Þjóðviljinn - 12.05.1966, Side 3
Fimmtudagur 12. maí 1966 — í>JÓÐVTLJlNN — SÍÐA J
Ky ítrekar að hann
muni ekki fara frá
McNamara játar að ólgan í S-Vietnam
geri Bandaríkjamönnum erfitt fyrir
SAIGON og WASHINGTON 11/5 — Franska fréttastof-
an AFP sagði í dag að Ky, formaður herforingjaklíkunn-
ar í Saigon, hefði staðfest þau ummæli sín frá þvf á laug-
ardag að hann hefði ekki í hygg'ju að afsala sér völdum
þegar kosningar hafa farið fram í hinum hernumdu hlut-
um Suður-Vietnams.
Ky hafði sagt vifj blaðamenn
í Sai'gon á laugardaginn að her-
for-jngjamir ætluðu ekki að af-
sala sér völdum í hendur stjóm
sem' kynni að verða mynduð
eftir að kosningar Þser til stjóm-
lagaþings hafa farið fram sem
þeir neyddust í síðasta mánuði
til að loifa lej ðtogum búddatrú-
armanna að haldnar yrðu innan
3—5 mániaða.
Þegar Rusk, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, var spurður i
sjónvarpsviðtali á sunnudaginn
um þessi ummæli Kys kvað
hann blaðamenn hafa haft þau
rangt eftir.
McNamara landvamaráðherra
viðuiikenndi í dag á fundi í ut-
anri'kismálanefnd öldungadeildar
Bandaríkjaþinigs að ólgan í Suð-
ur-Víetnam hefði truflað hemað-
araðgerðir Bandaríkjamanna þar.
Hann færðist undan að svara
spumingu um hvort hann teldi
ástandið í Suður-Vietnam al-
varlegt.
Hann vildi hins vegar halda
því fram ag Þjóðfrelsisfylkingin
nyti stuðnings æ minn-| hluta
þjóðarinnar og vitnaði í skýrslu
þar sem stóð að liðhlaup skæru-
liða hefðu aukizt. — Svo vjrð-
ist sem Vietcong safni nú 15
ára unglingum undir sín merki.
sagði McNamiara og bættj við,
að um 900.000 mánns hefðu af
frjálsum vjlja flutzt til þeirra
héraða sem eru á valdi Saigon-
stjómarinnar. Hann á þar við
•Það sveitafóík sem Húið hefur
HernaSur Bandaríkjanna í Vietnam
undan napalmsprengjum Banda-
ríkjamanna til borganna.
Lofthernaðurinn
Undanfama daga hefur loft-
hemaðurinn yfir Norður-Viet-
nam enn harðnað og á hverjum
degj síðan um helgi hafa or-
ustuþotur af gerðjnni MIG-17
ráðizt gegn árásarf'lugvélunum
og beittu þær í dag í fyrsta
sinn eldflaugum, sem Banda-
ríkjamenn segja að vísu að hafi
ekki hæft.
í dag vo.ru samtals farnar 03
árásarferðir gegn Norður-Viet-
nam og var viðurkennt í Saigon
ag tvær flugvélar hefðu ©kkj
kornið aftur úr þeim. Þá segjast
Bandaríkjamenn hafa sökkt
skipi undan suðurströnd Suð-
ur-Vietnams sem hafi verið með
miklar birgðir hergagna til
sfcæruili ða.
Cabot Lodge í Washington
Henry Cabot Lodge, sendi-
herra' Bandaríkjanna í Saigon,
er nú kominn til Washington og
ræddi hann þar í gær við John-
son forseta um ástandið í Viet-
nam.
Ný finnsk stjórn
í næstu viku
HELSINKI 11/5 — Rafael Paasio
leiðtogi finnskra sósíaldemókrata,
iagði í dag fyrir væntanlega
samstarfsflokka í nýrri ríkis-
stjóm tillögur um stefnuskrá
hennar. Viðræður um einstök
atriði stefnuskrárinnar hafa geng-
ið svo vel að sýnt þykir að nú
sé ekki lengur neitt því til fyrir-
stöðu að mynduð verði sam-
steypustjórn stærstu flokkanna
þriggja, sósía’ldemókrata, Mið-
flokksins og Lýðræðisbandalags
kommúnista og vinstrisósíalista,
og jafnvel líkur á að Sænski
flokkurinn og Frjálslyndi flokk-
urinn muni einnig vilja taka
þátt í stjórninni. Búizt er við
að gengið verði að fullu frá
stjómarmynduninni í næstu viku.
