Þjóðviljinn - 15.05.1966, Blaðsíða 12
/
Nýtt óðaverðbólgumet:
Matvöruvísitalan hækkaði
im 12 stig!
Ný slökkvistað tekinínotkun
I gær var nýja slökkvistöðin viff Reykjanesbraut tekin í notkun
og var vissulega orðin þörf á því að borgin léti slökkviliðinu í té
betri starfsaðstöðu en það hafði í gömlu stöðinni viff Tjarnar-
götuna þar sem það hefur veriff til húsa um fjölda ára. Frá nýju
slökkvistöðinni verður sagt hér í blaðinu á þriðjudaginn en með-
fylgjandi myndir er sýna nýju og gömlu stöðina tók Ijósmyndari
* Þjóðviljans, Ari Kárason, í fyrradag.
■ í aprílmánuði síðastliðnum hækkaði matvöruvísitalan
um hvorki mera né minna en 12 stig, en það er einhver
mesta hækkun á matvörum sem orðið hefur hér á landi —
því veldur fyrst og fremst sú ákvörðun Alþýðuflokksins
og Sjálfstæðisflokksins að láta þá sem kaupa fisk og smjör-
líki standa undir nýjum styrkjum til frystihúSeigenda! Er
matvöruvísitalan nú komin upp í 248 stig, og hafa mat-
væli hækkað meira en nokkur önnur nauðsyn í tið við-
reisnarinnar, en það bitnar að sjálfsögðu þyngst á tekju-
lágum barnafjölskyldum sem verða að nota mikinn hluta
af tekjum sínum til matarkaupa.
Sunnudiaiglur 15. maí 1966 — 31. árgangur — 108. tölublað.
Útvarpsumræður unnað kvöli
um borgurmál Reykjavíkur
Vísitalan fyrir fatnað og álna-
vöru hækkaði um 1 stig í apr{l
og er nú 178 sti'g.
Vísitalan fyrir ýrnsa vöru og
þjónustu hækkaði um 3 stig og
er nú 225 stig.
Meðalvísitalan fyrir vönur og
þjónustu hækkaði um sjö vísi-
tölustig og er nú komin upp í
222 stig. Fjölskylda sem komst
af meff 5.000 krónur þegar við-
rejsn hófst þarf nú 11.100 krón-
ur til nákvæmlega sömu þarfa!
í>á var húsnæðisliðurinn — sem
er pappírstala — hækkaður um
sex stig í aprílog er nú 133 stig.
Hin opinbera vísitala fram-
færsjukostnaðar, þar sem m.a.
er reiknað með fjölskyldubótum,
hækkaðj um sex stig og er nú
191 stig.
Kaupuppbót
Um næstu mánaðamót kemur
til framkvæmda ný kaupgjalds-
vísitala og verður hún 185 stig.
Það merikir í framkvæmd að
verðlagsuppbótin sem nú er 9,15
prósent ofan á grunnlaun. hækk-
ar upp í 13,42% — en það jafn-
Seltjarnarnes
★ Kosningaskrifstofa H-listans,
lista frjálslyndra kjósenda á Sel-
tjarnarnesi er að Miðbraut 24,
3. hæð. Skrifstofan er opin alla
daga frá klukkan 18-22 nema
laugardaga frá klukkan 14-22. —
SlMI 2-42-10.
Alþýðubandalagið,
Seltjamarnesi.
KVENSKÓR
KVENSANDALAR
••
KVENTOFFLUR
Geysifjölbreytt úrval tekið upp í fyrramálið.
FALLEGIR LITIR — FALLEGAR GERÐIR.
Verd frá kr. 185,00
SKÓVAL, Austurstrceti 18
Eymundssonarkjallara;
gildir tæplega 4% hækkun á
núverandi kaupi.
Til að mynda hækkar al-
menni Dagsbrúnartaxtinn, sem
nú er kr. 41,74 um tímann, í
kr. 43,37 á Jdu'kkustund.
fldele Addisson
syngur á vegum
Tónlistarfélagsins
Eins og blaðið hefur áður skýrt frá verða útvarpsumræður í
tvö kvöld um borgarmál Reykjavíkur. Umræðurnar verða á mánu-
dag og' þriðjudag, 16. og 17. maí og hefjast kl. 8 bæði kvöldin.
Röð flokkanna annað kvöld er þessi: Alþýðuflokkur, Framsókn-
arflokkur, Alþýðubandalag og Sjálfstæðisflokkur.
Tvær umferðir verða, 25 mín. og 15 mín. á flokk eða alls 40
mín. á "hvern flokk. Ræðumenn Alþýðubandalagsins annað kvöld
verða Guðmundur Vigfússon, borgarfulltrúi, Guðrún Helgadóttir,
menntnskólaritari, Magnús Torfi Ólafsson, form. Alþýðubandalagsins
í Reykjavík og Jón Snovi'i Þorleifsson, formaður Trésnv.ðafélags
Reykjavíkur.
Sumarsýning opnuð
/ Asgrímssafnií dag
Ameríska sópransöngkonan Ad-
ele Addisson heldur söngskemmt-
un fyrir styrktarmeðlimi Tónlist-
arfélagsins n.k> mánudagskvöld
kl. 7 og þriðjudagskvöld kl. 9,15.
