Þjóðviljinn - 12.05.1966, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.05.1966, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 12. maí 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 ÆSKAN OG SOSiALISMINN MÁLGAGN ÆSKULÝÐSFTLKINGARINNAR - Ritn.: ARNMUNDUR BACHMANN, RANNVEIG HARALDSDÓXTIR og ÖRN ÓLAFSSON Munií G-lista fundinn í Austurbæjarbíói / kvöld Alþýðubandalagið í Reykjavík heldur opinberan fund um borgarstjórnarkosningarnar í kvöld kl. 9 í Austurbæjarbíói. Stuttar ræður og ávörp flytja: Guðmundur Vig- fússon, borgarfulltrúi, Sigurjón Björnsson, sál- fræðingur, Jón Snorri Þorleifsson, formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur, Guðmundur J. Guðmundsson, varaformaður Dagsbrúnar, Guð- rún Helgadóttir, menntaskólaritari, Jón Bald- vin Hannibalsson, hagfræðingur, Björn Ólafs- son, verkfræðingur og Svavar Gestssón stud. jur. Fundarstjóri verður Þórarinn Guðnason læknir. Ungt fólk er hvatt til að fjölmenna á fundinn. Guðrún Ungt fólk er hvatt til að fjölmenna á fundinn Framsókn gengur klofin til kosninga 22. maí n.k. Innan Félags ungra fram- sóknarmanna í Reykjavík er nú sem endranær verulegur klofningur, sem ekki er séð fyrir endann á. Sem fyrr berj- ast þar um völdin Varðbergs- þiltar, sem fylgja hægri armi Framsóknarflokksins, með Tóm- ás Karlsson fyrrv. formann FUF í Reykjavík í fararbroddi, vinstri-menn, sem starfað hafa í Samtökum hernámsandstæð- inga svo og fylgismenn núver- andi formanns Sambands ungra framsóknarmanna örlygs Hálf- dánarsonar, scm. fimastir cru í þeim pólitíska vopnaburði Framsóknarflokksins að vera bæði með og móti hernámi, Náto, sjónvarpi, aúmín og kís- iléiir. Inn í þessar ,,hugsjónadeilur“ blandast svo hatröm persónu- lég valdastreita innbyrðis milli .rbánna um það hverjir taka éigi við stjórnartaumunum í Frámsóknarflokknum, þeigar fram líða stundir. Glaumbæjarfundurinrt Eins og mönnum er i fersku minni urðu þessar deilur opin- ÓLAFUR BALDUR — móti her — móti her TÓMAS DANÍEL — mcð hcr með og móti her berar s.l. haust, þegar FUF í. Reykjavík boðaði til aðalfund- ar í Glaumbæ. Á þeim fundi var smalað á báða bóga og lá ekki Ijóst fyrir hvort um var að ræða almennt liðsboð vinstri og hægri manna í félaginu, a.m.k. gekk örlygur Hálfdán- arson ötullega fram í því að boða sína liðsmenn á fundinn og tryggja sér þar endanlega öruggan frama f hinum pólit- iska stjörnuhimni Framsóknar- flokksins. Má í því sambandi geta þess að örlygur smalaði á fundinn unglingaskara Og kra^fðist þess að þeir fengju inngöngu í félagið og þar með fullan atkvæðisrétt, þegar ganga átti til stjórnarkosninga. Urðu endalok þessa sögulega fundar á þá leið að nær helm- ingur fundarmanna gekk af fundi, þar með taldir allir Varðbergsmenn. en örlygur lét kjósa nýjan formann í stað Tómasar Karlssonar, sér hlið- hollan, Daníel Halldórsson. Það atti þó ekki fyrir Daníel að liggja að stjórna félaginu lengi, því að rokkrum vikum síðar var honum hi-undið úr formannssæti, Má segja að hundadagar Daníels hafi verið skemmri en til 'var ætlazt. í stað stjórnar, sem örlygurhafði hróflað saman, var nú soðin saman sú sundurþykkasta stjórn, sem ríkt hefur í FUF í Rvík. Er óhætt að segja að þar ægi- saman Varðbcrgsmönnum, her- námsandstæðingum og örlygs- mönnum, og er þar hver hönd- in upp á móti annarri, eins og að líkum lætur. Örlygi sparkað! Þegar framsóknarmenn i Reykjavík birtu framboðslista sinn til borgarstjórnarkosniriga vorið 1962 var farið mörgum fögrum orðum um listann og þá ungu atgervismenn, sem á honum voru. Þar var m.a. af- rekslisti Örlygs Hálfdánarsonar, formanns Sambands ungra framsóknarmanna, rakinn lið fyrir lið. Var t.d. tekið fram að Örlygur hafi setið í stjórn FUF í Reykjavík í nokkur ár og vCTið formaður SUF síðan 1960. Örlygur skipaði þá 5. sæti list- ans eins og reyndar líka fyrir kosningarnar 1958. En nú vill svo kynlega til að í borgar- stjórnarkosningunum í ár, fyr- irfinnst fqj'maður Sambands ungra framsóknarmanna ekki á listan'im! Ástæðan liggur auðvitað í þeim hatrömmu deilum, sem nú blossa í bessum furðulega félagsskap. 