Þjóðviljinn - 26.06.1966, Side 3

Þjóðviljinn - 26.06.1966, Side 3
Surmudagur. 26. $&vA 1966 ■— ÞJÓÐVTUINN — SÍÐA J LOKUN DATASJONVARPSINS Á HVILDAR- DAGINN Hughvörf Fyrir rúmu ári gerðust þau tíðindi að Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra lýsti yfir opinberléga oftar en einusinni þeirri skoðun sinni að tak- marka bæri dátasjónvarpið á Keflavíkurflugvelli við her- stöðina eina um leið og ís- lenzka sjónvarpið tæki til starfa. Um svipað leyti tók annar af forustumönnum Al- þýðuflokksins, Benedikt Grön- dal formaður útvarpsráðs, mjög eindregið undir þetta sjónarmið ráðherra síns og taldi að þama væri fundin sú lausn sem allir mættu jafn vel við una. Um sömu mundir birtust í Morg- unblaðinu fjölmargar greinar sem sýndu að andstaðan við dátasjónvarpið var mjög öflug innan Sjálfstæðisflokksins og yfirgnæfandi í hópi mennta- manna sem tengdir hafa verið þeim flokki, en málsvöm fyrir hina erlendu sjónvarpsstarf- semi fór mjög dvínandi af hálfu valdamanna. Til að mynda sagði Bjarni Benedikts- son forsætisráðherra aðspurður í útvarpsþætti í fyrrahaust, að hann hefði ekki gert upp hug sinn um það hvort loka bæri hernámssjónvarpinu um leið og íslenzk starfsemi hæfist; þar sem ráðherra þessi hafði áður verið einn af verjendum dátasjónvarpsins voru þessi ummæli ótvíræð vísbending um það að hann væri nú að skipta um skoðun, þótt hann beitti að sjálfsögðu hægfana bróun við þau hughvörf. Feimnismál Ýmsir höfðu gert sér vonir um að ákvörðun um lokun dátasjónvarpsins jrrði tekin á alþingi í vetur leið, eftir að Ijóst var orðið að stjórnarliðið treystist ekki lengur til þess að standa vörð um þessar at- hafnrr hernáms liðsi ns. En lang- ur tími leið án þess að nokkuð væri á málið minnzt á löggjaf- arsamkundunni. Ýmsar tilraun- ir munu hafa verið gerðar í kyrrþey til þess að fá sam- stöðu ailra flokka um tillögu- flutning um þetta efni, og tóku ýmsir stuðningsmenn stjórnar- flokkanna utan þings þátt í þeirri viðleitni, en þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Aiþýðu- flokksins reyndust allir sem einn ófáanlegir til þess að taka málið til meðferðar, einnig þeir menningarleiðtogar Alþýðu- flokksins sem þóttust hafa fundið lausnina sem allir mættu vel við una. Að lokum fór svo að málið var flutt af þingmönnum stjórnarandstöð- unnar einum saman, en f þeirri mynd sem menntamálaráðherr- ann hafði mótað, að dátasjón- varpið yrði bundið við völlinn um leið og það íslenzka hæfi starfsemi sína. Enginn máls- metandi maður úr stjómar- flbkkunum tók þátt í umræðum um málið, aðeins Guðlaugur Gíslason þáverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra lét sér nægja að hlusta, og hafði hann þó lýst yfir því op- inberlega árið áður að hann „teldi núverandi ástand í sjón- varpsmálum óviðunandi fyrir sjálfstæða menningarþjóð“ — hefur sá ráðherra oft tekið til mál-s af minna tilefni. Eftir skammar umræður var tillög- unni vísað til nefndar. og þar sofnaði hún svefninum langa. Hefur einn nefndarmanna, Ragnar Arnalds, lýst því hversu furðulega tilburði stjómai-þingmenn hafi haft í frammi til þess að koma í veg fyrir að nefndin fjallaði um málið, voru fundir ýmist boð- aðir eða afboðaðir í mikiili vanstillingu; og þegar af- greiða þurfti annað mál' frá nefndinni fyrir þinglok var að sfðustu gripið til þess ráðs að bbða Ragnar ekki á fundinn! Sjónvarpsmálið wr orðið að viðkvæmu feimnismáli. Að fara bónarveginn Hver er skýringin á þess- um undarlegu vinnubrögðum; höfðu menntamálaráðherra, for- Inaður útvarpsráðs og fleiri stjórnarþingmenn snúizt á nýj- an leik til þjónustu við dáta- sjónvarpið? Svo var ekki; held- ur sagði menntamálaráðherra í einkaviðtölum að hann vildi ekki taka málið upp á þingi heldur ynni hann að því að leysa það „eftir öðrum leið- um.