Þjóðviljinn - 15.05.1966, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.05.1966, Blaðsíða 6
¥ S £ SfÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 15. maí 1966. Er ekki mál til komið að tjaldið sé dregið fyrir? Stundum finnst manni stjórn- mál vera lítið annað en eitt af hinum fáránlegu uppátækj- uin fullorðna fólksins til að hafa ofan af fyrir 'sér, eins konar leikur þar sem alvara og grín skiptast á, þar sem lágum hvötum er leyft að leika lausum hala í skjóli viðtekins ábyrgðarleysis. Það er að vísu ekkert við því að segja, þó að fullorðið fólk langi til að ieika sér endrum og eins, og það getur svo sem verið nógu gaman að skemmtilegum leik- trúðum. En hitt er aftur á móti slæmt, að stjórnmálv sem heill og hamingja mannfólks- ín$ er svo mikið undir komin, skuli vera notuð í þessu skyni. Manni finnst, að það ætti að vera hægt að finna eitthvað annað til að gamna sér við. Hér í okkar litla borgarfé- lagi stendur nú kosningaleik- urinn sem hæst. Flokkarnir keppast um að hæla sjálfum sér, býsnast yfir afrekum sín- um, lokka og laða. Engir hafa gengið lengra í þessum efnum en Sjálfstæðisflokkurinn og hefði þó mátt halda. að hann væri farinn að stillast eftir að hafa leikið sér að fjármunum Reykvíkinga í ein fjörutíu ár. En það er öðru nær. En kann- ski honum sé nokkur vorkunn: Enginn hefur annarri eins prímadonnu fram að tefla og borgarstjóranum. og enginn á jafn græna trúða til að láta hoppa á milli þétta og hina 'gransnoðnu lögfræðidrengi. En það eru ekki allir sem hafa áhuga á að leika sér að stjómmálum. Þar á meðal 'er ég, og ég vöna við öll, sem hér érum i kvöld.' Við ætlum að taka borgarmálefni alvar- lega, enda færi ml ef engir gerðu það. Við; sem höfum tekið við umboði á vegum Al- þýðubandalagsins til að vinna að málefnum Reykvíkinga, höf- um stór áform í huga. Við höf- um skipt með okkur verkum og munum hver á sínu sviði vinna að þeim eins ötullegg og okkur er unnt. Við erum- að vona, að einstöku sinnum megi það lánast að fá íhaldsleikar- ana til að hugsa eins og full- orðið fólk og taka undir við- leitni okkar. Kannski er það of mikil bjartsýni. Það hefur fallið í minn hlut að fjalla um uppeldismál og að nokkru leyti félagsmál. Þau mál eru að vísu lítill hluti borgarmálefna almennt, en spanna engu að síður stórt svið og varða hamingju margra. Hvað hefur nú Sjálfstæðis- flokkurinn unnið til gagns í þessum málum? Sjálfum finnst þeim það mikið og gott, mér finnst það harla klént. Fljótt á ■ litið finnst manni, að þeir lega greindir nemendur eru ekki orðnir bænabókarfærir 10—11 ára gamlir, án þess að kennara þeirra detti í hug að hreyfa hönd né fót. Þeir eru heldur ekkert hvattir til að- gerða af umsjónarmönnum í- haldsins. Líklega álitin nóg menntun fyrir almúgann að kunna að skrifa kross við D. Nemendur skrópa úr skóla, gefast upp á námi, falla á prófi eftir margra ára skólasetu án þess að nokkuð sé að gert. Engin áherzla er lögð á að hvetja kennara til sérnáms, t. d. í kennslu lestrartregra barna, erfiðra barna o.s.frv. Ekkert er gert til að stuðla að afrekum sínum á þeim vett- vangi. Og mesta stolt þeirra er hið nýja heimili við Dal- brautina. Það Jtu hafa kostað 30 miljónir ef ekki meira. Gaman að sýna útlendingum. En til hvers er að reisa bama- heimili meðan þau verða ekki annað en geymslustaðir, af því að ekkert er hirt um að mennta starfsfólk, sem fært er um að skilja og græða upp- tætt sálarlíf þeirra vanhirtu og vesælu barna, sem þangað kóma. Eigum við að minnast á ung- lingana? Hvar eru skemmti- staðir þeirra? Kannski ihaldið hafi boðið þeim Sigtún? Hvað Sigurjón Björnsson vel undanfarið. En þó að þeir séu sjálfsagt glaðir, er ekki jafn víst að