Þjóðviljinn - 11.05.1966, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.05.1966, Blaðsíða 8
V g SÍÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Miðvikudagur 11. maí 1966. Sumardvöl barna Sjómannadagsráð rekur sumardvalarheimili fyrir böm í héimavistarskólanum að Laugalandi í Holt- um á tímabilinu frá 15. júní til 25. ágúst. Aðeins fyrir böm á aldrinum 4—7 ára. Gjald fyrir bömin kr. 700,00 á viku. — Skriflegar umsóknir skulu berast skrifstofu Sjómannadags- ráðs að Aðalstræti 6 (DAS) fyrir 20. maí n.k. Þau sjómannsbörn munu njóta forgangsréttar sem misst hafa föður eða móður eða búa við sérstak- ar heimilisástæður. Nókkur slík böm munu fá ó- keypis dvöl og skal sækja um það sérstaklega og geta um viðkomandi stéttarfélag. Hélmingur gjalds skal greiðast við brottför barna, en afgangur fyrir 15. júlí. Þær umsóknir sem ekki verður svarað fyrir 30. maí verða ekki teknar til greina. Nánari upplýsingar á skrifstofu ráðsins kl. 9—11 á þriðjudögum og fimmtrudögum, sími 24530. Stjómin. Hjúkrunarkonur óskast Hjúkrunarkonur vantar að hinum ýmsu deildum Landspítalans. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Hjúkrunarkonum, er ráða sig að Landspítalanum, er gefinn kostur á bamagæzlu fyrir böm á aldrin- um 2—6 ára. Nánari upplýsingar veitir forstöðu- kona Landspítalans í síma 24160 og á staðnum. Réykjavík, 9. maí 1966 • * - Skrifstofa ríídsspitalanna. LÆKNIR (konsulent) óskast í Kleppsspítalanum er laus staða fyrir lækni (konsulent) við rannsóknarstofu spítalans. Vinnu- tími nokkrar klst. á viku. Laun samkvæmt samn- ingi. Nánari upplýsingar veita yfirlæknar spítal- ans. Umsóknir með upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf sendist stjómamefnd ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, fyrir 12. júní n.k. Reykjavík, 9. maí 1966 Skrifstofa ríkisspítalanna. TilKynning um iðnaðargjald: » Samkvæmt lögum nr. 64 21. maí 1965 um rannsókn- ir í þágu atvinnuveganna og reglugerð frá 29. apríl 1966, skulu iðnfyrirtæki, verksmiðjur og verk- stæði greiða sérstakt gjald — iðnaðargjald — til Rannsóknarstofnunar iðnaðarins, og skal gjald þetta nema 2%o — tveimur af þúsundi — af út- borguðu kaupi hvers slíks fyrirtækis til verkafólks og fagmanna, sbr. 1. og 2. gr. reglugerðarinnar. Um undanþágur frá g’jaldinu vísast til 3. gr. reglu- gerðarinnar. Skattstjórum er falið að leggja á umrætt gjald. Við álagningu iðnaðargjalds árið 1966, skal reikna það af launum fyrir störf, sem unnin voru eftir 30. júní 1965. Hér með er skorað á alla gjaldskylda áðila, að senda til viðkomandi skattstjóra, greinargerð um greiðslu launa á síðari árshelmingi 1965, þar sem sundurliðað sé annarsvegar gjaldskyld laun og hinsvegar gjaldfrjáls laun. Framangreind greinargerð þarf að berast skatt- stjóra þess umdæmis, þar sem gjaldskyldur aðili er heimilisfastur,' fyrir 26. maí. n.k., að öðrum kosti verður iðnaðargjaldið áætlað. Iðnaðarmálaráðuneytið, 9. maí 1966. heyrt Bragi hefur selt 20 myndir • Stórgjöf til Sundlaugarsjóðs Skálatúnsheimilis • Ein af kvennastúkum Odd- fellowreglunnar á íslandi — Rebekkustúkan Nr. 4, Sigríður — hefur fært Sundlaugarsjóði Skálatúnsheimilisins eitt hundr- að þúsund krónur, sem verja á til byggingar sundlaugarinn- ar þar á staðnum. Stjóm Sund- laugansjóðsins þakkar af alhug Rebekkustúkan Nr. 4. Sigriður þessa stórhöfðinglegu gjöf. • Trúlofun • Nýlega hafa opinberað trú- lofun sína ungfrú Sigríður Lár- usdóttir teiknari, Skúlagötu 60 og Milan C. Bulat Cleveland, Ohio, USA. ' • Fyrirlestur um málaralist í USA • Næsta kynningarkvöld í Am- eríska bókasafninu, Bænda- höllinni, verður í kvöld. Frank Ponzi listfræðingur flytur fyrirlestur um nútíma málaralist í Bandaríkjunum, þar sem listalíf er nú með miklum blóma og margar nýj- ungar hafa komið fram að undanfömu. Ræðir Ponzi fyrst um óhlutlægan expressíónisma á fimmta tuá aldarinnar, rekur stefnu og þróun síðan og lýkur með þvi að ræða um ,,pop“ og „op“ list, sem nú er efst á baugi í þessum efnum. Mun mörgum þykja fyrirlesturinn • Agæt aðsókn hefur verið að málverkasýningu Braga Ásgeirs- sonar í ListamannaskáJahum en hún var opnuð sl. laugardag. Hafa 20 myndir þegar selzt og vekja upphleyptu málverkin á sýn- ingunni mesta athyglí. Sýningin er opin daglega kl. 2—10 e.h. en henni lýkur n.k. sunnudagskvöld. Myndin er af Braga við eitt málvcrkanna á sýningunni, sem hann kallar „Minningu‘‘. (Ljósm. Þjóðv. A.K.). forvitnilegur, en til skýringar sýnir Ponzi skuggamyndir af verkum eftir menn eins og Pollack, de Kooning, Kline, Rauschenberg. Rosenquist, Old- enburg, Albers, Anuskiewicz og Poons. öllum er heimill aðgangur að kynningarkvöldinu, sem hefst kl, 8.45. 13.00 Við vinnuna. 15.00 Miðdegisútvarp. Guðm. Guðjónsson syngur. Bamberg- hljómsveitin leikur SÍavnéska rapsódíu op. 45 nr. 3 eftir Dvorák; F. Lehmann stjóm- ar. Norski sólistakórinn syng- ur fjögur lög. Félagar í Vín- ar-oktettinum leika Diverti- mento í B-dúr (K 287) eftir Mozart. J. Laredo leikur Fiðlusónötu í A-dúr eftir Vi- valdi og Aríu á g-streng eft- ir Bach. 16.30 Síðdegisútvarp. A. Babg H. Logés, hljómsveit Wall- d'orffs, Cómedian kviartettinn, New World Theatre hljóm- sveitin. F. Chacksfield, The Stargazers o.fl. leika. 18.00 Tony Romano og harmon- ikuhljómsveit Charles Magn- ante leika. 20.00 Daglegt mál. 20.05 Efst á baugi. 20.35 Raddir lækna. Ragtiar Karlsson talar um svéfn og svefntruflanir. 21.00 Lög unga fólksins. Gérð- ur Guðmundsdóttir kynnir. 22.15 Mynd í spegli, saga eftir Þóri Bergsson. Finnborg Örh- ólfsdóttir og Amar Jónssón lesa (2). 22.35 Kammertónleikar: a) ewenguth-kvartettinn leikur tvö verk: Strengjakvartétt nr. 5 eftir Vachon og Strengjakvartett op. 7 nr. 5 eftir D'Alayrac. b) Enskir hljóðfæraleikarar leika Tríó- sónötu í g-moll eftir Purcéll, undir forustu Y. Menuhins. 23.15 Dagskrárlok. Lo- Myndin er tekin á því sögulega augnabliki, þegar Spasskí lék fyrsta leik í einvígi sínu við Petro- sjan um heimsm eistaTatitiIinn. Níunda og tíunda skák einvígisíns. ( Petrosjan eykur forskotið NlUNDA SKÁK: Fram að áttunda leik gekk allt í þessari skák eins og í þeirri þriðju, nema hvað Spasskí lék 8. Bd3 eftir uppskipti á miðju borði. Upp kom staða með einangruðu miðpeði hvíts, en fátt markvert gerðist síðan. 