Þjóðviljinn - 26.06.1966, Qupperneq 12
Samstarf her-
námsfiokkanna
á Siglufirði
Hernámsflokkarnir þrír hafa
samið um samstarf í bæjarstjórn
Siglufjarðar næsta kjörtímabil.
Fyrsti fundur nýkjörinnar bæj-
arstjómar á Siglufirði varhald-
inn sl. föstudag. Kosningu for-
seta, nefnda. og bæjarstjóra var
þá frestað, en sú yfirlýsing gef-
in að bæjarfulltrúar Alþýðu-
flokksins, Framsóknarflokksins
og Sjálfstæðisflokksins myndu
hafa með sér samstarf á kjör-
tímabilinu. Sigurjón Sæmunds-
son bæjarstjóri lýsti yfir þvi
að hann myndi ekki geta gegnt
bæjarstjórastörfum lengur en
fram í. júlí og var ákveðið að
auglýsa starf bæjarstjóra laust
til umsóknar.
Sovézkir bloðamenn renna fcerum
llllllilglgll
SííSv
Sarilkomulag allra fíokka
um stjóm á Stokkseyrí
Samkomulag hefur nú tekizt
milli allra flokka á Stokkscyri
um samstarf að afloknum sveita-
stjórnarkosningum. Frímann Sig-
urðsson (Alþ.bl.) var kjörinn odd-
viti hreppsnefndar, varaoddviti
er Verharður Sigurgrímsson (F),
en gja'dk. og starfsmaður á skrif-
stofu hreppsins er Sjálfstæðis-
maður. Steingrímur Jónsson.
Fullt samkomulag várð um
nefndaskipun og annað viðvíkj-
andi stjórn hreppsins. Það var
Björgvin Sigurðsson á Stokks-
eyri sem leit inn á Þjóðviljann
i gær og sagði okkur þessi tíð-
indi. HonUm segist svo frá, að
helztu verkefni sveitarfélagsins
á næstunni séu vatnsveita og
ýmsar hafnarframkvæmdir.
Meredith aftur
í göngunni
Blökkumaðurinn James Mered-
ith, á sínum tíma fyrsti þeldökKÍ
stúdentinn í Mississippiríki, heí-
ur nú aftur slegizt í för með
þátttakendum í ,,göngu gegn
ótta“ s«m mannréttindasamtök
efna nú til um Mississippi. Mere-
dith hóf gönguna fyrir þremur
vikum, en var lagður á sjúkra-
hús eftir að hvítur maður hafði
sært hann skotsári.
Séra Abernathy, einn af sam-
starfsmönnum Martins Lúthers
Kings, bauð Meredith velkominn.
Göngunni er nú að ljúka og
munu um 2000 manns ganga til
höfuðborgarinnar í fylkinu.
Sovézku blaðamennirnir þrír, sem voru hér á dögunum i boði Blaðamannafélags íslands, fengu
m.a. tækifæri til að sigla út í Faxaflóa mcð einu varðskipanna, ms. Albert, og renna þar færum
fyrir fisk. Aflinn varð ekkí ýkja mikill á sjómanna vísu, milli 20 og 30 ýsur, lýsur, þorskar og
kolar, og reyndust hinir erlendu gestir talsvert f isknari en íslenzkir kollegar þeirra. Myndin var
tekin um borð í Albert á miðvikudaginn. Frá vinstri sjást þeir Davíð Mchedlishvili frá Georgíu,
Rússinn Vladimír Osipof og Eistlendingurinn Ágúst Saaremiagi.
Leysist sjómanna-
verkfallið í dag?
LONDON 25/6. — Ný tilslökun
frá brezkum skipaeigendum virð-
ist líkleg til að gefa nýja mögu-
leika á því að leysa verkfall
farmanna nú um helgina. Eftir
fimalangar umræður í gær var
Þrír s/ösuíust í árekstrí
jeppa og strætisvagns í gær
Mjög harður árekstur milli
jeppa og strætisvagns varð í
Sogamýri í gærmorgun með
þeim afleiðingum að þrír menn
slösuðust meira og minna.
Slysið varð rétt fyrir kl. 11 á
mótum Brekkugerðis og Stóra-
gerðis, og var strætisvagninn á
leið suður Stóragerði en jeppinn,
Harður árekstur
Harður árekstur varð í gær-
morgun á homi Eiríksgötu og
Barónsstígs milli tveggja fólks-
bifreiða, Volkswagen og Mosk-
vitsj. Annar bíllinn vaj.t og báð-
ir skemmdust mjög mikið. Eng-
inn slys urðu á fólki við árekst-
urinn.
af Landrovergerð, vestur Breiða-
gerðið og virðast báðir hafa ver-
ið á fullri ferð. er áreksturinn
varð.
ökumaður jeppans, Jón Sig-
urðsson, Safamýri 46, rotaðist
við áreksturinn og rankaði ekki
við sér fyrr en bíll hans var olt-
inn. Hann slasaðist á höfði, fæti
og hendi og var fluttur á Slysa-
varðstoffma. Tveir farþegar voru
í jeppanum, 14 ára drengur. Ás-
mundur Gústafsson, Stóragerði 5,
sem slasaðist talsvert og liggur
nú á Landspítalanum, en meðisli
hans voru ekki fullrannsökuð í
gær og Björgvin Friðriksson,
Grensásvegi 52, sem meiddist
minna og ekki alvarlega.
