Þjóðviljinn - 11.05.1966, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.05.1966, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 11. maí 1966. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson Kynslóöin sem var svo „skrít- in og sérvitur“ að eiga hug- sjónir, og þá helzta að skila eftirkomendunum betra Islandi en hún tók við, skapa hér feg- urra og réttlátara mannlíf, og stofnaði félög og flokka til að vinna fyrir þær hugsjónir, kyn- slóðin sem lifði endurheimt sjálfstæðis árið 1918, þúsund ára afmæli Alþingis — elztu löggjafarsamkomu heims — ár- ið 1930 og endurstofnun lýð- veldis árið 1944, sú kynslóð er nú sem óðast að týna töl- unni. Við tekur kynslóðin sem við sérvitringarnir höfum kom- ið á legg, bezt alda og hávaxn- asta íslenzka kynslóðin, — og ber nú mest á þeim hluta henn- ar er sæll nýtur fjölmötunar- tækja, biður að gefa s£r Barra- bas erlends hermannasjónvarps lausan og leikur á fiðlu mamm- ons meðan íslenzk þjóðmenning brennur. Sá hiuti er þó síður en svo öll æska íslands, — en áður langt líður kemur þar, ef svo heldur fram sem horfir, að enginn man lengur það ísland sem var, áður en það varð atað erlendum her. Einn hinna nýhorfnu úr fylk- ingu þessarar kynslóðar er Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, er lézt 4. þ.m. Fæddur var Vilhjálmur á Eyrarbakka 4. okt. 1904 en flutt- ist ungur maður til Reykjavík- ur og útskrifaðist úr Samvinnu- skólanum 1925. Haustið 1922 var stofnað i Reykjavík Félag ungra komm- únista. Vilhjálmur S. Vilhjálms- son var einn fremsti maður við stofnun þess og fyrsti ritani þess. Eigi var ég í þeim félags- . skap og viðdvöl mín í F.U.J. varð það skammæ, að eigihöfð- um við samskipti þar. Þó ná kynni mín af Vilhjálmi S. Vil- hjálmssyni allt aftur til þess tíma að Alþýðublaðið var lítið en þó töluvert lesið blað í fá- tæklegum skúr í grjóthrúgu á horninu þar sem verkalýðsfé- lögin byggðu síðar stórhýsið Hverfisgötu 8—10. Það er mjög ánægjulegt að geta nú minnzt þess gunnreifa unga baráttu- manns sem Vilhjálmur S. Vil- hjálmsson var þá. Þróun mála varð þannig að um alllangt skeið lágu leiðir okkar Vilhjálms lítt saman, en eftir 1940 jukust kynni okkar aftur sem stéttarbræðra, blaða- manna tveggja stríðandi flokka, flokka sem þó voru vaxnir af sömu rót. Vilhjálmur var ekki aðeins eldri að árum heldur miklu eldri í því starfi. Hann hafði nú verið blaðamaður í 40 ár, því 1. jan. 1926 gerðist hann blaðamaður við Eyjablað- ið sem kommúnistar gáfu þá út í Vestmannaeyjum. Síðar sama ár gerðist hann blaðamaður hjá Alþýðubla'ðinu í Reykjavík og var það æ síðan, og „hafði. . . meira skrifað og starfað fyrir Alþýðublaðið, meira barizt fyrir því og málstað þess en nokkur annar“, skrifaði ritstjóri Al- þýðublaðsins er hann skýrði frá láti Vilhjálms. Að sjálfsögðu áttum við Vil- hjálmur sitthvað saman að sælda í daglegri blaðamennsku, en ástæðulaust væri að viðra á síðum blaða endurminningar um þau samskipti, sem per- sónulega voru alltaf mjög vin- samleg og ánægjuleg. Þótt flokkar okkar deildu löngum mjög harkalega áttum við Vil- hjálmur það sameiginlegt að telja okkur báða málsvara hins almenna manns, alþýðunnar, og m. ö Kastaðu út 25 milj. kr. lífakkerinu, Gísli. Fleytan er of hlaffin. Slít á blýöntum Islendingar hafa löngum haft mikinn áhuga á stjórn- málum; hér hefur verið minna um það en i flestum löndum öðrum að mennsitji heima eða skili auðu í kosningum, og sú verður vafalaust einnig raunin um aðra helgi. Engu að siður er nú hætt við því að býsna margir Islendingar eyðileggi atkvæði sín jafn gersamlega og ef þeir sætu heima eða skiluðu auðu, enda þótt þeir setjj kross á kjör- seðilinn; þetta eru þeir sem kunna að greiða Framsóknar- flokknum atkvæði. Því aðeins er mark