Þjóðviljinn - 26.06.1966, Blaðsíða 10
'10 SÍDÁ — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 26. iúni 1966.
t
WILLIAM MULVIHILL
IFLUGVÉL I
HVERFURI
ekki tala ensku, ekki fyrr en
hann rækist á hvíta menn. Hann
treysti ekki þessum rytjulega
klæddu, óhreinu mönnurri sem
stóðu fyrir framan hann. Hann
hafði hugboð um að ef hann
talaði ensku myndu þeir víkja
frá honum og bera saman ráð
sín og síðan myndu þeir drepa
hann. Hann var sannfærður um
að þannig myndi það fara, og
hann talaði ekki við þá. Hann
brosti, geiflaði sig og hristi höf-
uðið, og eftir nokkra stund urðu
þeir leiðir á þessu og» leiddu
hann með sér til þorpsins. Hann
fann lyktina af þvi löngu áður
en þeir komu að fyrsta húsinu.
það var þefurinn af frárennslis-
lausu þorpi í miðjum sólarhitan-
um, fullu af villtu og sljóu fólki.
Hann fylgdi þeim ekki sem
jafningi, heldur sem fangi. Þeir
höfðu reynt að yfirheyra hann
og hann hann mundi nú, að þeir
höfðu talað við hann stuttara-,
iega og hvasst. Þeir höfðu keypt
hann af búskmðnnunum. Hann
var þræll,
Þeir leiddu hann gegnum
daunillt þorpið. Fólkið starði
ekki lengur á hann. Rottulegur
hundur urraði að honum úr ein-
um hreysisdyrunum. Þeir gengu
áfram og við endann á götunni
komu þeir að hálfgerðu leirhúsi.
, Þrir menn hættu að vinna sem
snöggvast og litu sljólega upp
Þeir voru klæddir lörfum og
baktir blautum leir. Einn þeirra
var gamall maður, svartur á
hörund og með hvítt hár. Annar
HársreifMan
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu ofir Dófíó
Laugavegi 18 III hæð (íyfta)
SÍMI 24-6-16.
PERMA
Hárgreiðslu- os snyrtistofa
Garðsenda 21. SÍMI 33-968
D Ö M U R
Hárgreiðsla við allra hæfi.
TJARNARSTOFAN
Tjarnargötu 10, Vonarstrætis-
megin — Sími 14-6-62.
Hárgreiðslustofa
Austurbæjar
Maria Guðmundsdóttir
Laugavegi 13 — Simi 14-6-58
Nuddstofan er á sama stað.
var piltur með andlit eins og
hottintotti og hvítleitan, gróf-
gerðan kropp. Hinn þriðji var
næstum hreinn búskmaður en
andlitið var sljólegt og augun
fávitaleg.
Enn einn maður sat í skugg-
anum við hálfbyggðan veggin^i.
Hann reis á fætur og kom til
hinna. Hann var tiltölulega há-
vaxinn og hélt á þungri kylfu.
Hánn hrópaði eitthvað til verka-
mannanna þriggja og þeir tóku
aftur til við starf sitt.
44
Hann gekk til Smiths og virti
hann fyrir sér meðan hinir töl-
uðu. Allt í einu þreif hann í
handlegginn á honum og hratt
honum inn í hálfunninn kofann
og orgaði eitthvað til hans.
Smith velti fyrir sér .hvort hann
ætti að segja nokkuð, segja hver
hann væri, að hann væri banda-
ríkjamaður. Þeir kunnu trúlega
eitthvað i ensku. Verkstjórinn
hrópaði til hans og sveiflaði
kylfunni. Hinir mennirnir æptu
eitthvað líka; dýrsleg andlit
þeirra voru afmynduð af reiði.
Smith hörfaði undan og rak sig
i gamla manninn. Hann kinkaði
kolli til mannanna sem komu í
áttina til hans. Hann vildi vinna,
hann ætlaði að hlýða.
Hann tók eftir því að menn-
irnir hrærðu leir í trogi og báru
að veggnum ög smurðu honum
á stað, sem sólin var búin að
burrka. Seinlegt, frumstætt verk.
