Þjóðviljinn - 29.06.1966, Síða 10

Þjóðviljinn - 29.06.1966, Síða 10
I Eg spái engu um frumhuldið, i - viStal viS ESvarS SigurSsson, formann Dagsbrúnar | i ! I Þjóðviljinn náði tali af Eð- varði Sigurðssyni, formanni Dagsbrúnar, í gærdag og leit- aði eftir áliti hans á nýaf- stöðnum samningum. —Við héldum almennan fund í Dagsbrún í gærkvöld, sagði hann, og fór hann fram í Iðnó og voru samningarnir þar samþykktir .nær einróma, — fimmtán mótatkvæði komu fram á fundinum. Ég flutti framsögu fyrir samnifigunum'á þessum fundi og rakti þar gang mála, — minnti ennfremur á þá stefnu síðustu árin í samningum að ná fram ýmsum atriðum um- fram þær beinu kauphækkan- ir, sem hefðu átt sér stað. — Verðtrygging á kaupi hefur verið mikið áhugamál og náðist fram í samningum árið 1964 og hefðu laun hækkað um 14% vegna verð- lagsbreytinga, sem að öðrum kosti hefði þurft að sækja með harðri verkfallsbaráttu eins og árið 1963. -1- Þá minnti ég ennfremur á taxtatilfærslur á undanförn- um árum og tel, að verka- menn hafi fengið með þeim drjúgan ávinning síðustu ár- in. — Þá. var komið inn á lausn ýmissa félagsmála eins og með tilkomu styrktarsjóð- anna, sem hefði reynzt félags- mönnum og félaginu sjálfu drjúgur bakhjarl og í öðru lagi húsnæðismál launafólks, þar sem tekizt hefði að hækka lánin verulega og í fyrra var svo farið inn á nýj- ar brautir, — raúnhæfa leið í þá átt að verkafólk geti raun- verulega eignazt húsnæði. Með þessum samningi teljum við að þessari meginstefnu hafi verið fylgt. Við vonum að hinn nýi orlofssjóður, sem nú hefur verið stofnað til, Eðvarð eigi eftir að verða verkafólki drjúgur til að bæta aðstöðu til þess að njóta orlofs, — þá teljum við einnig að með nú- verandi taxtatilfærslum sé veruleg bót ráðin fyrir all- stóran hóp félagsmanna. Með varlegri áætlun mun þessi taxtatilfærsla ná til átta hundruð verkamanna hjá Dagsbrún. — Sjálf grunnkaupshækk- unin leysir engan vanda út af fyrir sig fyrir verkamenn í ört vaxandi dýrtíð og þess má geta, að megineinkenni þessara samninga er, að þeir eru til skamms tíma, — ég vil hinsvegar engu spá um framhaldið á þessu stigimáls- ins, en það fer að sjálfsögðu eftir því, hver þróunin verð- ur í verðlags- og dýrtíðar- málum. — Þá má að lokum geta hinnar góðu samstöðu verka- lýðsfélaganna innan Verka- mannasambandsins og ef þessi samstaða á eftir að eflast mun hún vafalaust færa verkafólki aukinn ávinning, sagði Eðvarð að lokum. I I I I ! I Sumningur tvívegis / vor - Wðío/ y/ð Björn Jónsson, formann Einingar á Akureyri Þjóðviljínn hafði samband í gærdag við Björn Jónsson, formann Einingar á Akureyri og innti hann eftir áliti hans á samningunum. — Við Norðanmenn höfum nú tvívegis gert bráðabirgða- samninga með stuttu millibili núna í vor og fengið mikils- verðar leiðréttingar á ýmsum átriðum og er ég eftir atvik- um ánægður með þessa samn- inga. Að þessu sinni tel ég mik- ilsverðast við þessa samninga okkar Norðanmanna aukið öryggi verkafólks við stop- ula vinnu í frystihúsum og við skipaafgreiðslu, — það