Þjóðviljinn - 11.05.1966, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.05.1966, Blaðsíða 7
Miðvfíaadagur ML mat 1966 — ÞJÖÐVmtflNN — SÍÐA 7 Fimmta sæti á lista Alþýðubandalagsins við borgarstjórnarkosningarnar í Reykja- vík skipar Guðrún Helgadóttir mennta- skólaritari. Lesendur þessa blaðs þekkja Guðrúnu þegar fyrir sakir skorinorðra greina um ýmisleg þau áhyggjuefni, sem efst eru í huga íslenzkra manna á þessum misserum. Og þar var ekki aðeins deilt á hörmulega frammistöðu valdamanna í þjóðfélaginu — það er ekki fjarri lagi að segja, að Guðrún hafi byrjað pólitískan / feril sinn á því að skamma háttvirtan kjós- anda — sem er líklega heldur sjaldgæft. Um þessa hluti snýst það viðtal sem hér fer á eftir, svo og um þær leiðir sem liggja til stjórnmálaþátttöku nú og hér. i v \ \ \ \ 1 I ’ \ í j f f ■jf f 1 | r * ItMMf i 'JJ Im ft’ i BB' m I:# ■ mBmi 9:íflr V'lifMriÍc Þeir halda víst að allt jmm sé boðlegt á íslandi Af hverju? Því er haldid fram að listi AJþýðubandalagsins sé ungur listi — og Guðrún Helgadóttir er einmitt ein af þeim sem sjá um að hér sé ekki farið með lygi. Hún er þrítug og vel lík- leg til þess að h'alda þeim aldri um ófyrirsjáanlegan tíma, sjó- mannsdóttir úr Hafnafirði, elzt af tíu systkinum. Og á sér - fremur stutta sögu í stjórnmál- um — eða er það ekki svo? — Jú, ég hef ekki starfað 1 pólitískum samtökum fyrr en nú. Og það er allt því að kenna að ég tók til við að skrifa reiða pistla — ég vissi ekki þá hyað þetta gæti haft í för með sér. En ég hafði gaman af því, að eftir þessar greinar fékk ég upphringingar úr ólíklegustu stöðum frá fólki sem vildi láta í ljósi vanþóknun sína — eða velþóknun. Tilefnið til þess að ég fór að skrifa var eiginlega það, að eftir ávarp séxtíumenninga tvö- faldaðist sala sjónvarpstækja á skammri stund — þá fór ég að velta því fyrir mér meir en áður, af hverju það ginnunga- gap, sem virtist staðfest milli menntamanna og annars fólks í landinu, hverju um væri að kenna. Mér fannst ég sjálf standa skemmtilega á milli þessarra hópa og þvi geta ef tii vill skrifað fyrir báða — ekki svo akademískt að enginn nennti að Jesa og Jíka án þess að byggja á einhverskonar sjálfsblekkingu um alþýðu manna. Mér er nær að halda að þetta hafi að nokkru leyti tekizt — því þær raddir sem ég heyrði til lofs eða lasts um þessi skrif komu úr öllum átt- um. Vil þó ekki halda því fram að ég hafi gert stórmerka hluti. Óþörf tortryggni Mér finnst það spillingar- merki hve mikið bil hefurskap- Bzt milli menntamanna og al- þýðu manna — og líklega er það báðum að kenna. Svo að . ao toium um menntamenn og þeirra -ávirðingar: þegar þeir hafa lokið löngu námi þá lenda þeir í byggingarstarfsemi, það er víst ekki h»gt að komast hjá því hér á landi — og í þetta allt fer svo langur tími, svo mikið af beztu árum æv- innar, að margir hafa lítinn dug aflögu til að láta að sér kveða. Sumir þora kannski ekki að hætta starfsaðstöðu fyrir stjórn- málaskoðanir; í mörgum tilvik- um fá menn enga starfsaðstöðu og grípa til þess óyndisúrræðis að fara að græða peninga út úr leiðindum. Mér finnst það mjög eðlilegt að menntamenn séu mörgum launaflokkum fyrir ofan annað fólk. Menn eiga að kunna að meta þau forréttindi a{> geta notið þeirrá hluta sem aðrir hafa ekki aðgang að, og fínna í því nokkra ánægju að gera eitthvað fyrir þessa þjóð en ekki hlaupa í fýlu til Svíþjóðar eða Ameríku, ef þeir telja sig ekki fá , nógu hátt kaup — sem er óneitanlega ekki fallið til að vekja virðingu almenns borgara á Islandi. Hitt er svo sjáifsagt að gera mönnum auð- velt að læra — það er enn full ástæða til aö minna á þetta atriði, því að* furðu fá börn verkamanna og sjómanna leggja út í langskólanám og kemur þar að vísu margt til, en langskóla- nám