Þjóðviljinn - 12.05.1966, Síða 7

Þjóðviljinn - 12.05.1966, Síða 7
Fimmtudagur 12. maí 1966 — ÞJÖÐVIU'INN — SíÐA ’J □ Margrét Margeirsdóttir, félagsráðgjafi, hefur starfað við Geðverndardéild barna í Heilsu- verndarstöð-Reykjavíkur frá stofnun þeirrar deildar haustið 1960. Starfssvið hennar hef- ur verið viðtöl við foreldra þeirra barna, sem aðstoðar hafa þarfnazt, og auk þess hefur hún aðstoðað mikinn hluta þeirra unglinga á aldrinum 13 — 18 ára, sem leitað hafa til deildarinnar vegna margháttaðra erfiðleika. □ Æskulýðsmál eru mjög á döfinni um þessar mundir og flestum skynbærum mönnum mun ljóst, að verulegra umbóta er þörf á því sviði. Þar sem reynsla Margrétar í þessum efnum er mjög víðtæk og auk þess að því leyti sérstæð, að hún hefur átt þess kost að kynnast mörgu náið bæði viðhorfúm foreldra og einnig unglinganna sjálfra, fór blaðið þess á leit við hana, að hún svaraði nokkrum þeim spurningum, sem flestum uppalendum munu vera ofarlega í huga. VIÐ MEGUM EKKI BREGÐAST SKYLDU OKKAR Margrét Margeirsdóttir. — Mikið er talað um, að unglingar séu erfiðir og mikið beri á unglingavanda- málum. Finnst þér þetta orðum aukið? — Ég myndi segja, að það væri mikið um vandamál ung- linga og sennilega er ekki of mikið úr því gert. Hins vegar geðjast mér ekki hvernig um þetta er fjallað af hálfu hinna fullorðnu. Þessu orði, „unglinga- vandamál", hefur verið slegið upp sem rosafréttum i dag- blöðum. Okkur fullorðna fólk- inu hefur verið alltof gjarnt á að hneykslast á þessu atferli unglinganna, sem vissulega hef- ur oft farið út fyrir eðlileg mörk. Vitanlega er ég ekki með þessu að afsaka, þegar ung- lingar brjóta af sér, en ,ég á- lít að ekki sé rétt að varpa allri sökinni á unglingana sjálfa. Ef til vill væri hyggi- legra að athuga málin frá þeirri hlið einnig, áður en dómur er felldur. — Það væri fróðlegt aðheyra, hvernig ' unglingarnir sjálfir upplifa þessi vandamál. — Af samtölum mínum við unglinga finnst mér oft hafa komið í ljós, að þeim finnst sem þeir mæti oft litlum skiln- ingi frá hinum fullorðnu í sam- bandi við þörf á skemmtana- og félagslífi. Þeim finnst þeir að sumu leyti standa dálítið ein- ir á báti. Þeim finnst íullorðn- ir líta á þá sem eins konar vandræðagemlinga, sem alls staðar séu fyrir, sárnar það að vonum og magnast til andstöðu við eldri kynslóðina. Hollt er að hafa hugfast, að þessi aldur, unglingsárin, hefur í för með sér miklar breyting- ar, ekki síður andlega en lík- ariilega. Grurint er venjulega á uppreisnaranda gegn öllum boðum og bönnum. Unglingarn- ir leggja kapp á að vera gjald- -----------------------------—<S> MikiS verðfall f Wall Streef NEW YOKK 6/5 — í dag varð mesta verðfall í kauphöllinni í New York sem orðið hefur á einum degi síðan Kennedy var myrtur. Tapið var að meðaltali 2—3 dollarar á hvert hlutabréf og tíu dollarar á sumum grein- um. Alls nam- skráð verðfall 6 miljörðum dollara. Ástæðan er talin sú, að Gene- ral Motors hefur boðað minnk- andi bílaframleiðslu og upp- sagnir verkamanna fyrir sakir sölutregðu í fyrra mánuði. , gengir og vilja láta taka tillit til sín sem sjálfstæðra þjóðfé- lagsþegna. Á hinn bóginn finna þeir einnig vel til reynsluleysis síns, og þekkingarskorts og þcir þrá handieiðslii og öryggi frá þeim, sem eldri eru. En því miður er afstaða hinna fullorðnu oft slík, að ungling- arnir geta ekki þegið hjálp þaðan, þó að hún kunni að bjóðast. Við getum bætt því við, að á þessum aldri gerir rík félagsþörf vart við sig, einkum þörf á að umgangast jafnaldra. — Það er auðheyrt á öllu, að þér finnst að hinir fullorðnu bregðist skyldu sinni við ung- lingana. Geturðu bent á nokkr- ar orsakir til þess? — Við komumst víst ekki undan að viðurkenna, að við höfum að nokkru leyti brugð- izt skyldu okkar í æskulýðs- málum. Þjóðfélagið hefur alls ekki gefið nægilegan gaum þeim vandamálum sem æska nútím- ans á við að etja, sem eflaust eiga að miklu leyti rætur að rekja til hinnar miklu þjóðfé- lagsbyltingar, sem hér hefur átt sér stað að