1 kvöld boðar FUF í Reykja- vík til fundar í Lidó og er ungu fólki sérstaklega boðið á fundinn, og kynnast þar af eig- in raun þeirri samansuðu mis- munandi hagsmunahópa, sem fram að þessu hafa barizt um völdin í félaginu. Þar munu m.a. halda ræður hernámsand- stæðingarnir Baldur Öskarsson og Ólafur Ragnar Grímsson, Varðbergsmcnnirnir Tómas Karlsson og Jón A. Ölafsson og örlygsmaðurinn Daníel Halldórsson. Ekki er talið ráð- legt að hleypa örlygi að hljóð- JÓN Örlygur — nieð hcr — af hverju sparkað? nemanum og er hann því fund- arstjóri. Ritnefnd æskulýðssíðunnar er það. auðvitað þvert um geð að i'ifja upp hér hinar hatrömu deilur kaldrifjaðra forustu- manna FUF í Reykjavík, en vegna skx-umfundarins sem nú á að halda í Lídó í kvöld, og smala á ungu fólki, þykir rétt að birta í hnotskui'n sanna lýsingu á ungum fi-amsóknar- mönnum í dag, ef það mætti verða til þess að hægt væri að svipta þeirri pólitísku sauðar- gæru, sem forustumenn Fram- sóknar skríða jafnan undir rétt fyrir kosningar. G-listinn, listi unga fóiksins! Fyrir þessum atriðum munu borgarfulltrúar G-listans m.a. berjast: J Komið verði upp æskulýðsheimilum í sem flestum hverfum borgarinnar. Byggð verði miðstöð fyrir æskulýðsfélögin í borginni á þeim stað, sem heppilegastur verður talinn. ^ Aukinn verði fjárstyrkur og fyrirgreiðsla til íþróttafélaganna. ^ Unnið verði að því að koma upp í nágrenni borgarinnar tjaldbúðasvæði fyrir æskufólk. ^ íþróttahúsið í Laugardal verði fullgert fyrir næstu áramót og lokið verði að fullu bygg- ingu íþróttaleikvangsins í Laugardal. Q Hafinn sé undirbúningur að því að koma upp varanlegum æskulýðsbúðum í nágrénni borgarinnar. J Lokið verði byggingu sundlaugarinnar í Laugardal og byggðir búningsklefar við Sundlaug Vesturbæjar. g Sköpuð verði aðstaða til skautaiðkana í borginni og aðstaða til skíðaiðkana í ná- grenni borgarinnar stórlega bætt. Q Starfsemi æskulýðsráðs verði stórlega efld og því séð fyrir nægu fjármagni til að sinna hinum fjöl- mörgu vandamál- um unga fólksins. |Q Skipulagt verði full- komið útivistar- svæði og sundstað- ur í Nauthólsvík og framkvæmdir hafn- ar. Yngstu frambjóð- endurnir eru á G-LISTANUM □ Andstæðingar G-listans hafa nú sem oft áðut hafið skrumherferð á hendur æskunni í borg- inni. ,,Listi unga fólksins”, ,,ungt fólk í frám- boði” o.þ.h. hafa oft og. einatt verið aðalfyrir- sagnir blaða andstæðinga G-listans. Æskulýðs- síðunni þykir rétt að hrekja þessi ósannindi í eitt skipti fyrir öll. □ Þegar athugaður er aldur 10 efstu frambjóð- enda listanna í Reykjavík, kemur í ljós að meðalaldur frambjóðenda G-listans er lang lægstur eða 35,8. Áldur 10 efstu frambjóðenda hinna listanna er þessi: Alþýðuílokkur: 43,3, Framsóknarflokkur: 39,3 og Sjálfstæðisflokk- ur: 40,4. □ Ennfremur skal tekið fram að 8. frambjóðandi Alþýðubandalagsins, Svavar Gestsson stud. jur., er yngsti frambjóðandinn í borgarstjórn- arkosningunum í Reykjavík, 21 árs. Hann er því verðugur fulltrúi þeirrar æsku sem nú í fyrsta skipti gengur að kjörborðinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.