Þjóðviljinn - 26.06.1966, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 26.06.1966, Qupperneq 4
4 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 26. júní 1966. f Otgelar.di: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivai H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Fxiðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorva’dur J<f,'annesson. Síml 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa- söluverð kr. 5.00. Smánarieg þögn Cíðan í fyrrahaust hafa gerzt í Indónesíu ógnar- ^ legir atburðir, eitthvert mesta og villimannleg- asta blóðbað mannkynssögunnar. Raunsæir vest- rænir fréttamenn sem hafa kynnt sér málavexti telja að um 700 þúsundir mamna hafi verið myrtar, og hefur þetta þjóðarmorð einkanlega bitnað á Kínverjum og mönnum sem grunaðir hafa verið um kommúnístískar skoðanir. Heilum bæjum, sveitum og þorpum hefur verið breytt í sláturhús. Það hefur verið haft að skemmtiatriði að hlekkja fanga saman á torgum í stórum hópum, hella yfir þá bensíni og brenna þá lifandi. Fljót landsins hafa rumnið blóðlituð til sjávar, -full af líkum með afhöggvin höfuð; þar hafa verið að verki óðir múhameðstrúarmenn sem trúa því "að í paradís komist menn ekki ef höfuð þeirra hafa verið skil- in frá bolnum; ofstækið skal ná út yfir gröf og dauða. Yfirleitt hafa heilar fjölskyldur verið myrt- ar, börn ekki síður en fullorðnir, svo að enginn sé til hefnda. Frásagnir vestrænna fréttatímarita, eins og Der Spiegel, L’Express. og Newsweek, saihna að atburðimir eru skelfilegri en svo að mannleg vitund fái gert sér grein fyrir þeim. 17n frá þessum múgmorðum héfur lítið verið ^ greint í almennum fréttum dagblaða. Vestræn- ar fréttastofnanir sem sjá dagblöðum og útvarps- stöðvum fyrir daglegu fréttaefni um alþjóðamál hafa ekki gert þessu blóðbaði nein umtalsverð skil. Geta menn þó gert sér í hugarlund hver hefðu orðið viðbrögð þeirra stofnana ef hlutverkaskipan hefði verið önnur, ef vinstrimenn hefðu náð völd- um í Indónesíu og tekið af lífi andstæðinga sína, þó ekki hefði verið nema örlítið brot af þeim f jölda Sem nú hefur verið myrtur. Þá hefði réttilega verið skírskotað til. mannúðar og mannhelgi, blöð- in hefðu notað stærstu letur sín á forsíðum, al- yarlegar forustugreinar hefðu verið birtar, prestar hefðu beðizt fyrir í kirkjum, stjómmálamenn hefðu haldið ræður, Sameinuðu þjóðirnar hefðu látið at- burðina til sín taka. En nú er þögn, kaldrifjuð rag- mennskuleg þögn, vegna þess að verið er að tor- tíma réttu fólki. Mannúðin er pólitísk; frelsi, um- burðarlyndi og lýðræði eru forréttindi fárra. C|kýrt var frá því vestanhafs í vetur að bandaríska leyniþjónustán, CIA, hefði lagt á ráðin um valdatöku afturhaldsmanna í Indónesíu og lagt þeim til mikla fjármuni með stórfelldari árangri en hingað til hefur náðst í Víetnam. Enda eru nú hinar háttvísu vestrænu fréttastofnanir teknar að lýsa fjöldamorðingjanum Suharto hershöfðingja sém traustum og raunsæjum stjórnmálamanni sem verðskuldi stuðning vestrænna þjóða. Senn verður sendimönnum hans fagnað á nýjan leik á vettvangi Sameinuðu þjóðanna sem fulltrúum ríkisstjórn- ar sem kann að meta og virða hugsjónir vestræns lýðræðis og frelsis. — m SKÁKÞÁTTUR T.R. ENN EINN STÓRSIGUR KORTSNOJ Það getur varla til stórtíð- inda talizt nú orðið þóttViktor Kortsnoj sigri í skákmóti með tvo til þrjá vinninga frLn yf- ir næsta mann. Nú er nýlokið alþjóðlegu móti í Búdapest þar sem Kortsnoj sigraði, hlaut 12,5 vinninga, 2. Georgihu 10 vinpinga, 3. Kavalek 9,5 4.