Hann hófst, handa, nakinn og
hræddur við þessa úrkynjuðu
menn.
Mennirnir fjórir gengu leiðar
sinnar, en verkstjórinn kom aft-
ur og stóð kyrr og horfði á þá.
Enginn mælti orð. Þeir fleygðu
þurrum leir niður í trogið,
helltu vatni á; þeir hnoðuðu
hann með fótunum og báru hann
rennvotan að klunnalegum
veggjunum. Smith lagði harðar
að sér en hinir mennimir; hann
vissi að honum voru gefnar gæt-
ur. Hann fann að verkstjórann
langaði til að berja hann til að
fá hann tií að skilja að hann
væri þræll og hann yrði að
hlýða tafarlaust.
Tíminn leið og Smith varð
hugarhægra. Hann hafði lifað af
eyðimörkina;# hann var á lífi.
Hann myndi verða á lífi á morg-
un og hinn daginn. Og einn góð-
an veðurdag myndi það gerast;
það kæmi hvítur lögregluþjónn
til þorpsins eða fjárleitarmaður
eða einhver sem vildi og gæti
bjargað honum, tekið hann með
sér. Hann myndi verða frjáls.
En ei-ns og á stóð, var hann
þraell.
VI
Grace Monckton og Mike Bain
fóru á fætur og átu hunang og
melónu. Svo gengu þau niður
gilið til að svipast eftir mat.
Grimmelmann lá enn fyrir og
0‘Brien hafði farið burt áður en
birti.
Þau gengu í tvær stundir með-
íram bergveggnum, eltu eðlur,
hvíldu sig í skugga stórra steina
og gengu áfram. Því lengra sem
þau komu frá hellinum, því
lægra varð fjallið og auðveldara
að klífa það.
Grace veiddi eðlu og drap
hana. Mike hreinsaði hana með
pennahníf og þau vöfðu hana
innaní klút.
— Ég held við gætum klifrað
upp á tindinn héðan, sagði
Grace.
Bain le« upp, hann virti fyrir
sér .«c*.-jr>gurnar og langar
brekkumar.
— Við skulum reyna, sagði
hann. Hann hafði alcjrei fyrr
komið á þessar slóðir. Kannski
fyndu þau eðlunýlendu.
Þau byrjuðu að klifra. Þau
fóru sér hægt og völdu leiðina
vandlega. Þau stönzuðu við
brattan vegg.
— Þetta er eina leiðin, sagði
Bain. Ég get komizt upp, ef ég
má nota hendurnar á þér sem
ístað.
— Við skulum reyna sagði
Grace. Hún spennti areipar, steig
fast upp að veggnum og beið.
Bain virti hana fyrir sér og
bergvegginn. Hann horfaði nokk-
ur skref til' að fá tilhlaup, steig
berum fætinum í lófa hennar og
sveiflaði sér upp. Hann fann
hvemig hún reyndi að halda
takinu, en svo gliðnuðu fingum-
ir sundur. ?In hann hafði náð
taki á steini ofar í veggnum og
sveiflaði sér upp.
Hann lagðist endilangur á heit-
an steininn, teygði sig niður og
greip um úlnið á stúlkunni.
Hann dró hana upp hægt og
varlega, og hún hjálpaði til með
því að spyrna með berum tán-
um.
Þau lágu örmagna hlið við
hlið. Það sem eftir var leiðar-
innar, yrði auðvelt. /
Bain fann ilminn úr hári
hennar og af heitum líkamanum;
brjóstin voru þrýstin undir rif-
inni, .hálfopinni blússunni; það
skein í gullin lærin gegnum rif-
umar á pilsinu.
Hún smeri sér við, tófe eftir
því að hann var að horfa á hana
og brosti. Hún fór að hugsa um
Bain. Hann var myndarlegur,
þótt hann væri magur og tekinn.
Þau risu á fætur og héldu á-
fram ferðinni án þess að segja
orð.