er réttur verkamanna til greiðslu fyrir helgidaga aðra en sunnu- daga í vikukaupi á slíkum vinnustöðum, — sérstaklega hef ég þar í huga verka- mennina við Eimskip á Ak- ureyri, sem hafa unnið ára- tugum saman án þessara rétt-. inda. Þá er um að ræða 12% hækkun með taxtatilfærslu fyrir fiskvinnu, — hún hefur alltaf verig-í 1. flokki borið saman við 2. flokk hjá verka- fólki við Faxaflóa. Annars höfum við Norðanmenn mjög haft í huga, hvað samning- arnir eru til skamms tíma og höfum við alltaf átt erfitt um vik til baráttu að sumrinu. Grunnkaupshækkunin er smávægileg borið saman við ört hækkandi nauðsynjar al- mennings í dýrtíðinni, — rík- isstjómin vinnur nú að lausn þessara mála í sumar sam- kvæmt loforði og hvernig framhaldið verður í haustfer að sjálfsögðu eftir lausn mál- anna eftir þá athugun, — þannig að ég vil að svo stöddu ekki spá neinu um að- gerðir okkar í haust. Hér ræður þróunin í verðlags- Og efnahagsmálum miklu um á næstunni, sagði Bjöm að lok- Bjöm I Síldveiðar: 95.254 lestir norðanlands og austan, 12.657 sunnan □ ASfaranófct sl. sunnudags var heildaraflamagnið á síld- veiðunum norðanlands og austan orðið 95.254 lestir, eða 8.406 lestum meira en í fyrra. Á sama tíma höfðu borizt á land 12.657 lestir suðurlandssíldar. Góð sala Víkings í Brstlandi Togarinn Víkingur seldi afla sinn í Bretiandi í síðustu viku og fékk fyrir hann ágætis verð miðað við árstíma eða 14,500 sterlingspund fyrir 250 tonna þorskfarm. Aflinn var mestmegnis feng- inn við A-Grænland á 8—9 dög- um, togarinn fór héðan 7. júní og seldi í Grimsby 23. þm. f dag og á morgun selja þrír íslenzkir togarar ísfisk í Grims- by og Hull, Röðull, Ingólfur Arn- arson og Marz. Þeir eru allir með fremur lítinn afla. Vöruskipta- jöfnuðurinn óhagstæður Vöruskiptajöfnuðurinn í maí- mánuði var óhagstæður um 46.571.000 krónur. Inn var flutt fyrir 567.099.000 krónur eii út- flutningurinn nam 520.528.000 krónum að verðmæti. Er þá vöruskiptajöfnuðurinn frá ársbyrjun til maíloka orð- inn óhagstæður um alls kr. 102.133.000, en innflutningurinn fyrstu fimm mánuði ársins nam 2.371.555.000 kr. og útflutning- ur 2.269.422.000 kr. samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu ís- lands. I Á sama tíma í fyrra nam út- flutningur kr. 1.959.752.000 kr. og innflutningur 1.847.442.000 kr. og vöruskiptajöfnuður því hagstæður, munur 112.310.000 krónur. í skýrslu Fiskifélagsins um síldveiðarnar fyrir norðan og austan í síðustu viku segir m.a: Fyrri hluta vikunnar var'síld- veiðiflotinn aðallega 100—150 sjóm. austur og austnorðaustur af Langanesi. Veður var all- sæmilegt til veiða, en afli rýr. Síðustu tvo daga vikunnar glæddist veiðin allverulega. Á föstudag var Síldarleitinni til- kynnt um rúmar 5.800 lestir og laugardag rúmar 8.400 lestir og er það langbezti afladagur sum- arsins til þessa. Voru skipin þá mestmegnis 90—130 sjómílur austur og austsuðaustur af Dala- tanga. Aflinn sem barst á land í vik- unni nam 14.648 lestum. Þar af fóru í bræðslu 14.462 lestir, í frystingu 