Þjóðviljinn - 23.06.1966, Síða 1

Þjóðviljinn - 23.06.1966, Síða 1
Fimmtudagur 23. júní 1966 — 31. árgangur — 137. tölublað. Saltsíldarver&ið ákveðið Verðlagsráð sjávarútvegsins ákvað á fundi í gær lágmarksverð á ferskri síld tii söltunar, veiddri norðan og aust- anlands tímabilið 10. júní til 30. sept- ember 1966. Hver uppmæld tunna (120 lítrar eða 108 kg.) kr. 278,00. — Hver uppsöltuð tunna með þrem lögum í hring kr. 378,00. — í fyrra var verðið hinsvegar 257,00 kr. og 350,00 kr. Frá undirritun samningsins. Sitjandi frá vinstri: Sören Langvad, framkvæmdastjóri Fosskraft, Kaj Langvad frá Phil & Sön, Ake Tausen frá SEXTAB, Jóhannes Nordal form. stjórnar Landsvirkjunar, Eirikur Briem framkvæmdastjóri Landsvirkjunarinnar, Arni Snævarr frá Alm. Byggingarfélaginu og tveir bankastjórar Lands bankans. Standandi — stjórnarmeðl. Landsvirkjunar: Arni Grétar Finnsson, Geir Hallgrimsson, Birgir Isl. Gunnarsson, Sigurður Thoroddsen , Þorsteinn Sigurðsson, Baldvin Jónsson og Halldór Jónsson. — (Ljósmyndari Þjóðjviljans A. K.). Landhelgisbrjótur tekinn í Hiínaflóa □ Brezkur togari var í gær staðinn að ólöglegum veiðum um tveim mílum fyrir innan landhelgi í Húnaflóa. Varðskipið Ægir elti hann uppi og fór með hann til hafnar á Akureyri. K'l. fimrn í gærmorgun sáu skipverjar á Ægi til brezka togar- ans Northern Isles, bar sem hann var að ólögl. veiðum í Reykja- fjarðarál í Húnaflóa, 1,8 mílu inn- an landheigi, og var togarinn með vörpuna úti. — Ægir gaf þegar stöðvunarmerki, en togaramenn reyndu að komast undan. Sendi Ægir þá nokkur aðvörunarskot að togaranum, veitti. honum eft- irför og náði honum eftir um klukkustundar siglingu. Fjórir varðskipsmenn fóru um borð í togarann og skipstjóri hans kom um borð í Ægi. Reynd- ust yfirmenn togarans flestir undir áhrifum áfengis þegar Æg- ir náði honum. Sigldu síðan bæði skipin til Akureyrar og komu þangað um kl. 6 i gær- kvöld. Togarinn Northern Isles er 692 lestir að stærð, smíðaðúr 1950. Hann hefur einkennisfnerk- in GY 149 og er frá Grimsby. Skipstjórinn er ungur maður, Al- bert Pulphry að nafni. Skpiherra á Ægi er Haraldur Bjömsson; Verksamningur um Búrfellsvirkjun undirritaður í gær að Hótel Sögu □ Klukkan átján í gærdag var undirritaður verksamn- ingur milli Laridsvirkjunar og verktakanna við smíði Búr- fellsvirkjunar. Þessi athöfn fór fram í Bláa salnum á Hótel Sögu undir Ijósglömpum blaðaljósmyndara og kvikmynda- tökumanns frá íslenzka sjónvarpinu. □ Viðstaddir voru stjórn Landsvirkjunar og fram- kvæmdastjóri hennar og framkvæmdastjórar hinna þriggja fyrirtækja, sem stóðu að tilboðinu í Búrfellsvirkjun og tveir bankastjórar í Landsbankanum voru vottar. Eins og áður hefur verið til- kynnt samþykkti stjórn Lands- virkjunar hinn 5. apríl s.l. að taka tilboðj Svenska Entreprenad Aktiebolaget SENTAB, Almenna byggingafélagsins h.f. pg E. Phil & Sön í að reisa byggingamann- virki 70 MW Búrfellsvirkjunar. í samræmi við lögin um ál- bræðsluna við Straumsvík sam- þykkti stjóm Landsvirkjunar ennfremur í maí s.l. að taka tilboði sömu firma í stækkun virkjunarinnar úr 70 MW í 105 MW, en tilboð þeirra í síðar- nefndu virkjunarstærðina nam samtals kr. 746.940.347,—>.