Þjóðviljinn - 05.07.1966, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.07.1966, Blaðsíða 3
ÞríðjœtegMf 5. 5ÚK t968 — ÞJÓÐVHJrNN — SlÐA 3 Mótmælaa&gerðir víða um heim gegn stríðsæði Bandaríkjamanna Eftirminnilegur þjóðhá tíðardagur fyrir Johnsonliðið □ Víða um heim voru Bandaríkjamenn minnt- ir á það óþyrmilega á þjóðhátíðardegi sínum að forystumenn þeirra eru um þessar mundir að svívirða frelsisyfirlýsingu Bandaríkjanna með sí- vaxandi ofbeldisaðgerðum gegn snauðri og smárri þjóð Vietnams. í Japan mótmæltu þúsundir manna heimsókn Dean Rusk utanríkisráðherra Banda- ríkjanna. Kröfugöngur voru famar að bandarísku sendiráðunum í Stokkhólmi og Osló og miklaj: mótmælaaðgerðir vom hafðar í frammi í sam- bandi við árlega dansk-bandaríska hátíð á Jótlandi. Á sunnudagskvöld krafðist hinn heimskunni vís- indamaður Bertrand Russel þess í ræðu á fjölda- fundi í London að Johnson forseti yrði dreginn fyrir alþjóðadómstól fyrir stríðsglæpi. JÓTLAND Á annað hundrað lögreglu- menn hafa síðan á föstuda’g haldið vörð um Rebildhæðir á Jótlandi þar sem árlega fer fram dönsk-ban d arí sk hátíð 4. júlí. Engu að síður kom i ljós í dag að gróður á staðnum hafði ver- ið að verulegu léyti eyðilagður með eiturefnum — til að minna á eiturhernað Bandaríkjamanna í Suður-Vietnam. Þá var raf- magnssamband rofjfs vig staðinn í dag og var Því ekki hægt að útvarpa eða sjónvarpa frá hátíð- inni Þegar i gær voru ttu manns handteknir í Álaborgarhéraði í sambandi við mótmælaaðgerðir gegn stefnu Bandaríkjamanna í Vietpam. Meðal þeirra var ung stúlka, sem hafði málað orðin „Burt með Bandaríkjamenn úr Vietnam“ þvert yfir vegg nokk- Wilson frystír kun LONDON 4/7 Harold Wilson forsætisráðherra hefur iagt fyr- ir brezka þingið lög um laun og verðlag. sem hafa vakið upp mikla óánægju meðal vinstri manna í flokki hans. Lögin miða einkum að því að koma í veg fyrir launahækkun og hækkun framleiðslukostnað- ar Þar er meðal annars ákvæði um að launahækkanir nemi ekki meir en 3,5% á árj — og þar ingarinnar i S-Vietnam. Á spjöldunum stóð m.a.: „Banda- ríkjamenn myrða í Vietnam“, „Hættið loftárásum" og „Hve mörg böm hafið þið drepið í daig?“ Kröfugöngumenn minntu og á frelsisyfirlýsingu Banda- ríkjanna, hvemig orð hennar um rétt allra til lífs og frelsis sam- rýmdust framferði þeirra í Viet- nam. JAPAN Rusk, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna kom i dag til Japans. Lenti hanp á Osaka-flu-gvelli og beið hans þar 5000 manna hóp- ur til mótmælaaðgerða. Mikið lögreglúlið Ipkaði flugvellinum og var Rusk skotið niður í borgina eftir, annarri leið en fyrirhuguð hafði verið. Seinna um daiginn kom Rusk til borgarinnar Kyoto og voru þar einnig fyrir þúsundir kröfu- göngumanna. Var þeim dreift af miklu lögregluliði og kom til allsnarpra átaka í borginni. ENGLAND Á sunnudagskvöld var haldinn fundur á Trafalgartorgi i Lond- on. Þar hélt Bertrand Russel ræðu og vildi fá Johnson forseta I dreginn fyrir dóm fyrir stríðs- glæpi Formaður Kommúnista- flokksins, Gollan, veittist mjög að Wilson forsætisráðherra, sem hann kvað samábyrgan Banda- ríkjamönnum vegna undirgefni