Þjóðviljinn - 11.05.1966, Blaðsíða 12
í
Íhaldið hindrar enn end-
urnýjun skipaflota B U R
□ Enn hafa fulltrúar í-
haldsins í útgerðarráði
Reykjavíkur lagzt gegn
tillögu um eðlilega og ó-
hjákvæmilega endurnýj-
un skipaflota Bæjarút-
gerðar Reykjavíkur.
Á fundi útgerðarráðsins í gær-
morgun var m.a. tekin fyrir til-
laga, sem fulltrúar minnLhluta-
flokkanna,' Guðmundur Vigfús-
son, Óskar HaUgrímsson og Krist-
ján Benediktsson, fluttu á borg-
arstjómarfundi 17. marz sl., svo-
hljóðandi:
„Borgarstjórn ályktar að haf-
inn skuli undirbúningur að end- , x í , o- ... , ... , . , , ... . . .....
urnýjun fiskiskipaflota Bæjarút- skclð fylgdust Islendingar oðrum þjoðum betur mcð nyjungum a sviði togarautgerðar og hofðu
gerðar Reykjavíkur. Tclur borg- reyndar forgöngu um ýms nýmæli í því samband i. Nú er sú tíð löngu Iiðin. Meðan bylting er að
arstjómin rétt að fyrsta skrefið gerast í togveiðitækni meðal annarra fiskveiðiþj óða hnignaT íslenzkri togaraútgerð jafnt og þétt.
í þá átt verði kaup eða leiga á Og borgarstjómaríhaldið ýtir undir þá þróun — stefna þess er að draga smám saman úr starfi
cinum ta tveimur skuttogurum útgerðarfyrirtækis borgarbúa, Bæjarútgerðarinnar, en þess vegna Ieggst það jafnan gegn öllum til-
af þeirri gerð og stærð, sem að (ögum um endurnýjun fiskiskipaflota fyrirtækisins, smíði skuttogara eða Icigu slíkra skipa til reynslu.
undangenginni athugun yrði tal-
in bezt henta íslenzkum aðstæð- Borgarstjórn felur borgarstjóra, beita sér fyrir því við ríkisvald-
um. borgarráði og útgerðarráði að ið að það veiti í þessu efni
^ nauðsynlega aðstoð, svo sem við
Miðvikudagur 11. maí 1966 — 31. árgangur — 104. tölublað.
Þrír BÚR- togarar búnir
undir síldveiðitilraunir
Á fundi sínum í gærmorgun
féllst útgerðarráð Reykjavíkur
á þá ákvörðun framkvæmdastjóra
Bæjarútgerðar Reykjavíkur að
kaupa útbúnað til síldveiða, síld-
arvörpur, fyrir þrjá af togumm
bæjarútgerðarinnar.
Síldarvörpur þessar munu
kosta milli 1 og 1,2 milj. kr. á
hvert skip. Hefur Bæjarútgerðin
fengið loforð fyrir 500 þús. króna
framlagi í þessu skyni frá Fisk-
málasjóði og aðrar 500 þús kr.
sem framlag frá ríkissjóði.
Gert er ráð fyrir því að hægt
vei'ði að hefja þessar síldveiði-
tilraunir með hinum nýja útbún-
aði í ógústmánuði eða september
n.k.
Fundur um stækk
un sveitarfélaga
Stúdentafélag Suðuriands efn-
ir til almenns umræðufundar í
kvöld í félagsheimilinu Borg í
Grímsnesi. Verður þar fjallað um
málefni, sem nú er mjög komið
á dagskrá. Frummælendur eru
beðnir að lýsa afstöðu sinni til
hugmynda, sem fram hafa kom-
Kona slasast
íárekstri
Rétt fyrir kl. sex í gærdag
varð bílaárekstur á horni Garða-
strætis og Túngötu með þeim
afleiðingum að ökumaður ann-
arar bifreiðarinnar, Halldóra
Friðriksdóttir, Reynimel 44,
meiddist óg var hún flutt á
Slysavarðstofuna.
ið um stækkun sveitarfélaga
varðandi fræðsluhéruð og skóla-
héruð, endurskoðun á skipan
prestakalla og um breytingar á
sýslumörkum og yfirstjóm hér-
aða. Vafalaust ber og á góma
stærð annarra félagsheilda í
dreifbýli svo sem félagsheimila-
umdæmi, sjúkrasamlög og fleira.
