Þjóðviljinn - 06.07.1966, Qupperneq 3
I
Miðvikttdagur 6. Júlí 1966 — ÞJÓÐVIUINN — SlÐA 3
Sósíalisminn útlægur úr Indónesíu
Ráðgjafarþing Endónesa hef-
ur staðfest ægivald hersins
Vegna villimannlegra arása Bandaríkjamanna á miljónaborgina Hanoi, höfuðborg Norður-Vietnam,
er baíinn brottflutningur óbreyttra borgara þaðan. Verða ekki aðrir eftir en þeir sem starfa bein-
línis að framleiðslunni og við lóftvarnir. — Myndin: Ungt fólk í Hanoi sem hefur. hlotið þjálfun
til loftvarna. ,
Svör við lofthernaði Bandaríkjamanna
Kínver jar lofa ótakmarkaðri
aðstoð við vietnamska þjóð
Sovézkir æskumenn reiðubúnir að gerast sjálfboðaliðar
PEKING, SAIGON, HANOI 5/7 — Dagblað alþýðunnar í
Peking lýsir því yfir í dag, að Kínverjar séu reiðubúnir
að' gefa það svar við útfærzlu stríðsins í Vietnam, sem
Bandaríkjamenn bera ábyrgð á, að veita vietnamskri þjóð
takmarkalausan stuðning í baráttu hennar. Sovézkur æsku-
lýðsfrömuður segir sovézka æskumenn reiðubúna að ger-
ast sjálfboðaliða í Vietnam hvenær sem beiðni um slíka
aðstoð berst, Tuttugu þúsund manns fóru í mótmæla-
göngu í Kyoto í Japan í dag gegn lofthemaði Bandaríkja-
manna.
Aðalmálgagn Kínverska komm-
únistaflokksins Dagblað alþýð-
unnar, segir í dag, að Kínverjar
muni gera allt sem þeim þuría
þykir til að hjálpa vietnömsku
þjóðinni. Ef að slík réttlát hjálp
myndi hafa í för með sér banda-
ríska árás á Kína, munum við
Elísabetar er
vandlega gætt
BELFAST 5/7 — f dag lýkur
opinberri heimsókn Elísabetar
drottningar til Belfast, höfuð-
borgar Norður-írlands. Vopnað-
ir lögregluþjónar voru á verði
hvar sem drottning ók og lög-
regluþyrlur sveimuðu yfir til að
fylgjast með hugsanlegum ó-
eirðamönnum.
Pípulagningamaður einn kast-
aði í gær steypuhnullungi ofan
á bíl drottningar og þjónustu-
stúlka kastaði að honum flösku.
Bæði hafa verið handtekin og
leidd fyrir rétt.
taka hiklaust á móti, segir blað-
ið.
f leiðara blaðsins segir, að
eftir Ibftárásir Bandaríkjamanna |
á Hanoi og Haiphong séu þeir j
sem vilja aðstoða Vietnam í bar- * 1
áttunni við árásarmenn. ekki
lengur bundnir af neinu. Það er ’
ekki Bandaríkjamanna einna að
ákveða með hvaða hætti > styrj-
öldin í Vietnam verður háð —
þeir viðurkenna engar takmark-
anir í árásarstyrjöld sinni, segir
blaðið, — og aðstoð Kína við
Vietnam mun þá einnig verða ó-
takmörkuð.
Þá ræðst blaðið á Sovétmenn
af meira kappi en nokkru sinni
fyrr og segir að loftárásimar á
stórborgir Norður-Vietnam hafi
því aðeins átt sér stað að um
hefði verið samið milli Banda-
ríkjamanna og sovézkra.
Sovézkur æskulýðsleiðtogi sagði
hinsvegar á ráðstefnu ítalskra
ungkommúnista í Bologna í dag,
að sovézkir sjálfboðaliðar væru
reiðubúnir að berjast í Vietnam
hvenær sem Vietnammenn ósk-
uðu þess.
