Þjóðviljinn - 06.07.1966, Blaðsíða 6
g SÍÐA — ÞJÖÐVIkJINN — MirMlrodagwr 6. júS 1966.
Byggingaríélag verkamanna í Reykjavík
Hefur frá byrjun
byggt 454 íbúðir
Byggingafélag verkamanna í
Reykjavík hefur byggt 454 I-
búðir frá byrjun og var flutt
í 32 íbúðir síðastliðið haust en
þær hafði félagið reist við Ból-
staðahlíð 40-44 og 32 íbúðir til
viðbótar verða fokheldar innan
skamms
Þessar upplýsingar komu
fram í skýrslu stjómar félags-
ins sem formaður þess Tómas
Vigfússon flutti á síðasta aðal-
fundi.
íbúðirnar 32 sem getið var
um í brem stígahúsum og
eru þar 8 , tvegg.ia herbergja
8 þriggja og 16 fjögurra her-
bergja ífc áðir. Byggingarkostn-
aður þessara íbúða varð í heild
22.6 milj. kr., og þar af nam
lán Byggingarsjóðs verkamanna
14.4 milj. kr.
Bráðlega verða fokheldar 32
íbúðir til viðbótar Dg eru þær
við Bólstaðahlíð 46-50. Þetta er
13. byggingaflokkur félagsins
og eru íbúðimar byggðar eftir
Ktapparstfg 26.
sömu teikningu og íbúðirnar í
12. byggingaflokki sem flutt
var í síðastliðið haust.
Úthlutun þessara íbúða stend-
ur nú fyrir dyrum, um endan-
legt verð þeirra er ekki vitað
ennþá en samkv. lögum um
verkamannabústaði eru íbúð-
imar afhentar kaupendum á
kostnaðarverði. Þegar þessum
ibúðum er lokið, hefur félagið
byggt 454 íbúðir frá byrjun.
Það kom fram í skýrslu Tóm-
asar, að samkv. þeim breyting-
um sem geröar vóru á lögum
um verkamannabústaði vorið
1965 vom hámarkslán bygg-
ingasjóðs hækkuð úr 300 í 450
þúsund kr. á íbúð, en vegna
mikilla verðbreytinga síðan og
hækkaðs byggingarkostnaðar er
enn úrbóta þörf á þessu sviði
því annars hækkar útborgun
þeirra sem íbúðirnar fá sem
nemur hækkun byggingarkostn-
aðar.
Stjórn félagsins hefur nú sótt
til borgarráðs um byggingar-
lóðir í Fossvogi fyrir 108 íbúð-
ir, segir í skýrslu stjómarinn-
ar.
Á aðalfundinum fór fram
stjómarkosning, formaður er
stjómskipaður en fjérir menn
vom kosnir í aðalstjórn og 4
til vara. í aðalstjóm: Ingólf-
ur Kristjánsson, Alfreð Guð-
mundsson, Jóhann Eiríksson og
Sigurður Kristjánsson, og vara-
menn Garðar Jónsson, Svein-
björn Hannesson, Eysteinn R.
Jóhannsson og Ingimar Karls-
son. Endurskoðendur eru Bem-
hard B. Arnar og Helgi Hann-
esson og varaendurskoðendur
Þorvaldur Sigmundsson og Jpn
Gúðmundsson.
SÍLDAREFTIRUTSMENN
Síldarútvegsnefnd hefir ákveöið aö ráöa til
starfa á Austurlandi 1 eða 2 menn, er fylgist
með framkvæmd söltunar, yfirtöku síldar til út-
flutnings o. fl.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur og fyrri
störf, sendist skrifstofu Síldarútvegsnefndar á
Siglufirði eða Reykjavík f. 12. þ.m.
SÍLDARÚTVEGSNEFND.
Hluti af OSTA innrcttingu.
Fallegar eldhúsinnréttingar
Nýiega hcfur fyrirtækið
Skorri h.f. hafið innflutning á
mjög smekklegum eldhúsinn-
réttíngum þýzkum, frá OSTA
verksmiðjunum í V-Berlín. Eru
þctta eins og aðrar tilbúnar
innréttingar samstæður. einn
eða fleiri skápar í hverri, og
raðað saman í eldhúsið cftir
eigin vali.