Frummælendur á fundinum
verða fjórir: séra Sigurður S.
Haukdal, oddviti Vestur-Dand-
eyjahrepps; Steinþór Gestsson,
oddviti Gnúpverjahrepps; Unnar
Stefánsson, viðskiptafræðingur,
og ölver Karlsson, oddviti Ása-
hrepps.
Gestur fundarins er Árni G.
Eylands, en eftir hann hafa ný-
verið birzt blaðagreinar um
stækkun sveitarfélaga í Noregi.
Fundurinn er öllum opinn og
hefst kl. 9.30 i félagsheimilinu
Borg í Grímsnesi, eins og áður
segir.
Námskeið Sambands veitinga-
og gistihúsaeigenda velsótt
Þessa dagana stendur yfir í
salarkynnum Matsveina- og veit-
ingaþjónaskólans fræðslu- og
kynningarvika fyrir veitinga- og
gistihúsaeig^ndur og eru fastir
þátttakendur rúmlega fimmtíu
talsins en þátttaka í cinstökum
greinum fer upp í allt að sjötíu.
Námskeiðið hófst á mánudag
og er lialdið á vegum Sambands
veitinga- og gistihúsaeigenda, en
þátttakendur eru jafnt utan vé-
banda þess sem innan, fulltrúar
■ frá flestöllum viðurkenndum hót-
elum og veitingahúsum á landinu.
Rúmur helmingur' þátttakenda
kemur utan af landi.
Forstöðumaður námskeiðsins og
aðalkennari er Tryggvi Þorfinns-
son skólastjóri Matsveina- og
veitingaþjónaskólans og fer nám-
skeiðið einkum fram í þeim
skóla, en einnig er nokkúr verk-
leg kennsla í hótelum og veit-
ingastöðum í borginni.
Haldnir eru á námskeiðinu
fyrirlestrar og höfð sýnikennsla
í flestu því er rekstur hótela og
veitingahúsa varðar, skcöuð hótel
borgarinnar og ýmis fyrirtæki og
á föstudag kl. 10 árd. munu
ýmis heiidsölu- og ‘framleiðslu-
fyrirtæki hafa vörukynningu í
skólanum, þar sem öllum áhuga-
mönnum er heimill ókeypis að-'
gangur.
Námskeiðið og vörukynningin
er hvort tveggja nýjung í starf-
semi S.V.G. og er í ráði að halda
slík kynningarnámskeið annað
hvert ár framvegis. Formaður
sambandsins er Lúðvíg Hjálm-
týsson en hann er jafnframt for-
maður Nordisk Hotel og Restau-
rantforbund, sem halda mun árs-
fund sinn í Reykjavjk í júní
n.k.
Forstöðumenn námskeiðsins
skýrðu blaðamönnum frá þessu
í gær og buðu jafnframt til há-
degisverðar þar sem á borð voru
bornir margskonar síldar- og
fiskréttir sem kennari á nám-
skeiðinu, Wilhélm Wessman,
hafði matreitt, og er óhætt að
fullyrða, að enginn myndi kvarta
undan að borða fisk alla daga
vikunnar ef hann væri fram-
reiddur á jafn ljúffengan og
margvíslegan hátt og þarna var. í
öflun nauðsynlegs lánsfjár o.fl.“
Á borgarstjórnarfundinum í
mar^nnánuði var samþykkt að
vísa þessari tillögu þremenning-
anna til útgerðarráðs og þar var
húp rædd í gærmorgun eins og
áður var getið. Fulltrúar Al-
þýðubandalagsins og Alþýðu-
flokksins í útgerðarráði, Guð-
mundur Vigfússon og Björgvin
Guðmundsson, fluttu þá tillögu
um að ráðið lýsti sig í öllum
meginatriðum samþykkt þeirri
stefnu sem mörkuð hefði verið
í tillögu þremenninganna í borg-
arstjóm og fæli jafnframt fram-
kvæmdastjórum Bæjarútgerðar-
innar að hefja nauðsynlegan und-
irbúning að endurnýjun fiski-
skipaflota fyrirtækisins og skyldu
þeir skila sem fyrst tillögum í
þeim efnum. Einnig að leitað
yrði stuðnings eða aðstoðar rík-
isvaldsins við málið.