takandi á kosningaúrslitum að hægt sé að túlka þau sem stuðn- ing við einhverja stefnu, en Framsóknarflokkurinn er stefnulaus í öllum málum. Hafa fulltrúar flokksins náð þvílíkri fullkomnun að undan- förnu í hringdansi stefnu- leysisins að með ólíkindumer. Þeir hafa skipt sér í hverju einasta- stórmáli; þeir voru bæði með og móti alúmín- samningum og kísilgúrfram- kvæmdum. Þeir eru ýmist með eða móti hernámsfram- kvæmdum. Þegar fjallað var um málefni Atlanzhafsbanda- lágsins á Alþingi, skiptu þeir um skoðun á leiðinni af nefndarfundi á þingfund. Þeg- ar tekin var ákvörðun í bæj- arstjórn Hafnarfjarðar um Straumsvíkursamning tókst eina bæjarfulltrúa Framsókn- arflokksins að greiða atkvæði með, móti og sitja hjá við eina og sömu atkvæðagreiðslu. Þegar f jallað var um aðild að Vinnuveitendasambandinu í stjórn Landsvirkjunar, var fulltrúi Framsóknarflokksins fyrst meðmæltur aðild, síðan sathann hjá, og nú hefur ver- ið tilkynnt formlega í Tíman- um að hann ætli að greiða at- kvæði á móti á næsta fundi. Þeir sem grejða Framsókn- arfiokknum atkvæði dæma sig úr lejk; þeir næðu nákvæm- ieiga sama árangrj með því að sitja heima. Þátttaka þeirra í kosningum er aðeins tjlgangs- laust slit á biýöntum. ; I sameiningarhug ? Alþýðuflokkurinn íslenzki telur sig hafa unnið mikinn sígur — á Italíu. Sigurinn á að vera í því fólginn aðhinn aldurhnigni sósíalistaleiðtogi Fietro Nenni mætti á alþjóða- þingj sósíaldemókrata, enda er hann að sameina hluta af flokki sínum sósíaldemókrata- flokki Italíu. En í hverju er sigur íslenzka Alþýðuflokksins fólginn? Aldrei hefur hann talið Nenni sinn mann, heldur lagt áherzlu á að hann hafi verið stalínískari en Stalín sjálfur. Þegar sósíaldemó- kratafilokkur ítalíu samejn- ast sósíalistaflokki Nennis er sá fyrrnefndi að taka stórt spor til vinstri. Hliðstæður at- burður hér á landi væri til dæmis sameining Alþýðu- flokksins og Sósíalistaflokks- ins. Ber að skilja fögnuð AI- þýðublaðsins út af Italíu svo að leiðtogar Alþýðuflokksins íslenzka hafi nú loks breytt um afstöðu til þess vandamáls sem hefur klofið flokk þeirra æ ofan í æ í nær þrjá ára- tugi? Til umhugsunar Fyrir nokkru birtu blöðin orðsendingu frá lögreglunní 1 Reykjavík og Slysavarnafélag- inu, þar sem menn'voru hvatt- ir til ag forða börnum frá bílslysum. 1 þessari þörfu orðsendingu var m.a. komizt svo að orði: „Biðjum við hvern einstakan að sýna þá þegnskyldu, að hafa afskipti af börnum og koma því til leiðar á allan hátt, að þau verði fjarlægð af götunni. Sérstaklega viljum við beina þeirri ósk til foreldra og um- ráðamanna barna, að halda börnum frá akbrautinni cgsjá þeim fyrir leiksvæði fjarri umferð“. Foreldrar og umráðamenn barna eru beðnir að „sjá þeim fyrir leiksvæði". Naum- ast er hægt að hugsa sér beinskeyttari gagnrýni ✓ en þessa stilliiegu og raunsæju lýsingu á. ástandinu í Reykja- vík á því herrans kosninga- ári 1966. — Austri. áttum sameiginlega þá hugsjón að íslenzk alþýða bæri sem fyrst gæfu til þess að samein- ast um að byggja upp þjóðfélag jafnréttis og bræðalags, stærri og fegurri menningu. Það var góð sameign, — hún var það band sem aldrei slitnaði milli okkar, þótt sitthvað bæri á milli. Þá minningu ber hæst að leiðarlokum. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson hlaut góðar gáfur í vöggugjöf — en bæklaðan líkama. Enginn okkar sem hlotið höfum heilan skrokk veit raunverulega neitt um hver byrði slíkt er. Og enginn veit hve miklu sú byrði hefur ráðið um örlög Viihjálms S. Vilhjálmssonar. Blaðamennska var hér fyrr á árum ekkert sport né ævintýri á rósum heldur linnulaus þrældómur, og því mun margur hafa undrazt það úthald sem Vilhjálmur hafði á því starfi; það úthald var enn ein sönnun þess að innri glóff skilar hinum veik- burða þar yfir sem margur beljakinn strandar. Vera kánn að ýmsum er þessar línur lesa sé ekki kunn- ugt að á yngri árum hafi Vil- hjálmur S. Vilhjálmsson verið í hópi hinná, róttækustu manna og einhver kann að segja að lítt hafi þess stundum séð merki hin síðari ár, en má ég þá minna ykkur á orðin gamal- kunnu: Sá ykkar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum. Það kann að þykja undar- legt en kynni okkar V.S.V., en þannig var hann oftast nefndur í kunningjahópi, urðu mest eft- ir að hann hætti vöktum í ritstjórninni, fór að vinna heima og gat gefið sig meira að öðrum hugðarefnum. Hve hart sem blöð okkar bárust á banaspjót áttum við fulla sam- leið i einu: áhuganum á ævi- kjörum, starfi og sögu alþýð- unnar „sem byggði þessa borg“ upp úr hálfdönsku þorpi. Á þeim vettvangi vann Vilhjálm- ur mjög þarft og gott starf, sitt bezta verk. Á þessum síð- ustu árum skrifaði hann ævi- sögur fjögurra alþýðumanna (ber mér að þakka þann þátt er hann jók þar í breiðfirzka sögu) og a.m.k. 6 bækur með styttri frásögnum manna um ævikjör sín og aldarfar. Jafn- framt sá hann um ritstjórn tveggja binda verks með slíkum frásögnum, er bar heitið „Fólk- ið í landinu“. Þessar bækur Vilhjálms S. Vilhjálmssonar vaxa að gildi því lengra sem liður frá því tímabili sem við lifum nú. Auk þeirra skrif- að hann fjögurra binda skáld- sagnabálk, barnabók og smá- sagnabók. □ # Hafðu þökk fyrir allar góðu stundirnar í sámskiptum okkar, gamli félagi. Hvað sem kann að verða sungið á síðustu kveðjustundinni mun ég þá minnast liðins tíma, sjá fyrir mér glampa í heitum augum bæklaðs manns undir rauðum fána og heyra óm af: Sjá roðann í austri, hann brýtur sér braut. Fram bræður! Það dagar nú senn! JJB. Sölubörn Sölubörn MERKJASALA Slysaval*nardeildarinnar INGÓLFS er í dag, miðvikudaginn 11. maí — Lokadag — Merkin eru afgreidd til sölubarna frá kl. 9,00 í dag á eftirtöldum stöðum: Mýrarhúsaskóla Háskólabíói Í.R.-húsinu, Túngötu Skátaheimilinu, Snorrabr. Axelsbúð, Barmahlíð Hlíðaskóla, Hamrahlíð Biðskýlinu, Háaleiti Langholtsskóla Breiðagerðisskóla Verzl. Straumnes, Nesv'. Slysavarnahúsinu, Grandagarði Hafnarbúðum Vörubílastöðinni Þrótti Vogaskóla Réttarholtsskóla Laugalækjarskóla Álftamýrarskóla 10 prósent sölulaun — Söluverðlaun — 10 sölu- hæstu börnin fá að verðlaunum þyrluferð yfir borgina, og auk þess 30 söluhæstu börnin sjóferð með björgunarskipinu Sæbjörgu. Foreldrar, hvet'jið börnin til að selja merki. IEDURJAKKAR RÚSKINNSJAKKHR fyrir herra fyrir drengi Verð frá kr. 1690,00 [jASON VIDGERDIR LEÐURVERKSTÆÐI ÚLFARS ATLASONAR Bröttugötu 3 B Sími 24678, Leðurjakkar — Sjóliðajakkar á stúlkur og drengi. — Terylenebuxur, stretch- buxur. gallabuxur og peysur. GÓÐAR VÖRUR — GOTT VERÐ. Verzlunin Ó.L. % v Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsiíiu)'. / FJARVERU Jóhönnu Hrafnfjörð yfirljósmóður, fæðingarheim- ilinu í Kópavogi, mun ég gegna störfum á meðan. Hermína Gísladóttir. Auglýsing Staða forsföðumanns (studierektor) við Lýðháskóla Norðurlanda (Nordens folkliga akademi) í Kung- alv er laus til umsóknar. Stofnuninni er ætlað að halda námskeið fyrir kenna'ra og forustumenn á sviði alþýðufræðslu, og er nauðsynlegt, að forstöðu- maðurinn hafi aúk góðrar undirstöðumenntunar haft náin kynni af slíkri fræðslustarfsemi á Norð- urlöndum. Gert er ráð fyrir að staðan verði veitt frá 1. júní 1967, og er þá miðað við, að stofnunin taki til starfa haustið 1967. Umsóknir skulu stílaðar til Styrelsen för Nordens folkliga akademi og sendar til Ecklesiastikdeparte- mentet, Stockholm 2, eigi síðar en 31. maí 1966. Nánari upplýsingar eru veittar í menntamálaráðu- neytinu, St’jómarráðshúsinu við Lækjartorg. *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.