11 lestir og saltað hafði verið í 1.296 tunnur. Telja má að til söltunar hafi farið 175 lestir síldar. í aflaskýrslu síðustu viku vantaði 411 lestir, sem fóru til bræðslu á Hjalteyri. Var því heildaraflinn þá 80.363 léstir. Heildarmagn komið á land á miðnætti sl. laugardag var 95.254 lestir og skiptist þannig: í frystingu 16 lestir. í salt 175 lestir (1.296 upps.tn.) í bræðslu 95.063 lestir. Á sama tima í fyrra varheild- araflinn sem hér segir: í salt 25.279 upps. tn. .(3.413 1.) í frystingu 1.271 uppm. tn. (137 1.) í bræðslu 617.020 mál (83.298 1.) Samanlagt gerir þetta 86.848 Jestir. Aflinn skiptist þannig á lönd- unarstaði: Iestir Reykjavík 9.121 Bolungarvík 1.703 Siglufjörður 586 Ólafsfjörður 1.641 Krossanes 2.916 Hjalteyri 411 Húsavík 1.077 Raufarhöfn 13.346 Vopnafjörður - 7.003 Seyðisfjörður 22.247 Neskaupstaður 16.770 Eskifjörður 8.982 Reyðarfjörður 3.881 Fáskrúðsfj örður 4.306 Breiðdalsvík 307 Djúpivogur 957 Síldveiðarnar sunnanlands Frá 1. júní til miðnættis laug- ardagsins 25. júní höfðu borizt á land 12.657 lestir suðurlands- síldar. Hefur síldin veiðzt á svæðinu frá Jökli til Hrollaugs- eyja. Tekið skal fram, að suður- landssíld sem landað er austan Vestmannaeyja, er talin með í skýrslu um síldveiðarnar norð- anlands og austan. lestir Vestmannaeyjar 6.893 Þorlákshöfn 2.649 Grindavík 1.762 Sandgerði 316 Keflavík 328 Reykjavík / 357 Akranes 243 Bolungarvík 109 Fölsuðu ávísanir Talsverð brögð hafa verið að því í Kópavbgi að undanförnu að unglingar fölsuðu ávísanir. í fyrri viku hafði lögreglan í Kópavogi upp á öllum þessum ávísunum og kom í ljós að hóp- ur unglinga á aldrinum 12—13 ára hafði falsað þær. Unglingarnir hafa einnig haft í frammi alls konar óknytti und- anfarið að sögn lögreglunnar. Miðvikudagur 29. júní 1966 — 31. árgangur — 141. tölublað. Hlaut 850 þús. kr. sekt fyrir okur □ Síðastliðinn íöstudag var kveðinn upp í saka- dómi Reykjavíkur dómur í máli ákæruvaldsins gegn Margeiri J. Magnússyni, víxlara, Miðstræti 3A fyr- ir brot gegn lögum um bann við okri, bókhalds- lögum og almengum hegningarlögum. Margeir var dæmdur í 850 þús. króna sekt, en til vara í tíu mánaða varðhald. Einnig var honum gert að greiða sakarkostnað. 1 dóminum þykir sannað, að Margeir hafi á árinu 1964 veitt manni nokkrum víxillán til sex mánaða að fjárhæð samtals 450.000 vaxtalaust, en áskilið sér sem endurgjald vaxtalaust víxillán til 20 ára að fjárhæð 150.000. Hafði maðurinn á þenn- an hátt selt Margeiri fimm víxla til sex mánaða að upphæð 450 þúsund kr. og fengið þá greidda með 300.000 kr. í peningum og kr. 150.000 með víxlum til 20 ára, samþykktum af Margeiri. Endurgjald það, sem Margeir hafði þannig áskilið sér í sam- bandi við þessa lánveitingu tald- ist að frádregnum löglegum há- marksvöxtum, að upphæð kr. 110.166,33. Þá var Margeiri ennfremur gefið að sök að hafa ekki haldið bókhald með löglegum hætti. — Halldór Þorbjömsson, sakadóm- ari, kvað upp dóminn. Margeir óskaði þess, að dóminum yrði skotið til Hæstaréttar. Varð fyrir