Þessari-tiUögu þeirra Guðmund-
ar og Björgvins var að loknum
allmiklum umræðum vísað frá
með dagskrártillögu frá Sveini
Benediktssyni, þar sem talið var
að málið væri enn í athugun hjá
framkvæmdastjórum Bæjarút-
gerðarinnar og því ekki tíma-
bært að taka um það neinar á-
kvarðanir nú. Þessi tillaga Sveins
var samþykkt með 3 íhaldsat-
kvæðum (Sveins Benediktsscn-
ar, Ingvars Vilhjálmssonar og
Einars Thoroddsens) gegn at-
kvæðum þeirra Guðmundar Vig-
fússonar og Björgvins Guð-
mundssonar.
f sambandi við atkvæðagreiðsl-
una lét Guðmundur Vigfússon
bóka eftirfarandi:
„Athugun sú sem um gctur
í dagskrártillögu Sveins Bene-
diktssonar ,á að hafa staðið yfir
um Iangan tíma, án þess að
neinar niðurstöður liggi fyrir.
Frestur á ákvörðun nú er því að
mínu áliti aðcins tilraun af hendi
formanns útgerðarráðs til að
drepá málinu enn á dreif og
hindra nauðsynlegan undirbún-
ing og framkvæmdir.
Ég vil ekki rekja þennan ó-
hóflega drátt á athugun málsins
og endurteknar tilraunir til að
hindra eðlilcga og óhjákvæmilega
endurnýjun togaraflota Bt)R til
áhugaleysis framkvæmdastjóra
BtJR, hcldur beint til andstöðu
meirihluta borgarstjórnar, sem
fulltrúar • Sjálfstæðisflokksins í
útgerðarráði hafa einnlg gert að
sinni afstöðu. Með skírskotun til
þessa greiði ég atkvæði gegn
dagskrártillögu Sveins Benedikts-
sonar“.
Tvær Starfighter-
þotur farast enn
Vesturþýzki flugherinn hefur þá misst 36
þotur af þessari gerð á sextán mánuðum
HAAG 10/5 — Tveir flugmenn úr vesturþýzka flughern-
um munu hafa látið lífið í dag þegar orustuþotur þeirra
af gerðinni Starfighter F-104 rákust á í lofti og hröpuðu
í Norðursjó rétt við strönd Hollands.
Síðan vesturþýzki flugherinn
tók þessa þotutegund í notkun
árið 1961 hafa þá farizt 54 þeirra.
Á síðustu sextán mánuðum hafa
farizt 36 Starfighter-þotur og 28
flugmenn hafa beðið bana, eða
30, haíi flugmennirnir tveir týnt
lífi í dag.
Þoturnar sem fórust tóku þátt
1 hópflugi með tveimur öðrum
í heræfingu Atlanzhafsbanda-
lagsins sem stendur yfir. Annar
flugmannanna í þotunum sem
rákust á skýrði í útvarpi frá
árekstrinum og kvaðst myndu
reyna að skjóta sér úr sætinu,
Mikil leit var gerð að honum
og félaga hans, en hún hefur
ekki borið árangur, en björgun-
arfleki hefur sézt á floti á þess-
um slóðum.
Starfighter-þotan er bandarísk
að uppruna, en henni var breytt
samkvæmt ósk vesturþýzku her-
stjórnarinnar ’og áttu breyting-
amar að gera hana fullkomnari,
en reyndin varð sú að þær
drógu stórum úr ílughæfni henn-
ar. í vesturþýzka flughernum
gengur þotan undir nafninu
„fljúgandi líkkistan“ og hafa
verið uppi háværar raddir í
Vestur-Þýzkalandi um að taka
allar þotur af þessari gerð úr
notkun. Sósíaldemókratar kenna
landvarnaráðuneytinu um þessi
tíðu slys og hafa krafizt þess
að von Hassel landvarnaráð-
herra biðjist lausnar.