—5. Soos og Matulovic 9 vinninga. Þátttakendur voru alls 15. Við skulum nú líta á eina skák Kortsnoj úr mótinu. ■ j Hvítt: BEDNARSKI. Svart: KORTSNOJ. FRONSK VÖRN 1. e4 e6 2. d3 c5 3. g3 Rc6 4. Bg2 g6 5. Re2 Bg7 6. O—O Rge7 7. Rbc3 d6 (Nú er komið upp hið sVo- nefnda lokaða afbrigði af Sik- ileyjarvörn). 8. Bc3 Rd4 9. Dd2 1 O—O 10. Rdl d5! 11. Rcl? (Fyrst hvítur vill hindra upp- skipti var vafalaust betra að leika riddaranum til f4, nú verða hvítu riddararnir aðeins áhorfendur það sem eftir er). 11. c5 12. c3 Re6 13. Bh6 Bxh6 14. Dxh6 d4 15. c4 (Hvítur má auðvitað ekki leyfa opnun d-línunrtar). 15. Bd7 16. f4 exf4 17. gxf4 f5! (Nú fær svartur góða mögu- leika kóngsmeginn). 18. e5 Bc6 19. Dh4 Bxg2 20. Kxg2 g5! (Mjög skémmtilegt gegnumbrot sem byggist á því hvað svörtu mennimir standa betur en þeir hvítu). 21. fxg5 Rg6 22. Dg3 f4 23. Dg4 Rxg5 24. h4 Rf7 25. h5 Rfxc5 26. De6 Kg7 27. Hhl (Ef hxg6 þá Dg5 28. Kf2 — Dg3 29. Ke2 — I-Iae8 og vinn- ur auðveldlega). 27. • Dg5t 28. Kfl f3 29. Hgl Dg2t 30. Hxg2 fxg2t 31. Kgl ; Rf3t . 32. Kxg2 Rf4t 33. Kxf3 Rxe6t Hvítur gafst upp. ' , Fréttir: Hollendingar sigruðu í hinu árlega Clare Benedikt- móti, hlutu 14,5 v. 2. V.-Þýzka- iand 13,5 3. Spánn 11,5 4. Aust- urríki 9,5 5. England 6, 6. Sviss 5 vinninga. Alþjóðlegu skákmóti í Kesc- emet í Ungverjalandi laukmeð sigri þeirra Hort og Portisph sem hlutu 6,5 Vinninga, 3. Bil- ek 5,5 4. Padevsky 5 vinninga UM HLIÐARENDA I grein sem ég skrifaði í Þjóðviljann um bók Hermanns Pálssonar, „Eftir Þjóðveldið" gat ég þess í greinarlok, að Ivar hólmur Jónsson, sem fyrst er nefndur í kringum þau mála- lok — Staðarmálalok — sem um ræddi, mundi líklega hafa verið frá Hlíðarenda í Fijóts- hlíð. Þetta gat ég ekki rökstutt nánar, og því hefur það orðið, að ýmsir menn hafa viljað vita gerr um þetta og jafnvel á- mælt mér fyrir að slá slíku fram, er engan hefði grunað áður, án rökstuðnings. Ég ætla að menn venjist við. það, að það sem ég segi, sé á ,rökum byggt,', jafnvel þótt ýmsir áf- venjist því ekki, að látast ekki sjá né skilja rök, og nær það sem betur fer til fárra manna sem fræði stunda, og menn þessir fara heidur fækkandi! Það er víða sem þarf að leita aðdraganda þessa annáls, þótt í einn stað komi, glöggan, um niðurstöðuna. Þessi aðdragandi, sem þarf að skoða, er sú saga sem þekkt er af. afkómendum Ivars hólms Jónssonar og er hún ekki glögg nema í fáu einu, og gleggst í því, að ívars hólms nafnið fylgir ættinni,og hólmsnafnið bera ekki nema þeir, sem heita Ivar, og eru þeir síðari þeirra Vigfússynir. Bezt er að sneiða sem mest fram hjá endileysum, sem bú- ið er að segja um þessa ætt. en þó er ekki annað hægt en geta þess, að eina slíka samdi Steinn Dofri og birtist hún í við^uka við Æviskrár P.E.