Ron Clarke settí g/æsilegt
heimsmet / 5000 m hlaupi
STOKKHÖLMI 5/7 — Ástralski
hlauparinn Ron Clarke setti nýtt
og stórglæsilegt heimsmet í 5000
metra hlaupi á leikvanginum í
Stokkhóhni í dag. Tími hans var
13 mín. 16,6 sek. og bætti hann
heimsmet Keino frá Kenya um
7,6 sekúndur. Fyrra heimsmetið
var 13 mín. 24,2 sek.
1 sama hlaupi setti Clarke nýtt
heimsmet i þriggja mílna hlaupi1
— 12 mín. 50,4 sek. en hann
átti sjálfur gamla. metið, 12 mín.'
52,4 sek. Clarke var einnig
heimsmethafi í 5000 m. hlaupi en
Keino tók metið af honum í
nóvember í fyrra á móti í Well-
ington.
Ron Clarke var í sérflokki í
þessu hlaupi og komst enginn
nálægt honum. Pólverjinn Lech
Bogusziewicz varð annar á tím-
anum 13 mín. 51,8 sek. Fyrsti
Svíinn sem kom í mark varð
að láta sér nægja sjötta sætið.
Fyrir hlaupið hafði Clarke
lýst.því yfir. að nú myndi hann
taka á öllu sem hann ætti til.
DJAKARTA 5/7. Raðgjafaþing indónesískrar þjóðar
hefur orðið við þeim kröfum ríkjandi herforingjaklíku
í landinu að banna alla starfsemi kommúnista, banna
kenningar Marx og.Engels og að svipta Súkarno ævi-
langri forsetatign. Þá verður og sett á stofn sérstök
nefnd sem á að taka til endurskoðunar pólitískar kenn-
ingar Súkamos aðallega til að fjarlægja úr þeim fjand-
skap við vestræna heimsveldisstefnu — að því er bezt
verður séð.
Loftárásir.
Bandarískar flugvélar gerðu i
dag loftárásir á þrjár olíubirgða-
stöðvar og var ein þeirra ör-
skammt frá Haiphong. Til átaka
kom milli varðbáta frá Norður-
Vietnam og bandarískra flugvéla
og var ein flugvél skotin nið-
ur.
Tassfréttastofan skýrir frá því,
að hafinn sé brottflutningur ó-
breyttra borgara frá Hanoi. 1
borginni verða aðeins eftir þeir
sem vinna við framleiðslustörf
og loftvarnir.
Japan.
Dean Rusk, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna er nú í Japan og
hélt í dag ræðu á japansk-banda-
rískri ráðstefnu um verzlunar-
mál í borginni KyotP. Með
an Rusk talaði fóru um 20 þús-
und manns um götur borgarinn-
ar í mótmælagöngu gegn loft-
árásum Bandaríkjamanna á N-
Vietnam. Mörg þúsund lögreglu-
menn umkringdu bygginguna þar
sem Rusk talaði. <
í Calcutta á Indlandi kom í
þriðja sinn á fáum dögum ti'
mótmælaaðgerða vegna loftárás
anna í Vietnam. Brenndu kröfu
göngumenn brúðu sem líktist
Johnson forseta og rifu banda-
ríska fánann í' tætlur fyrir utan
aðsetur bandarísku upplýsinga-
þjónustunnar í borginni.
Ky borubrattur.
