Þjóðviljinn - 26.06.1966, Page 6
I
g SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 26. júní 1966.
Heimsókn á hússtjórnarnámskeið í Réttarhoiti
á borö. Ragnheiður Olafsdottir og Þorunn M atthiasuottir aiiar.
Þ*r eru að læra rcttu handtökin við hirðingu fata og ]»vott. Þarna cr þaö pcysa sem á að fara
að þvo og stúlkurnarr byrja á að taka af hcnni mál ti’ að gcta fcngið rctta lögun á hana eftir
þvottinn. Þær hcita frá vinstri: Þórunn Matthíasdótlir, Itagnheiður Öiafsdóttir, Jóhanna Fjcldsted
........ og Margrct Gúslafsdóttir.
Það eru 16 á námskeiðinu í
einu og er þeim daglega skipt
í fjóra flokka, þar sem ein er
húsmóðir, eldar spónamat og
hefur yfirumsjón með sínum
flokki, önnur býr til kjöt, fisk
— eða grænmetisrétt, sú þrið.ja
sér um ræstingu ug leggur á
borð og sú fjórða bakar.
Þegar lokið er við að elda
hádegisverð, borðum við hann
saman og síðan er smáhlé til
útivistar eftir matinn og svo
þvo þær upp og ganga frá öllu
á eftir. Kertnslunni lýkur kl. 2.
— Heldurðu, að unglingarnir
hafi gagn af þessu námi?
María Ilclga Guðmundsdóttir steikir kjöt á pönnunnh
I stuttu viðtali við Þjóðvilj-
ann sagðist Bryndí.s hafa mjög
gaman að þéssari kennslu tólf
ára stúlknanna, það væri að
mörgu leyti skemmtileg til-
breyting fyrir sig að kenna
svona ungum stúlkum, en Bryn-
dís kennir nemendum í gagn-
fræðaskóla verknáms á vet-
uma.
— Þær sýna mikinn áhuga og
sækja þetta vel og mér virðist
þetta einnig mælast' vel fyrir
meðal foreldranna.
— Hvemig lídur dagurinn
hjá ykkur?
— Það er byrjað í.sundi kl. 8
í Breiðagerðisskólanum og þar
njóta þær tilsagnar sundkenn-
ara. Síðan er farið í eldhúsið
kl. 9 og tekinn til morgunverð-
ur og kennsla hefst þegar bú-
ið er að boröa. Aðallega er
þetta verkleg kennsla, þó með
sýnikennslu. Þá er kennt sfpá-
vegis í næringarefnafræði og
vöruþekkingu og þá náttúrlega
við þeirra hæfi, þ.e. miðað við
aldur.
Kennsla er miðuð við að ung-
lingarnir geti að námskeiðinu
loknu gripið inn í eða aðstoð-
að við heimilisstörf ef á þarf
að halda og það er fleira kennt
en að búa til mat, t.d. að bvo
þvotta og ganga frá, hirðing á
fatnaði, ræsting og margt
fleira.
Ekki má sjóða uppúr pottunum. Það eru Sólrún Siguroddsdóttir
(til vinstri) og Arnfrlíður Jónasdóttir, sem standa við eldavélina.
— Já, ég held það, eftir því
sem þroski þeirra leyfir. Þetta
verður til að vekja áhuga á
heimilisstörfunum og kannski
hjálpa þau frekar til heima á
eftir. Þá er þetta góður undir-
búningur áður en þær fara í
matreiðslunám í gagnfræða-
skólanum, því þar er námið
nokkuð misjafnt eftir skólum, í
verknáminu fá stúlkur 5 eða
10 tíma á viku í bússtjórn eftir
því hvort þær eru í saumadeild
eða hússtjórnardeild, en í bók-
námsdeildunum fá þær ekki
nema fjóra tíma á viku bg oft
ekki nema hálfan vetur. Það
er svó mikill skortur á kennslu-
eldhúsum í bænum. að það er
ekki hægt að láta þær fá fleiri
tíma.
Það er mjög þægilegt að
lienna svona á námskeiðum og
f rauninni þetra en með öðru
námi í skólanum, nú er ekkert
annað nám sem truflar og þetta
nýtist því miklu betur en ella.
□ Eins og sagt hefur verið frá í Þjóðviljanum hefur sú nýbreytni
verið tekin upp hjá Fræðsluráði Reykjavíkur að e'fna til hússtjómarnám-
skeiða fyrir unglinga sem lokið hafa barnaprófi. Er tilgangurinn með
þessum námskefðum að veita unglingum á þessum aldri, sem eiga mjög
erfitt með að fá störf við sitt hæfi yfir sumarið, hentug sumarverkefni
auk þess sem hægt er að nýta með þessu kennslueldhús skólanna, sem
eru reyndar of lítil og fá á veturna, en standa auð á sumrin.
Q Námskeiðin fara fram í þremur skólum, Melaskóla, Laugarnesskóla
og Réttarholtsskóla og kennarar eru hússtjórnarkennararnir Sigríður Ól-
afsdóttir, Þórunn Pálsdóttir.og Bryndís Steinþórsdóttir. — Ljósmyndari
Þjóðviljans fór nýlega í heimsókn á námskeiðið hjá Bryndísi í Réttar-
holtsskólanum og þaðan eru myndirnar á síðunni.
Allir erU* önnum kafnir vid eldhúsvcrkin. Fremst á myndinni cr kennarinn, Bryndís Steinl>órsdóttir.
........1
mmmm
Þvf má bæta við hér, að
mikll aðsókn hefur verið á
námskeiðin og eru þau fullskip-
uð. Næstu námskeið verða.
haldin í ágúst og rétt er að
benda á, að þá verður einnig
flokkur fyrir drengi ef næg
þátttaka fæst. Unglingar á aldr-
inum 13—14 ára verða þá lát-
ir ganga fyrir. Þátttökugjald
er kr. 1000 fyrir hvern nerh-
anda, en kostnaður er að siálf-
sögðu meiri og nýtur þessi
starfsgrein styrks úr borsar-
sjóði. Tnnritun á ágústnám-
skeiðin verður 4,—8. júlí klukk-
an 14—16 á Fræðsluskrifstofu
Reykjavíkur.
Kristín Skúladóítir sctur smákökurnar í ofninn. — (Lósmyndari
Þjóðviljans, Ari Kárason, tók myndirnar).
I
y.