Ól., um Guðríði Ingimundardóttur sem var seinni kona Vigfúsar hirðstjóra ívarssonar hólms, en -sá Ivar dó 1371 og ekki nema 1 ^liður milli ' hans og • ívars hólms Jónssonar er getuf síð- ast 1314. Sá liður er árciðan- lega karlliður og heitir sákarl Vigfús, þótt eigi sé nefndur Vigfús Ivarsson í heimildum þessara ára, sárafátæklegum, því má fulltreysta að hólms- nafnið gekk einungis í karllið. Saga Steins Dofra i Æviskrám er skáldskapur einn og furða. Þar er Guðríður gerð aðmóð- ur allra barna Vigfúsár, og þeirra hjónaband stofnað um 1390, og endumýjað 1397. Samt átti Vigfús son, sem ívar hét og þá fæddur eftir 1390 og sá Ivar átti son serri Bjarni hét og ótti Soffíu dóttur Loftsríka f. um 1416 — 18. Hætt er við að ívar hafi veriö eldri en f. 1391—92. Nú vill líka svo til að x'Nýja Annál, sem tekur yfir tíma- skeiðið frá því litlu fyrir 1400 og til 1430 og er samtíma< rit, er þess getið, að Vigfús hirð- stjóri hafi komið út og með honum kona hans, duðríður Ingimundardóttir, norsk að ætt Viéðtr ekkert að hafna, en bréf sem mörg voru gerð á Islandi hafa reynztsum falsbréf vegna érfðamála, og svo eru þau bréf sem hér get- ur um frá 1390 og 1397. Þetta staðfestist m.a. af því, að Mar- grét dóttir Vigfúsar og Guð- ríðar var fædd 1406 samkvæmt 'því, að hún deyr Í486, 80 ára að aldri. Þau Vigfús og Guð- ríður hafa síðan átt son, ívar, og getur hans með hólms nafni, er hann var inni brenndur á Kirkjubóli af mönnurn Jóns Gerrekssonar 1432, er hann hefur nýlega verið orðinn hirð- stjóri, eftir að Jón Maríuskáld Pálsson frá Eiðu-m var búin,n að hnekkja veldi Englendinga, með aðstoð Ásmanna í Keldu- hverfi, hér á landi og sjálfur seztur .að Breiðabólstað í Fljóts- hlíð að norskri erkibiskups veitingu. Móðir Guðríðar hét Margrét össurardóttir og síðar gift Hannesi Nystad, er beggja getúr á Islandi um 1420, og kallast Hannes mágur hústrúr Guðríðar. Að þetta er rétt sann- ast meðal annars á.því, aðGuð- ríður tekur eitt sinn svo til orða, „Ivar minn sonur“, sem segja það skilmerkilega, að til hefur verið annar Ivar, er var sonur Vigfúsar, en ekki 'henn- ar. ívar hólmur Vigfússon hirð- stjóri d. 1371 eins og fyrr sagði, getur ekki heitið Ivar hólmur nema hann sé sonarson Ivars hólms Jónssonar, en um fað- erni hans hefur Steinn Dofri búið til skáldsögu, og talið hann son Vigfúsar Jónssonar, er fékk hirðstjórn 1371, en dó sama ár — faðirinn á eftir því að íá hirðstjórn á eftir syn- iBum! Við svona speki verða menn að glíma á Islandi í dag og ekki allir, sem kunna, að strika yfir hana samptundis. ívar hólmur Jónsson er kallað- ur Canzilær út í Noregi og getur síðast 1314. Þetta Canz- ilær mun þýða kirkju- eða^ páfaerindreki, og nú geturþess að árið 1334 kom út séra Vig- fús með páfabréfum og fleiri kirkjulegum erindum. Hér er sennilega um þann Vigfús að ræða, sem verið hefur sonur Ivars hólms Jónssonar og fað- ir ívar hólms Vigfússonar. Son- ur þess Ivars er svo Vigfús hirðstjóri ívarsson, er átti að síðari konu Guðríði Ingimund- ardóttur. Á reiki er það hvenær Vigfús sá dó, cn burt fór hann af Islandi 1412 og til Englands með ófafé mikið. Flestir ætla hann dóinn fyrir 1420, en þó lítur út samkvæmt bréfi að hann sé lifandi 1428. Nú líður að því aö Margrét dóttir þeirra Vigfúsar og Guðríðar er gefin og er þá ívar bróðir hennar dáinn og hún sýnilega einbimi Guðríðar Ing'mundardóttur. Hún er gefin í Brautarholt á Kjalarnesi árið 1436 Þorvarði syni Lofts ríka. Hún er þá þrítug að aldri, og er eitt'dæm- ið um það hversu hinar for- ríku meyjar ekki gátu gifzt, þar sem þeim gat ekki boðizt jafnræði í auði nema íyrir til- viljun. (Þorvarður er 5—6 ár- um yngri). Þorvarður leggur sér til kvánarmála 1100 