Þórbergur heiðraður
■ Aðalfundur Rithöfundafélags íslands var haldinn laug-
ardaginn 7. m,aí 1966.
■ Þórbergur Þórðarson rithöfundur var kjörinn heiðurs-
félagi á fundinum og þökkuð stórvirki í íslenzkum- bók-
menntum. Félagið varð 25 ára 30. maí s.l. óg minntist þess
í fundarlok með samkvæmi félagsmanna og nokkurra gesta,
þar sem formaður félagsins, frú Ragnheiður Jónsdóttir
flutti ávarp og auk hennar form. Rithöfundasambands ís-
lands, Björn Th. Bjömsson, og form. Félags íslenzkra rit-
höfunda, Þóroddur Guðmundsson. Björn Th. Bjömsson af-
henti gjöf frá Rithöfundasambandinu, gjörðabók skraut-
bundna af Helga Tryggvasyni, hina mestu gersemi, heilla-
óskir ’ og fagrar. blómakörfur bárust frá menntamálaráð-
herra og frú hans, og frá Bóksalafélaginu og Almenna bóka-
félaginu.
■ Fundinum varð ekki lokið og verður framhaldsaðal-
fundur haldinn n.k. laugardag 14. maí.
Frá kosningastjórn Alþýðubandalagsins
□ UTANEJÖRFUNDAR-
KOSNING stendur yfír. I
Reykjavík er kosið í gamla
Búnaðarfélagshúsinu við Lækj-
argötu, opiö alla virka daga
kl. 10—12 f.h., 2—6 e.h., en á
sunnudögum kl. 2—6 c.h.
Úti á landi er kosið hjá
öllum bæjarfógetum eg hrepp-
stjórum. Skrá yfir kjörstaði
erlendis og LISTABÓKSTAFI
Alþýðubandalagsins er birt á
öðrum stað í blaðinu. Þeir,
sem dvelja fjarri hcimilum
sínum á kjördag þurfa að
kjósa strax, og cru allir
stuðningsmenn • Alþýðubanda-
lagsins bcðnir að gefa kosn-
ingaskrifstofum okkar allar
nauðsynlegar upplýsingar um
þá, sem fjarverandi eru.
n kosningaskrifstof-
UR Alþýðubandalagsins í
Reykjavílc sem þegar hafa
verið opnaðar, eru í Tjarnar-
götu 20, opið kl. 9 f.h. til 22
e.h. alla daga, símar 17512,
17511 og 24357 og að Laufás-
vegi 12 opið kl. 9—19, símar
21127 og 21128. Báðar skrif-
stofurnar veita allar almcnn-
ar upplýsingar varðandi
kosningamar. Ag Laufásvegi
12 er einnig hverfisskrifstofa
fyrir Vesturbæ innan Hring-
brautar og Þingholt.
□ HAPPDRÆTTI yg
KÖNNUNARLISTAR. Allir
þeir, sem fengiö hafa senda
könnunarlista eða miða i
kosningahappdrætti Alþýðu-
bandalagsins eru bcðnir að
gcra skil nú þegar. A kosn-
ingaskrifstofunum er cinnig
tekið við framlögum í kosn-
ingasjóð og seldir miðar í
kosningahappdrættinu, en i
því verður dregið dagir.n eft-
ir kjördag.
□ SJÁLFBOÐALIÐAR,
scm starfa vilja fyrir Alþýðu-
bandalagið fyrir kjördag og á
kjördag eru beðnir að láta
skrá sig á kosningaskrifstof-
unum.
ALPÝÐU
BANDAIAGIÐ
□ BlLAK. Á kjördag þarf
Alþýðubandalagiö á að halda
öllum þcim bílakosti, sem
stuðningsmenn þess hafa yfir
að ráða. Eru bíleigendur
sérstaklega beðnir að vera
viðbúnir og láta skrá sig uú
þegar til starfs á kjördag.