðmund
Ágústsson hagfræðing til þess að
vinna að gerð áætlunarinnar
íafnframt bví að Ölafur Jensson
bæjarverkfræðjngur tók að sér að
gera áætlun um endurbyggingu
gatna- og holræsakerfis kaupstað-
arins sem er einn liður heild-
aráætlunarinnar. Var gatnagerð-
aráætlunin lögð fyrir bæjarstjórn
í janúar sl. en heildaráætlunin
nú sl. föstudag.
1 formála fyrir framkvæmda-
áætluninni sem hefur verið gef-
in út í bókarformi, segir m.a. að
tilgangurinn með samningu henn-
ar sé að auðvelda stjórnendum
bæjarins störf sín og bæjarbúum
virkari þátttöku í bæjarmálum
með því að veita þeim yfirsýn
yfir þróun bæjarins tiltekið ára-
bil, en eins og áður segir nær
áætlunin yfir 10 ára tíma.
Meginkaflar áætlunarinnar eru
5 og nefnist hinn fyrsti Spá um
íbúafjölda bæjarins. Er í þeim
kafla gerð áætlun um vöxt bæj-
arins næsta áratug og er fram-
kvæmdaþörf bæjarins síðan
hyggð á, þeirri spá um fólks-
fjölgunina að verulegu leyti. Þar
sem erfitt er að reikna út fólks-
fjölgun i bænum svo langt fram
Framhaíd á 3. síðu.
Sósíalistafélagsfundur
■ Sósíalistafélag Reykjavíkur heldur félagsfund
í kvöld kl. 8.30 í Tjarnargötu 20. Til umræðu:
1. maí. — Félagsmál. — Stjórnin.