hundr- aða, og hefði nú Guðríður átt fleiri börn hefði hún ekki mátt láta Margréti hafa nema 550 hundr. til giftumálanna. En Guðríður leggur fram sýnilega allt sem hun á, ,,jörðina Hlíð- arenda í Fljótshlxð og þær jarð- ir er þar liggja nær fyrir 300 hundr. og 100 kúgildi og þrjú hundruð hundraða í öðrum gagnsmunum. og tvö hundr. í sæmilegum gripum'1, sjálfsagt um tvö hundr. hundr., sem aHs« er 900 hundr. Hér er ekki um að villast, að verið er að gifta einbimi, enda stendur Guðríð- ur hvergi að giftamálum ann- arra bama Vigfúsar en Mar- grétar. Nú kemur hér fyrst i ljós Hlíðarepdi í Fljótshlíð, sem hvorki meira né minnaen 300 hundr. og þessarar jarðar getur aldrei í Sturlungu né Biskupasögum nema að Þor- lákur helgi ólst þar upp. Hér kemur það á daginn að það sitja forríkir hÖfðingjar á Hlíð- arenda, og hvorki Sturlungané biskupar hafa þángað neitt að gera með yfirgang. Höfuðbyggð á 'Suðurlandi er laus við hina ljótu sögu, sjálf Fljótshlíðin, nema Breiðabólstaður, er Björn var veginn þar, Þorvaldsson, um 1220, og svo er Jón ögmunds- son orðinn þar prestur, fyrir biskupakjör á Hólum 1104. Sýnilega hafa Oddaverjar náð Hlíðarenda og stundað þar fræði og frið. Nú er það víst að Guðríður á ekki Hlíðarenda úr sinni ætt, heldur Vigfús, afkomandi Ivars hólms Jóns- sonar, og nú er það víst að Hlíðarendi er hefðarstaður, er Staðarmálum lýkur um 1305, ,og heldur áfram að vera bænda- kirkjustaður, og á þeim tíma getur Ivars hólms Jónssonar, forföður Vigfúsar, sem hlýtur að vera sá, sem á hefðarréttinn á Hlíðarenda 1305. Kemur nú allt í Ijós í einu, að Vigfús gefur Guðríði Hlíðarendá í morgungjöf og áttu þá þeirra börn hefðarréttinn á staðhum og Margrét fær því aðeins hefðarstaðinn til giftumála, að hún á engan bróður, en sónýr sat fyrir um hefðarrétt á óðali og svo að Guðríður hefur ekki átt aðrar jarðeignir á Islandi en Hlíðarenda, sem hún gat ekki kosið sér til eignar í skiptum á búi Vigfúsat, fyrst hann átti syni á lífi. Vigfús er því búinn að gefa henni Hlíðarenda að löggjöf. Þetta atriði að Guðríður fær engar jarðeignir í sinn hlut úr búi Vigfúsar sýnir það, að . böm Vigfúsar af fyrra hjónabandi hafa átt erfðarétt á jarðeignum hans, sem eflaust hafa verið miklar og Guðríður því «orðif' að ,taka lausafé, í sinn hlut- sem fram kemur að 600 hundr. leggur hún Margréti til giftu- málanna af þeim peningum. Hefðarrétturinn á Hlíðarenda er síðan í heiðri hafður. Þor- varður og Margrét höfðu þar bú, og Margrét lét Guðriði dóttur sína hafa jörðina 1460, er hún giftir þrjár dætur sin- ar í einu og Guðríði Erlendi Erlendssyni frá Strönd í Sel- vogi, og bjó Vigfús sonur þeirra á Hlíðarenda og var lögmaður og siðan Páll sonur hans, lika lögmaður. Þessu verður ekki hnekkt, enda unnið í ljósi staðreynda um þjóðhætti og erfðalög þess og fyrirfarandi tíma, sem að vísu er nýlunda, því hingaðtU hefur ættfræði aðallega verið unnin að geðþótta og getspéki á þeim tíma, sem ekki geyma skjallegar beinar heimildir urrj ættir, og fá þær þó ekki allar í friði að vera fyrir getspek- inni. Benedikt Gíslason frá Hofteigi, Skipntæknifræðingur óskar eftir atvinnu. Tilboð sendist í pósthólf 577 Reykjavík fyr- ir 1. júlí. Frostklefahurðir Kæliklefahurðir Fyrirliggjandi Trésmiðja Þ. S. Mýbýlaveg 6, sími: 40175. I

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.