byssuskoti Það hörmulega slys varð í Biskupstungum á sunnudags- morgun, að tvítugur piltur, Magnús Harðarson frá Sólveig- arstöðum við Laugarás, varð fyr- ir slysaskoti og beið bana. Magnús hafði verið á ferð við Hvítá ásamt félaga sínum og voru þeir á leið á skytterí. Gekk Magnús aftar og heyrði hinn pilturinn allt í einu hvell. Peg- ar hann leit við sá hann að Magnús hafði orðið fyrir skotinu. Hann mun hafa látizt samstund- Ánægjuieg ferð sósíulistu um sögustuði Rungárþings Þjóðviljinn hafði í gær tal af formanni Sósíalistafélagsins, Páli Bergþórssyni vcðurfræðingi, og spurðist fyrir um ferð félagsins um Rangárþing. Páll kvað ferð- ina hafa verið hina ánægjuleg- ustu. Ekið var sem leið liggur á Hvolsvöll og þar snæddir dilk- ar úr Hvolhreppnum. Veður var gott að sögn Páls, lítið um rign- ingu og „stundum jafnvel sól- skin‘‘ eins og hann komst að orði. Enda hafði Jóni Rafnssyni þótt það vænlegast til heilla að yrkja ákvæðavísu, enda þótt veðurfræðingur væri með í för- inni, og var hún á þessa leið: Steypist yfir stórrigning standi þetta í sólarhring: uppi, niðri og allt um kring undanskil ég Rangárþing. Frá Hvolsvelli brugðu menn sér síðan yfir Þverá, horfðu til jökla og snöm ferðinni svo til Odda. Þar skoðuðu menn „feg- urstu sveitakirkju landsins“ eins og Páll orðaði það, svipuðust um af Gammabrekku, heiðruðu Þykkvabæinn með marxistískri Vilja viður- kenna Kína WASHINGTON 28/6 — Sam- kvæmt úrslitum skoðanakönnun- ar sem birt voru í Bandaríkjun- um í gær eru 57% Bandaríkja- manna því fylgjandi að banda- ríska stjórnin viðurkenni kín- verska alþýðulýðveldið. 55% aðspurðra voru fylgjandi inngöngu Kína í SÞ með þeim skilmála að ríki kínverskra þjóðernissinna héldi sæti sínu einnig. 37% vildu að aðeins ríkis- stjórnin í Peking sendi fulltrún Kínverja til SÞ. í nærveru sinni og í bæinn voru menn komnir um átta leytið að kvöldi. Fararstjóri var Árni Böðvarsson. Banaslys varð í Keflavík Aðfaranótt laugardagsins varð banaslys í Keflavík. G-fólksbif- reið ók eftir Hafnargötu og ætl- aði að beygja inn á Skólaveg en stanzaði við vegamótin vegna vegfarenda. Þá kom þar að önn- ur fólksbifreið og lenti hún utan í G-bílnum og síðan utan í tveim fótgangandi mönnum. Annar piltanna, Steinar Hólm Sveinbjörnsson sem var 18 ára gamall og átti heima á Kirkju- vegi 4A, hlaut mikið höfuðhögg. Hann var fluttur á sjúkrahús í Keflavík og lézt þar. Hinn pilturinn sem ekið var á, fótbrotnaði. Hann heitir Krist- inn Karlsson. Unglingalands- liðið sigraðj pressuliðið 4:2 Unglingalandsliðið, sem á að mæta danska unglingalandslið- inu eftir viku, sigraði pressulið- ið á Laugardalsvelli í> gær- kvöld og urðu úrslit 4:2 eftir Iéttan og skemmtilegan leik. í hálfleik stóðu leikar 2:2. Kalt var og leiðinlegt veður og því fremur fátt áhorfenda á vellinum. 1 unglingalandsliðinu eru leik- menn 24 ára og yngri, valdir af landsliðsnefnd KSl, en and- stæðingarnir í gærkvöld voru valdir af íþróttafréttariturum ' dagblaðanna.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.