Þjóðviljinn - 15.05.1966, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.05.1966, Blaðsíða 3
Sunnudagur 15. mai 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 3 Þess gerist elcki þörf að kynna Guðmund J. Guö- mundsson, varaformann Dags- brúnar, fjórða manninn á lista Alþýðubandalagsins i borgar- stjórnarkosningxmum í Rvík. Það er ástæðulaust að vaða heim til hans o.g lyfta honum á stall með bandarískri aug- lýsingatækni, sýna hann í skauti fjölskyldunnar, láta, hann bera briljantín í hárið á sér áður en tekin er af hon- um mynd innan um tekk- mublur með hugguleg vegg- skilirí í baksýn. Það þekkja ncfnilega allir Guðmund J. Guðmundsson. Hann hefur átt heima í Réykjavík alla ævi sína, 39 ár, og það er ekki aðeins svo að allir viti deili á honum, heldur þekkir hann ef til vill fleiri Reykvikinga en nokkur annar maður og veit meira um höfuðborgina — borgina okkar eins og hún heitir á kosningamáli. Guðmundur hefur í nærri hálfan annan áratug verið forustumaður i verklýðssamtökunum í Reykja- vík og háð marga hildi. Morg- unblaðið lýsti honum í verk- fallinu harða 1955 sem slags- málaleiðtoga og óeirðarmanni. en eftir þau átök hafa at- vinnurekendur og stjórnarvöld yfirleitt talið sér henta að fara varlegar en fyrr í samskiptum við verklýðssamtökin. Og at- vinnurekendur hafa fengið að kynnast .því að Guðmundur kann ekki síður til verka í samningum þeim sem kallaðir eru friðsamlegir; hann hafði forustu í hinum vandasömu og árangursríku samningum Dagsbrúnar á síðasta ári. En annars er ástæðan fyrir þvi að allir þekkja Guðmund J. Guðmundsson ekki aðeins sú að hann er borinn og barn- fæddur Reykvíkingur og for- ustumaður í alþýðusamtökun- um; menn geta uppfyllt þau skilyrði án þess að vekja sér- staka athygli samborgara sinna. Hann sker sig úr og er gæddur persónuleika, en þaft er því miður að verða æ sjaldgæfara á þessum síðustu og verstu tímum, þegar íhald- ið telur sér henta að bjóða fram tóma sviplausa atvinnu- pólitíkusa, Iíkt og staðlaða fjöldaframleiðslu á færibandi. Þátt ég hefði engan áhuga á stjórnmálum, myndi ég alla daga treysta betur lifandi manneskju en gervifólki. — Þú ert búinn að starfa að borgarmálefnum sem aðalfull- trúi og varafulltrúi í átta ár, Guðmundur. Hefur þetta amst- ur ykkar einhverja þýðingu, fáið þið einhverju áorkað, fer íhaldið ekki öllu fram í skjóli síns eilífa meirihluta? — Ef skrifuð væri saga Reykjavíkur síðan sósíálistar - komust fyrst í bæjarstjórn fyrir 50 árum myndi kcma í ljós að íhaldið hefur verið á stöðugu málefnalegu undanhaldi, þrátt fyrir meirihluta sinn. Gangur- inn hefur venjulega verið sá að fyrst hafa sósíalistar flutt tillögu um nauðsynjamál, en íhaldið í upphafi snúizt hart gegn henni með þeim rökum að félagslegar framkvæmdir væru argvítugur kommúnismi ogekki mætti trufla hið stjórnlausa framtak einstaklingsins. Eftir vissaií tíma hefur íhaldið dreg- ið úr þessum ræðuhöldum sín- um en reynt að drepa mál í kyrrþey. En að lokum hefurþað svo tekið hugmyndina upp, oft- ast takmarkaða að vísu, og gert hana að sinni tillögu. Þetta er saga allra félagslegra fram- kvæmda í Reykjavík, og þetta stafar einfaldlega af því að við sem beitum okkur fyrir félags- legri stefnu höfum á réttu að standa; til frambúðar er það ekki gerlegt fyrir meirihlutann að standa gegn nútímanum. 1- haldið hefur alltaf fylgt kjör- orðinu of lítið og of seint, eins og Sigfús heitinn Sigurhjartar- son lýsti því af langri reynslu. Ætli það væri ekki vitið meira að borginni væri stjórnað af mönnum sem trúa á félagslega stefnu, í stað þess að ráðamenn- imir séu alltaf að tefja fyrir ó- hjákvæmilegri þróun? .