undanförnu. For- eldra og aðra uppalendur virð- ist mjög skorta öryggi og leið- beiningar í sambandi við upp- eldi barna og unglinga. Þeir standa oft ráðþrota andspænis þeim áhrifum og áróðri, sem borgarlífið hefur í för með sér. Einungis lítill hluti foreldra þekkir borgarlíf frá sínum eig- in uppvaxtarárum og á því ó- hægt um vik með að leiðbeina börnum sinum, er þau komast á legg. — Þú meinar þá líklega, að foreldrar jafnt og unglingarnir þarfnist aðstoðar og leiðbein- inga. Hefurðu nokkuð mótaðar hugmyndir um hvernig slíkri aðstoð þyrfti að vera háttað? — Ég tel mig geta fullyrt,að allur þorri foreldra myndi taka fegins hendi fræðslu og leið- beiningum um uppeldismál. Skapa þyrfti möguleika til þess, að allir foreldrar og ungling- ar, sem þess óskuðu, gætu átt þess kost að ræða við fagfólk um vandamál- sin og fengið hjálp til að leysa þau. I þess- um efnum er nálega allt ógert hé» hjá okkur, eins og allir vita. í öðru lagi er löngu orðið aðkallandi að koma á uppeldis- fræðslu í blöðum og útvarpi. Enda þótt slík fræðsla geti aldrei rist djúpt, eðli sínu sam- kvæmt, er hún engu að síður nauðsynleg. 1 þriðja lagi þyrfti að byggja upp núið samstarf milli skóla og heimila. Ég veit með vissu, að fjölmargir for- eldrar óska mjög eindregið eft- ir slíkri samvinnu. En til þess að hún geti orðið að gagni, þurfa kennarar að fá sérstakan undirbúning, sem til þessahef- ur vantað í nám þeirra. — Æskulýðsráð Reykjavíkur kemur jafnan mikið við sögu', þegar þessi mál ber á góma. Telur þú að sú starfsemi bæti úr brýnni þörf? Et hún nægi- leg? Er þar stefnt í rétta átt? — Vissulega bætir starfsemi Æ.R. úr brýnni þörf, hvað varðar skemmtana- og tóm- stundaþörf unglinga. En margt er við þá starfsemi að athuga engu að síður og þyrfti að stokka hana rækilega upp. 1 fyrsta lagi nær hún ekki til nema lítils hluta unglinga í borginni, bæði af því að ald- urstakmarkið er of hátt og eins að alltof lítið er að hafa ein- ungis einn slíkan stað í borg- inni. Miðborgin er heldur ekki heppilegasti staðurinn. Slíkur staður kemur að litlum notum, fyrir börn úr úthverfunum. Ennfremur er óheppilegt að hafa einungis „opið hús“ á kvöldin. 1 öðru lagi er starfseminni markaður alltof þröngur bás, hvaðan sem á er litið. þar er t.d. viðfangsefnið aðalatriðið, — bastvinnan, Ijósmyndaiðjan, dansinn o.s.frv., en hin uppeld- islegu áhrif, sem æskulýðsleið- toginn á að þafa, hverfa al- gjörlega í skuggann. Þetta síð- ast talda finnst mér vera al- varlegasta gagnrýnin á Æsku- lýðsráð, því að það veldur því, að öll starfsemin er byggð ut- anum aukactriðin. Þessu veldur vitaskuld það, að engir sér- menntaðir æskulýðsleiðtogar hafa mótað steínuna. Því hlýt ég að telja, að fjarri fari að þar sé stefnt í rétta átt. — Sérmenntaðir æskulýðs- leiðtogar? Þar sem sú menntun mun komá mörgum ókunnug- lega fyrir, vildi ég biðja þig að segja dólítið frá því, sem þar er um að ræða. — Skólar fyrir æskulýðsleið- toga hafa starfað erlendis um margra ára skeið. Víðast hvar mun vera um tveggja ára nám að ræða, en æskilegt mun vera talið að nemendur hafi áður hlotið kennaramenntun eða ein- hverja reynslu af að starfameð unglingum. Höfuð áherzlan í náminu er lögð á það, að leið- togarnir geti orðið unglingunum að uppeldislegu gagni og haft þroskavænleg áhrif á þá. Mikil kennsla er í uppeldis- og sál- arfræði, sérstaklega að því er varðar þetta aldursskeið, hag- nýt þjálfun í umgengni við ung- linga og auk þess kennsla í margs konar tómstundaiðju ‘og fleiru. Er ég dvaldist á Englandi sumarið 1963, átti ég þess kost að kynnast einum helzta skóla þessarar tegundor í borginni Leicester. Sá skóli þykir mjög til fyrirmyndar, enda aðalmið- stöð æskulýðsskóla þar í landi. Varð ég mjög hrifin af þeirri starfsemi, sem þar fór fram, en mest fannst pnér þó til um það viðhorf, sem nemendur jafnt og kennarar höfðu til æskulýðsmála. Þar varð maður ekki var við hina dómhörðu hleypidómakenndu afstöðu til unglinga og vandamála þeirra, heldur var litið á slík sem