• Verk- samningur á milli aðilanna var undirritaður í gær, en áðbr höfðu firmun sett skilatryggingu fyr- ir verkinu að upphæð krónur 186.735.087,00. Af hálfu Lands- virkjunar undirrituðu samning- inn þeir dr. Jóhannes Nord'al, formaður stjórnar Landsvirkjun- ar og Eiríkur Briem, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, en af hálfu verktakanna, þeir Áke Tauson, framkvæmdastjóri Sent- ab, Ámi Snævarr, framkvæmda- stjóri Almenna ^>yggingafélags- ins og Kay Langvad, fram- kvæmdastjóri E. Pihl & Sön. Þegar verktökunum var til- kynnt, að tilboði þeirra í 70 MW Búrfellsvirkjun hefði verið tekið, var þeim jafnframt falið að hefja allan undirbúning að framkvæmdum. Vegna þessa eru þegar nú við undirskrift samn- ingsins ýmsar stórvirkar vinnu- vélar komnar austur að Búr- felli. Einnig er vinna við að reisa svefnskála, birgðageymslur o.fl. gangi og jarðvinna ingar eru í þann hefjast. mötuneyti, í fullum og spreng- veginn að Ekið á dreng f gærkvöld varð það slys á Sundlaugavegi að 12 ára dreng- ur, Jón Ipgi Ragnarsson, Otra- teigi 20, lenti undir bil. Dreng- urinn var á reiðhjóli. Meiðsl hans reyndust ekki alvarleg. Sýning n kirkjumun- um í Háskólanum Lóðum hefur verið úthlut- að í Fossvogi og í Breiðholti ■ Borgarráð hefur nú út- hlutað nýjum lóðum undir alls 485 íbúðir, flestum í Foss- vogi og Breiðholtshverfi, en nokkrum í Vogahverfi. Gekk borgarráð frá þessari úthlut- Er ná háður skæruhernað- ur í veitinguhásunum? ■ Samningar standa nú yfir milli veitingahúsaeig- ^nda og starfsfólks í veit- ingahúsum og hafa þjónar sérstaklega beitt einskonar ikæruhernaði í þessari deilu við atvinnurekendur og neit- að að vinna ákveðin verk til- fallandi í daglegum rekstri húsanna og hefur það verið kallað ágreiningur út af vinnutilhögun. Fjögur félög standa að þessari deilu við veitingahúseigendur. Þau eru Félag íslenzkra hljóm- veitingahúsum, Félag fram- reiðslumanna og Félag mat- reiðslumanna. Haldinn hefur verið einn fund- ur með þjónunum og var deil- unni vísað í gær til sáttasemj- ara, en fundardagsetning var ekki ákveðin í gærdag. Þá var haldinn fyrsti samn- ingafundur hljómlistarmanna við veitingahúseigendur í gærdag og miðaði lítið í áttina á þessum fundi. Tveir fundir hafa verið haldnir með veitingastúlkum og miðar þar lítið áfram, — hinsvegar hafa verið haldnir þrír fundir með matsveinum og hafði tals- vert miðað í samkomulagsátt, listarmanná. Félag starfsfólks í | þegar sídast fréttist. ún á fundi sínum í fyrra- kvöld. — Allar lóðirnar eru undir einbýlishús og raðhús. Alls bárust um þessar 485 lóðir 2129 umsóknir en þar af voru 1625- taldar fullgild- ar. íbúðasvæðin nýju í Fossvogi og Breiðholtshverfi hafa undanfarið verig . í , skipulagningu, ■ en auk raðhúsa og einbýlishúsa er á- ætlað að á þessum svæðum rísi fjöltoýlishús með alls um 900 íbúðum og verður- lóðum undir þau úthlutað síðar í sumar eða í haust. Unddr einbýlishús var að þessu sinni úthlutað 16 lóðum við Eikjuvog, 87 í Breiðholtshverfi og 80 í Fossvogi og fyrir rað- hús 10 lóðum við Hlunnavog og Langholtsveg, 70 í Breiðholts- hverfi og 222 í Fpssvogi. Af þeim 1625 umsóknum sem dæmdust gildar sóttu 196 um Eikjuvog, 49 um parhúsalóðir vig Hlunnavog og Langholt-sveg, 242 um eintoýlishúsalóðir í Breið- holtshverfi og 336 í Fossvogi. 