sinnar við þá, Brezka stjómin hefur orðið við þeirri kröfu um 100 þing- manna, flestra úr vinstri armi Verkamannaflokksins, að Viet- nammálið verði rætt í þinginu heilan dag — á fimmtudaginn kemur. Um kvöldið var farin mynd- arleg kröfuganga að bandaríska sendiráðinu í Osló og afhent þar mótmælaorðsending stíluð á | Johnson forseta. Andbandarísk I vígorð voru máluð á bandaríska bókasafnið í háskólabænum j Heidelberg í V-Þýzkalandi og að auki verði allar hækkanir á | til mótmælaaðgerða kom við kaupi og verðlagi bannaðar í ! ræðismannsskrifstofur í Frank- nokkra mánuði og má sekta 1 furt. urn — var svartri málningu síð- an hellt yfir áletrunina. Krag, forsætisráðherra Dan- merkur fcalaði á hátíðinni og kvaðst vera mótfallinn þeirri út- færzlu styrjaldarinnar i Vietnam sem Bandaríkjamenn hefðu gert sig seka um með loftárásum á stórborgir N-Vietnams, en vildi um leið telja að stjórnin í Hanoi bæri sinn hluta ábyrgðar- innar með því að neita að taka upp viðræður við hina banda- rísku árósarmenn. STOKKHÓLMI, OSLÓ — OG VÍÐAR 200 lögreglumenn héldu vörð um bandaríska sendiráðið í Stokkhólmi í dag. Konriu þar að kröfugöngumenn með andbanda- rísk spjöld og aðrir voru á ferð um miðborgina með svipuð spjöld Og fána þjóðfrelsishreyf- menn komu ekki til móttöku í bandaríska sendiráðinu í Moskvu. Þar kom hinsvegar brezkur stúdent úr friðarsamtökunum „100 manna nefndin” og var hon- um hent út er hann hafði beðið. viðstadda að lyfta glösum fyrir þeim sem fallið hefðu í Vietnam. • LOFTÁRÁSIR ENN Bandaríkjamenn gerðu i dag enn eina loftárás á olíustöðvar skammt frá hafnarborginni Hai- phong. Auk þess segjast banda- rískir flugmenn hafa eyðilagt eldflauigastöð skammt frá Hanoi. $---------------------------- Ólga í Indónesíu DJAKARTA 4/7 — Frestað heiur verið að kalla saman fund í þjóðþingi Indónesíu vegna ósamkomulags milli hers- ins og þingsins um stöðu Súkamo forseta. Sex úrvalsher- sveitir hafa verið fluttar flugleiðis til Djakarta og er gefin upp sú ástæða að kommúnistar haldi uppi áróðri gegn hernum í höfuðborginni. Þingið átti að koma saman í gær, en fundi hefur þegar ver- ið frestað tvívegis og er ekki vitað til hve langs tíma. Opin- berlega er sagt að þetta sé gert af tæknilegum ástæðum, en kunnugir telja, að þingið vilji ekki samþykkja kröfur hersíns um að forsetatign til æviloka verði tekin af Súkarno. Hersveitirnar sex voru fluttar til Djakarta flugleiðis í nótt og sagt að þær yrðu til öryggis þvj kommúnistar hefðu nú uppi áróður gegn hemum í höfuð- borginni. Þá hefur hershöfðing- inn sem fyrir þessum sveitum ræður hvatt Súkamo til að segja allt af létta um byltingartilraun- ina i fyrra — en herinn hefur kennt kommúnistum um hana og notað sem ástæðu til hryllilegra fjöldamorða á kommúnistum. Mörg þúsund stúdentar fóru í kröfugöngu fyrir utan forseta- höllina í dag og kröfðust harð- ari aðgerða gegn kommúnistum, breytmga á efnahagskerfinu og lýstu stuðningi vij Suharto hers- höfðingja sem nú er í raun valdamestur maður í landinu. Varsjárbandalag og NAT0 verði smám saman leyst upp Rúmensk tillaga á Varsjárbandalagsfundi BÚKAREST 4/7 — í