1 þrettánda leik bauðheims- meistarinn upp á kaup á svart- reitarbiskupnum. Líklegt má telja, að hvítur hafi ekki átt að hafná því tilboði, því að fram hefðu getað komið nokkr- ir jdirburðir hins virka riddara hans fram yfir biskup svarts. sem lítið gat færzt úr stað. Svo ga?ti virzt sem Petrosjan hefði með fjórtánda leik sín- um veikt talsvert kóngsstöðuna. en nú fær svartur nokkra fram- rásarmöguleika á kóngsarmi. Var nú gripið til ýmissa herbragða. Hvitur hélt frum- kvæði sínu, en lék heldurdauf- legan tuttugasta leik. Það hefði mátt athuga 20. Bf4 eða 20. h4 — með því móti hefði verið hægt að halda frumkvæði. Þegar mannaskipti héldu síð- an áfram og staðan varð æ einfaldari, stakk Petrosjan upp á jafntefli — sem var sam- bykkt. Hvítt SPASSKI, Svart PETROSJAN. Caro-Cann vörn: 1. e4 c6 2. d4 d5 3. exd cxd 4. c4 Rf6 5. Rc3 e6 6, Rf3 Be7 7. cxd Rxd5 8. Bd3 Rc6 9. 0-0 0-0 10. Hel Bf6 11. Be4 Rce7 12. Dc2 g6 13. Bh6 Bg7 14. Bg5 f6 15. Bd2 Bd7 16. Db3 Bc6 17. Bxd5 cxd 18. Re4 Hf7 19. Rc5 Rf5 20. h3 Bf8 21. Re6 Dd7 22. Rxf8 Hfxf8 23. Bb4 Hfe8 24. Hxe8f Hxe8 25. Hel Hxelt 26. Bxel. Jafntcfli TÍUNDA SKÁK: I tíundu skák var leikin fomindversk vöm. Með því að velja byrjun sem leiðir til flók- innar herfræðilegrar baráttu lagði Spasskí áherzlu á að hann var í víguhug. Þegar staðan á miðborði var komin í öruggt horf, tók Spasski að láta til sín taka á fylkingar- örmum. Verið getur að Pétrósj- an hefði átt að leika 14. Bb2 þar eð sú leið sem hann valdi gaf svörtum ástæðu til bjart- sýni. 1 fimmtánda Jeik kom Spasskí miðpeði sínu nokkuð áleiðis og eftir að báðir svart- reitarbiskuparnir féllu kom hann riddara sínum fyrir á þýðingarmiklum stað á miðju borði. Nítjándi leikur svarts varð til þess að skerpa mjög and- stæður. Til greina gat komið 20. — Hxf4 til að svara 21. Hxf4 með 21. — Dg5f, én Spasskí kaus að leika 20. — Bh3. Þessi ákvörðun reyndist röng. Má vera að Spasskí hafi haldið að hann væri að herða sókn- ina, en heimsmeistarinn gát svarað 21. — Hxf4 með 22. Hxf4 Dg5f 23. Hg4!' Rxg4 24. Ílxg4 Bxg4 25. Bxg4 Dxg4f 26. Khl, cg þá verður illgjörlegt að verj- ast árás hvíts fyrir sakir hætt- unnar á 27, Hgl. s Þessvegna hefði Spasskí átt að fallast á þann skiptamun sem boðinn var í 21. leik. Hvitur gerði sína menn virkari, fóm- aði aftur skiptamun í 24. leik og safnaði óveðursskýjum að höfði kóngi .andstæðingsins. Heimsmeistarinn fylgdi árás sinni Jistavel eftir og sigraði, Eftir þessa skák hefur Pet- rosjan sex vinninga en Spasski fjóra. Hvítt: PETROSJAN, Svart: SPASSKl. Fornindversk vörn. 1. Rf3 Rf6 2. g3 g6 3. c4 Bg7 4. Bg2 0-0 5. 0-0 Rc6 6. Rc3 d6 7. d4 a6 8. d5 Ra5 9. Rd2 c5 10. Dc2 e5 11. b3 Rg4 12. e4 f5 13. exf gxf 14. Rdl b5 15. f3 e4 16. Bb2 cxf 17. Bxf3 Bxb2 18. Dxb2 Re5 19. Be2 f4 20. gxf Bh3 21. Re3 Bxfl 22. Hxfl Rg6 23. Bg4 Rxf4 24. Hxf4 Hxf4 25. Bc6t Hf7 26. Re4 Dh4 27. Rxd6 Dg5t 28. Khl Hf8 29. Bxf7t Hxf7 30. Dh8t Svartur gafst upp. A. Súetín, stórmeistari. '

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.