Þessi mynd birtist fyrst í franska vikublaðinu „Paris-Match“ og
er tckin af frcttamanni þess og ljósmyndara í Suður-Víctnam,
Sean Flynn (syni kvikmyndaleikarans Errols Flynn). Maðurinn
sem hangir á fótunum upp í trcnu hafði orðið á vegi málaliða
Saigonstjórnarinnar og hafði cngin skilríki á sér. Hann var
hengdur upp í tréð þegar hann fékkst ekki til að játa að hann
væri skæruliði.
Talsmaður Bandaríkjastjórnar:
Hafnar samningi við Kína um
að beita ekki kjarnavopnum
Bandaríkjamenn segja að sprengimagn kjarnasprengju
Kína í fyrradag hafi samsvarað 130.000 TNT-lestum
WASHINGTON 11/5 — Talsmaður bandaríska utanríkis-
málaráðuneytisins viðurkenndi í dag að Bandaríkjastjórn
hefði hafnað ítrekuðum tilmælum kínversku stjómarinnar
að ríkin gerðu með sér gagnkvæman samning sem skuld-
byndi þau að þeita aldrei kjarnavopnum hvort ge'gn öðru.
McCloskey, blaðafulltrúi ráðu-
neytisins, var að því spurður
þegar hann ræddi við blaða-
menn í Washington í dag um
síðustu kjapnasprengingu Kín-
verja hvort það væri rétt sem
Sjú Enlæ, forsætisráðherra Kína,
hefði sagt að Bandaríkjastjórn
hefði hafnað tilmælum frá þeirri
kínversku um slíka gagnkvæma
skuldbindingu McCloskey 'viður-
kenndi að það væri rétt.
Afstaða Bandaríkjastjórnar
væri sú að Kínverjar hefðu að-
eins lýst sig fúsa til að lofa því
að beita aldrei kjarnavopnum
gegn Bandaríkjunum að fyrra
bragði, en enginn vissa væri fyr-
ir því að við slíkt loforð yrði
staðið. Slík loforð miðuðu held-
Samkomulag 6 EBí eftir enn
einn maraþonfund í Brussei
Samið um skipan landbúnaðarmála og lokafrest fyrir
samræmingu á tollum á 18 klukkustunda næturfundi
BRUSSEL 11/5 — Á enn einum maraþonfundi í ráðherra-
nefnd Efnahagsbandalags Evrópu tókst samkomulag í nótt
um skipan landbúnaðarmála og lokafrest fyrir samræm-
ingu á tollum á innflut.ningi sexveldanna frá öðrum ríkj-
um. Síðasti fundur ráðherranna stóð samfleytt í átián
klukkustundír na mnnaði oft mjóu að upp úr slitnaði.
Það var ágreiningur um sk'p-1
an landbúnaðarmála, verðlag og
verðjöfnun á landbúnaðarafurð-;
um, sem varð til þess sl, sumar;
að Frakkar hættu í rauninni öllu
samstarfi innan bandalagsins,:
svo að stofnanir þess máttu j
heita í lamasessi í rúml. hálft ár.
Aðalatriði samkomulagsins sem
gert var í nótt eru þessí:
L. Samkomulag varð um skip-
an landbúnaðarmála og stofnun
sjóðs sem bæði á að styrkja út-
flutning á landbúnaðarafurðum
iil annarra ríkja og aðstoða við
að gera landbúnað aðidarríkj-
anna arðbærari. Sjóðnum eru
ætlaðir um 75 miljarðar króna
í tekjur árlega.
2. Frá 1. júlí 1968 verða af-
numin öll höft á verzlun með
landbúnaðar- og iðnaðarvörur
milli .sexveldanna og verða þá
afnumdir allir tollar á þeim
innan bandalagsins.
3. 1. júlí 1968 erða einnig toll-
ar allra aðildarríkjanna á inn-
flulning frá öðrum ríkjum sam-
ræmdír.
En þótt þetta samkomulag
Framhald á 9. síðu.
ur ekki á neinn hátt að almennri
afvopnun.
Blaðafulltrúinn sagði að Kín-
verjar hefðu fyrst lagt þetta til
í opinberri yfirlýsingu fyrir einu
ári, en síðan hefðu þeir ítrekac
þá tillögu í beinum viðræðum
við fulltrúa Bandaríkjanna
Sennilega er þar átt við fundi
þá sem haldriir eru annað slagið
milli sendiherra Bandaríkjanna
og Kína í Varsjá.