dag hefst í Búkarest fundur forystu- mánna aðildarríkja Varsiárbandalagpins Kr talið að á hon- um hafi Rúmenar frumkvæði um að stefnt verði að raun- hæfum tillögum, sem geti orðið grundvöllur að viðræðum milli Natóríkja og Varsjárbandalags. verkamenn og atvinnurekendur ef út af' ber. Þa er veittur allmikili styrk- ur til brezks iðnaðar til kaupa á nýjustu tækjum og vélum. Allar þessar ráðstafanir eiga að miða að þvi að gera brezkar út- flutningsvörur samkeppnishæf- ari Qg draga úr greiðsluhalla við útlönd. Háttsettir sovézkir embættis- Vitnað er í NTB-frétt til rúm- enskra heimilda um að leiðtogi rúmenska kommúnistaflokksins, Ceaucesu, muni leggja fram drög að áætlun um stefnu Austur- Evrópuríkja í fjórum liðum. Þar verði lögð áherzla á að bæði Nato og Varsjárbandalagið taki þá heildarstefnu að bæði banda- lögin leysist upp smám samgn. Um Þýzkalandsmálið segir, að Þjóðverjar sjálfir skuli látnir um að leysa það fyret og fremst og verði bæði þýzku ríkin hvött til þess af bandamönnum að taka upp sem víðtækast sam- starf. Diplómatar í Búkaresí telja að sovézkir leiðtogar muni geta fallizt á áætlun Ceaucescus, að minnsta kosti sem umræðugrund- völl og að líkur bendi tii að hún setji talsverðan svip á sam- eiginlega yfirlýsingu fulltrú- anna að ráðstefnu lokihni. Um leið er bent á ag síðustu atburðir í Vietnam torveldi mjög framsetningu róttækra tillagna um sambúð austurs og vesturs. Því er það talig líklegt að í sameiginlegri yfirlýsingu verði í fyrsta lagi lögð áherzla á ein- ingu Varsjárbandalagsríkja, stefna Bandaríkjamanna for- dæmd og í þriðja lagi varkár ábending til Vesturveldanna um möguleika á nánari samskiptum. 1 De Gaulle skoðar sprengingar Bít/arnir andvígir Johnson TOKIO — Bítlarnir brezku hafa verið á hljómleikaferða- lagi um Japan og á blaðamannafundi í Tokío fordæmdu þeir árásarstyrjöld Bandaríkjamanna í Vietnam. John Lenn- on hafði orð fyrir þeim félögum og komst meðal annars svo að orði: „Bandaríkin hafa engan rétt til íhlutunar um vandamál þessa lands (Vietnams)“. Hinir bítlarnir þrír sögðu að þeir vildu allir taka undir orð Lennons. Austfírðingar sömdu um helgina Fulltrúar frá tíu verkalýðsfélög- um á Austurlandi mættu á samningafundi á Reyðarfirði síðastliðinn laugardag við austfirzka atvinnurekendur og náðist samkomulag kl. 2 að- faranótt sunnudags. Var þctta samkomulag byggt á rammasamningi Verkamanna- sambandsins frá 23. júní, — en um taxfcatilfærslur var byggt á samkomulagi. við norðlenzku verkalýðsfélögin frá 27. júní. Þetta samkomulag var undirritað með fyrirvara um samþykki félagsfunda. PARÍS 4/6 — De Gaulle Frakk- landsforseti fer í opinbera heim- sókn i ágúst til Eþíópíu og heimsækir síðan Djibouti, sem fer lítil frönsk nýlenda á strönd Rauðahafs. Þaðan fer forsetinn til Kam- bodja og síðan til franskra ný- lendna á Kyrrahafi og verður þar viðstaddur síðasta áfang- ann í tilraunum Frakka með atómsprengjur. Franski ráðherrann sem fer með mái „franskra svæða hand- an hafs“, Pierre Bilotte hers- höfðingi, er nú á Tahiti. Lét hann þess getið að Frakkar væru nú í þann veginn að geta fram- leitt