Af þeim sem sendu Johnson
forseta hejliaóskaskeyti í tilefni
þjóðhátíðardags Bandaríkjanna í
gær urðu aðeins tveir til að
lýsa stuðningi við loftárásir hans
á Norður-Víetnam: þeir Lúbke,
forseti V-Þýzkalands og Ky, for-
sætisráðherra herforingjaklík-
unnar i Saigön. Ky ítrekaði ídag
hrifningu sína af loftárásunum
á Hanoi og Haipong, og taldi
þær myndu grafa svo gjörsam-
lega undan atvinnulífi Norður-
Víetnam, að styrjöldinni yrði
senn lokið.
snren^ium
NYJU DEHLI 5/7 — Indland
hefur mótmælt kjarnorkuspreng-
ingum Frakka á Kyrrahafi og
hvetur stjórn landsins til þess
að öll ríki virði Moskvusáttmál-
ann um bann við kjamaspreng-
ingum.
Þá hefur þingið farið þess á
leit við Súkarno, að gefa
skýrslu um hina misheppnuðu
byltingartilraun, sem gerð var
í fyrra, og um að útskyra þró-
un efnahagsmála í landinu.
Herinn hefur bersýnilega af-
ráðið að greiða öllum vinstri
öflum í landinu banahögg með
því að knýja fram bann á öll-
um kommúnisma, marxisma og
leninisma innan landamæra
landsins. Þá hlýtur ákvðrðunin
um skipun nefndar til að end-
urskoða pólitískan boðskap Sú-
karnos að vekja mikla athygii.
Súkamo hefur öðrum fremur
mótað pólitíska stefnu landsins
og lýsti yfir því á sínum tíma,
að Indónesía skyldi vera sósial-
istískt ríki, fjandsamlegt heims-
veldisstefnu og nýlendustefnu
og hjálpa þjóðum sem væru
að berjast fyrir sjálfstæði sínu.
1 álitsgerð þingsins er hins-
vegar lögð áherzla á að Indó-
nesía leiti eftir vinóttu við ná-
granna sína, en flest grannríki
eru undir vestraenum áhrifum.
Hinsvegar samþykkti þingið að
lýsa yfir andúð á erlendum
herstöðvum í Asíu og á er-
lendum afskiptum af Vietnam-
deilunni. Þá er þess og látið
getið að vandamál Asíu skuli
leyst af Asíubúum sjálfum.
Þá hefur vináttusamningi við
Kínverska alþýðulýðveldið ver-
ið sagt upp
AFP fréttastofan skýrir svo
frá að þingið hafi einnigsam-
þykkt að Indónesía skuli aftur
gerast aðili að S.Þ.
Afall fyr-
ir Wilson
Kaupbindingarstefna Wil-
sons hefur vakið upp mikla
ólgu meðal vinstrimanna
í Verkamannaflokknum
brezka. Vakti það mikla at-
hygli i gær að eihn af
þekktustu foringjum flokks-
ins, Frank Cousins, tækni-
málaráðherra, sagði sig úr
stjórn Wilsons þrátt fyrir
miklar fortölur forsætis-
ráðherrans. Cousins er nú
talinn liklegastur forystu-
maður vinstri arms flokks-
ins, sem mun að líkindum
færast mjög í aukana bæði
í baráttu gegn kaupbindirg-
arstefnu og gegn stuðningi
Wilsons við Bandaríkja-
menn í Vietnam.
Bersýnilegt er að Súkarno er
nú ekki annað en bandingi ráð-
andi herforingjaklíku, sem leyf-
ir honum að halda titli sínum
um sinn vegna þess að hann var
orðinn sameiningartákn í vit-
und þjóðarinnar. Er Súkarno
sagður hafa fallizt á allar á-
kvaróanir þingsins, þó með
nokkurri tregðu. Þá er sagt
að hann og Nasution hershöfð-
ingi, formaður þingsins, hafi
SCKARNO
— bandingi hersins
samið um að „kosningar“ fari
fram í landinu árið 1968 - - tal-
ið of dýrt að reyna það fyrr.
Bítlarívandræðum
á Filippseyjum
MANILLA 5/7 — Bítlarnir
brezku hafa verið á Filippseyj-
um í hljómleikaferð og vegnað
þar verr en nokkru sinni fyrr.