Blaðamönnum var í gær
boðið að skoða OSTA innrétt-
Vér viljum fyrir hönd hús-
mæðra í Skagafirði vinsamleg-
ast biðja Þjóðviljann að birta
eftirfarandi:
Orlofsnefnd húsmæðra í
Skagafirði bauð konum hér-
aðsins í þriggja daga ferðalag
um Suðvesturiand. Lagt var af
stað frá Sauðárkróki sunnu-
daginn 26. júní og farin Lax-
árdalsheiði um Búðardal, Fells-
strönd, Saurbæ og Skarðs-
strönd. Gist í Stykkishólmi. A
öðrum degi var farið kringum
Snæfellsjökul, um Mýrar og
Borgarnes og gist þar. Þriðja
daginn var svo haldið heim-
leiðis, staldrað við í Borgar-
firðinum og skoðaðir nokkrir
merkir sögustaðir.
Frú Emma Hansen, kona
inguna sem er í mjög fjöl-
breyttu úrvali hvað snertir
gerðir og gæði og hægt að fá
bæði efri og neðri skápa mis-
jafnlega hólfaða niður eftir
vild. Sérstakar skápaeiningar
eru fyrir kústa og hreinlætis-
tæki, matvæli, pottg, diska-
þurrkur, skurðarbretti, hræri-
vél o.s.frv. og kostur við neðri
skápa að í þeim eru hillur sem
draga má út, svo ekki þarf að
prófastsins að Hólum í Hjalta-
dal var fararstjóri og viljum
við allar þakka henni framúr-
skarandi leiðsögn og umhyggju
alla. Einnig þökkum vér frú
Finneyju Reginbaldsdóttur,
fyrir hennar góða þátt í að
konurnar gætu notið hvíldar
og góðrar aðbúðar á gististöð-
um.
Ekki skaðar hcldur að minn-
ast þess, að gestgjafarnir í
Stykkishólmi og Borgarnesi
eru báðir góðir Skagfirðingar
og tóku á móti hópnum af
stakri alúð, þeim ber einnig
að þakka.
Fyrir hönd orlofskvenna.
Húlmfríður Jónasðóttir.
beygja sig og teygja þegar ná
þarf til einhvers sem er innar-
lega í skápnum. Þá er það og
kostur við þessa innréttingu að
er eldhúsið hefur verið teiknað
og skápum raðað er borðplat-
an smíðuð heil ofan á skápa-
röðina, svo engin samskeyti
myndast að ofan þar sem
skápaeiningarnar mætast. Að
sjálfsögðu fást svo innrétting-
arnar smíðaðar utanum öll
eldhúsraftæki, svo sem eldavél-
ar, bakarofna. ísskápa, og fleira.
Næstu tvo mánuði verður
OSTA eldhúsinnréttingin til
sýnis og sölu að Hraunbraut
10 í Kópavogi þar sem hefur
verið raðað saman innréttingu
ásamt rafmagnsáhöldum í tvö
eidhús. Sölustjóri Skorra h.f.
er Ölafur Gunnarsson og veitir
hann upplýsingar um verð og
gerðir og sér um mælingar og
teikningar áhugamönnum að
kostnaðarlausu. Afgreiðslufrest-
ur á innréttingunni er tveir
mánuðir og mun verð reynast
sambærilegt við vandaða ís-
lenzka mnréttingu. Fyrirtækið
sér um uppsetningu skápanna.
—----------------------------e>
Skagfírzkar húsmæður á ferð
Frá Æsku/ýðsráði
KÓPA V0GS
Innritun í ferðakiúbb Æskulýðsráðs, fer fram í Æsku-
lýðsheimilinu að Álfhólsvegi 32 á mánudögum, miðviku-
dögum og föstudögum kl. 5,30 — 6,30. — Sími: 41866.
Æskulýðsfulltrúi.
ÁBYRGÐ Á HÚSGÖGNUM
AthugiS, að merki þetta sé á húsgögnum, sem óbyrgðarskírteini fylgir. Kaupið vönduð húsgögn. 02542 f RAMLEIÐANDI í : NO.
H; IÚSGAGNAMEISTARA ÉLAGI REYKjAVÍKUR | il
HÚSGAGNAMEISTARAFÉLAG REYKJAVÍKUR
Tiikynning frá Skipaútgcrð rík-
isins. Framvegis fyrst um sinn
munum vér daglega taka ámóti
venjulegri stykkjavöru á allar
áætlunorhafnir skipa vorra frá
Reykjavík austur um land til
Siglufjarðar og einnig á allar
Vestfj arðahaf nir.
Varðandi stórar sendingar og
vörur sem erfitt er að taka í
hús, er þó nauðsynlegt að hafa
samband við verkstjóra í vöru-
afgreiðslu vorri áður en vörurn-
ar eru fluttar til vor.