130.000 lestir af TNT
Áður háfði McCloskey skýr
blaðamönnum frá því að þriðja
kjarnasprengja Kínverja sem
sprengd var á mánudag hefð
haft sprengimagn sem samsVar
aði 130.000 lestum af TNT
Sprengjan var öflugri en í fyrstu
var talið, sagði hann. I gær
hafði verið sagt í Washington
að sprengimagnið hefði samsvar-
að um 20.000 lestum af TNT
eða verið sambærilegt við spreng
magn fyrstu kínversku kjarna
sprengnanna tveggja og þeirrar
sem Bandaríkjamenn vörpuðu
Hiroshima. Enn væri þó o
snemmt að fullyrða að Kínverj
ar hefðu sprengt vetnissprengju.
Fyrstu geislavirku agnirnar frá
þriðju kjarnasprengingu Kín-
verja bárust yfir norðurhluta
Japanseyja í morgun. Sumar
agnirnar höfðu allt að sex sinn-
um meiri geislavirkni en mæld-
ist eftir fyrri sprengingarnar
tvær og vísindamenn við Niigata-
háskóla segja að geislavirknin
muni nú vera tvisvar-þrisvar
sinnum meiri að jafnaði en í
bau skipti.
t Washington var sagt í gær-
kvöld að ekki væri ástæða til
að búast við að skaðlegt geisla-
virkt úrfelli frá sprengingunni
myndi berast til Bandaríkjanna.
Hvers vegna ég
varð kommúnisti
Úr varnarræðu Abrams Fischers
Á mánudaginn var suðurafríski lögmaðurinn Abram Fischer
dæmdur í ævilangt fangelsi í Pretoria fyrir baráttu sína
gegn kynþáttakúguninni. Fischer sem er einn kunnasti
lögmaður Suður-Afríku, og af einni helztu Búaætt lands-
ins, sonarsonur forseta Oranje-frírikisins, gekk í Kommún-
istaflokk Suður-Afríku, mcðan starfsemi hans var leyfð.
Hér fer á eftir kafli úr varnarræðu hans fyrir réttinum í
Pretoria, en þar gerir hann grein fyrir því hvers vegna hann
gekk í kommúnistaflokkinn. Þessi kafli er þýddur úr brezka
vikublaðinu „The Observer‘‘. Búar eru hér, eins og nú er
venja orðin, kallaðir Afríkanar.
Réttur er haldinn yfir mér
sökum stjórnmálaskoðana
minna og fyrir þær athafnir
mínar sem þessar skoðanir
leiddu af sér. Hvað sem
ákærurnar gegn mér eru kall-
aðar, stafa þær allar af því
að ég hef verið félagi í
kommúnistaflokknum og af
starfi mínu í honum. '*É.g hóf
það starf vegna þess að ég
áleit að það væri skylda mín
£ því hættuástandi sem skap-
að hefur verið í Suður-Afriku.
Ég fellst á þá meginreglu
að hlýða beri lögum sem sett
eru ’ t’.l verndar þjóðfélaginu.
En þegar lögin sjálf brjóta í
bága við siðgæðið og krefjast
þess af þegninum að hann
taki þátt í skipulögðu kúgun-
arkerfi — þó ekki sé nema
með þögn og afskiptaleysi —
þá tel ég að hlýða beri æðri
skyldu.
ÞeSsi lög voru ekki sett tll
að köma í veg fyrir útbreiðslu
kommúnisma, heldur í því
skyni að bæla niður andstöðu
mikils meirihluta þegna okk-
ar.
Mér eru í huga tvær aug-
ljósar ástæður fyrir því að
ég gekk kommúnistaflokknum
á hönd. önnur er hið hróp-
lega ranglæti sem ríkir og
hefur lengi ríkt í suðurafrísku
þjóðfélagi. en hin er sú, að
mér varð smám saman Ijóst
eftir því sem ég tók æ' meiri
þátt í starfsemi Þjóðþings-
hreyfingarinnar, þeirrar hreyf-
ingar sem stefnir að frelsi og
jöfnum mannréttindum öllum
til handa, að það voru ævin-
lega félagar úr kommúnista-
flokknum sem voru reiðubún-
ir, hvað sem í húfi var, að
fórna mestu, að gefa það sem
þeir áttu dýrmætast, að leggja
í mestu hættumar í barátt-
unni gegn fátækt og misrétti.