— En hafa ekki verið mikl- ar framkvæmdir í Reykjavík að undanförnu, mikið líf á mörgum sviðum? — Vissulega, og í því sam- bandi ættu menn að gera sér eina staðreynd Ijósa. Reykjavík hefur sérstöðu sem trúlega er einsdæmi í veröldinni. Hér eru fágæt náttúrugæði, ekki þarf annað en bora á götuhorni, þá sprettur upp heitt vatn, bezta neyzluvatn veraldar er skammt undan í bæjarlandinu, hafnarskil- yrði eru afbragðsgóð — ekkert af þessu er íhaldinu að þakka frekar en fegurð Esjunnar. Og þjóðfélagslega er Reykjavík þannig sett að hér má heita miðstöð allra hluta í landinu, hér er innflutningsverzlunin, ólíufélögin, Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, skipafélögin, trygginaafélögin, flugfélögin, banka--'ir. ríkiskerfið allt, dóms- valdið æðstu menntastofnanirn- ar og svo framvegis. Ég full- ,yrði að hvergi í víðri veröld er eins mikill hluti af auðj og athöfnum nokkurrar þjóðar saman korninn í höfuðborginni ei.ns og hér. En af því leiðir að þegar bióðartekjur vaxa jafn hratt og þær hafa ,gert hjá okkur undanfarin ár vegna mik- illar vinnusemi fólks, bættrar tækni, árgæzku og síhækkandi afurðaverðs verður hlutur höf- uðborgarinnar sjálfkrafa mjög stór án nokkurrar verðskuldun- Varla hefur nokkur annar Reykvíkingur jafn marga vinnustaði og Guðmundur J. Guðmundsson. Rætt við Guðmund J. Guðmundsson, varaformann Dagsbrúnar, fjórða manninn á lista Alþýðubandalagsins í Reykjavík ar borgarstjórnarmeirihlutans. Hann getur lagt gjöld á öflug- ustu fyrirtæki þjóðarinnar, og miðað við þær aðstæður er það vægast sagt hlálegt að íhaldið skuli stundum vera að hæla sér af því að útsvörin hér séu kannski 4% lægri en á Bíldu- dal. íhaldið hefur fengið upp í hendurnar hagstæðustu vinnu- skilyrði og alveg óhemjulegt fjármagn, og það er vægast sagt hróplegt hversu iila þessar aðstæður háfa verið hagnýttar cg hversu mikið hefur farið 1 súginn vegna skipulagsleysis og tregðu í félagslegum vinnu-í brögðum. Hitt hefði verið óger- legt að koma í veg fyrir að þess sæi einnig staði í Reykja- vík, að þjóðin hefur aflaðmeiri verðmæta undanfarin ár en nokkru sinni fyrr í sögu sinni. — Þú minntist á útsvörin; þau eru helóur ófagur þáttur i stjórn borgarinnar. —Mér er vel kunnugt um bað. að á því sviði hefur verið látið viðgangast ósæmilegasta og stórfelldasta ranglæti.xÉg skrifa fjöldann allan af skattskýrslum fyrir verkamenn árlega; ég sendi víst fleiri kærur í fyrra en nokkur annar. Ég gæti nefnt þér mörg dæmi um það að verkamenn eru látnir greiða mun hærri útsvör en stórefnað- ir atvinnurekendur, sem þeir vinna hjá. Ég þekki til að mynda verkamann á áttræðisaldri, sem leigir risíbúð hjá tveimur kunn- ustu auðmönnum bæjarins. verzlanaeigendum og fasteigna- söfnurum. Þessi verkamaður og kona hans hafa komið upp 11 börnum, og þau hjónin þræla enn myrkranna á milli m.a. til þess að hjálpa í örnum og barna- börnum, gamli maðurinn í verkamannavinnu, gamla kon- an við ræstingar. 1 fyrra var þessum verkamanni gert að greiða ámóta hátt útsvar og auðmennirnir tveir sem hann leigði hjá borga samanlagt. Þróunin hefur stöðugt verið sú að hlutur auðmanna og fyr- irtækja í útsvarsbyrðinni hefur farið minnkandi á undan- förnum árum. en hlutur launafólks vaxið að sama skapi. Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn 'hafa hjálpazt að við að breyta lögunum um framtöl fyrirtækja og gróða- manna, lækka gjaldahlutfallið. auka fríðindi o.s.frv., en þung- anum hefur i staðinn verið velt yfir á launafólk. 