“ Þær leiðir voru í því fólgnar að ráðherrann og fjöl- margir aðrir menn lágu lang- tímum saman i bandaríska sendiherranum í Reykjavík og bándarfska hernámsstjóranum áf Keflavíkurflugvelli og báðu þá um að takmarka dátasjón- varpið við völlinn að eigin frumkvæði. Minntu þessar þrá- látu heimsóknir mjög á foma daga, þegar hérlendir áhrifa- menn urðu að láta sér lynda að senda erlendum einvalds- konungum auðmjúkar bæna- skrár til stuðnings þjóðþrifa- málum og skírskota til hjarta- gæzku þeirra og miskunnsemi. Enda er hér um að ræða hliðsiæð viðbrögð; íslenzkir ráðamenn hafa alla tíð litið svo á að hernámið og allt sem því er tengt sé óskorað yfir- ráðasvið Bandaríkjanna; þeir hafa i verki afsalað fslenzku fullveldi á þeim vettvangi. Um langt árabil er ekki kunnugt um að neinni kröfu hernáms- liðsins hafi verið neitað af ís- lenzkum stj órn arvöldum, né ' heldur að æðstu menn íslenzku þjóðarinnar hafi fceitt valdi sínu í neinu eini gagnvart her- námsliðinu. Menn sem þannig líta á stöðu sína telja það að sjálfsögðu óheimila uppreisn að alþingi Islendinga mæli fyr- ir um það, hvemig sjónvarps- rekstri Bandaríkjamanna sé háttað hérlendis; vilji þeir koma einhverri breytingu fram er engin leið til nema bóriar- vegurinn. Svo ömurlegt sem allt sjónva'rpsmálið er, má þó segja að þessi staðreynd sé ennþá , uggvænlegri. Fullveldi þjóðar er ekki aðeins fólgið í formlegri réttarstöðu. heldur og í andlegri reisn þeirra manna sem valizt hafa til forustu. Ráðherrar sem ekki treysta sér til að beita stjórnlagalegu valdi sínu í samskiptum við erlenda aðila hafa í verki svipt sig fullveldinu á þeim sviðum. Málsvörn Talið er að ráðamenn her- námsliðsins á íslandi hafi séð aumur á íslenzkum valdhöfum eftir langvarandi bænarkvak þeirra og heitið því að tak- marka dátasjónvarpið við völl- inn. Mun menntamálaráðherra hafa haft i fórum sínum yfir- lýsingar um þetta efni allt frá síðustu áramótum. Honum hefði því verið í lófa lagið að skýra frá 'því á þingi' að tillaga stjórnarandstæðinga um sjón- varpsmálið væri óþörf; málið hefði þegar verið leyst og formlegar samþykktir því á- stæðulausar. En þá hefði raun- ar verið ljóst að þessi ráða- breytni væri afleiðing af bar- áttu þjóðlegra íslendinga, og til þess mátti ekki koma. Tak- mörkun dátasjónvarpsins við herstöðina verður að líta út eins og ákvörðun herstjórnar- innar einnar, óháð öllu sem íslendingar kynnu að vilja, og munu raunar þegar verá tiltæk þau rök að Bandaríkin fylgi þeirri stefnu í sambandi við herstöðvar sínar hvarvetna um heim að láta herstöðvasjónvarp livergi keppa við'sjónvarp inn- borinna manna. Og með þessu móti fá stjórnarþingmenn raun- ar einnig stórmannlega máls- vöm í viðræðum við íslenzka sjónvarpsbetlara; þeir geta sagt: Það voru Bandaríkja- menn einir sem lokuðu sjón- varpi sínu, ekki getum við neitt að því gert! Heimóttaskapur Lágkúra valdhafanna er hin sama hvar sem á málavexti er litið; ein ástæðan til þess að ekki hefur enn verið skýrt op- inberlega frá hinni fyrirhuguðu ráðabreytni er sú, að stjórnar- flokkamir báðust undan því vegna bæjarstjórnarkosning- anna. Nær 15.000 menn sendu alþingi ávarp í vor og kröfð- ust þess að fá að halda áfram sjónvarpsbeiningum, og Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn óttuðust að þeir kynnu að missa atkvæði ein- hverra þessara manna ef það vitnaðist að bundinn yrði endir á betlistarfsemina — hefur það raunar komið fram í Morgun- blaðinu eftir