Þjóðviljinn - 12.05.1966, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.05.1966, Blaðsíða 8
0 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN — Finrmtudagur 12. maí 1966. • SAS-menn í kynnisferð • Nýlega komu liingað í kynnisfcrð tvcir íulltrúar frá SAS flug- félaginu, þeir K.A. Kristianscn yfirmaður sölustarfscmi SAS um allan heim og Chr. Hunderup siilustjóri fclagsins i Danmörku. Sjást Kristiansen hér á myndinni (til vinstri) ásamt umboðsmanni SAS hér á landi, Birgi Þórhallssyni og konu hans frú önnu Snorradóttur, sem stjórnar barnatímum í útvarpinu. • Svar til Mývatnsskottu • Nýlega birtist hér á síðunni bragur til Mývatnssveitar frá Mývatnsskottu, og nú hefur „burtflutt kona úr Mývatns- sveit“ sent okkur eftirfarandi svar til Mývatnsskottu: Hendir Skottu háð og spé þó heimskan lengi tóri, en hálfu verri held ég sé Húsavíkur móri. Verra efni veit ég ei þar vítis eldar brenna, en að segja sveit mín SVEl þá sorgar tár mín renna. V.B. Sama kona sendir kveðju til Karls Kristjánssönar alþingis- manns og sveitarstjóra á Húsa- vík og í Mývatnssveit: • Avinningur og tap 0 Um embœttastigann hann fikrandi fór með festu, en varúð og hægð. Og ættjörð og stjórnarskrá eiðana sór af alkunnri, marklausri þægð. Metorðin uxu, en manngildið þvarr, þar mörg eru dæmin til sanns. Og síðan hann hefur ei borið sitt barr í baráttu þjóðar og lands. HUGALL. • Matthías, drottinn og rykkornin samanber 38. sálm Mbl.ritstjórans, sem Austri birti í Þjóðviljanum 23. april sl. Mývetningar „gullgrafara lýður“ Keflavík hér og Keflavík þar, kotbœndur og dollarar. « Moka þeir upp allan ytri flóann. Þannig Kanar kaupa sál fyrir kísilgúrans drullumál. V.B. • Glettan „Ég vildi helzt sameina öll lánin sem ég hef tekið í eitt. Það hlýtur að vera miklu auð- veldara að neita einum manni." • Meðreiðar- menn ganga með þingnefnd • Þetta er álíka fullyrðing og þegar þingnefnd hélt þvi fram fyrir nokkru að heimur hefði Tvö rykkorn Matthías miðar við 'drottin, þau mestu á jörð. Á Korsíku og íslandi eru þau sprottin, og ámóta gjörð. Með keisara þurfti guð þrátt að baksa, — hina þrjózklyndu sál. En rykkornið okkar má vitkast og vaxa í viðreisn og ál. Gamansamur. skolfið og stórveldin hefðu gert með sér samninga um bann við kjamorkutilraunum, vegna þess að hann og lítill hópur komm- únista ásamt meðreiðarmönnum hefðu farið í gönguferð milli Keflavíkur og Reykjavíkur. (Úr raeðu Péturs Sigurðssonar þingmanns í útvarpsumræðum — skv. texta Moggans). • Mesta harmsagan • í Osló var á þriðjudaginn haldinn kappræðufundur milli norska stúdentafélagsins og stúdentafélagsins í Oxford. Um- ræðuefnið var: „That this House Resoives that Leif Eiríksson’s Discovery of America was the Greatest Tragedy in Human IIistory“ (Fundurinn ályktar að það hafi verið hörmulegasti at- burður mannkynssögunnar nð Leifur Eiríksson fann Ameríku). Formaður Oxford Union, Jos- hua Bamfield, íór hörðum orð- um um Leif, ekki fyrir' það að hafa