91 sóttu um lóðir undir raðhús i Breiðhpltshverfi og 711 í Foss- vogi, 504 umsóknir töldust ógild- ar og var aigengasta ástæðan ad umsækjandi hafði ekki átt lögheimili í Reykjavík tilskil- inn tírna, sem er fimm ár, eins bárust margar umsóknir frá einhleypum, sem ekki fá lóðir undir einbýlishús né raðhús, en Framhald á 3. síðu. 1 sambandi við prestastefnuna stendur yfir sýning Sigrúnar Jónsdóttur á kirkjumunum í anddyri Háskóla Islands. Sýning- in verður opin almenningi fram á sunnudagskvöld, og eru þar sýndir margskonax kirkjumunir, handofnir höklar og batikhöklar, ryateppi og skreytingar. Sigrún Jónsdóttir . sagði blaða- mönnum í gær að tilgangur sýn- ingarinnar væri að vekja áhuga á íslenzkri framleiðslu á þessu sviði og væri verðið á höklunA um miðað við að vera samkeppn- isfært við erlenda framleiðslu, enda þótt aðallega kæmi hingad vélunnin erlend framleiðsla. Flestir munanna á sýningunni eru til sölu í verzlun Sigrúnar, Kirkjumunir í Kirkjustræti 10, en aðrir hafa þegar verið keypt- ir af kirkjum. Sigrún Jónsdóttir kPm frá námi frá Svíþjóð fyrir 10 árum og hefur hún sjálf unnið megn- ið af höklunum og altarisskreyt- ingunum sem á sýnimguni eru, en hefur haft aðstoðarstúlkur und- anfarin tvö ár. Sé litið yfir sýninguna í and- dyri Háskólans ber fyrst fyrir augu tvíofinn hökull í sauðalit- unum. þeim ljósustu og dekkstu sem hægt er að fá. Sigrún leitast við að nota sem mest íslenzka ull og eru allir í höklarnir handofnir. Einnig er blár hökull ■ að hvítir, grænir og á sýningunm fjólu- — en okkur var tjáð rauðir, fjólubláir, svartir litir væru notaðir í hökla — og hafði þessi fjólublái hökull verið pantaður af Eskifjarðarkirkju. Sagðist Sig- rún jafnan fara á kirkjustaðinn þegar slíkar pantanir bærust og velja mynztrið með tiliiti til staðarins, sögu hans bg landsr lags. Það nýstárlegasta á sýningunni eru vafalaust batik-höklamir og er m.a. sýndur einn sem Kópa- \vogskirkja á, en batik var upp- runalega austurlenzk aðferð og er nú víða mikilsmetin, einkan- lega í Svíþjóð, að sögn Sigrún- ar. Þá ber að nefna altarisbrún sem tilheyrir nýju Garðakirkj- unni og batikskreytingar, sem gætu verið altaristöflur. Nokkrir munir frá þýzku fyrir- tæki eru á sýningunni og eru. þeir til sölu í verzlun Sigrúnar, svo sem lítil ferðataska með öll- um útbúnaði fyrir sakramenti — krossar og fleira. Þýzka fyrirtækið Oidtmann lánaði mosaik-glerglugga á sýn- inguna, en gluggar frá þessu fyr- irtæki prýða nú margar kirkjur hérlendis þ.á.m. Hafnarfjarðar- kirkju. Sýningin er opin frá W)— daglega fram á sunnudag. Sigrún Jónsdóttir regir frá mnium sýningarinnar — (Ljósm. A. K.).

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.