Er ástæðan talin sú fyrst og
fremst, að þeir dirfðust að
móðga forsetafrú landsins með
því að koma ekki í boð til henn-
ar og barna hennar.
Fyrst átti ekki að hleypa þeim
úr landinu fyrr en þeir hefðu
greitt tekjuskatt. Er því varð
um síðir bjargað og þeir héldu
til flugvélar, voru þar fyrir 200
manns sem jusu þá svívirðing-
um og kváðust aldrei vilja sjá
þá framar. Ringo Starr er einn
bítla sagður hafa sloppið við'
ámæli.
Síðar lét forseti landsins, Mar-
cos, þess getið, að hann harm-
aði atburðinn á flugvellinum,
væri hann brot á filippískri gest-
risni og stæði ekki í neinu skyn-
samlegu sambandi við smáatriði
málsins. Hefðu bítlar alls ekki
ætlað sér að móðga stjórn lands-
ins eða forsetann af ásettu ráði.
Er talið að forsetinn hafi sjálfur
gengizt fyrir því að bítlar sluppu
úr landi áður en tekjuskattur
væri greiddur.
Þjoðhetja jorð-
uð í Alsír
ALSÍR 5/6 — Abdelkadjr emír,
alsírsk þjóðhetja, sem lézt í út-
legð í Sýrlandi, var í dag lagður
til hinztu hvíldar í föðurland*
sínu í sambandi við hátíðahöld
í tilefni þess að fjögur ár eru
liðin frá því að landið hlau''
sjálfstæði. Um hálf miljón
manna voru viðstaddir jarðar-
förina.
Fundur Varsjárbandalagsríkja:
Yfirlýsing um frið
og öryggi í Evrópu
BÚKAREST 5/ — Fundur for-
ystumanna aðildarríkja Varsjár-
bandalagsins hófst í höfuðborg
Rúmeníu í gær. Ræddust þeir
þá við í þrjár klukkustundir
einslega Bréznéf, aðalritari
Kommúnistaflokks Sovétríkjanna
og Ceaucescu, formaður rúm-
enska flokksins. En Rúmenar
hafa sérskoðanir á því hver skuli
verða framtíð bandalagsins og
eru þeir táldir vilja að stefnt
verði sem beinast að því að
leysa upp hernaðarbandalög 1
Evrópu.
í dag undirrituðu fulltrúar á
fundinum sameiginlega yfirlýs-
ingu um öryggi og frið í Evrópu.
Ekki var í dag vitað nánar um
einstök atriði yfirlýsingarinnar
eða hvort þar kæmu fram ákveðn-
ar tillögur um verndun friðar
i álfunni.
Því er haldið fram í Búkarest,
að Ceaucescu hafi á fundinum
í dag, sem stóð þrjár klukku-
stundir, lagt á það mikla á-
herzlu að í lokayfirlýsingu fund-
arins yrði þeirri ósk beint t.il
Vesturveldanna að þau eigi sam-
vinnu við Austur-Evrópuiöndin
um að hefja smám saman virk-
ar samræður um stjómmál,
efnahagsmál og menningarmál.
Fundurinn er haldinn i kon-
ungshöllinni sem var og
biðu þar fyrir utan hundruð
manna sem fögnuðu fulltrúum
vel er þeir Dirtust. Frá Sovét-
ríkjunum eru bæði Bréznéf og
Kosygin forsætisráðherra mættir
til leiks.
Mðlawi — nýtt
Afríkulýðveldi
BLANTHYRE 5/7 - Malawi,
sem hefur verið konungsríki
síðan landið hlaut sjálfstæði og
Elísabet drottning þjóðhöfðingi
þess, verður lýðveldi á miðnætti
í nótt. Dr. Hastings Banda for-
sætisráðherra verður fyrsti for-
seti landsins. Malawi verður ó-
fram í brezka samveldinu. Land-
ið hét Nyasaland meðan bað var
nýlenda.