Reykjavík 4. júlí 1966,
Skipaútgerð ríkisins.
K.R.R.
í KVÖLD KL. 8.30
REYKJAVÍK - F.B.U.
(Reykjavíkurúrval) (Fyns Boldspil-Union)
á Laugardalsvellinum
Dómari: Carl Bergmann
K.S.Í.
Verð aðgöngumiða:
Stúka: kr. 100,00
Stæði: kr. 75,00
Börn: kr. 25,00
KAUPIÐ MIÐA TIMANLEGA
Forsala aðgöngumiða við UtvegsBankann KNATTSPYRNURAÐ REÝKJAVIKUR
Aðalfundur Fél.
pípulagningarm.
Félag pípulagningameistara
hélt aðalfund sinn fyrir nokkru.
Formaður félagsins, Grímur
Bjarnason, flutti skýrslu stjórn-
arinnar um starf félagsins á
síðasta starfsári. 1 skýrslunni
kom m.a. fram, að félagið flutti
starfsemi sína í Skipholt 70 á
síðasta ári. Epnfremur rekur
félagið mælingastofu i sam-
vinnu við Sveinafélag pípulagn-
ingarmanna.
I stjóm félagsins voru kjörn-
ir: Grímur Bjarnason, formað-
ur, Tryggvi Gíslason, varfor-
maður, Jónas Valdemarsson,
ritari, Haraldur Salómonsson,
gjaldkeri og Helgi Jasonarson,
meðstjórnandi.
Grænlaidsferðir
frá Akureyri
Á sunnudaginn ílugu milli 80
og 90 ferðamenn með flugvél
Loftleiða frá Akureyrir til eyj-
unnar Kulusuk undan Austur-
Grænlandi. Ferðamennirnir
dvöldust þarna á eynni, sem er
austanvert við mynni Angmag-
salikfjarðar, í nokkrar klukku-
stundir en síðar um kvöldið var
haldið aftur til Akureyrar.
Það er Ferðaskrifstofa Akur-
eyrar, sem stendur fyrir þessum
Grænlandsferðum í samvinnu við
Loftleiðir, en næsta ferð er ráð-
gerð frá Akureyri 17. júlí n.k.
• Passið stelp-
una mína
• Dóttir Bandaríkjaforseta,
Lynda Bird Johnson. er farin
til Spánar í sumarleyfi: í
bandaríska sendiráðið í Madrid
komu skilaboö frá pabbanum
— „Passið stelpuna mína“.
Og jj(Égar dóttirin steig út úr
flugvélinni í Madrid var þar
komin svofelld móttökunefnd:
sendiherrann, kona hans og
tvö börn, aðstoðarmaður sendi-
herra, fyfsti sendiráðsritari,
blaðafulltrúi sendiráðsins, sex
bandarískir leynilögreglumenn,
tveir embættismenn úr utanrík-
isráðuneytinu spænska og 25
blaðaljósmyndarar.
13.00 Við vinnuna.
15.00 Miðdegisútvarp. Liljukór-
inn syngur. Solomon leikur
Píanósónötu op 106 Hamm-
erklavier, eftir Beethoven. G.
Souzay syngur Söngva til
unnustunnar í fjarska, eftir
Beethoven. Pomponio og Zar-
ate leika verk eftir Garulli,
Sehubert og Gallés.
16.30 Síðdegisútvarp. P. Weston
og hljómsveit leika lög eftir
Romberg, þýzkir listamenn
syngja og leika lög ársins
1953, Mantovani og hljóm-
sveit leika suðræn lög, N.
Luboff-kórinn syngur blues-
lagasyrpu, The Command AU
Stars leika lagasyrpuna Á-
reitin ásláttarhljóðfæri.
18.00 Lög á nikkuna. T. Rom-
ano leikur létt lög. W. Eriks-
son og harmonikuhljómsveit
leika polka og valsa.
20.00 Daglegt mál.
20.05 Efst á baugi.
20.35 Birgit Nilsson syngur lög
eftir Sibelius.
20.45 Á ritstjórnarskrifstofunni,
smásaga eftir Helgu Þ.
Smára. Hildur Kalman les.
21.05 Lög unga fólksins. Bergur
Guðnason kynnir lögin
22.15 Kvöldsagan: Dularfullur
maður, Dimitrios.
22.35 Á sumarkvöldi. Guðni
Guðmundsson kynnir ýmis
Iög og smærri tónverk.
i