1 þokkabót er enn látið viðgangast að þeir sem notið hafa þessarar stór- felldu fríðinda bæti gráu ofan á svart með blygðunarlausum skattsvikum sem blasa við öll- um — nema kannski skattalög- reglunni, sem lítið heyrist raun- ar um lengur. Peníngamennirn- ir hafa forréttindi, lögleg og ó- lögleg, og þeir geta fengið stöð- uga fresti á því litla sem þeim er gert að borga — hvernig gengur til dæmis að innheimta stóreignaskattinn fræga? — en af launamönnum er tekið mis- kunnarlaust alla mánuði ársins. Reykvíkingar ættu að gera sér grein fyrir því að allar lík- ur eru á að útsvörin í sumai verði þungbærari en nokkru sinm fyrr, ef íhaldið fær að fara sínu fram. Tekjur manna hafa hækkað mjög að krónu- tölu vegna verðbólgunnar, en við útsvarsálagningu er of lítið tillit tekið til verðbólguþróunar- innar, svo að æ fleiri munu komast upp í hámarksútsvör. Það er of seint að verða reið- ur þegar útsvörin eru komin; reynslan 1964 ætti að sanna mönnum að leiðrétting liggur ekki á lausu þótt ranglætið sé augljóst. Tækifærið er í kosn- ingunum á sunnudaginn kemur; menn geta kosið áf sér rang- látar útsvarsbyrðar. Handtak Geirs Hallgrímssonar borgar- stjóra er svo sem nógu hlýtt þessa dagana, en það er hætt við að menn fái að kynnast öðrum tökum frá honum ef hann fær að hagræða útsvör- unum óáreittur af kjósendum. — Húsnæðismálin hafa einnig verið olnbogabarn fhaldsins. — Ihaldið gumar af því að mikið sé byggt í Reykjavík, og víst er mikið byggt. En það er ?kki borgarstjórinn sem stend- ur fyrir þeim framkvæmdum, heldur fólkið sjálft, sem leggur nótt; við dag með óhemjulegri vinnu til þess að eignast þak yfir höfuðið. Ég efast’ um að nokkum tíma hafi verið dug- legra og vinnusamara fólk í höfuðborginni, en nú. En hverj- ir rétta þessu fólki hjálparh'önd? Ekki ríkisstjórnin, ekki borg- arstjórnin — tregða þessara að- ila er slík að sjálf verkalýðs- hreyfingin hefur nú f mörg ár orðið að gera- það að baráttu- máli sínu í vinnudeilum að fólki sé auðveldað að komast i íbúðir. í fyrra og hitteðfyrra tókst okkur að iiækka íbúða- lánin í 280.000 krónur og fá á- j kvæði um 75.000 króna viðbót- arlán handa tekjulágu fólki. Við neyddum stjórnarvöldin einnig með afli samtakanna til þess að hefjast handa um fé- lagslegar aðgerðir, en sam- kvæmt þeijn á að byggja 1250 íbúðir á fimm árum. Veitt verða 80% lán af fullgerðri íbúð til að minnsta kosti 33 ára, en 20%; á fólk að borga fyrstu fjögur árin, 5% á ári. Lánakjör af þessu tagi hafa ekki þekkzthér áður, en það var ekki frum- kvæði borgarstjómarmeirihlut- ans eða ríkisstjórnarinnar sem stuðlaði að þessari breytingu heldur samtakamáttur verk- lýðshreyfingarinnar. Framlag stjómarvaldanna er svo hitt áð gera íbúðalán vísitölubundin — ein allra lána — til þess að hægt ’ sé að eyðileggja þetta 'kerfi með verðbólguþróun. Svo koma Heimdellingar núna fyrir kosningar og segjast eiga þá hugsjón að íbúðalán hækki í 80%. Hvers vegna þurfa verklýðssamtökin að beita hörðu til þess að neyða vald- hafana til þess að fallast á sín- ar eigin hugsjónir? — Þú telur semsé að borg- arstjórnarkosningarnar séu ekki aðeins átök um borgarmál í þröngum skilningi, heldur stétta- barátta. — Auðvitað eru þær stétta- barátta. Og það vita engir bet- ur en peningamennimir í Reykjavík. Hvers vegna halda menn að allir heildsalar og fjárplógsmenn borgarinnar rjúki upp (til handa og fóta þegar kosningar em framundan? Skyldi það vera af einhverjum áhuga á „borgarmálum" að I- haldið hefur að undanförnu getað safnað til sín auðmönn- um á fundi í Sjálfstæðishúsinu og látið þá leggja £ kosningasjóð hluta af því fé sem þeir spara með vægum útsvörum og, skatt- svikum? Ástæðan er sú aðþess- ir menn vilja viðhalda því valda- kerfi forréttindamanna sem er veigamikill þáttur í stjórn borg- arinnar; þeir vilja hafa „sína menn“ til þess að fjalla um út- svör, lóðaúthlutun og aðra að- stöðu sem fylgir borgarstjórn. Þetta þarf launafólkið, meg- inþorri borgarbúa, einnig að skilja. Kosningarnar eru meðal annars liðskönnun og hafa á- hrif á það sem næst gerist í þjóðmálunum. Eftir kosningam- ar verður fyrst og fremstspurt um það hvaða stöðu Alþýðu- bandalagið, hinn róttæki hluti verklýðshreyfingarinnar, hafi og eftir því fer samningsaðstaðan í sumar, þróunin ( skattamálum og húsnæðismálum. og fjöl- Framhald A 8. síðu. Að kjósa af sér ranglót útsvör

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.