Þau drápu irvær syfjaðar éðl-
ur í viðbót. Bain kastaði steini
að litlum fugli án þess að hitta,
og þau sáu fuglinn fljúga burt
yfir óendanlega auðnina. Honum |
varð ljóst að hann hataði O1- |
Brien. Þegar nóttin kæmi, myndi
hún fara til hans, eins og húp
hafði gert á hverri nóttu upp á
síðfeastið.
Þau gengu upp að tindinum o*?
steinninn var glóðheitur undir |
berum fótum þeirra. Þau kpmu j
að djúpri holu í berginu; hún
minnti á brunn og var tólf til
fimmtán feta djup, álíka víð.
Þau horfðu niður. .;
— Hvernig hefur þetta getað j
myndazt? spurði Grace undrandi.
— Ég, veit það ekki, sagði
Mike. Veggirnir voru of sléttir |
til að hægt væri að klifra nið-
ur; hann langaði til að reyna,
en það væri ómögulegt án reip-
is. Kannski stáfaði holan af því
að mýkra berg hafði blandazt
granítinu. Tíminn og höfuð-
skepnurnar hófðu tært hann
upp.
— Þetta er undarlegt, sagði
Grace.
Bain greip um úlniði hénnar
og hélt henni fastri. Farðu var-
lega, steinninn er háll. Hann
dró hana fjær brúninni. Hún
stóð þétt við hann, heit, sveitt
Ijóshærð, gullin og dásamleg.
Hann sleppti takinu og gekk
af stað. £>‘Brien átti hana.
Jefferson Smith vann, svaf og
át. Hann vandist fábreytileika
hins nýja lífs. Hann beið eftir
björguninni.
Hann hugsaði um þau hin, um
Grimmelmann, Mike Bain og
Grace. Hvað myndi 0‘Brien
gera við þau? Honum féll illa
að hugsa um það, því að hann
gat ekkert gert. Hann gat ekki
strokið og farið yfir eyðimörk-
ina, hann gat ekki sagt til sín
án þess að eiga á hættu að verða
myrtur. Hann var fangi. Hann
gat ekki annað gert en bíða og
vona, láta hverjum degi nægja
■sína þjáningu.
Hann virti fyrir sér fólkið og
lífið í þessu litla samfélagi og
var agndofa yfir fáfræðinni,
sóðaskapnum og hinu ömurlega
LíÐURJAKKAR
RÚSKINNSJAKKAR
fyrir herra
fyrir drengi
Verð frá kr. 1690,00
VIDGERDIR
LEÐURVERKSTÆÐI
ÚLFARS ATLASONAR
Bröttugötu 3 B
Sími 24678,
4785 — Silky, Fissei og Súsanna bíða eftir Bobby. Gaman að
heyra hvað mömmudrengurinn hefur að- segja. — Hann kemur
og vill fá að tala við Silky undir fjögur augu. — Jæja, hvað er
það nú? Ja, það er dálítíð .... íg hef skipt um skoðun .... Nú
vil ég fá-þig til að gera við það aftur, sem þú skemmdir ....
— Ekki hægt, svarar hinn. Það er að segja .... bíddu nú við ....
jú annars, kannski. En það verður dýrt! — Já, auðvitað, ég
skil .... Ég borga ’pér hundrað dollara. Silky hlær. — Hundrað |
dollara?! Ertu geggjaður? Þú verður að borga minnst þúsund!
Bobby stekkur á fælur, bálreiður. — Nei, þú verður kyrr hér! |
SKOTTA
Hvernig finnst þér? Ég var að veggfóðra með myndum af
fyrrverandi kærustum!
TRYGGINGAFÉLAGIÐ HEIMIRf
LINDARGÖTU 9 • REYKJAVfK SÍMI 22122 — 21260
Gúmmívinnustofan h.f.
Skipholti 35 — Símar 31055 og 30688
Leðurjakkar - Sjóliðajakkar
á stúlkur og drengi — Terylenebuxur, stretch-
buxur, gallabuxur og peysur.
GÓÐAR VÖRUR — GOTT VERÐ
Verzlunin O L.
Traðarkotssundi 'V\ móti Þjóðleikhúsinu).