reykvískir for- eldrar séu það. Er ekki mál til komið að tjaldið sé dregið fyrir? Fróðir menn segja, að um næstu aldamót verði íslending- ar orðnir 200 þúsund höfðum fleiri. Það hlýtur að vera ærið verkefni að koma öllum þeim sæg til þroska. Þar dugar svo sannarlega enginn leikaraskap- ur ef ekki á illa að fara. Það Ræða Sigurjóns Björnssonar sálfræðings á kjósendafundi G-listans í Austurbæjarbíói á fimmtudagskvöldið hafi haft einna mestan áhuga á steinsteypu. Þeir hafa ’byggt nokkra skóla, leikskóla og dag- heimili og barnaheimili og eytt til þess furðu mörgum miljón- um enda kannski von, því að húsin eru ekki fyrst og fremst ætluð sem dvalarstaðir barna og ungmenna, heldur öllu frem- ur sem sýningargripir handa út- lendum pótentátum, sem rek- ast hingað endrum og eins. En jafnvel þótt húsin væru góð, mættu þau gjarnan vera fleiri og ekki væri úr vegi að huga svolítið að því starfi sem vinna á innan hinna glæstu veggja. Til þess hefur vitaslfuld^sjálfr , stæðismenn brostið þrek, því að það krefst nokkurrar hugs- unar. í skólunum hjakka kenn- arar enn að mestu í sama, gamla farinu. Lítt ber á nýj- ungum í kennslutækni, kennslubækur við hæfi gera sjaldan vart við sig. Og með hraðvaxandi nemendafjölda verður æ meiri verksmiðju- bragur á öllu. Þráfaldlega hef ég rekið mig á það, að sæmi- samvinnu heiinila og skóla og búa kennara undir að hafa forystu í þeirri samvinnu. Svip- aða sögu er að segja, ef litið er á dagheimili og leikskóla. Vegna þrengsla er alltaf mörg- um börnum hrúgað saman, svo að þau þreytast meira en hollt er og uppeldisgildi dval- arinnar rýrnar. Vegna skorts á starfsliði eru alltof mörg börn í umsiá hverrar stúlku. Vegna skorts á sérmenntuð- um fóstrum, er alltof mörgum óþjálfuðum konum falin umsjá barnanna. Og hvar eru sumar- búðirnar, sem Reykjavíkurborg þarf _að reiss .víðsyegar í kring- um borgina, svo að leikskól- arnir geti flutt þangað ínokkr- ar vikur á sumri hverju? Sjálf- stæðismönnum finnst líkalega nógu gott fyrir reykvísk börn, að kasa þeim saman austur í Laugarási. Það kalla ég nýja tegund af fráfærum. Já, það er ekkert að vera íhaldssamur ef það sést hvergi. Og barnaheimilin. Þeir Sjálf- stæðismenn hrósa sér mikið af er þeim boðið í stað götunn- ar og sjcppurnar? Hvað stoð- 'ar hin marglofaða bastvinna, plastvinna og sjóvinna Æsku- lýðsráðs? Hvar eru æskulýðs- leiðtogarnir, sem hafa aflað sér menntunar til áð leiðbeina unga fólkinu til þroskavænlegs lífs. Hvert geta foreldrar leitað, ef þá vantar fræðslu eða leið- beiningar um uppeldismál? Til einnar eða tveggja lítilla og fáliðaðra stofnana, sem búa við frumstæð skilyrði og þar sem biðtírni er margir mánuðir ef ekki' heilt ár. • Og hvernig væri að hátt- virtir sjálfstæðismenn drægju fram öskubuskuná sína: Barna- verndarnefnd til að hafa til sýnis? Hver leysir vanda hjóna, sem lifa við erfiða sambúð? Enginn. Hver kann að leysa annan félagslegan vanda ein- staklingsins af skilningi óg þekkingu? Enginn. Já, það væri synd að segja, að íhaldið hafi ekki leikið sér verður að vinda bráðan bug að því að knýja • fram skipu- legar áætlanir í uppeldis- og félagsmálum langt fram í tím- ann. Hinar smásálarlegu til- lögyr, oft vanhugsaðar þar að auki, sem samdar eru endrum og eins til að friða óánægða kjósendur rlu»a eVki lengur. í •essu efni þarf vandaðan, fræðilegan ur(dirbúning, heild- arstefnu og markmið, sem stefnt 'er að í áföngum. Ef við vinnum heiís hugar að þessu og hlífum okkur hvergi, er ég viss um, að við eigum vísan stuðning uppal- endá í "Heýkjávík. Þá munu hin- ar leikglöðu prímadonnur og sjálfstæðistrúðar dansa fyrir tómu húsi. BONN 12/5 — Vestur-Þýzkaland og Israel hafa undirritað samn- ing um