kosningar að tap flokksins hafi þrátt fyrir þögn- ina stafað m.a. af þessu máli. Þessi heimóttarlega afstaða til ímyndaðra skoðana kjósenda er dæmi um andlega spillingu sem sífellt er að ágerast bæði hér á landi og í ýmsum nálægum löndum. Sá tími er liðinn að menn og flokkar komist að niðurstöðu um hvað sé rétt og berjist síðan drengilega fyrir þeim málstað sem fcalinn er réttur, standi með honum eða falli. Nú er aðferðin sú að kanna hvaða málflutningur falli kjósendum bezt í geð, flíka síðan þeim skoðunum af kappi 'til þess að ná völdum, en hagnýta svo völdin að eig- in geðþótta. Er stjórnmálastarf- semi af þessu tagi orðin að háþróuðum iðnaði í Banda- ríkjunum; skoðanakönnunar- stofnanir grandskoða háttvirta kjósendur, og síðan leggja raí- eindaheilar frambjóðendunum til skoðanir sem hrífa. og sérfræð- ingar semja handa þeim ræð- umar í samræmi við þessar vísindalegu niðurstöður. Raf- eindaheilarnir sögðu Johnson Bandaríkjaforseta síðast að boða frið, fyrir kosningar og snúast harkalega gegn tillögum Goldwaters um loftárásir á Norður-Vietnam, en að kosn- ingum loknum kom röðin að öðrum heilum. Þessi óheiðarleiki í þjóð- málabaráttunni fer einnig mjög vaxandi hér á landi, þótt tækn- in sé enn sem komið er frum- stæðari en hjá stórveldinu Vestanhafs. Enda þótt mennta- málaráðherra Islands sé í raun óg veru þeirrar skoðunar að starfsemi dátasjónvarpsins sé „óviðunandi fyrir sjálfstæða menn i ngarþ j óð‘1 er ekki öld- ungis víst að hann berjist fyr- ir sannfæringu sinni ef hann kynni að telja völdum sínum hætt. Hvers virði er sjálfstæð menning Islendinga í saman- burði við einn ráðherrastól? Það sem sker úr * Því skyldu menn ekki véra , öldungis vissir um að málalok séu fengin í sjónvarpsmálinu, þótt bandarískir ráðamenn hafi í kyrrþey gefið menntamálaráð- herra ákveðin loforð. Úrslita- stundin er í haust. þegar ís- lenzka sjónvarpið tekur til starfa. Þá er bæði rökrétt að framkvæma breytinguna og svt> langt til næstu kosninga að valdamenn geta gert sér vonir um að fymast muni yfir það skelfilega verk að binda endi á sjónvarpsbetl á Islandi. Samt verða valdhafamir öruggíega með böggum hildar einmitt vegna kosninganna, ekki sízt þar sem úrslit bæjarstjómar- kosninganna sýndu að þing- meirihluti stjórnarflokkanna er í hættu næsta sumar. Þeir munu reyna að vega og meta það með sínum frumstæðu skoð- anakönnunaraðferðum hvort þeir kunna að tapa kjörfylgi á þvi að loka dátasjónvarpinu. Þeir þurfa því á verulegum sið- ferðilegum styrk að halda ein- mitt um þessar munáir, þeirri vitneskju að það muni örugg- lega leiða til stjómmálalegra ófara ef dátasjónvarpinu verður ekki lokað. Ágætir menntamenn .úr stjómarflokkunum, sem um skeið börðust myndarlega gegn hinni erlendu menningarásælni, hafa það í sínum Köndum að ráða málinu til lykta næstu mánuði. Þeir þurfa aðeins að minnast þess, að það er ekki réttur málstaður sem sker úr hjá valdhöfunum, ekki staða ís- lenzkrar menningar og framtíð tungunn^r, heldur einvörðungu lágkúruleg valdastreitusjónar- mið. — Austri. i UTAVER SF. Neodon plastgólfdúkur með filt undirlagi. Verð pr. ferm. 147,00 — Margir litir. Linoleum parket dúkur. Verð pr. ferm. 157,00 kr. — Margir litir. Enskur pappadúkur. Verð pr. ferm. 40,00 kr. — Parketlitir. Kanadískt og hollenzkt Veggfóður í viðarlitum o.fl. — ódýrt. Linoleum parket gólfflísar. Verð pr. ferm. 128,00 og 135,00. Einnig enckar, þýzkar og amerískar gólfíiísar í úrvali. Ennfremur lím fyrir alla ofangreinda liði. 'Snniq mólningarvörur í miklu úrvali * JTAVER SF^ Grensásveg 22 og 24

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.