Á efnisskránni, sem er mjögfjöl-
breytt, eru fimm lög eftir Sphu-
bert, Ganymed, Dass sie hier
gewesen, Seligkeit, Wanderer's
Nachtlied, og Die junge Nonne,
Lyric Poems, fjögur lög eftir
Lugi Dallapiccola. Philni, fjög-
ur Mignon-ljóð eftir Hugo Wolf,
Trois Chansons de Bilitis, eftir
Debussy og Kantata eftir John
Carter.
Adele Addisson er svo kunn
söngkona bæði af hljómleikum
og hljómplötum og einnig eftir
að hafa sungið hér með Sin-
fóníuhljómsveitinni að óþarfi er
að kynna hana nánar.
Undirleik annast ameríski pi-
anóleikarinn Brooks Smith en
hann er kunnur pianóleikari í
Bandaríkjunum og víðar.
Tónlistarfélagið hefur beðið
blaðið að vekja athygli á þvi,
að tónleikarnir á mánudagskvöld
byrja kl. 7, en á þriðjudagskvöld
kl. 9,15.
Hin árlcga sumarsýning í Ás-
grímssafni verður opnuð í dag
Er hún 18. sýning safnsins síðan
það var opnað áriff 1960.
Þessi sumarsýning er með svip-
uðu sniði og aðrar slíkar sýn-
ingar Ásgrímssafns. Leitazt ervið
sýna sem fjölþættust viðfangs-
efni í listsköpun Ásgríms Jóns-
sonar, frá aldamótum til síðustu
æviára hans.
Með slíkri tilhögun eru ekki
sízt hafðir í huga hinir mörgu
erlendu gestir, er jafnan skoða
safnið á sumrin.
1 heimili- listamannsins eru
vatnslitamyndir sýndar frá ýms-
um stöðum á landinu, m.a. Lang-
jökull og Jarlhettur, gerð 1904,
Frá Möðrudalköræfum, 1951, Frá
bernskuslóðum Ásgríms í Flóan-
um, 1909, Ur Svarfaðardal, 1951.
Einnig er nú sýnd mjög sérstæð
vatnslitamynd, Skúraleiðingar á
Hraunsásnum í Borgarfirði, mál-
uð 1947.
í vinnustofu Ásgríms erusýnd
olíumálverk, máluð á öllum árs-
tíðum, og frá ýmsum stöðum, m.
a. sólsetursmyndir frá Reykjavík
og Hafnarfirði og nokkrar snjó-
myndir úr nágrenni borgarinnar.
Hverfisstjórar
H-listans í
Kópavogi!
Mætið á kosningaskrifstof-
unni á mánudagskvöld til und-
irbúnings kosningunum.
Skrifstofan er opin alla daga
frá kl. 1 til 10. — Sími 41746.
Ásgrímssafn hefur látið prenta
kynningarrit á ensku, dönsku og
þýzku um Ásgrím Jónsson og
safn hans. Einnig kort í litum
af nokkrum landslagsmyndum i
eigu safnsins, og þjóðsagnateikn
ingum.
flrmann Snævarr
áfram rektor '
Rektorskjör fór fram í Há-
skólanum í gær og var prófess-
or Ármann Snævarr endurkjör-
jnn röktor frá 15. sept. n.'k. {il
jafnlengdar 1959.
Kjésendafundur
Albýðubandalags
ins í Hafnarfirði
Alþýðubandalagið í Hafnar-
firði heldur almennan kjósenda-
fund í Góðtemplarahúsinu ann-
að kvöld kl.y 8,30.
Ræðumenn á fundinum verða:
Hjörleifur Gunnarsson, forstj.,
Björn Bjarman, kennari, Kristján
Andrésson, bæjarfulltrúi, örlyg-
ur Benediktsson, vélvirki, Stefán
Halldórsson gjaidkeri, Ester Klá-
usdóttir, húsfrú, Kristján Jóns-
son, formaður Sjómannafélags
Hafnarf jarðar.
Fundarstjóri verður Már Ein-
arsson, úrsmiður.
Alþýðubandalagsfólk er hvatt
til að fjölmenna á fundinn.
Fjöibreytt samkoma Alþýðu-
bandalagsms s Háskólabíéi
Á fimmtudaginn, uppstigningardag, efnir Alþýðubandalagið í Reykjavík til
fjölbreyttrar skemmtisamkomu í Háskólabíói þar sem fram munu koma margir
þjóðkunnir listamenn, rithöfundar, tónlistarme m, leikarar o.s.frv.
Samkoman hefst kl. 2,15 síðdegis og eru á dagskránni ávarp, einsöngur# blásara-
kvartett leikur, lesið verður upp úr nýútkomnum bókum, flutt kvæði og leik-
þættir og sýnd fyrsta íslenzka breiðtjaldsmyndin. Þá verður fluttur pólitískur
skopþáttur sem fjallar um fundahöld Geirs borgarstjóra að undanförnú.
Nánar verður sagt frá dagskrá skemmtunarinnar í þriðjudagsblaðinu.
i