er dýr.t. En við þurfum á hverjum nýtum manni aðhalda — það má benda á land eins og Danmörku sem beinlínis lifir á menntamönnum, því að Dan- ir hafa ekki einu sinni bær auðlindir sem við höfum þó. Á hinn bóginn finnst mér hafa boriö á þvf hjó róttækum öflum, t.a.m. ýmsum sósíalist- um, að þeir vilja oft gleyma öðrum stéttum en erfiðismönn- um — gleyma því til dæmis að opinberir starfsmenn eru líka launafóik og margir hverjirlág- launafólk. Það er uppi sorgleg tortryggni meðal fólks sem f raun og veru á samstöðu f öllum þjóðfélagslegum vanda. Og Marx og Engels verðum við víst að flokka með mennta- mönnum! Borg og land Að þessu sinni hefur íhaldið fundið upp á því tiltæki að láta borgarstjóra halda lands- föðurlega fundi í þeim anda að stjómmál séu eiginlega ekki til, þaðan af síður Sjálfstæðisflokk- urinn. Ég skil satt að segja ekki hvaða skrípa- og feluleik- ur þetta er. Stjórnar þessi ann- ars geðfelldi maður borginni einn, og hverskonar dyrplageri er það þá? — Þeir um það; en mér finnst það eins og hver annar barnaskapur að slíta stjórn borgar eins og Reykja- víkur, þar sem ein 40% þjóð- arinmar búa. úr tenígslum vjð stjórn landsins — og þeim mun fremur sem sömu aðilar eru að verki. Ég segi fyrir mig: frammistaða ríkisstjórnarinnar í mólum eins og alúmínmgli. sjónvarpsmáli,1 framkoma henn- ar út á við, t.a.m. á vettvangi SÞ, — allt er þetta með þeim hætti að það gengur gjörsam- lega fram af mínum skilningi að slíkum mönnum skuli treyst fremur í borgarstjórnarkosn- ingum en alþingiskosningum. Mér finnst sú ályktun liggja alveg beint við. Ég hef aldrei getað skilið launamenn, albýðufólk, sem væntir sér einhvers af flokki eins og Sjálfstæðisflokknum. Mér finnst það einfalt dæmi, sem flestir ættu að geta leyst af sinni lífsreynslu, að það sem Sjálfstæðismenn eru nú aðstáta sig af fyrir kosningar — það er til komið aðeins vegna þess að þeir hafa orðið að beygja sig fyrir alþý'ðufólki sem gat staðið saman þegar á reyndi. Ef ekki fyrir þessa samheldni hefði íhaldið reynt að spyrna á móti ef það hefði mögulega getað. Menn ættu að athuga, hversu áhrifamikil stjórnarand- staða er og getur verið. Lævísi Það er borið lof á velmegun og velferðarríki — en minna er talað um að menn greiði fyrir með algjöru þrælahaldi. Þræla- haldi, sem tengt er því að hver maður er að reyna að leysa húsnæðismál upp á eigin spýt- ur. Vissulega er hér um eins- konar vítahring að ræða—ekki ætla ég að lofa þá tilhneigingu i alltof margra að leggja firna- mikið í dauða hluti. En þvi verður víst ekki á móti mælt að menn eru yfirleitt settir í þá aðstöðu að þurfa að koma sér upp eignum upp á miljón á skömmum tíma og sjá ekki til sólar á meðan — og reynd- ar lengur. Það er illa farið með gott líf. Og er það ekki tilvalin lausn að fara að dæmi siðmenntaðra borga og byggja vel skipulögð hverfi þar sem fólk getur leigt — þar ti.l það telur sig endilega þurfa að byggja? Ihaldsblöðin eru lævís og lipur í paufi sínu gegn heil- brigðri skynsemi: þau hafa get- að lætt því að furðu mörgum að líta niður á félagslega lausn þessara mála og gabbað fóik til að vinna gegn sjálfu sér með þrældómi fþað er kallað dugnaðurj. Og ef minnzt er á borgaríbúðir eða annað þesslegt framtak þá er eins og mönnum finnist að þeir séu að segja sig til sveitar. Vel á minnzt; húsnæðismál eru einmitt ágætt dæmi um ó- rjúfanleg tengsl milli vanda- mála þessarar borgar og vanda- mála landsmanna allra. Afskipti Ég vil endilega minnast á það fólk sem samábyrgðartil- finning virðist dottin úr. Það talar með mikilli fyrirlitningu um „að skipta sér af stjórn- málum“; fólk hefur orðið sér einhversstaðar úti um þá klisju og étið hana.hráa. 1 stjórnmál- um er spurt um það hvernig við eigum að stjórna