efnahagsaðstoð. Mun vesturþýzka stjórnin veita ísrael sem svarar 1600 miljón króna lán til tuttugu ára. Blökkumenn dæmdir í Rédesíu SALISBURY 13/5 — Tuttugu og einn Afríkumaður var sekur fundinn fyrir dómstóli hvítra manna í Salisbury í dag um skemmdarverk og fyrir að hafa lært til skemmdarverka og njósna í Sovétríkjunum, Kína og Norður-Kóreu. Dómsforseti segir, að þeir hafi átt að vinna fyrir hinn bannaða Þjóð'flokk Afríku- manna í Ródesíu, og hafi þeir m.a. ætlað sér að eyðileggja olíuleiðslur til landsins frá Moz- ambique. Eggj'umverhent r I J ÓHANNES ARBORG 13/5 — Mörg þúsund stúdentar fóru í mótmaelagöngu um götur Jó- hannesarborgar í dag. Mótmæltu þeir Þeirri ráðstöfun Suðurafr- í'kustjómar að takmarka frelsi Ians Robertsons. fo;rmanns stúd- entasamtaka landsins. NUSAS. Er talið að þessi ráðstöfun stjómarinnar standi í sámbandi við það, að stúdentasamtöikin hafa boðið Robert Kennedy til landsins. Andstæðinigar stúdenta hentu í þá éggjum' og klósettpappír og kölluðu þá kommúnista. 'ASF TJl eiðíng á bænadaginn 1 dag er almennur bænadag- ur og biskupinn hefur ákveðið að helga hann trúarvakningu a Islandi og mæizt til þess að prestar biðji fyrir innfj’álgara trúarlífi innan kirkju og utan. Ástæðan til þessa er sú, að þiskupnum finnst Mammons- þrælkun og glaumkæti mótalífs- stíl og hugarfar margra, en trúrækni þverri og hin sönnú lífsverðmæti þoki í skuggá. Þá sýnist biskupi. að „óþegnlegt og áþyrgðarlaust pkur á vinnu og öðru útgengilegú* þyki mörgum sjálfsagt, ef þeir hafi aðstöðu til. Því ber mjög að fagna, dð biskupinn bendir á nýja leið út úr efnahagslegu og menning- arlegu öngþveiti íslendinga, og vonandi verður íslenzka þjóð- kirkjan bænheyrð. En í sam- bandi við orð biskupsins um vinnuokur mætti kannski benda honum og öðrum þjónum^ kirkj- unnar á það, að þeir eiga kost á að beina þjóðinni inn á nýja leið, sem verður án efa affara- |pelli en hin leiðin hans Ey- EFTIR SVERRI KRISTJANSSON steins, enda munurinn auðsær: kirkjan gengur hinn þrönga veg dyggðarinnar, en Framsókn fetar þann breiða. svo sem jafnan fyrr. Til þess að draga úr okri „á vinnu og öðru útgengilegu'* ætti kirkjan að Ioknum bæna- degi að beita sér fyrir því að þjónandi prestar lækki laun sin svo um munar, heimti til að mynda ekki hærri mánaðarlaun í krónutölu en þeim voru greidd 1. septemþer 1939, þegar Islend- ingar lifðu enn við óspillta sælu fátæktar og sakleysis, og þekktu Mammon ekki nema af afspurn. En til þess að gera baráttu kirkjunnar gegn vinnu- okri enn áhrifameiri, færi vel á þv£ að herra biskupinn ásamt biskupsritara k og skrifstofuliði sínu afsalaði sér vinnulaunum með öllu, 1 sórabætur mætti veita biskupi og skrifstofufólki hans frí frá störfum tværstund- ir á dag. Frístundum þessum ætti að Verja til guðrækiiegra göngutúra, er biskup og skrif- stofulið hans litu til fuglanna í loftinu og skoðuðu akursins 'iljugröS (ef jarðbönn eru vegna vetrarríkis má notast við stofu- blóm). Tillögur þessar eru í samræmi við hagfræði Guðs, svo sem hún var túlkuð austur á Gyðingalandi endur fyrir löngu og lesa má um m.a. í Lúkasi 12 22—34: „En hann sagði við læri- sveina sína: Fyrir því segi ég yður:. Verið ekki áhyggjufullir um lífið, hvað þér eigfð að eta. ekki heldur um líkama yðar; hverju þér éigið að klæðast; því að lífið er meira en fæðan, og líkaminn meira en klæðnaður- inn. Gætið að hröfnunum; þeir sá ekki né uppskera og ekki hafa þeir forðabúr né hlöðu, og Guð fæöir þá; hve miklu eruð þér fremri fuglunum! Og hver af yður getur með áhyggj- ,um sínum aukið alin við hæð sína? Fyrst þér nú getið ekki það sem min.nst er, hvers vegna eruð þér þá áhyggjufullir um allt hitt? Gætið að liljunum, hversu þær