fundið Ameríku, heldur hitt að hafa ekki numið þar land. Afleiðingin hefði orðið að enijjdr trúarofstækismenn hefðu tekið sér þar bólfestu löngu síðar, og því hefði farið eins og fór. • Leiðrétting • 1 frétt í Þjóðviljanum í gær um námskeið veitinga- og gisti- húsaeigenda var ranghermt, að Wilhelm Wessman hefði mat- reitt síldar- og fiskrétti sem þar voru á borð bornir. Wil- helm sá um framreiðslu en matreiðslumaður var Sveinn Friðfinnsson, kennari við Mat- sveina- og veitingaþjónaskól- ann. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðngar á þessum mil9- tökum. 13.00 Eydís Eyþórsdóttir stjórn- ar óskalagaþætli fyrir sjó- menn. 15.00 Miðdegisútvarp. Eggert Stefánsson syngur. A. Nicol- et og hljómsvcit leika Flautu- konsert í D-dúr eftir Haydn; K. Richter stjórnar. E. Berg- er, L. Otjo, R. Schock, G. Unger, G. Frick, kór og hljómsveit flytja atriði úr Brottnáminu úr kvcnnabúr- inu, eftir Mozart; W. Schuchter stjómar. Suisse Romande hljómsveitin leik- ur Stenka Rasin. sinfónískt ljóð eftir Glazunoff; E. Ansermet stjórnar. Hljóm- sveit Ch. Mackerras leikur Valse triste eftir Sibelius. 16.30 Síðdegisútvarp. Kór t)g hljómsveit R. Conniffs, H. Zacharias og hljómisveit, G. Sönck, N. Riddle og hljóm- sveit, B. Streisand, og Mant- ovani og hljómsveit lei,ka þjóðlög frá ýmsum löndum. 18.00 Lög úr söngleikjum og kvikmyndum. 20.00 Daglegt mál. 20.05 Konsert í F-dúr eftir Vivaldi-Bach. E. G. Sartori lekur á sembal. 20.15 Ungt fólk í útvarpi. Bald- ur Guðlau,gsson kynnir þátt með blönduðu efni. 21.00 Sinfóníuhljómsveit Is- lands heldur tónleika í Há- skólabíói. Stjórnandi: I. Buk- etoff. Söngkona: Adele Addi- son frá Bandaríkjunum. a) Sinfónía nr. 100 eftir Haydn. b) Exultate, jubilate, eftir W. A. Mozart. 21.45 Kvæði eftir Davíð Ás- kelsson. Baldvin Halldórs- son leikari les. 22.15 Mynd í spegli, eftir Þóri Bergsson. Finnborg ömólfs- dóttir og Arnar Jónsson lesa. 22.35 Djassþáttur. Ölafur Step- hensen kynnir. 23.05 Bridgeþáttur. Hjalti Elías- son og Stefán Guðjohnsen ræðast við. • Brúðkaup • Laugardaginn 16. apríl voru gefin saman af séra Áreliusi Níelssyni ungfrú Guðný Helga- dóttir og Stefán Jónsson. Heim- ‘ ili þeirra verður að Klepps- vegi 120. (Ljósmyndastofa Þóris, Tímeaveei 20hV • Sumardaginn fyrsta voru gef- in saman í hjónaband af séra Ölafi Skúlasyni ungfrú Ingveld- ur Þórarinsdóttir og Ingjaldur Indriðason. Heimili þeirra vérður að Stóra Kambi, Breiðu- vík. (Ljósmyndastofa Þóris, Laugavegi 20b). • Þann 23. apríl voru gefin saman í hjónaband af föður brúðgumans, séra Gunnari Gíslasyni, ungfrú Jónína Bjarnadóttir og Stefán Gunn- arsson. Heimili þeirra verður á Laugarnesvegi 100. (Ljósmynda- stofa Þóris, Laugvegi 20b). • Sumardaginn fyrsta voru gefin saman í hjónaband af séra, Garðari Svavarssyni ung- frú Dorothy Senior og Gísli Garðarsson. Heimili þeirra verð- ur á Reyðarfirði. (Ljósmyndá- stofa Þóris, Laugavegi 20b).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.