verkefni, er æskulýðsleiðtogar ættu að leysa. Þeir tóku sem sagt að nokki-u leyti ábyrgðina á sínar herðar. En vera mín þarna varð einnig til þess, að mér varð átakanlega ljóst, hversu langt við hér heima erum á eftir í þessum efnum, og hversu mjög viðleitni manna einkennist af algjöru káki og vanþekkingu. Mér skildist á kennurum skól- ans, að reynt myndi að greiða fyrir Islendingum, ef þeirhefðu hug á að stunda þarna nám. Svo skemmtilega viidi til, að ein kennslukona skólans, sem ég kynntist, félagsráðgjafi að menntun, fékk óhuga á að heimsækja ísland, og kom hing- að sumarið eftir, Ég lét ekki tækifærið ónotað að setja hana í samband við Æskulýðsráð, sem. bauð henni á fund sinn til að fræðast um þessi mál. Hefði nú mátt ætla að áhugi þeirra hefði vaknað, en ekki hef ég orðið vör við það. Enn situr allt í sama farinu, og mér er ekki kunnugt um að lagt hafi verið að neinum að stunda þetta nóm. Þetta er mér algjörlega ofvaxið að skilja, mér finnst það ófyrirgefanlegt sinnuleysi af Æskulýðsráði að gera hér ekkert til úrbóta. Raunar er ekki hægt annað að segja, en að það sé mjög í samræmi við þau sjónarmið, sem hér ríkja almennt í æsku- lýðs- og bamaverndarmálum. Það er ekki talið neitt tiltöku- mál að ráða ófaglært fólk til þessara stai’fa, enda þótt flestir sæmilega skynibornir menn hljóti að sjá, að þau eru svo vandasöm, að ekki er á ann- arra færi en sérlærðra manna að vinna þau svo vel sé. Það er varla til svo ómerkileg vél, að ekki sé krafizt sérþekkingar til að stýra henni og hirða, en virðingin fyrir manninum er ekki meiri en svo að hér á Kaflanum í höfuðvegi Asíu, sem liggja á um álfuna þvera, verður sennilega lokið 1970. Ásamt væntanlegum þver- vegum verður hin mikla höf- uðbraut samtals 55.000 kíló- metra löng. Þjóðvegaástandið í Asíu mun smám saman einn- ig ná til landa eins og Filipps- eyja, Taiwans, Japans og Kór- eu. íran hefur tilkynnt, að fyrsti kaflinn, frá tyrknesku landa- mærunum yfir Teheran til landamæra Afganistans, verði brátt fullgerður. í Afganistan er vænum kafla af veginum lokið, og Pakistan hefur sinn hluta af verkefninu í yfir- standandi fimm-ára-áætlun. okkar landi, þar sem þó er státað svo fagurlega af gildi einstaklingsins, er brjóstvitið eitt talið nægjanlegt til að leysa /lin flóknustu vandamál. — Hvað myndir þú svo að lok- um vilja leggja sérstaka á- herzlu á? — Vissulega væri hægt að ræða mikið og lengi um þessi mál, eins og að’ líkum lætur, því að hér hef ég aðeins drep- ið á örfá atriði, en fátt er mér ofar í hug en þetta: Unglingsárin eru svo við- kvæmt aldursskeið, og það er svo mikið undir'því komið, að vel takist til, að aldrei verður of vel vandað til uppeldisins á þeim árum. Sennilega hefur ’ aldrei verið eins erfitt fyrirís- lenzka unglinga að komast klakklaust gegnum unglingsár- in og einmitt núna og það er ábyrgðarleysi að ætlast til þess að þeir geti það hjálparlaust. Sumir segja: foreldrarnir verða að gera betur. En sú krafa er ranglát. Flestir foreldrar gera eins vel og þeir geta. Við verð- um að horfast í augu við þá staðreynd, að heimilin eru þess ekki umkomin að veita ung- lingum alla þá handleiðslu, sem þeir þarfnast, og þá ei^ það skylda þjóðfélagsins að taka þessi mál alvarlegum tökum. Einnig í Thaílandi miðar vel áfram með hjálp Ástralíu og Nýja Sjálands. Framkvæmdastjóri ECAFE, U Nyun, sagði á ráðstefnu í Bangkok nýlega, að hin mikla höfuðbraut Asíu hefði vakið hugmyndaflug bæði íbúa og ríkisstjórna. Hann lagði bó á- herzlu á, að þeir kaflar braut- arinnar, sem nú væri unnið að, væru hvergi nærri fullnægj- andi, og því yrði að einbeita sér að því að gera veganetið miklu víðtækara. Hann lét líka í ljós von urn að hlutaðeigandi lönd mundu gera samgöngur greiðari með því að draga úr formsatriðum við landamærin. (S.Þ.). Rætt við Margréti Margeirsdóttur félagsráð- gjafa um vandamál unglingsáranna og sinnu- leysi hins opinbera um æsku- og barnavernd Aðalakvegirnir í Asíu 55.000 km

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.