Engan sakaðí í strætisvagnin-
um, svo vitað sé.
að lokum sett fram tilboð um
níu frídaga til viðbótar á ári
hverju.
Þeir vilja þó hafa eitthvað
fyrir snúð sinn — eða náhar
tiltekið meiri vinnuafköst. Seinna
í dag mun stjórn farmannasam-
bandsins taka afstöðu til þessa
tilboðs. Þykir ekki ólíklegt að
það verði samþykkt og verkfalli
senn aflýst — eða núna umhelg-
ina. Hinsvegar mun það taka
nokkra daga að koma starfi
brezkra hafna í eðlilegt horf.
Sjómannasambandið hefur leyft
áhöfn Ermasundsferju einnar að
taka upp vinnu á ný, þar sem
skipafélagið hefur lofað að virða
fjörutíu stunda vinnuviku — °n
stytting vinnutímans hefur ein-
mitt verið aðalágreiningsefnið.
Árekstur í
Keflavík
Árekstur tveggja fólksbifreiða
varð á Hafnargötunni í Kefla-
vík í fyrrinótt kl. að gangatvö.
Bílarnir voru frá Keflavík og
Njarðvík og var annar þeirra
að fara fram úr þegar hann
lertti utan í hinum og síðan ut-
an í tveim fótgangandi mönnum.
Ný kraftblökk komin á markaðinn
Eins og frá hefur verið skýrt í blaðinu er komin á markaðinn ný kraftblökk, eða öllu heldur
kraftblakkarútbúnaður, og gera framleiðendur, sem eru norskir, sér vonir um að með þessu megi
auðveida mjög öll vinnubrögð um borð í síldarbátum. A myndinni hér að ofan sjáum við kraft-
blökkina. „Héðinn‘‘ er þegar kominn með þessa kraftbiökk á miðin, um þessar mundir' er vorið
að setja hana í flciri báta.
Yeðurhorfur
ó hafsvœðum
austan lands
Frá og með 1. júlí 1966 þar til
öðru vísi verður ákveðið mun
Veðurstofan gefa út veðurhorf-
ur fyrir þrjú hafsvæði fyriraust-
an land. Nöfn svæðanna og tak-
mörk verða sem hér segir:
Færeyjadjúp frá 62 N. br. ap
64% N. br.
Austurdjúp frá 64% N. br. að
67 N.
Norðausturdjúp frá 67 N. að 70
N.
Vesturtakmörk allra svæðanna
eru 12° V., lengdar og austurtak-
mörk 1° V., lengdar.
Veðurhorfur fyrir þessi svæði
verða lesnar með veðurhorfum
fyrir landssvæði og miðin.
Heildaraíli rækju-
vertííar 1201 iest
Rækjuvcrtíðinni lauk alls stað-
ar í lok apríl-mánaðar. Heildar-
aflinn á þessari vertíð var 1201
lest og er það mesti afli, sem
borizt hcfur á land um langt
árabil.
17 bátar ■stiinduðu vciðar í
Isafjarðardjúpi í apríl, og varð
heildarafli þeirra í mánuðinum
275 Iestir. Aflahæstu bátarnir
voru Ásdís með 23,6 Iestir, Jódís
með 22,1 lest, Örn með 20,5
Iestir og Farsæll með 20,2 lestir.
1 Arnarfirði stunduðu fimm
bátar frá Bíldudal veiðar í apr-
íl og var heildarafli þeirra 25,4
lestir. Er heildarafli Bíldudals-
báta þá orðinn 201 lest. Afla-
hæstu bátarnir í apríl voru Jör-
undur Bjarnason og Freyja með
6,0 lestir.
5 bátar frá Hólmavík stund-
uðu veiðar í Húnaflóa og varð
heildarafli þeirra í mánuðinum
55,9 lestir. Rækjuafli Hólmavík-
urbáta frá því að veiðar hófust
sl. haust eru því 135,9 lestir-.
Aflahæsti báturinn í aprílmán-
uði var Guðmundur frá Bæ með
20,4 lestin
Flestir bátar við Steingríms-
fjörð eru nú á hrognkelsaveið-
um og höfðu þeir fengið 206 tn.
af hrognum um mánaðamótin.
Urðu fyrir bílum
Varla líður sá dagur að ekki
sé ekið á börn á reiðhjólum hér
í Reykjavík eftir að sumra tók.
I fyrrakvöld urðu enn tveir
drengir fyrir bílum, Þórður Ad-
olfsson, Faxaskjóli 26, var að
hjóla á horni Ægissíðu og Hofs-
vallagötu þegar ekið var á hann;
og á Þóri Zoéga Tómasson. Hæð-
argarði 18' var ekið í Hæðar-
garði.’ ‘Hvorugur drengurinn
meiddist alvarlega.
wr
Odýr
skófatnabur
frá
Frakklandi
-úr striga
-úr leðri
- vynil
- fyrir kvenfólk
- fyrir karlmenn
- fyrir börn
NÝJAR SENDINGAR
STÓRKOSTLEGT ÚRYAL
SKÓBÚÐ AUSTURBÆIAR
Laugavegi 100
í
/