Allir þeir sem ekki eru,
blindaðir af fordómum geta
séð hið hróplega ranglæti ....
Allir hvítir Suður-Afríkumenn
geta séð það. Yfirgnæfandi
meirihluti þeirra lætur það
ekkii á sig fá. Annaðhvort
verða þeir þess ekki varireða
afsaka það á þeirri tilbúnu
forsendu, opinskátt eða undir
niðri, að þeldökka fólkið í
landi okkar sé af óæðri stofni,
að hugsjónir þess, vonir og
draumar séu aðrir en okkar.
Það er rétt að apartheid
hefur verið til áratugum sam-
an með öllu sem því hefur
fylgt, frá aðskilnaði kynþátt-
anna og réttindasviptingu til
þess sem mætti virðast lítil-
Viðræður Nasssrs
og Kosygins
KAÍRÓ 11/5 — 1 dag hófust í j
Kaíró formlegar viðræður þeirra
Kösygins forsætisráðherra Sovét-
ríkjanna og Nassers forseta, en \
Kosygin kom í gær til Kaíró
"£ átta daga opinbera heimsókn
Siðar f dag var ætlunin að þei'-;
færu flugleiðis til Assúan-stífl-
unnar í Níl sem gerð var með
aðstoð Sovétríkjanna.
fjörlegt atriði að í blöðum
okkar Afríkana er Afríku-
maðurinn á teikningum jafn-
an sýndur eins og eitthvert
millistig milli apa og banda-
rísks svertingjaþræls á nítj-
ándu öld.
En það sem landar minir,
Afríkanar, átta sig ekki á,
vegna þess að þeir hafa hætt
öllum samskiptum við þel-
dökkt fólk, er að þeim er gef-
ih öll sökin á því hvernig of-
sóknirnar hafa magnazt síð-
ustu fimmtán árin. Þeim er
kennt um allar hörmungar og
auðmýkingar apartheids.
Það er þess vegna sem lög-
reglumenn eru nú kallaðir
„Hollendingar“. Og það erlíka
þess vegna að þegar ég tek
Afríkumann upp í bil minn,
neitar hann að trúa því að ég
sé Afríkani.
Allt veit þetta á illt fyrir
okkur. Af þessu hefur sprott-
ið djúpstætt hatur í garð
Afríkana, til tungu okkar
stjórnmálaskoðana og viðhorfs
Vneðal þeldökks fólks — já
jafnvel meðál þeirra sem
reyna að komast til metorða
með því að þykjast styðja
apartheid. Það er að gereySa
allri trú þeldökkra manna
að nokkurn tíma verði hæg
að vinna með Afríkönum.
Til þess að brjóta niðui
þennan múr mun þurfa alla
stjórnvizku og allt áhrifavalc
þeirra þjóðþ'ngsleiðtoga sem
nú eru í fangabúðum og fang
elsum'fyrir stjórnmálaskoðan
ir sínar. Til þess verða Afrík
anar einnig að mótmæla mis
réttinu opinskátt og afdráttar-
laust.
Allar þær. athafnir mína
sem ég er ákærður fyrir hafa
miðað að því að halda upp
tencíslum og skTningi mill
kynþáttanna hér í landi. E
þær geta orðið til þess þót
síðar verði að hjálpa til a
brúa bilið milli leiðtog
hvítra manna og þgldökkra
svo að þeir geti ráðið örlög
um okkar allra ’með samnina
u.m en ekki vopnavaldi, mun
ég geta borið af hugprýð
hvern bann dóm sem hé
kann að verða kveðinn up
yfir mé-. Það mun að minnst
kosti verða mér stoð að é
veit að í 25 ár hef ég enga
bátt tekið. ekki einu sinn
rtieð óvirku afskiptaleysi. f þ\
viðbióðs'Ieea misréttisker:
sem við höfum komið upp
bessu landi og alræmt er orð
ið í öllum hinum siðmennt
BRUSSEL 11/5 — Real Madrid
vann í dag Evrópubikarinn í
knattspyrnu í sjötta sinn með
því að sigra Partizan frá Bel-
grad með 2 gegn 1. eftir 0:0 i
hálfleik. Þetta er í áttunda sinn
ó ellefu árum sem Real Madrid
kemst í úrslit og hefur aðeirts
tapað þeim tvisvar fyrir Benfica
og Inter.