vetnissprengju. Frakkar sprengdu atómsprengju í fyrsta sinn á Kyrrahafssvæðinu á laug- ardag, og hafa þau tíðindi vak- ið upp mikla mótmælaöldu í beim ríkjum sem næst liggja. Steini kastað að drottningu BELFAST 4/7 — Elísa'bet drottn- ing og maður hennar komu í heimsókn til höfuðborgar Norð- ur-írlands í dag. Höfðu miklar | varúðarráðstafanir, verið gerðar, I því róstusamt hefur verið þar í héruðum að undanförnu og eig- ast við mótmælendur og kaþ- ólskir. Var þeim hjónum vel tekið. Þó var flösku kastað að bifreið þeirra er þau óku um götur borgarinnar og steinhnullungi var kastað á bíl þeirra ofan af vinnupalli. Skaddgðist bílþakið lítillega. Vinnubuxur nylonstyrkt nankin kr. 250,00 * r v n <k y * P »*■ * •* Nýtlng innan við 10% Neskaupstað 4/7 — í dag var söltuð síld hér í fyrsta sinn á sumrinu og var þar um einskon- ar tilraun að ræða. Þetta var hjá söltunarstöðinni Sæsilfur upp úr Vlði II. Fengu þeir þar í 30 tunnur og var nýtingin inn- an við 10%. Ekki eru taldar horfur á því að söltun hefjist hér fyrir alvöru í bráð. — Verkföl! í Grikklandi AÞENU 4/7 — Um fimmtíu þúsund opinberir starfsmenn í Grikklandi hafa gert tveggja sólarhringa verkfall til að knýja fram lagasetningu um réttar- stöðu sína. 39 banaslys Kuo Mo-jo ekki af baki dottinn Byltingarsinnuðum rithöfundi ber að stunda sjálfsgagnrýni PEKING 4/7 — Einn þektasti rithöfundur Kína, Kuo Mo-jo, hélt í dag ræðu á ráðstefnu rithöfunda Asíu- og Afríku- landa, og neitaði þeim orðrómi að hann hefði fallið í ónáð. Sagði hann að erlend blöð og tímarit hefðu afskræmt og mistúlkað sjálfsgagnrýna ræðu sem hann hélt fyrir nokkru, en þar sagði hann m.a. að réttast væri að brenna fyrri bæk- ur sínar. CHICACO 4/7 — Um helgina létu 39 manns lífið í bílslysum í Bandaríkjunum. Óttast er að sú tala hækki verulega áður en dagurinn er allur, en þessi helgi er lengri en aðrar fyrir sakir Hj. G. þjóðhátíðard. Bandaríkjamanna. Ræða Kuo Mo-jo varð upphaf mikillar herferðar gegn villuráf- andi menntamönnum. Þar kvaðst hann hafa gert sig sekan um ýmsar yfirsjónir, vanmetið ken- ingar Maos og vilja bæta úr með því að lifa og starfa með verkamönnum Og hermönnum — þótt kominn væri á háan aldur. Kuo Mo-jo sagði, að það væri uppspuni blaða afturhaldsins og endurskoðunarmanna, að hann hefði fallið í ónáð og verið svipt- ur frelsi, og vildu þessi blöð nota sjálfsgagnrýni hans til að sverta menningarbyltinguna í Kína. Það sem gerðist, sagði skáldið. viar einfaldlega það. að ég tók sjálfan mig til bæna og komst að Því að það sem ég hafði áður skrifað var lítils virði. okkar skilyrði að byltingarsinn- aður rithöfundur, sem finnur til ábyrgðar gagnvart þjóð sinni, reyni sifellt ag taka breytingum og taki öðru hvoru til ítarlegr- ar yfirvegunar frammistöðu sína. Bítlarnir mættu ekki MANILLA 4/7 — Bítlarir breaku, sem nú eru á Filippseyj- um, voru boðnir í forsetahöll- ina i dag og biðu þar eftir þeim forsetafrúin, börn hennar og um 200 vinir þeirra og kunningjar. Beðig var eftir Bítlunum í eina Það er fullkomleiga eðlilegt við klukkustund en þeir mættu ekki.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.