þessu sam- eiginlega fyrirtæki okkar allra, félagi sem við eigum öll og berum ábyrgð á. Og mérfinnst liggja beinast við fyrir þaðfólk, sem vill ekki koma þar nærri, að fara upp á Akrafjall og búa þar með fuglum. Það mætti líka benda þessu fólki á skemmtilega og sérkennilega bandaríska kerlingu, Ayn Rand heitir hún, og segist standa fyrir sönnu íhaldi. Ég skal búa hvar sem er, segir hún, og leggja mínar götur sjálf, skólpleiðslur sömuleiðis — það er siðleysi að gera eitthvað fyrir aðra en sjólfa sig. Þetta er sjónarmið sem hægt er að virða, kannski þetta andpólitíska fólk vilji hafa einurð til að hugsa sín viðhorf til enda eins og kerl- ingin. Hitt er ekkert sjónarmið að þykjast vera lýðræðissinnað- ur og neita að hugsa um eða skipta sér af nokkrum sköpuð- um hlut — slíku verður ekki tekið mark á. Það mætti hamast mikið gegn þessum glósum sem held- ur ýond blöð hafa komið af stað og menn tönnlast síðan á í ráðaleysi og enginn veit leng- ur hvað orðin þýða. Eins og til að mynda „hinn frjálsi heimur‘‘. Hvaða álfa er það eiginlega o'g hvað er það, sem fólki henn- ar er frjálst að gera? Spyr sá sem ekki veit. Eða „frjáls menn- ing“? Annað dæmi: hér á\ ár- unum voru uppi margar glósur um Rússa, mikil móðursýki borin í þær — svo þurfti ekki annað en sæmilega frjálslynd- an Bandaríkjaforseta, sem gat talað við Krústjoff, og bólan var allt í einu sprungin. Nú er Kína tekið í staðinn og fær álíka markverðar einkunnir. Allt fer þetta fram í fullkomnu bríaríi og alls ekki gert ráð fyrir því að fólk hafi neina dómgreind lengur, sé aðeins áamsafn hálfvita. Við skulum játa, að svona athæfi hefur seigdrepandi áhrif á pólitísk við- horf. Og t. d. hikar fólk ekki við að dæma stefnu Rússa og Bandarikjamanna á sama grundvelli; jafnólík og þjóðfé- lögin eru. Stór orð Fyrir nokkrum vikum töluðu blaðamenn við Emil Jónsson, margfaldan ráðherra sem fer með utanríkismál og hefur ver- ið í pólitík í fjörutíu ár. Hann vissi ekki betur en svo, að gáfumaðurinn Þorsteinn Thor- arensen rak hann í stampinn, hvað eftir annað um samninga um aðild íslands að Nató og um sjónvarpið. Hann virtist til að mynda ekki hafa minnstu hugmynd um hvað sjónvarps- andstæðingar hafa verið aðtala um. Ég varð hissa á því að enginn skyldi bregðast við þess- um ósköpum. Þarna fór annað- hvort svo fullkomið skilnings- leysi eða svo fullkomið virð- ingarleysi fyrir dómgreind hátt- virtra kjósenda að manninum hefði hvergi orðið vært nema á Islandi. Þeir virðast halda að allt sé boðiegt á íslandi þessir menn. Þessi lágkúra og vesöld á ýmsum þýðingarmiklum sviðum vekur manni bæði gremju og furðu — því hver veit ekki að Island er gott land, hér gætum við gert marga ágæta hluti og skemmíilega, möguleikarnir eru óteljandi, og á alþjóðlegum vettvangi gæti heyrzt héðan skynsamleg rödd. Ef við hefðum dug til þess að stefna aðsjálfs- virðingu — ég held að sjálfs- virðing sé einhver ákjósanleg- ust viðmiðun í lífinu. Ég talaði ekki alls fyrir löngu við skozkan menntaskólakennara, sem hafði ferðazt um. Hann hafði margt séð, og-þótti honum yfirleitt að sín ferð hefði orðið góð. En hann sagði: — Það er tvennt sem ég fæ ekki skilið hér á Islandi: — að þið skulið hafa amerískt sjónvarp og þið skulið alltaf greiða atkvæði hjá Sameinuðu þjóðunum eins og Bandaríkjamenn. Það þarf varla að taka það fram að ég fylltist ekki neinu stolti yfir mínu þjóðerni þegar ég heyrði þessi orð. Sjálfsvirðing, stolt, samábyrgð — þetta eru stór orð og það er víst eins gott að spilla beim ekki með hæpinni notkun. En er það nema sjálfsagt aðminna á að þessi fyrirbæri eru til, að þau skipta máli. að það er jafngott að hver og einn viti hvernig hann horfir við beim? — A. B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.