vaxa; þær vinna ekki og spinna ekki heldur; en ég segi yður: jafnvel Salómon í allri sinni dýrð var ekki svo búinn sem ein þjirra. Fyrst Guð nú skrýðir svo grasið á vellinum, sem stendur i dag, en á morgun verður í eld kast- að, hversu miklu fremur mun hann þá klæða yður, þér lítil- trúaðir! Og 'svo sé um yður, spyrjið ekki um hvað þér eigið að eta og hvað þér eigið að drekka, og verið eigi kvíðafull- ir; því að eftir þessu öllu sækj- ast heiðingjarnir f heiminum: en faðir yðar veit, að þér þarfn- ist þessa. Leitið heldur ríkis hans, og þá mun þetta veitast yður að auki. Vertu ekki hrædd, litla hjörð, því að föður yðar hefur þóknazt að gefa yður rík- ið. Seljið eigur yðar og gefið ölmusu, útvegið yður pyngjur, sem ekki fyrnast, ótæmandi fjársjóð í himnunum, þar sem þjófur kemur eigi nálægt og mölur ekki heldur veldur skemmdum; því að þar sem fjársjóður yðar er, ’þar mun og hjarta yðar vera“. Við þessa fornu kristnuhag- fræði þarf engu að bæta, en þess skal pðeins getið, að áður- greindar fjármálaráðstafanir ís- lenzku þjóðkirkjunnar, effram- kvæmdar yrðu, mundu ekki að- eins gleðja Guð vorn, á himn- um, heldur einnig Almættið í Seðlabanka Islands, herra Jó- hannes Nordal.------ Ég var' að blaða í Biblíunni minni um daginn og rakst á þessi orð í Matteusi 6 7—8: „En er þér biðjizt fyrir, þá viðhafið ekki ónytjumælgi, eins og heið- ingjarnir, því að þeir hyggja, að þeir muni verða bænheyrðir tyrir mælgi sína“. Fyrir rúmu ári mæltist ég til þess í Þjóðviljanum, að ís- lenzka þjóðkirkan minntist í bænum sínum ekkna og mun- aðarleysingja í Víetnam. Hún hefur ekki orðið við þessum tilmælum, og ég býst við að hún telji slíkar bænir til ó- nytjumælgi heiðingjanna. En úr því að íslenzka kirkjan fæst ekki til að biðja fyrir ekkjum og munaðarleysingjum í Viet- nam, þá væri henni þó kannsk.i Tuborg hugsar til víkinga KAUPMANNAHÖFN 13/5 — Tu- borgbrugghúsin £ Kaupmanna- höfn halda upp á árshátíð sfna með því að gefa elna miljón danskra króna til félagsmála í Danmörku. Þar a£ fara 50 þús. danskar til varðveizlu á farar- tækjum frá víkingaöld sem fund- izt hafa á botni Hróarskeldu- fjarðar. Wilson bónleið- ur til búðar í LONDON 13/5 — Wilson forsæt- isráðherra kallaði foringja brezka sjómannasambandsins á sinn fund í dag og reyndi að fá þá til að fresta verkfalli sem hefur verið boðað, á brezka kaupskipaflotanum. — Farmenn neituðu að verða við þéáfri bón, og hefst verkfaHið að lík- indum á sunnudas og nær til 2500 skipa trúandi til að biðja fyrir sál- um þéirra manna, sem eiga mestan þátt í að fjölga ekkjum og munaðarleysingjum í Viet- nam. Ég á við Lyndon B. John- son Bandaríkjaforseta, hérs- höfðingja hans og ráðherra. Mér finnst það vera einföld kær- leiksskylda að íslenzka þjóð- kirkan biðji Almættið um að lina lítið eitt píslir þær, sem þessum Ameríkönum eru búnar, samkvæmt siðalögmáli kristin- dómsins, þegar þeir burtkall- ast héðan. En í fornu helgi- riti kristnu er ríkisstjómihni í Washington Jýst á þessa lund: „Og er það lauk - upp 'fjórðá innsiglinu, heyrði ég rödd fjórðu verunnar, er sagði: Kom! Og ég sá, og sjá: Bleikur hest- ur; og sá er á þonum sat, hann hét Dauði, og Helja var í för með honum, og þeim var gefið vald yfir fjórða hluta jarðar- innar, til þess að deyða með sverði og með hungri og með drepsótt og láta menn far- ast fyrir villidýrum jarðarinn- ar.“ (Opinberun Jóhannesar 6 7—8). Ég vona, að þegar ár er lið- ið frá upphafi trúarvakningar á Islandi, en prestar hafa dregið úr verðbólgunni með launaaf- sali, muni íslenzka þjóðkirkjan minnast í bænum sínum hins bleika reiðskjóta óg riddara hans. Sverrir Kristjánsson. L

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.